Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1989. Fréttir Fólksflótti vegna efnahagsástandsins: „Dæmið gengur bara ekki upp hér heima“ / „Eftir að hafa reiknað allt dæmið fram og til baka sáum við að það gengur bara ekki upp hér heima,“ sagði Þórður Sigurðsson verslun- armaður en hann er að flytja til Svíþjóðar með fjölskyldu sinni og hafa þau ákveðið að setjast þar að. Reyndar er kona Þórðar þegar far- in til Svíþjóðar með tvö börn þeirra sem eru eins og tveggja ára. Þórður fer sjáifur út í september: Þórður sagði að það lægi ljóst fyrir að laun hans dygöu ekki hér á landi til að framfleyta fjölskyld- unni. Úti í Svíþjóð ættu hins vegar endar að nást saman en hann hefur fengið vinnu hjá Volvo í Gauta- borg., Þórður og fjölskylda hafa búið í eigin húsnæði hér á landi þannig að húsaleiga hefur ekki verið að sliga þau. Þórður sagði aö þau hefðu keypt gamalt hús og gert það upp. Það hefði veriö dýrt þó að mest hefði veriö notast við eigin vinnu. Lán, sem stofnaö hefði verið til vegna hússins, yrðu þau að segir Þórður Sigurðsson sem er að flytja til Svíþjóðar WBm Kona og börn Þórðar eru þegar farin tii Svíþjóðar en hann situr einn eftir í tómri íbúðinni DV-mynd S halda áfram að greiða niður erlend- is frá. Taldi Þórður að ódýrara yrði að leigja erlendis heldur en að standa undir fjármagnskostnaði vegna húsakaupa hér. - En hvað kemur til með að breytast mest við að flytja út? „Það er tvímælalaust matar- kostnaðurinn. Á því er stór munur hér og erlendis. Kona mín verslaði hér heima í dæmigeröa innkaupa- körfu og keypti síðan alveg sömu vörutegundir þegar hún kom út. Hér kostaði karfan 4000 krónur en úti í Svíþjóð 1800 krónur.“ Þórður sagðist ekki treysta sér til að spá um hve lengi fjölskyldan yrði erlendis. Það væri algerlega óráöið. Þá sagðist hann hafa orðið var við áhuga margra á þessum flutningum og væri greinilegt að fólk væri í auknum mæh að velta slíku fyrir sér. Hefðu sumir beðið um að fá að fylgjast með hvemig þeim reiddi af úti í Svíþjóð. -SMJ Innlend lántaka og 800 milljóna niðurskurður - innhelmtu bensíngjalds og launaskatts flýtt Ríkissfj.ómin hefur ákveðið að milljarða halla, sem nú er fyrirsjá- niður við niðurskuröinn. flýta innheimtu á launaskatti og anlegur á rikissjóöi, hefur ríkis- Á sérstökum ríkisstjómarfundi í bensíngjaldi þannig að þessir skatt- sfjómin ákveðiö að auka innlenda gær á Þingvöllum var rætt um fjár- ar verði innheimtir mánaöarlega. lánsfjármögnun ríkissjóðs um 3.000 lagagerð fyrir árið 1990. Sam- Með þeim hætti mun rfldssjóöur fá milljónir. Hlutur ríkissjóðs á inn- kvæmt heimildum DV var þar rætt launaskatt fyrir tveggja mánaða lendum lánsflármarkaði mun því um stórfelldan niðurskurð á rflds- tímabil og bensingjald fyrir einn aukast um 8.300 milljónir á þessu útgjöldum á næsta ári. Fagráö- mánuö inn á þessu ári umfram ári. herramir tóku flestir undir nauð- áætlun fjárlaga. Þetta er eina Þá hefur ríkisstjómin ákveðið að syn á niöurskurði í sínum mála- skattaaögerð ríkisstjómarinnar að steöia að niðurskurði á ríkisút- flokkum. Einnig var rætt um sinni. gjöldum um 800 milljónir. Ekki er skattahækkanir. Til þess að fjármagna þann 4,2 enn fullákveöiö hvar veröur borið -gse Einn efnilegasti stóðhestur landsins ailur: Fannst dauður að morgni í haganum tryggður þannig að tjónið er tilfinn- anlegt fyrir sambandið. Hefur hest- urinn verið metinn á um þrjár millj- ónir króna en Haraldur tók fram að ekki hefði verið til umræðu að selja hann. Ólafur Guðjónsson, sem fyrstur kom að hestinum, sagði að ekkert benti til þess að neitt óeðlilegt hefði komið til. Hesturinn hefði einfald- lega legið dauður í haganum og ekk- ert traðk í kring. Ljóri var átta vetra gamall, undan Blesa frá Hólum og Söru frá Kirkjubæ. Hann var sýndur á Lands- mótinu á Hellu árið 1986, fimm vetra gamalla og hlaut í aðaleinkunn 8.23. Fyrir byggingu fékk hann 8.26, sem