Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1989.
Fréttir dv
Bretlandsmarkaöur:
Þorskur fer lækkandi
- eiimig lágt verð á laxinum
Þorskverð á Bretlandsmarkaði hefur lækkað að undanförnu.
Heldur hefur lækkað verð síöustu
dagana frá því sem best var í byrjun
mánaðarins og búast menn við að
þorskverðið verði um 90 kr. kg. Tvö
skip, sem lönduðu í gær, þ.e. mið-
vikudaginn 19. júlí, fengu um 90 kr.
fyrir kg.
B.v. Súlan seldi í Huli 12. júlí 1989
alls 94 lestir fyrir 9,8 millj. kr. Meðal-
verð 104,80 kr. kg. Þorskur seldist á
109,12 kr. kg. Ýsa á 118,39 kr. kg.
Koli 157 kr. kg. Blandaður flatfiskur
81,76 kr. kg.
B.v. Kristín seldi afla sinn í Hull
13. júlí alls 74,6 lestir fyrir 7,411 millj.
kr. Meðalverð 99,29 kr. kg. Þorskur
seldist á 97,31 kr. kg. Ýsa 119,11 kr.
kg. Koli 130,% kr. kg. Blandaður flat-
fiskur 90,29 kr. kg.
B.v. Hjalteyri seldi afla sinn í Huil
17.7. alls 129 lestir fyrir 11,4 millj. kr.
Meðalverð 89,09 kr. kg. Þorskur 91,18
kr. kg. Ýsa 94,54 kr. kg. Koli 128,89
kr. kg. Ufsi 35,26 kr. kg. Karfi 47,18
kr. kg.
B.v. Guöfinna Steinsdóttir seldi afla
sinn í Grimsby alls 73 lestir fyrir 6,8
millj. kr. Meðalverð 93,25 kr. kg.
Þorskur 92,33 kr. kg. Ýsa 108,13 kr. kg.
B.v. Páll seldi afla sinn í Hull 18.7.
alls 108 lestir fyrir 10,4 millj. kr.
Meðalverð 95,72 kr. kg. Þorskurinn
seldist á 94,52 kr. kg. Ýsa á 114,39 kr.
kg. Koli 127,52 kr. kg. Blandaður flat-
fiskur 94,10 kr. kg.
Fiskur seldur úr gámum frá 10.7.
til 17.7. 1%9 alls 1182 lestir fyrir
127,700 millj. kr. Meðalverð 109,28 kr.
kg.
Þýskaland:
B.v. Otto Wathne seldi afla sinn í
Bremerhaven 17.7. 1989 alls 171 lest
fyrir 11,7 millj. kr. Þorskur seldist á
75,% kr. kg. Ufsi á 79,45 kr. kg. Karfi
seldist á 75,34 kr. kg. Blandaður flat-
fiskur á 50,61 kr. kg.
London:
Billingsgate. Síld frá Noregi fékk
góðar viötökur á markaðnum þegar
150 kassar bárust þangað fyrir
nokkru. Öll síldin seldist á skömm-
um tíma þrátt fyrir að hún væri ekki
eins góð og hægt væri að hafa hana.
Þaö var ekki aðeins síldin sem seld-
ist vel heldur afiur fiskur nema lax-
Fiskmarkadir
Ingólfur Stefánsson
inn sem ekki var í háu Verði. Þorsk-
flök seldust á 22 £ stone eða um 322
kr. kg. Ýsa seldist á 21 £ stone eða
um 307 kr. kg. Mest af þeim laxi sem
var á markaðnum var norskur. Lax,
sem var 2-3 kg, seldist á 1,40 £ lb. eða
um 310 kr. kg. 50 tonn af laxi voru á
markaðnum þennan dag en auk þess
komu flutningabílar með lax sem fór
beint til reykhúsanna, það voru um
19 lestir sem þangað fóru.
Einstaka flokkar af laxi voru á
lægra verði en um var getið hér að
framan. Lítið var um skoskan lax.
Þó sást hann á markaðnum og var á
sama veröi.
New York:
Miklar verðsveiflur voru á Fulton
markaði. 3. júli skrifar Tore Roalds-
en, blm. Fiskaren í New York, og
segir meðal annars: „Eins og vænta
mátti er eftirspum eftir laxi lítil, að-
alorsökin er sú hve mikið af fiski er
á markaðnum og frídagar. Markað-
urinn hefur jafnvel verið opnaður
of snemma eftir frídagana því 4. júlí
er þjóðhátíðardagur og menn hafa
annaö að gera þann dag en að kaupa
fisk almennt. Ef miðað er viö fjölda
kaupmanna, sem á markaðnum
voru, er verðið ekki sem verst. Lax-
inn var' mjög misjafn að gæðum og
vantaði ís í suma kassana og er það
mjög slæmt, ekki síst í svo miklum
hita og var þar um þetta leyti. Verð-
munur var mikill og meiri en venju-
lega. Sala á norskum laxi hefur auk-
ist um 58% frá því um sama leyti á
síðasta ári en verömætið um 28,8%.
