Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Blaðsíða 13
Lesendur
't- FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ -1-989:
Grátkórinn úr fríi:
Stjórnandi boðar æfingar
Jóhann skrifar:
Eftir nokkurt hlé á kröfum hinna
hefðbundnu þrýstihópa í sjávarút-
vegi og öðrum útflutningsiðnaði um
tafarlausa gengisfellingu og „bætt
rekstrarskilyrði" af hálfu hins opin-
bera eru nú aftur farnar að ‘birtast
auglýsingar í frétta- og viðtalsformi
og eru eins konar dulbúnar áminn-
ingar um að brátt muni grát- og geng-
isfellingárkórinn aftur koma fram á
sjónarsviðið.
Stjórnqndur kóranna eru með öðr-
um orðum farnir að boða æfmgar.
Þannig mátti lesa frétt í blaði fyrir
stuttu um afkomu atvinnuveganna
þar sem talað var um „hreina brigð
hjá ríkisstjórninni“. Var þetta haft
eftir hinum nýja yfirstjórnanda G.G.
kórsins og formanni Vinnuveitenda-
sambandsins.
Sagði hann að gengið hefði verið
til síðustu kjarasamninga vegna lof-
orða stjórnvalda um að útflutnings-
framleiðslan skyldi hafa viðunandi
stöðu. - „Við höfum minnisblöð frá
þeim fundum," sagði kórstjórinn,
Bannað
verði að
skiija mann-
lausa bíla
eftir í gangi
Kristbjörg hringdi:
Mig langaði til að skora á þá sem
einhverju ráða að fá því framgengt
að ólöglegt verði að skilja bíla eftir í
gangi.
Fyrir skömmu var ég stödd fyrir
framan Flugstöð Leifs Eiríkssonar
og þar voru fjórar eða fimm rútur
sem allar voru skildar eftir í gangi í
langan tima. Bílastæðin voru mettuð
af óþverralofti og maður gat ekki
andað því stybban var slík. Það var
ekki verandi fyrir utan.
Það gengur ekki lengur að fólki líð-
ist að skilja bílana svona eftir í gangi.
Stjórnvöld verða að beita sér fyrir
því að þetta verði bannað.
Hótel ísland:
Dýrt inn
og léleg
skemmti-
atriði
Reiður skemmtanagestur hringdi:
Fyrir stuttu fórum við átta saman
og ætluðum að eiga góða stund á
Hótel íslandi. Keyptum við okkur
mat og biðum spennt eftir skemmti-
atriðunum. En í stuttu máli vorum
við öll hundóánægð með það sem upp
á var boðið og hversu dýrt er inn.
í fyrsta lagi eiga svona karnival-
sýningar ekki heima hér á landi held-
ur aðeins í hitabeltislöndum. Og í
öðru lagi voru stelpurnar yfirmáta
klunnalegar og alls ekki í takt. Að
mínum dómi var sýningin mis-
heppnuð. Ég hef víða ferðast en aldr-
ei séð annað eins. Ég hefði getað hleg-
iö mig máttlausan.
Einnig erum við mjög óánægð með
matinn. Á diskinum var aðeiris smá-
biti sem maður varð að borga offjár
fyrir.
Mtaverktffedf
Allar tjónaviðgerðir
Vagnhöfða 9, sími 36000
orðrétt. „Ekkert annað en það sem
er yfir núlli getur talist viðunandi,“
var einnig haft eftir honum.
Síðan voru týnd fram orð eins og
„raungengi", „punktmat" og „árs-
framleiðsla" (sbr. bílaframleiðsla) og
gengisleiðrétting. Allt kunn stikkorð
úr lögum grát- og gengisfellingar-
kórsins sem hann hefur sungið í
skemmtiþáttum sjónvarpsfrétta á
undanfornum árum. Það verður því
ekki mikið um ný lög hjá þessum
landsþekkta kór á söngprógramm-
inu síðsumars og komandi haust-
dögum. Helsta tilhlökkunarefnið er
kannski þaö að nú er komið fram
nýtt stef, „Brigð hjá stjórninni", sem
verður þó væntanlega sungið undir
nýju lagi sem stjómandinn virðist
vera að boða æfingar á þessa dagana.
Nýlega var viðtal við tvo aðila úr
loðdýraræktinni og virtust þeir mjög
sammála öðrum söngmönnum grát-
kóranna um að gengið yrði að fella
nú þegar og það myndarlega, svo að
nýta mætti byggingar þær sem refur
og minnkur hefur haft til umráða í
sveitum landsins. - Við eigum því
von á gráti úr fleiri en einni átt.
/fllMMIIIUH
SUMARTILBOÐ
ÁPÍANÓUM
greiöast á allt að 2 árum
HLJÓÐFÆRAVERSLUN
PÁLMARS ÁRNA HF
HLJÓÐFÆRASALA - STILLINGAR - VIÐGERÐIR
ÁRMÚLI38,108 REYKJAVÍK, SlMI 91-32845
SÍMNEFNI: PALMUSIC - FAX: 91-82260
Það er fatt sem kemur í veg fyrir
að Renault 19 verði mikils metinn á íslandi.
Hann keppir við þá vinsælustu
í sínum flokki.
Samkeppnin á markaðnum
Hönnun og þróun Renault 19 miðaö-
ist strax í upphafi við samkeppni frá
Evrópskum og Japönskum bílum.
Kröfur bílkaupenda aukast jafnt og
þétt, þess vegna er þörfin fyrir
Renault 19 til staðar.
Tæknilegur tímamótabíll
Renault 19 GTS, er með nýja 80
hestafla „Energy" vél, með 2ja hólfa
blöndungi. Vélin er 1390 cc, rira
strokka og smíðuð til að standast
ströngustu kröfur um mengunarvarnir
í Evrópu og Bandaríkjunum. Spar-
neytnin er ótrúleg, bensíneyðslan er
milli 5 og 6 lítrar á hundað kílómetr-
um. Hámarkshraði er 173 km/klst.
Fjöðrunin er sérstaklega styrkt til að
gefa bílnum góða aksturseiginleika,
jafnt í innanbæjarakstri sem á malar-
vegum.
Gírkassinn er 5 gíra og er gírskipting-
in eins og best gerist í dýrari bílum.
GTrkassi og drif hafa sérstakt smur-
olíukerfi sem aldrei þarf að bæta á
eða skipta um olíu.
Renault 19 GTS
kostar frá
799.399.-
Óbreytt kynningarverð
Þrátt fýrir gengisbreytingu að undan-
förnu, verður Renault 19 enn um
sinn á óbreyttu kynningarverði.
Einfalt mál að semja
Þú semur um þau kjör sem henta
þér best. Við tökum notaða bíla í
góðu ástandi sem greiðslu upp í nýj-
an Renault 19.
Greiðslukjörin eru til allt að 2ri mán-
aða.
Engin áhætta
Þú tekur enga áhættu þegar þú
kaupir Renault 19. Bílinn kaupir þú
með 30 daga skilarétti, sem þú getur
notað til að kynnast bílnum nánar.
ekki ánægð(ur) með kaupin
getur þú einfaldlega skilað bílnum
innan 30 daga frá kaupdegi. Nánari
upplýsingar um skilaréttinn á Renault
19 færðu hjá sölumönnum.
Bílaumboðið hf
Krpkhálsi 1, Reykjavík, sfmi 6^86633
Renault 19 er með 6 ara ryðvarnarábyrgð
ULT19
L