var mesta byggingareinkunn stóð- hests á mótinu, en 8.20 fyrir hæfi- leika. -SMJ Einn efnilegasti stóðhestur lands- ins, Ljóri frá Kirkjubæ, fannst dauð- ur í haganum á þriðjudagskvöld. Var hesturinn í stóðhestagirðingu við Hjálmholt í Hraungerðishreppi í Fló- anum og voru 28 hryssur í haganum hjá honum. „Við vitum ekkert um þaö hvemig þetta bar til. Hesturinn hefur verið krufinn en ekkert komið fram sém gefur dauða hans til kynna. Ætli hann hafi ekki bara orðið bráð- kvaddur - alla vega bendir ekkert til að um slys sé að ræða,“ sagði Harald- ur Sveinsson, formaður Hrossarækt- arsambands Suöurlands, en sam- bandið var eigandi hestsins. Ljóri var átta vetra og hafði sam- bandið keypt hestinn sem folald í Kirkjubæ og var hann oröin umset- inn og eftirsóttur til kynbóta. Hestur- inn var nýkominn úr Skagafiröi þar Ljóri frá Kirkjubæ er nú allur, aðeins átta vetra. DV-mynd EJ sem hann var í leigu og hafði aðeins verið í um sólarhring meö hryssun- um í haganum þegar hann fannst. Að sögn Haralds var Ljóri ekki Þorskur í staö ýsu: Rannsóknarlögreglumál - segir lögfræðingur Verðlagsstofnunar „Þessi aðili fær aö öllum líkindum aðvörun frá okkur þar sem um vill andi upplýsingar og óréttmæta við- skiptahætti er að ræða. En þetta er í raun meira en villandi upplýsingar og þykir mér því ekki ólíklegt aö mál þetta fari til rannsóknarlögreglu," sagði Gísh ísleifsson, lögfræðingur hjá Verðlagsstofnun, er hann var inntur eftir hvernig tekið væri á málum þar sem upp kæmist um vörusvik. í DV í gær var greint frá því að fyrirtækið Humall hf. hefði selt nið- urskoma þorskblokk sem ýsu í raspi. Rannsóknir úr fjórum pakkningum leiddu í ljós að ekki var um ýsu að ræða í neinni þeirra. Þrjár innihéldu þorsk og sú fjórða einhveija aðra fisktegund. -gh ÁTVR: Sopinn hækkar Verð á áfengi og tóbaki var hækk- að í gær. Sterku vínin hækkuðu mest eða um 8-11%. Léttvínin hækk- uðu um 5-7% og bjór hækkaði um 5%. Samkvæmt þessu hækka 6 dósir af Tuborg úr 670 í 700 krónur. Val- policella rauðvín hækkar úr 1350 krónum í 1410. Camus koníak hækk- ar úr 1970 krónum í 2170. White Horse viskí hækkar úr 1940 krónum í 2100. íslenskt brenniín hækkar úr 1300 í 1400 krónur og Smirnoff vodka hækkar úr 1630 í 1780. Pakkinn af Winston hækkar úr 170 í 188, Half and Half reyktóbak hækk- ar úr 240 í 266 og London Docks vindl- ar hækka úr 260 krónum í 290. Þessar hækkanir stafa af þeim gengisbreytingum sem orðið hafa að undanfómu. -JSS Amarflug: Nýr aðstoðarframkvæmdastjóri Magnús Bjarnason hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Arnarflugs. Hann mun taka til starfa hjá félaginu á næstu dögum. Magnús, sem er 26 ára að aldri, lauk stúdentsprófi frá Flensborgar- skóla í Hafnarfirði árið 1983 og B. Sc. prófi í Business Administration frá Nova University í Bandaríkjunum árið 1987. Samhhða námi starfaði Magnús hjá hagdeild Landsbanka íslands og samfellt að námi loknu þar til í sept- ember 1988. Undanfama mánuði hef- ur hann starfaö að ýmsum verkefn- um fyrir Olíuverslun íslands hf. og Portó heildverslun hf. Magnús er kvæntur Önnu Sveins- dóttur og eiga þau tvö börn. -JSS Sverrir selur hlut sinn í Ögurvík Indriði Pálsson, forstjóri Skelj- ungs, hefur undirritað kaupsamning við Sverri Hermannsson, banka- stjóra Landsbankans, um kaup Skeljungs á hlutabréfum Sverris í útgerðarfélaginu Ögurvík hf. Sverrir á 3% hlutabréfa í fyrirtækinu. Kaup- samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki stjórnar fyr- irtækisins. Kaupverð hlutabréfanna hefur ekki verið gefiö upp. Fyrir nokkru var mikið rætt í fjöl- miðlum um eignaraðild Sverris í Ögurvík þar sem bankastjórum rík- isbankanna er ekki heimilt sam- kvæmt lögum að eiga hlutabréf í fyr- irtækjum. Lyktir málsins urðu þær að stjóm Landsbankans ákvað að gefa Sverri frest til að koma bréfun- um í verð. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.