Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Blaðsíða 28
36 ' FIMMTUDAGUR 20. JÚLl 1989. Afmæli Valdimar Veturliðason Valdimar Veturliöason, Hrafnistu í Hafnarfirði, veröur áttræður á morgun. Valdimar er fæddur á Víði- dalsá í Steingrímsfirði en fluttist með foreldrum sínum á fyrsta ári að Blámýrum í Ögurhreppi og það- an fjögurra ára til Súðavíkur. Hann byrjaði sjómennsku tólf ára í Súða- vík og var b. á Hlíð í Álftafiröi 1931- 1947. Valdimar var verkstjóri hjá Frosta í Súðavík 1945-1947 og var sjómaður á ísafirði 1947-1968. Hann fluttist til Hafnarfjarðar 1969 og býr nú á Hrafnistu. Valdimar kvæntist 29. desember 1962 Guðrúnu Kristj- ánsdöttur, f. 11. júní 1902, d. 1986. Foreldar Guðrúnar voru Kristján Þórðarson, sjómaður í Hlíð í Alfta- firði, og kona hans, Þórdís Eiríks- dóttir. Börn Valdimars og Guðrúnar eru Fríða Hólm, f. 14. nóvember 1931, gift Halldóri Ebenezerssyni, fyrrv. b. á Eyri í Mjóafiröi, verka- manni í íshúsinu í ísafirði; Ari, f. 19. febrúar 1933, vélstjóri í Tönsberg í Noregi, kvæntur Marid Valdi- marsson; Guðríður Helga, f. 15. júlí 1934, póststarfsmaður í Rvík, gift Hauki Ólafssyni bifvélavirkja; Finn- ur Ingólfur, f. 20. júlí 1935, d. 9. okt- óber 1935; Finnur Ingólfur, f. 13. september 1936, fyrrv. flugaf- greiðslumaður í Keflavík, kvæntur Ingibjörgu Gilsdóttur; Gunnar Valdimar, f. 20. janúar 1938, er lát- inn, múrari í Kópavogi, kvæntur Ólöfu Sigurlásdóttur; Pétur, f. 12. maí 1940, verkamaður í Hafnarfirði, kvæntur Stefaníu Guðmundsdóttur; Sigurður Þórður, f. 23. maí 1941, út- gerðarmaður í Ólafsvík, kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur; Haraldur, f. 27. september 1943, húsasmiður á Akureyri, kvæntur Ingibjörgu Tryggvadóttur, ogÞórdís Sólveig, f. 4. ágúst 1945, gift Herði Snorrasyni, skipstjóra í Hrísey. Valdimar á þrjá- tíu og fjögur barnabörn og þrjátíu og þrjú barnabamabörn. Systkini Valdimars em Sigurjón, f. 2. október 1907, er látinn, sjómaöur á ísafirði, kvæntur Kristínu Kolbeinsdóttur; Salóme, f. 20. september 1911, gift Arinbirni Guðnasyni, er látinn, vél- stjóra í Hafnarfirði; Ragnar, f. 22. mars 1914, er látinn, verkamaður í Rvík, kvæntur Guðmundu ísleifs- dóttur; Sigríður, f. 25. nóvember 1912, d. 28. janúar 1915; Sigurvin, f. 4. september 1916, d. 3. júní 1946, kvæntur Guðrúnu Árnadóttur; Guðbjörg Ágústa, f. 27. ágúst 1918, látin, gift Magnúsi Guðnasyni, véla- manni í Bolungarvík; Guðmundur, f. 23. apríl 1920, bifreiðarstjóri í Osló, kvæntur norskri konu; Skarphéð- inn, f. 30. nóvember 1922, vörubif- reiðarstjóri í Rvík, kvæntur Jónu Ríkeyju Gunnarsdóttur. Foreldrar Valdimars voru Vetur- liði Ásgeirsson, b. á Eiði í Hestfirði, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir. Veturliði var sonur Ásgeirs, b. á Eiði, Jónssonar, b. á Kleifum, Jó- hannessonar, b. á Fæti, Jónssonar. Móðir Jóhannesar var Guðrún Sig- urðardóttir, systir Þorláks, langafa Guðmundar, afa Guðmundar Inga, Halldórs, Jóhönnu og Ólafs skóla- stjóra Kristjánssonar. Móðir Ás- geirs var Gróa Benediktsdóttir, skutlara í Vatnsfirði, Björnssonar, b. í Þernuvík, Sigurðssonar, skálds á Eyrardal, ættfóður Eyrardalsætt- arinnar. Sigurður var sonur Þor- varðar, b. á Látrum, Jónssonar, bróður Ólafs, lögsagnara á Eyri, ættföður Eyrarættarinnar, langafa Jóns forseta. Móðir