Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1989.
Fréttir
Þarf 1,5 milljarða strax
og hálfan milljarð á ári
- enginn hefur lengur yfirsýn yfir allar björgunaraðgerðimar
Skýrsla Byggðastofnunar um loðdýrarækt:
„Fjöldi aðgeröa er slíkur að jafnvel þeir aðilar sem gerst þekkja til hafa ekki
lengur heildarmynd af öllu þvi sem í gangi er eða gert hefur verið af hálfu hins
opinbera," segir meðal annars í skýrslu Byggðastofnunar um loðdýraræktina.
Sapikvæmt mati Byggðastofnunar
á stöðu loðdýraræktarinnar þyrfti
að afskrifa helminginn af skuldum
greinarinnar strax ef hún ætti að
lifa. Það eru um 1.350 til 1.500 millj-
ónir króna. Þessu til viðbótar má
ráða af skýrslu Byggðastofnunar
að styrkja þyrfti greinina um ná-
lægt 270 milljónir á ári á næstu
árum og er þá ekki tekið tillit til
launakostnaðar og fjármagns-
kostnaðar. Sé miðað við lágmarks-
laun og -vexti verður ekki komist
hjá þvi að styrkja greina með um
520 á ári. Það er rúmlega heildar-
tekjur greinarinnar.
Samkvæmt þessu þyrfti að veija
1.950 milljónum strax til að bjarga
2.400 milljón króna fjárfestingu í
greinni og síðan um 450 milljónum
árlega á næstu árum.
Staða loðdýraræktarinnar er í
raun það slæm að Byggðastofnun
þykir ekki lengur réttlætanlegt að
halda henni á floti í nafni byggða-
stefnu.
í skýrslu stofnunarinnar segir:
„Ef takast á að snúa af þeirri
braut (það er fólksfækkun í dreif-
býlinu) verður að vera hægt að
reka þar atvinnustarfsemi sem
staðið getur á eigin fótum án þess
að ríkið þurfi að koma til aftur og
aftur og gefa stórlega með starf-
seminni."
Kolsvört skýrsla
Byggðastofnunar
Skýrsla Byggðastofnunar er kol-
svört. Þar kemur fram að enginn
grundvöllur er fyrir rekstri loð-
dýraræktar. Helstu rökin fyrir að
koma greininm hér á fót reyndust
rökleysa. Greinin er svo skuldsett
að engin von er til þess að hún geti
borgað skuldir sínar eða greitt af
þeim vexti. Þær aðgerðir sem
stjórnvöld hafa beitt sér fyrir til
bjargar hafa ekki gagnað þrátt fyr-
ir að þær séu orðnar svo víðfeðmar
að enginn hefur lengur yfirsýn yfir
þær.
Þessu til viðbótar þá er hlutur
loðdýraræktar í landbúnaðarfram-
leiöslunni sáralítill. Greinin skiptir
enn minna máh í útflutningsfram-
leiðslunni. Þó að loðdýraræktin
yrði lögð niður er ekki hægt að tala
um tapaðar atvinnutekjur þar sem
reksturinn hefur ekki skilað krónu
uppi tekjur þeirra sem hafa af
henni atvinnu. Ef bændur hafa tek-
ið sér laun hefur það verið gert
með því að taka lán eða auka van-
skil af eldri lánum.
Vonir til þess að greinin geti rétt
úr kútnum á næstu árum eru ekki
miklar. Til þess að verð á erlendum
mörkuðum þarf að draga stórlega
úr framleiðslu. Ef það verður gert
má síðan aftur búast við aukinni
framleiðslu og verðfalh og svo koh
af kolli. Samkeppnisstaða íslend-
inga á þessum sveiflukennda
markaði er slæm. Hér er allt dýr-
ara; fóður, búr og hús. íslendingar
verði því að sætta sig við verri af-
komu en aðrir á markaði þar sem
miskunnarlaus samkeppni ríkir.
Enginn hefur lengur
yrirsýn yfir styrkina
Af skýrslu Byggðastofnunar má
lesa harða gagnrýni á aðgerðh-
stjórnvalda á undanförnum árum.
„Erfiðleikar hafa verið mjög mikl-
ir í loðdýrarækt undanfarin ár og
hefur hver aðgerðin af opinberri
hálfu rekið aðra til þess að freista
þess að þessi atvinnugrein fái stað-
ist um lengri eða skemmri framtíð.
Fjöldi aðgerða er slíkur að jafnvel
þeir aðhar sem gerst þekkja th hafa
ekki lengur hehdarmynd af öhu því
sem í gangi er eða gert hefur verið
af hálfu hins opinbera. Erfiðlega
hefur gengið að framkvæma sumar
aðgerðir sem ákveðnar hafa verið;
meðal annars vegna þess að þær
hafa krafist framkvæmda af hálfu
ýmissa aðha sem ekki lúta beinni
opinberri stjóm. Þá hefur vandi
greinarinnar verið svo mikih að
ekki hefur tekist að hrinda einni
aðgerð-f gagnið th fihls áður en sú
næsta tekur við.“
Af þessum kafla er ekki hægt að
Fréttaljós
Gunnar Smári Egilsson
lesa annað en stjómvöld hafi tapað
áttum í thraunum sínum th aö
moka í þá hít sem loðdýraræktin
hefur orðið.
Aðgerðir stjórnvalda nú verða
einnig hálfskrýtnar þegar htiö er
th þess sem Byggðastofnun telur
að þurfi th að halda greininni á
floti. Stjórnvöld hafa ákveðið 38
mhljón króna framlag th niður-
greiðslna á fóðri og að flýtt verði
endurgreiðslu á söluskatti að
óþekktri upphæð.