íslenski laxinn, sem var á markaðn-
um þennan dag, var gamall og leit
illa út, eins var um skoskan lax en
lax frá Chile var mjög góður.
Sjúkdómar minnka framboð á laxi.
Helge Gloppen, blm. Fiskaren, segir
að miklir sjúkdómar í eldislaxi valdi
minnkandi framboði á laxi og
kannski veröi það til þess að framboð
og eftirspum komist í jafnvægi.
Blaðamaðurinn segir að sala á laxi
fyrrihluta þessa árs hafi aukist um
56% en verðmætaaukning hafi verið
28,8%. í Nordlend varð fyrst vart við
sjúkdóminn og kallast hann ILA sem
er blóösjúkdómur. Fiskaren hefur
fengið laxa úr sjó sem eru haldnir
sjúkdómnum og telja menn að það
geti aukið á vandann ef mikið er um
hann í laxi utan eldisstöðva.
Ekki er gott að segja til um hvað
mikill skaði getur orðiö af þessu
sjúkdómsfári en menn lýsa sjúk-
dómnum þannig að skaði gæti orðið
svipaður og varð af svonefndri hidra-
veiki 1987. Veikin hefur stungið sér
niður í mjög mörgum eldisstöðvum
frá því í vetur.
Þýskur bankastjóri:
Ætlar að
ferðast
um ísland
í þyriu
Eflir viku munu koma hingaö
til lands þýskur bankastjóri, Ilse
Stoll að naöú, og þyrluflugmaö-
ur, og ætla þau að ferðast um
landiö í þyrlu. Hefur Siguröur
Grímsson kvikmyndagerðar-
maöur veriö fenginn til aö kvik-
mynda ferðalagið.
Á sunnudaginn munu Stoll og
flugmaðurinn fljúga frá Frank-
furt til Hialtlands, en þaðan
munu þau taka Norrænu til ís-
lands á miðvikudaginn. Koma
þau til Seyöisfjaröar á flmmtu-
deginum. Sigurður fer til Frank-
furt núna á fóstudaginn og fylgist
hann með allri ferðinni.
Áætlað er að ferðalagið um ís-
land taki hálfan mánuð. Sagði
Siguröur að hann væri búinn að
skipuleggja það að nokkru leyti,
en annars færi það bara eftir
veðri og vindum hvert farið yrði
hveiju sinni.
Kostnaður við gerð myndarinn-
ar er aö hluta til borgaöur af Stoll
og þyrluflugmanninum, sem rek-
ur eigið þyrlufyrirtæki í Þýska-
landi. Myndin mun verða tekin
og gerð með sýningar í sjónvarpi
íhuga. -GHK
Neysluvatn úr
Siguxjóm }. Sgurössan, DV, ísafirði:
Bæjarstjórinn á ísafirði, Har-
aldur L. Haraldsson, hefur sent
Vegagerö ríkisins bréf þar sem
hann óskar eftir að athugaöir
verði möguleikar á nýtingu vatns
til neyslu sem kæmi úr fyrir-
huguöum jarðgöngum.
í bréfinu segir m.a: „Sem kunn-
ugt er hafa ísfirðingar hingað til
notast við yfirborðsvatn og S und-
irbúningi hefur verið aö hefja
hreinsun á vatni Það væri því
mjög ákjósanlegur kostur fyrir
ísafjarðarkaupstað ef möguleiki
væri að fá vatn ur jarðgöngun-
um.“
í dag mælir Dagfari______________
Borgin í skemmtibransann
Davíð er búinn aö kaupa Broad-
way, eða Breiövang eins og mál-
hreinsunarmenn segja. Borgar-
stjórinn hrissti fram úr erminni
hundrað og átján milljónir og
bingó: kaupin voru klár. Ekki svo
að skilja að seljandinn hafi átt um
annað að velja. Manni skilst að Óh
Laufdal hafi mátt þakka fyrir að
borgin vildi kaupa enda er sagt að
þessi landsþekkti skemmtana-
kóngur sé orðinn að víðfrægum
skuldakóngi. Ekki skyldi maður
hlakka yfir þeim ófórum en eitt-
hvað er það undarlegt samt aö
maður eins og ÓU geti verið í vand-
ræðum með peninga. Hann er bú-
inn að selja sjússa ofan í íslendinga
um margra ára bil, fyrst í Holly-
wood, síöan í Breiðvangi og nú
ahra síðast á Hótel íslandi. Ef ein-
hver bisness getur borið sig á ís-
landi er hann fólginn í því að heUa
brennivíni ofan í landann enda
hefur verið fuUt á þessum stöðum
í heilan mannsaldur og færri kom-
ist að en vildu.
