Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1989. Helgarmarkaður OPIÐ LAUGARDAGA kl. 10.00-12.00 KILJA Bóka-, ritfanga- og gjafavönjverslun ' Miðbæ v/Háaleitisbraut 58-60 Sími 35230 LÆKJARKJOR Brekkulæk 1 - sími 35525 - OPIÐ - Fimmtudaga 9.00 - 18.30 Föstudaga 9.00 - 19.00 Laugardaga 10.00 - 13.00 Kvöldsala til kl. 23.30 Snyrtívöraverslunín SANDRA Reykjavíkurvegi 50, Hafnarf., símí 53422 - Opíð laugardaga 10-14 - MEIRA FYRIR MINNA VERÐ ÞU ÞARFT EKKI AÐ LEITA LENGRA Velkomin í Grundarkjör 6RUNDARKJÖR Opið alla virka daga frá kl. 9.00-20.00 ^ Laugardaga frá kl. 10.00-14.00 KGk)) Stakkahlíí 17 Sími 58121 Furuqrand 5 Simi 46955 - 42062i GRENSASKJOR Grensásvegi, sími 36740. .A* Húsavíkurhangi- kjöt Taðreyktur silungur oglax / w Nýf / J Hvitár-X AV ’ViSj éVJLy OPIÐ á laugardögum kl. 10.00-16.00. Útsölukjötið komið aftur Þú sparar: Hjá okkur færð þú ókeypis poka undir vörurnar. * ER SMÁAUGLÝSINGA BLADID SIMINNER Utlönd Jaruzelski hershöfðingi hlaut tæpt kjör til forseta í pólska þinginu i gær. Símamynd Reuter Jaruzelski kjörinn naumlega Wojciech Jaruzelski, hershöfðingi og leiðtogi pólskra kommúnista, var kjörinn forseti Pöllands í gær. Kjör hershöfðingjans var tæpt, hann þurfti 270 atkvæði þingmanna þjóð- þingsins til að ná kjöri, eða helming atkvæða og einu betur, og 270 at- kvæði hlaut hann. „Viö búumst við aö hinn nýi for- seti noti embætti sitt til aö halda áfram og jafnvel hraði þjóöinni á þeirri braut umbóta sem hún er á,“ sögðu fulltrúar Samstöðu, hínna óháðu verkalýðssamtaka, eftir kosn- ingarnar. Þeir sögðu hið nauma kjör Jaruzelskis bæði viðvörun og áminn- ingu til hershöfðingjans. Oeining og reiðileysi innan banda- lags kommúnista og samstarfsflokka þeirra bendir til að Jaruzelski megi þakka kjör sitt því að nokkrir fulltrú- ar Samstöðu kusu ekki. Fulltrúar samtakanna á þinginu höfðu frjálsar hendur í kosningunum og kusu ekki Jaruzelski. Bronislaw Geremek, einn þingmanna samtakanna, sagði að ekki væri hægt að gleyma því að hershöfðinginn setti herlög árið 1981 með þeim afleiðingum að Samstaða var bönnuð. Samtökin eru nú lögleg og tóku fulltrúar þeirra sæti á pólska þinginu í fyrsta sinn á þessu ári. Kommúnistar og bandalagsflokkar þeirra hafa 299 þingsæti en Jaruz- elski hlaut aðeins 270 atkvæði. Hinn nýi forseti Póllands hefur vald til að.tilnefna forsætisráðherra, ijúfa þing og lýsa yfir her- og neyðar- ástandslögum. Forsetans er að tryggja pólitískan stöðugleika og framhaíd umbóta á sviði efnahags og stjórnmála. Reuter Khashoggi framseldur Vopnasalinn Adnan Khashoggi var settur í gæsluvarðhald í New York í gær eftir að hafa verið framseldur frá Sviss. Khashoggi hefur verið ákærö- ur fyrir að hafa aðstoðaö fyrrum for- seta Filipppseyja, Ferdinand Marcos, við fjármálasvindl. Khashoggi ferðaöist á fyrsta far- rými með flugfélaginu Swissair en Khashoggi færður í gæsluvarðhald við komuna til New York. Símamynd Reuter við komuna til New York var hann settur í handjám, fingrafór voru tek- in af honum og myndir og var honum gert að eyða aö minnsta kosti einni nótt í borgarfangelsinu í New York sem hýsir meinta hryðjuverkamenn, mafíósa, eiturlyljasala og hundruð smákrimma. Verður Khashoggi að dúsa inni á meðan saksóknari og verjandi koma sér saman um hvaöa tryggingu eigi að setja fyrir hann. Khashoggi, sem einu sinni var tal- inn eiga fjóra milljaröa dollara, er gefið að sök að hafa látist eiga fjóra skýjakljúfa á Manhattan, sem voru í raun í eigu Marcosar, eftir að stjórn- in á Filippseyjum hafði tryggt lög- bann á sölu þeirra. Marcos og kona hans Imelda eru sökuð um að hafa keypt byggingamar fyrir 103 milljón- ir dollara sem stolið var úr ríkiskass- anum á Filippseyjum. Khashoggi auðgaðist á milligöngu um vopnasölu frá vestrænum lönd- um til arabaríkja. Hann var talinn viðriðinn vopnasöluna frá Banda- ríkjunum til Irans sem kölluð hefur verið íran-kontra hneyksllð en hagn- aðinum af sölunni var veitt til kontraskæruliöa í Nicaragua. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.