Benedikts var Guðný Jónsdóttir, b. á Laugarbóh, Bárðarsonar, b. í Arnardal Illuga- sonar, ættfóöur Arnardalsættarinn- ar. Móðir Veturliða var Þóra, móðir Guðríðar, ömmu Jóns Baldvins Hannibalssonar og Björns Friðf- innssonar ráðuneytisstjóra. Þóra var dóttir Rósinkrans, b. á Svart- hamri, bróður Sigurðar, afa Jóns Baldvinssonar, fyrsta formanns Al- þýðuflokksins og langafa Ingigerö- ar, móður Þorsteins Pálssonar. Rós- inkrans var sonur Hafliða, b. í Kálfavík, bróður Jóhannesar, lang- afa Hannibals Valdimarssonar. Haf- liði var sonur Guðmundar sterka, b. á Kleifum, Sigurðssonar, forfóður Ólafs Þ. Þórðarsonar og Sverris Hermannssonar. Móðir Þóru var Elísabet Jónsdóttir, b. á Svart- hamri, Jónssonar. Langamma El- ísabetar var Sigríður Magnúsdóttir, bróðurdóttir Jóns Teitssonar bisk- ups, langafa Katrínar, móður Einars Benediktssonar skálds. Guðrún var dóttir Jóns, b. á Ósi í Steingrímsfirði, Jónssonar, ráðs- manns á Drangsnesi, Magnússonar, b. á Drangsnesi, Sveinbjörnssonar. Móðir Jóns á Ósi var Ástríður, syst- ir Solveigar, ömmu Þórleifs Bjama- sonar, námsstjóra og rithöfundar. Ástríður var dóttir Bjama, b. í Goð- dal, Þórðarsonar, b. í Munaðamesi, Jónssonar, b. í Snartartungu, Krákssonar. Móðir Bjama var Ólöf, systir Ingibjargar, langömmu Björns Jónssonar, prófasts í Miklabæ, afa prestanna Bjöms Valdimar Veturliðason. Jónssonar á Akranesi, Jóns Bjarm- ans, Ragnars Fjalars Lárassonar og Stefáns Lárussonar í Odda. Ólöf var dóttir Jóns, b. á Broddadalsá, Ólafs- sonar og konu hans, Ólafar Kráks- dóttur, systur Jóns. Móðir Guðrún- ar var Sigríður Friðriksdóttir, hús- manns í Miðdalsgröf, Sakaríasson- ar, bróður Guðlaugar, ömmu Snorra skálds og Torfa tollstjóra Hjartarsona. Til hamingju með daginn 80 ára Guðmundur Aðalsteinn Knudsen, Ölduslóð 12, Hafnarfirði. Þorsteinn Jónasson, Ægisgötu 10, Akureyri Guðrún Tómasdóttir, Sandgeröi, Stokkseyrarhreppi. 75 ára Vigfús Eiríksson, Lagarási 12, Egilsstöðum. 70 ára Magnea Guðmundsdóttir, Ártúni 11, Selfossi. Jóhanna Stefánsdóttir, Eyvindarholti, Bessastaðahreppi. Gyða Þorleifsdóttir, Neðri-Skálateigi, NorðíjarðarhreppL Ólöf Órnólfsdóttir, Austari-Hóli, Fljótum. Árni J. Jóhannsson, Grófarseli 22, Reykjavik. 60 ára Knútur Jónsson, Melgerði 4, Kópavogi. Jónas Ólafsson, Aðalstræti 11, Þingeyri. Gunnar Þorsteinsson, Vikurbraut 24, Grindavík. Inga Guðbrandsdóttir, Hróðnýjarstöðum, Laxárdalshreppi. Dagmar Didriksen, Grundarlandi 7, Reykjavík. 50 ára Sveinn P. Jakobsson, Glaðheimum 20, Reykjavík. Margrét Steina Gunnarsdóttir, gamla skólahúsinu, Laugardalshreppi. Sigurður Stefánsson, Lækjarbraut 5, Holtahreppi. 40 ára Hansína Melsteð, Þjórsárgötu 9, Reykjavík. Árni Ólafur Sigurðsson, Ránarbraut 12, Höföahreppi. Böðvar Guðmundsson, Sigtúni 9, Selfossi. Þóra Einarsdóttir Þóra Guðrún Einarsdóttir hús- freyja, Faxaskjóli 24, Reykjavík, er áttræð í dag. Þóra fæddist að Fremra-Hálsi í Kjós og ólst þar upp fram yfir ferm- ingu. Hún var tíu ára er hún missti föður sinn og flutti hún með móður sinni og systkinum aö Eiði í Mos- fellssveit 1924 og ári síðar í Viðey. Þóra giftist 16.5.1931, Þorsteini Tómasi Þórarinssyni, vélfræðingi í Reykjavík, f. 15.5.1907, d. 20.4.1981, en foreldrar hans voru Þórarinn „á Melnum“ Jónsson, verkamaður í Reykjavík, og kona hans, Ingifríöur Pétursdóttir. Þóra