Borgarstjóm er sem sagt orðin
eigandi að Breiðvangi, helsta sam-
komuhúsi Reykvíkinga og annarra
landsmanna og raunar útlendinga
líka því hingað hafa veriö fluttir
Svíar í heilum skipsfórmum um
helgar til að detta í það á Breið-
vangi og komast á séns. Staðurinn
hefur verið heimsfrægur fyrir
kvennafans og margur maðurinn
hefur krækt sér í föngulegt fljóðið
í margmenninu á Breiðvangi og
búið í farsælu hjónabandi upp frá
því. Nú er því baíli lokið og útlend-
ingar verða að fara annað ef þeir
ætla að detta í það.
Þess er getið aö borgarstjóm æfli
að setja þarna upp félagsmiðstöð
fyrir unglingana í Breiðholtinu,
áfengislausa í þokkabót. Nú er auð-
vitað spuming hvort einhveijir
áfengislausir unglingar fyrfir-
finnast í Breiðholtinu en lengi skal
manninn reyna og aldrei að vita
nema einn og einn krakki slysist
inn á félagsmiðstöðina sem borgin
hefur keypt fyrir hundrað og átján
mfiljónir. Þeir geta eiginlega ekki
veriö þekktir fyrir annað eftir þetta
örlæti borgarinnar fyrir þeirra
hönd. Það kostar sitt að halda ungl-
ingunum edrú.
Meðan borgin er þannig að bjarga
Ólafi frá skuldunum og börnunum
frá brennivíninu getur ríkisstjóm-
in ekki komið sér saman um að
bjarga bændunum undan loðdýr-
unum. Loðdýrabændur segjast
ennþá vera í hengingarólinni
vegna þess aö þeir skuldi svo mik-
ið. Loðdýrabændur skilja nefnilega
ekki þau nýju efnahagsvísindi hér
á landi að það sé meira um vert að
bjarga skemmtanabransanum
undan gjaldþrotum heldur en
ómerkilegum atvinnugreinum. Það
er í skemmtibransanum sem ís-
lendingar þrífast og það verður aö
halda lífinu í athafnamönnum sem
kunna að reisa hótel og skemmti-
staði þar sem almenningur getur
dottið í það eftir að hafa fengiö út-
borgað hjá fyrirtækjum sem eru á
opinberri framfærslu.
Þess vegna er það hárrétt ákvörð-
un hjá Davíð og borgarstjórninni
að hlaupa undir bagga meö Óla
Laufdal og kaupa eitt stykki
skemmtistað fyrir hundraö og átj-
án milljónir. Við gerum ekki annaö
betra við peningana ef við ætlum
að halda uppi einhveijum standard
hér á landi. Skítt veri með loö-
dýrabú og fiskeldi, skítt veri með
útgerð og fiskvinnslu, skítt veri
með þá þúsund Reykvíkinga sem
eru farnir á hausinn á þessu ári
vegna þess að þeir höíðu ekki vit á
því að reka skemmtistað til að selja
þegar harðnaði á dalnum.
Það sem okkur vantar eru félags-
miðstöðvar til að safna saman
unglingunum sem ekki eru byijað-
ir að drekka og við þurfum at-
hafnamenn sem kenna unglingun-
um að drekka. Og þegar æskan er
búin að drekka nóg og eyða allri
hýrunni á diskótekum borgarinnar
er auðvitað ekki lengur hægt að
halda börunum opnum. Þá kemur
borgin með fullar hendur íjár og
dregur skuldakóngana í land.
Menn verða að vera á réttri hillu
í lífinu og menn verða að skilja að
borgin lætur málefnin ráða og eyð-
ir ekki peningum sínum í neina
vitleysu. Hún bjargar ekki hveijum
sem er. Borgarstjómin í Reykjavík
veit hverja hún á að skera niður
úr hengingarólinni. Það er meira
en ríkisstjórnin veit. Loðdýra-
bændur eiga að snúa sér að
skemmtibransanum. Þar koma
þeir ekki að tómum kofunum.
Dagfari
TDan H