Nauðsyn á 270 milljóna
styrkveitingum á ári
Byggðastofnun telur að nauðsyn-
legt sé að afskrifa helminginn af
skuldum loðdýraræktarinnar sem
eru um 2,7 th 3 mihjarðar. Sam-
kvæmt þessu em um 1.350 th 1.500
mhljónir af þeim fjármunum sem
lánardrottnar greinarinnar hafa
lagt th hennar glataðir hvort sem
hún verður gjaldþrota eða ekki.
Þrátt fyrir þessa niðurfehingu
skulda telur Byggðastofnun nauð-
synlegt að stjómvöld láti um 140
mhljónir renna th loðdýraræktar-
innar svo hægt verði að ljúka fram-
leiðsluárinu. Þessir fiármunir em
viðbót við fyrri niðurgreiðslu á
fóðri upp á um 55 mihjónir og 70
th 80 milljón króna styrk Fram-
leiðnisjóðs th refabænda á þessu
ári. Samanlagður styrkur ríkisins
á þessu framleiösluári þarf því að
vera um 270 mhljónir. Hehdartekj-
ur greinarinnar eru ekki nema um
500 milljónir.
Til viðbótar við styrk ríkisins
veita bankarnir greininni um 160
mhljónir í afurðalán þrátt fyrir að
hún hafi ekki getað staðið skh á
afurðalánum fyrri ára.
Heildarstyrkur
hærri en tekjurnar
Dæmið verður enn svartara þeg-
ar í ljós kemur að í þessari áætlun
Byggðastofnunar, er ekki gert ráð
fyrir launakostnaði né vaxtakostn-
aöi af þeim lánum sem ekki eru
afskrifuð. Ef gert er ráð fyrir að
greinin borgi 6 prósent raunvexti,
sem em lægri en bestu vextir við-
skiptabankanna, þá yrðu árs-
greiðslur hennar um 90 milljónir.
Ef gert er ráð fyrir aðeins einu árs-
verki á hvert loðdýrabú og reiknað
með 65 þúsund króna mánaðartekj-
um, sem verða að teljast mjög lág
laun, þá eru hehdarlaunagreiðslur
greinarinnar á ári um 163 mhljónir.
Þrátt fyrir 270 mhljón króna
framlag frá ríkið vantar því enn 253
milljónir th að greinin standi imdir
sér. í hehd vantar því 523 mihjónir
svo dæmið gangi upp og er þó var-
lega reiknað.
22 prósent neikvæðir
vextir af fjárfestingunni
Eins og áður sagði lítur ekki út
fyrir að markaðsverð á skinnum
muni hækka á næstu árum og ef
svo yrði má búast við að það geti
hrapað aftur. Samkvæmt greinar-
gerð Byggðastofnunar virðist því
mega búast við aö loðdýraræktin
þurfi 1.350 til 1.500 eftirgjöf á skuld-
um sínum strax og síðan 520 mihj-
ón króna framlag á ári, hverju á
næstu árum.
En til hvers?
Ein helstu rök forsvarsmanna
loðdýrabænda eru að annars
myndi fiárfesting upp á um 2.400
mihjónir tapast. Samkvæmt
skýrslu Byggðastofnunar lítur hins
vegar út fyrir að það þurfi að greiða
um hálfan mihjarð með þessari
fiárfestingu á næstu árum. Þeir
fiármunir myndu sparast ef loð-
dýrarækt yrði lögð niður.
Þessi byrði jafnghdir því að fiár-
festingin beri um 22 prósent nei-
kvæða vexti í ár og á komandi
árum.
í skýrslu Byggðastofnunar er auk
þess dregið í efa að þessi fiárfesting
glatist. Ef rekstrargrundvöhur
fyndist í framtíðinni væri hægt að
hefia loðdýrarækt að nýju. Hvorki
húsin né búrin fara neitt á meðan
beðið er.
210 þúsunda mánaðar-
styrkur á mann
Onnur rök forsvarsmanna loð-
dýrabænda eru að nokkur hundr-
uð fiölskyldna eigi aíkomu sína
undir loðdýraræktinni. Eins og
áður sagði dregur Byggðastofnun í
efa að hægt sé að tala um tapaðar
atvinnutekjur í loðdýrarækt ef
greinin yrði lögð niður þar sem hún
hefur einfaldlega ekki skapað nein-
ar atvinnutekjur. Ahar hennar
tekjur hafa farið í að ala dýrin og
þær standa ekki einu sinni undir
þvi.
Auk þess telur Byggöastofnun að
á loðdýrabúum sé ekki nema eitt
ársverk á bú eða 206 ársverk í allt.
Ef halda á atvinnugreininni á floti
með 520 mihjón króna styrk á ári
jafnghdir það um 2,5 mihjónum á
ársverk eða um 210 þúsund krón-
um á mánuði.
Þessu th viöbótar þá munu þessi
ársverk kosta lánardrottna grein-
arinnar um 1.350 th 1.500 mihjónir
í tapaðar kröfur ef loðdýraræktinni
verður haldið á íloti. Það jafnghdir
um 7,3 mhljónum á ársverk. Ef
bændumir hefðu fengið þessa flár-
hæð með jöfnum afborgunum síð-
an 1981 heíði hver um sig fengið
810 þúsund á ári.
V só\vcva.
BENID0RM
HVÍTA STRÖNDIN < y
VERSLAMR
\m ÍII.ÍF
—M
•-
2. ágúst- 23. ágúst-13. september
i I
j Bjóðum eingöngu bestu gististaðina. Beint leiguflug, engin millilending -1
engin óvissa. Við staðfestum brottfarardag og gististað S-T-R-A-X.
Hagstætt verð - fyrsta flokks ferð.
\ FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVIKUR
Aðalstræti 16 • 101 Reykjavík • sími 91-621490 •
3
vikur.
Verð
frá kr.
37.500