Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1989.
9
Utlönd
Nær tvö hundruð
taldir hafa lifað
af flugslysið
Brak úr þotunni sem fórst í nauðlendingu við flugvöllinn í Sioux.
Simamynd Reuter
Birgir Þórisson, DV, New York:
DC-10 þota með tvö hundruð níutíu
og þijá'innanborðs fórst í nauðlend-
ingu á flugvellinum í Sioux í Iowa í
Bandaríkjunum í gærkvöldi. Síðustu
fréttir herma að hundrað sjötíu og
átta manns hafi lifað af slysið. Sum-
um þeirra er ekki hugað líf.
Ekki er enn vitað hvað olh slysinu.
Tahð er að sprenging hafi orðið í
miðhreyfh vélarinnar hálftíma eftir
brottför frá Denver á leið tíl Chicago.
Flugstjóri skýrði flugumferðarstjórn
frá því að sprengingin hefði eyðhagt
vökvaþrýstikerfi vélarinnar. Það
neyddi flugmennina th að reiða sig á
handafl og þá tvo hreyfla sem eftir
voru th að hafa stjóm á henni.
Þeir reyndu nauðlendingu á næsta
flugvelh en véhn skah th jarðar áður
en hún náði inn á flugbrautina. Ann-
ar vængurinn' rakst niður og vélin
endastakkst jafnframt því sem
feiknamikh sprenging varð í henni.
Flugvélin brotnaði í sundur og stöðv-
aðist loks á akri á hvolfi. Brak dreifö-
ist um stórt svæði.
Með miklum óhkindum má telja
að sumt fólkið, sem af komst, skyldi
ganga htt meitt á brott frá flakinu.
Einn þeirra sem komust lífs af
greindi frá því að hann hefði við
nauðlendinguna misst ungbarn sitt
, úr fangi sér og án þess að fá nokkuð
að gert horft á er bamið rann frá
honum eftir gangi vélarinnar. Eftir
að hafa komist úr braki vélarinnar
fann hann bamið í fangi annars far-
þega sem einnig komst lífs af.
Samkvæmt frásögn annarra far-
þega sáu þeir hvemig eldtungur
læstu sig í stjómklefa vélarinnar og
svo hefði virst sem nef hennar hefði
horfið í einu vetfangi. Með hrylhngi
greindu sumir frá því að einhveijir
samferðamenn þeirra hefðu misst
úthmina.
Flugmennimir slösuðust en hfðu
báðir þegar síðast fréttist.
Farþegarnir sýndu stihingu ahan
tímann, að sögn þeirra sem af kom-
ust. Háiftími leið frá sprengingunni
í hreyflinum þar th vélin brotlenti
og biðu læknar og' hjúkmnarfólk
flugvelhnum í Sioux.
Flugvélin, sem um ræðir, var
fimmtán ára gömul og átti hún sext-
án þúsund flugtök og lendingar að
baki. Hreyfillinn, sem sprakk, hafði
ítrekað verið th vandræða undan-
fama mánuði, að sögn AP-fréttastof-
unnar. Eigandi vélarinnar, United
Airlines flugfélagið, segir samt að
vélin hafi verið í góðu ástandi.
Nokkur alvarleg flugslys hentu
DC-10 þotumar á áttunda áratugn-
um. Ahar bandarískar vélar af þess-
ari gerð voru kyrrsettar árið 1979
eftir að vél fórst í flugtaki við
Chicago. Það slys kom illa við Flug-
leiðir sem þá höfðu nýverið keypt
eina slíka. En síðan þá hafa DC-10
þoturnar verið happasælh en flestar
aðrar flugvélategundir.
Tahð er að hryðjuverkasamtök
Baska á Spáni, ETA, hafi staðið að
baki morðinu á tveimur spænskum
hershöfðingjum í Madrid í gær.
Mennirnir vom skotnir th bana
þar sem þeir óku um í bifreið á
götum Madrid í gær. Bifreiðarstjóri
þeirra slasaöist alvarlega..
Ixigregluyfirvöld tejja að ETA
eigi aðhd að tilræðinu. Sex hundr-
uð hafa látist í tuttugu og eins árs
baráttu samtakanna fyrir sjálf-
stæði Baska.
Moröin virðast gera að engu von-
ir manna um viöræður ETA og
fulltrúa stjórnvalda. Yfirvöld hafa
sagt að viðræður geti fyrst hafist
þegar árásum samtakanna linni
Tveir spænskir hershöfðingjar
voru myrtir í Madrid á Spáni i gær.