og Þorsteinn hófu sinn bú- skap í Smiöjuhúsi (Melnum) við Ásvallagötu í Reykjavík en þau fluttu vestur á Flateyri 1934 þar sem Þorsteinn var vélstjóri við síldar- verksmiðju. Þau fluttu síðan til Hafnarfjarðar 1936 og aftur til Reykjavíkur ári síðar. Þar bjuggu þau óshtið til ársins 1971, er þau lögðu land undir fót og settust að í Dar es Salaam í Tanzaniu þar sem Þorsteinn gerðist yfirvélstjóri og tæknilegur ráðunautur við stærsta mjólkuriönaðarfyrirtæki landsins. Árið 1975 fluttu þau til Mauritius í Indlandshafi þar sem Þorsteinn var verksmiðjustjóri við verksmiðju sem Ingi sonur hans hafði komið á laggirnar. Starfaði Þorsteinn þar til æviloka en Þóra flutti þá aftur til Reykjavíkur. Sonur Þóra og Þorsteins er Ingi, f. 1930, viðskiptafræðingur og aðal- ræðismaður Islands í Nairobi í Kenya, fyrr á árum þekktur frjáls- íþróttamaöur hér á landi, kvæntur Fjólu G. Þorvaldsdóttur, en sonur þeirra er Þorsteinn, tölvufræðingur í Reykjavík, f. 1960. Systkini Þóra urðu fjórtán, sex alsystkini og átta hálfsystkini. Systkini hennar, sem nú eru á lífi, era Kristvaldur, f. 12.1.1899, lengst af iðnverkamaður á Álafossi; Guð- björg, f. 31.8.1900, lengst af húsmóð- ir í Reykjavík; Sigríður Svava, f. 16.12.1911, húsmóðir í Reykjavík; Ólafía Gróa, f. 1.10.1915, húsmóðir í Los Angeles í Kaliforníu; Ólafia Símonía Sigrún, f. 16.7.1917, hús- móðir í Reykjavík, og Lúðvík Dal- berg, f. 29.4.1921, bifreiöastjóri í Reykjavík. Foreldrar Þóru voru Einar Ólafs- son, b. á Fremra-Hálsi í Kjós, f. 26.6. 1862, d. 8,1.1919, ogkonahans, Jó- hanna Þorsteinsdóttir, húsfreyja á Fremra-Hálsi, síðar í Viðey og Reykjavík, f. 28.7.1878, d. 1.4.1947. Foreldrar Jóhönnu voru Þor- steinn Ásbjörnsson, b. á Bjarnastöð- um í Selvogi, og Kristín Ólafsdóttir, b. á Kirkjubóli á Akranesi, Ólafs- sonar. Foreldrar Einars voru Ólafur Jónsson, b. í Skrauthólum og Salt- vik á Kjalarnesi, og kona hans, Gróa, systir Þorláks í Varmadal, langafa Kára Jónassonar, frétta- stjóra RÚV, og systranna Sigríðar myndhstamanns, konu Leifs Breið- fjörð, og Maríu, skrifstofustjóra heimspekideildar HÍ, konu Sigurðar Líndal prófessors. Gróa var dóttir Jóns, b. í Varmadal í Mosfellssveit, Jónssonar, b. á Gafli í Vilhngaholts- hreppi, Ólafssonar, b. á Mýrum í Flóa, Jónssonar, prests í Vihinga- holti, Gíslasonar. Móðir Ólafs var Kristín Ásmundsdóttir, b. á Tungu- felli, Guðnasonar, bróður Sigurðar, Þóra Einarsdóttir. afa Sigurðar, langafa Tómasar Sæ- mundssonar Fjölnismanns og Jóns Sigurðssonar forseta. Móðir Jóns á Gafh var Guðrún Brynjólfsdóttir, systir Jóns, prests á Eiðum, langafa Sigfúsar, föður Guðrúnar, ættmóð- ur Gunnhildargerðisættarinnar, langömmu Péturs Einarssonar flug- málastjóra. Þóra verður að heiman á afmæhs- daginn. Þorsteinn Erlingsson Þorsteinn Erlingsson vélvirkja- meistari, Barmahlíð 4, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morg- un. Þorsteinn fæddist í Vestmanna- eyjum og nam vélvirkjun í Lands- smiðju íslands. Hann var yfirverk- stjóri í Vélsmiðjunni Jötni 1943-1950 og varð vélvirkjameistari 1947. Þor- steinn rak eigið verkstæði í Rvík 1950-1975 og hefur unnið viö vél- gæslu, lengst af í ísbirninum í Rvík frá 1975. Hann hefur stundað hesta- mennsku í frístundum og feröast mikið um landiö. Þorsteinn kvænt- ist Júlíönu Sigurjónsdóttur, f. 