Simamynd Reuter
Stokkar Thatoher upp í
Breska blaðið The Sunday Times skýrði frá því nýlega að Margaret
Thatcher forsætisráöherra hygðist stokka upp í stjórn sinnl Segja heim-
ildarmenn blaðsins að tilkynnt verði um breytingar þann 24. þessa mánað-
Meðal þeirra sem líklega fá reisupassann samkvæmt fréttum blaðsins
er Nicholas Ridley umhverfismálaróðherra. Er tahð aö John Maiors úr
fjármálaráðuneytinu taki við ráðuneyti umhverfismála.
Þingmenn úr flokki forsætisráðherrans, sérstaklega þingmenn kjör-
dæma utan þéttbýhs, þrýsta á um breytingar i umhverfismálaráðuneyt-
inu, segir í fréttinni, og vfija tvo umhverfismálaráðherra. Myndi annar
sjá eingöngu um „grænu“ málin og sú staða vera íghdi ráðherrastöðu.
Stuöningsmenn sandinista i Nicaragua halda upp á tíu ára byitingaraf-
mæliö. Simamynd Reuter
Mikhl mannfiöldi safnaðist saman i Managua, höfuöborg Nicaragua,
i gær en þá var þess minnst að tíu ár eru síðan einræðisherranum, Anast-
asío Somoza, var steypt af stólL Ðaniel Ortega forseti steig í ræðupúlt og
flutti ræðu sem margir segja að minni á kosningaræðu. Kosningar fara
fram í Nicaragua á næsta árL
Fuhtrúar 62 þjóða og 95 sijómmálaflokka, en enginn þjóðarleiðtogi, tóku
þátt í hátíðahöldunum.
Á þessari loftmynd má sjá hvar vélin kom fyrst niður (ofarlega til vinstri) og hvar sumir hlutar hennar lentu (til hægri).
Símamynd Reuter
Friðarhorfum ógnað í Líbanon
Sprengjum rigndi yfir Beirút, höf-
uðborg Líbanons, í gær og em þetta
verstu bardagar í borginni síðan í
maímánuði síðastliðnum þegar full-
trúar Arababandalagsins reyndu að
miðla málum í fjórtán ára borgara-
styijöld í landinu. ÞHr létust og þijá-
tíu og níu særðust í gær.
Bardagarnir hmtust út þegar sýr-
lenskir hermenn reyndu að koma í
veg fyrir að skip bryti gegn hafn-
banni í höfnum kristinna. Skipið
komst að bryggju.
Hermenn Sýrlendinga hafa reynt
að halda til streitu hafnbanni í höfn-
um kristinna til að koma í veg fyrir
aö hermenn Aoun, hershöfðingja
kristinna, fái vopnasendingar frá ír-
ak. Um fjömtíu þúsimd sýrlenskir
hermenn em í Líbanon. Þrátt fyrir
hafnbannið hafa mörg skip náð að
leggjast að bryggju.
Fréttaskýrendur segja að bardagar
síðustu daga í Berút ógni tilraunum
fulltrúa Arababandalagins til að
koma á friði.
Reuter
Olíubrák á ströndum Porftúgals
Yfirvöld í Portúgal vinna nú að hreinsun baöstranda eftir aö oha rann
úr olíuskipinu Marao. Tahð er aö allt að 20 tonn af hráoliu hafi flætt úr
skipinu sem rakst á hafiiárgarð í Sines í suðurhluta Portúgals á föstu-
dag. Gat kom á tvo tanka skipsins við áreksturinn.
Finna raá olíubrák á um sjö kílómetra langri ræmu við strönd Portú-
gals. Vegna vinda leitar ohan til lands.
Krefjast lausnar mðtmælenda
Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna halda aftur af tyrknesk-kýp-
verskum lögreglumönnum sem rey ndu að handtaka nokkra mótmaalend-
ur á hlutiausa svæðlnu sem skiptir Kýpur. Simamynd Reuter
Fimm hundrað grísk-kýpverskar konur gengu i gær fylktu höi inn á
hlutlausa svæðið sem skiptir Kýpur og hétu því að hreyla sig ekki þaðan
fyrr en tyrknesk-kýpverks lögregluyfirvöld hefðu látiö lausa mótrtiælend-
ur sera handteknir vora á miðvikudag. Lögregla sagði aftur á móti að
mótmælendumir yrðu ekki látnir lausir fyrr en konurnar fæm til síns
heima.
Forseti Kýpur, George Vassiliou, raótmælti mótmælaaögerðunum og
sagði þær hafa leitt til ástands sem ekki væri hægt að sætta sig við. Reuter