29. júní 1917. Foreldrar Júlíönu eru Sig- urjón Þorvarðarson, b. á Streiti í Breiðdal, og kona hans, Guðrún Guönadóttir. Böm Þorsteins og Júlíönu era Sigrún, f. 6. september 1937, skólastjórafulltrúi i Rvík, gift Helga Bjarnasyni prentara, böm þeirra eru Helgi, Berglind og Halla; Kristín, f. 12. ágúst 1943, kennari í Rvík, gift Ólafi Mixa lækni, dóttir þeirra er Katrín Júlía, dætur Krist- ínar og Þórarins Sigþórssonar, þau skildu, era Sólveig og Rannveig; Örn, f. 28. apríl 1948, myndlistar- maður í Rvík, kvæntur Maríu Þór- árinsdóttur sjúkrahða, börn þeirra eru Högni Þór, Hildur Sif, og Hrund Ýr. Systkini Þorsteins eru Jón, f. 25. april 1908, d. 29. júní 1941, vélstjóri í Rvík; Gissur Ólafur, f. 21. mars 1909, þýöandi á Selfossi og fyrrv. umdæmisstjóri Pósts og síma; Stef- anía, f. 22. apríl 1910, húsmóðir í Kanada; Gunnþórann, f. 10. ágúst 1911, húsmóðir í Rvík; Sveinbjöm, f. 28. mars 1913, vélstjóri í Rvík; Soffía, f. 18. júní 1916, d. 24. júní 1916; Óli Filippus, f. 11. júlí 1917, d. 14. desember 1955, verkamaður í Rvík; Ásta Kristín, f. 12. júní 1920, grasa- læknir í Rvík; Soffla, f. 24. septemb- er 1922, húsmóðir í Rvík; Regína, f. 30. september 1923, húsmóðir í Rvík, og Einar Sveinnýf. 3. mars 1926, vörabílstjóri í Rvík. Foreldrar Þorsteins voru Erhngur FOippusson, búfræðingur og grasa- læknir í Rvík, og kona hans, Kristín Jónsdóttir. Erlingur var sonur Filippusar, b. og silfursmiös í Kálfa- fehskoti, Stefánssonar. Móðir Erl- ings var Þórunn, grasalæknir og ljósmóðir, Gísladóttir, b. á Ytri- Ásum í Skaftártungu, Jónssonar, bróður Eiriks, langafa sand- græðslustjóranna Páls Sveinssonar og Runólfs, fööur Sveins land- græðslustjóra. Annar bróðir Gísla var Jón, langafi Ragnars Jónssonar bókaútgefanda, föður Jóns Óttars sjónvarpsstjóra. Móðir Þórunnar var Þórunn ljósmóðir Sigurðardótt- ir, b. í Steig i Mýrdal, Árnasonar. Móðir Þórunnar var Þórunn ljós- móðir, langamma Steinunnar, langömmu Jóhönnu Siguröardóttur félagsmálaráðherra. Bróðir Þór- unnar var Þorsteinn, faðir Ólafar, langömmu Erlends Einarssonar, fyrrv. forstjóra SÍS, og Karls, föður Hólmfríðar, ungfrú heims 1985. Þór- unn var dóttir Þorsteins, b. og smiðs á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, Ey- jólfssonar, og konu hans, Karítasar ljósmóður, stjúpdóttur Jóns Stein- grímssonar eldklerks, Jónssonar, klausturhaldara á Reynistað, Vig- fússonar. Móðir Jóns var Helga Jónsdóttir, biskups á Hólum, Vig- fússonar. Kristín var dóttir Jóns, b. á Gilsár- vöhum í Borgarfiröi eystra, Stefáns- sonar, bróður Einars, afa Valgeirs Björnssonar hafnarstjóra. Móðir Kristínar var Stefanía ljósmóðir Ól- afsdóttir, b. á Gilsárvöllum í Borgar- firði eystra, Stefánssonar. Móðir Ólafs var Steinunn, læknir og ljós- Þorsteinn Erlingsson. móðir, dóttir Þórðar, b. á Finnastöð- um, Gíslasonar og konu hans, Ey- gerðar Jónsdóttur pamfíls, systur Jóns, langafa Einars H. Kvaran. Móðir Stefaniu var Soífía, systir Elísabetar, langömmu Gunnars Gunnarssonar skálds. Soífía var dóttir Sigurðar, b. í Skógum í Öxar- firöi, Þorgrímssonar, og konu hans, Rannveigar Skíða-Gunnarsdóttur, b. í Ási í Kelduhverfi, Þorsteinsson- ar, ættfóður Skíða-Gunnarsættar- innar, langafa Elísabetar, ömmu Siguröar Blöndal skógræktarstjóra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.