Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1989. ■ 1 DV Nýr umboðsm 1. ágúst. Uppl. eða afgreiðsla SUÐUREYRI aður óskast á Suðurey gefur Sigríður Pálsdóttir DV, sími 91-27022. ri frá og með , sími 94-6138, REYKJNIÍKURBORG HUGMYNDASAMKEPPNI UM SKIPULAG Á GELDINGANESI Reykjavíkurborg efnir til hugmyndasamkeppni um skipulag á Geldinganesi samkvæmt keppnis- lýsingu þessari og samkeppnisreglum Arki- tektafélags íslands. Viðfangsefni þessarar hugmyndasamkeppni er að kanna byggingarmöguleika á Geldinganesi, sem frá náttúrunnar hendi er að mörgu leyti sérstætt sem byggingarsvæði. Keppnissvæðið er allt Geldinganes, sem er um 220 hektarar að stærð, og auk þess eiðið sem tengir Geldinganesið við land. Heimild til þátttöku hafa íslenskir ríkisborgarar og útlendingar með fasta búsetu á Islandi, þó með þeim takmörkunum sem kveðið er á um í 20. gr. samkeppnisreglna A.í. Trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jensson, framkvæmdastj. Byggingaþjónustunnar, Hall- veigarstíg 1, 101 Reykjavík, pósthólf 1191, 121 Reykjavík, símar 29266 og 39036 (heima). Gögn varðandi keppnina verða afhent af trún- aðarmanni dómnefndar í Byggingaþjónustunni, Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Keppnislýsing verður látin í té endurgjaldslaust, en fyrir önn- ur keppnisgögn skal greiða skilatryggingu að fjárhæð kr. 5.000. Veitt verða verðlaun að fjárhæð kr. 5.000.000. Fyrstu verðlaun verða ekki lægri en kr. 2.500.000. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 1.000.000. Verð- launaupphæð er miðuð við vísitölu byggingar- kostnaðar í maí 1989, 139,0 stig. Tillögur skal afhenda trúnaðarmanni í Bygg- ingaþjónustunni, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, eigi síðar en 13. desember 1989, kl. 18.00 að ís- lenskum tíma. Borgarstjórinn í Reykjavík Utlönd Nokkrir námumannanna, sem ver- iö hafa í verkfalli í Kuzbass héraöi í Síberíu, héldu til vinnu á ný í gær- kvöldi eftir aö Gorbatsjov Sovétfor- seti haíði sagt í ræöu á sovéska þing- inu aö verkíollin ógnuöu fram- kvæmd umbótastefnu sinnar. En námumenn í Donbass héraöi í lýö- veldinu Úkrainu, einu auöugasta kolasvæöi Sovétríkjanna, halda enn fast viö sitt og neita aö snúa til vinnu á ný. Þá virðast litlar líkur á að óeirð- ir í lýðveldinu Georgía, þar sem átján hafa nú látið lífið, virðast í rénum. Alls voru námumenn í 79 námum í Síberíu í verkfalli. Seint í gærkvöldi höíðu starfsmenn í tuttugu námum hafið störf og að sögn talsmanns stjórnvalda mátti búast við aö námu- ' menn í nokkrum hinna námanna hæfu störf í dag, fimmtudag. Nokkrir námumanna höföu hafið störf áður en fregnir bárust af ræöu Gorbatsjovs. Taliö er aö samningar leiðtoga verkfallsmanna og fulltrúa atvinnurekenda, þar sem atvinnu- rekendur féllust á nokkrar kröfur verkfallsmanna, hafi flýtt fyrir því að verkamennirnir sneru til vinnu á ný. Atvinnurekendur samþykktu m.a. aukiö efnahagslegt sjálfstæði Kusbass-héraðs. í ræöu á sóvéska þinginu í gær- morgun sagöi Gorbatsjov að verk- fólhn heföu þegar þýtt framleiöslu- tap upp á eina milljón kola. Hann varaði verkallsmenn viö og sagöi verkföll af þessu tagi ógna umbótum þeim sem eiga sér staö í Sovétríkjun- Lögreglumaöur skoðar hér nokkur þeirra vopna sem gerö hafa verið upp- tæk i Georgíu. Simamynd Reuter VerkfóUin í Sovétríkjimum: Hluti námumanna til vinnu á ný um. En hann sýndi nokkra samstööu með námumönnum sem fara m.a. fram á betri aðstööu og hærri laun og gagnrýndi forystu kommúnista- flokksins í héruðunum sem og leið- toga verkalýðsfélaga námumanna. Fregnir af aöstöðu námumanna í Síberíu sýna fram á réttmæti krafna þeirra. Má til dæmis nefna aö tvær borga Kuzbass héraðsins eru taldar með þeim óhreinustu í Sovétríkjun- um. í Georgíu, þar sem Georgíubúar og íbúar sjálfstjórnarhéraðsins Abk- hazia berjast, hafa átján látiö lífiö síðan á laugardag þegar rósturnar brutust út. Samkvæmt fréttum Tass, hinnar opinberu fréttastofu, hafa einstakhngar nú yfir að ráöa skot- vopnum sem, að sögn Tass, þeir nota gegn lögreglu, hermönnum sem og borgurum. Segja sjónarvottar að sumir séu jafnvel vopnaðir vélbyss- um. Reglur um „hegðan almennra borgara" hafa verið hertar í hérað- inu sem í raun þýðir að útgöngubann er erín í gildi. Reuter Aukablað um ferðalög innanlands Miðvikudaginn 26. júií nk. mun aukablað um ferðalög innanland fylgja DV. Meðal þess sem fjallað verður um er: útihátíðir um verslunar- mannahelgina, tjaldvagnar og hjólhýsi, segl- brettasiglingar, Qallaskíði og öræfaferðir - auk þess sem ferðamöguleikar um Iand allt verða kannaðir. Þeir auglýsendur, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild DV hið fyrsta í síma 27022. Vinsamlegast athugið að skilafrestur auglýsinga er til fimmtudagsins 20. júlí nk. Auglýsingadeild Þverholti 11, sími 27022 Grimuklæddar palestínskar konur flýja ísraelska hermenn Simamynd Reuter Samþykki PLO sagt áróður Talsmaður Yitzhaks Shamirs, for- sætisráðherra ísraels, sagði í gær yfirlýsingu Frelsissamtaka Palest- inumanna, PLO, um aö samtökin samþykktu viðræður milli Palest- ínumanna og ísraelskra embætt- ismanna vera áróður. Heimildarmenn sögðu í gær að Shamir hefði haldið annan leynileg- an fund með háttsettum Palestínu- manni á Gazasvæðinu til að ræða thlögur um kosningar á herteknu svæðunum. Aðstoðarmenn Shamirs hafa neitað að nafngreina arabana sem tekið hafa þátt í viðræðunum þar sem arabarnir óttuðust um líf sitt. í yfirlýsingu PLO sagði aö samtök- in heföu ekki hótað að myrða Palest- ínumenn vegna funda þeirra með Shamir. Var því bætt við að Palest- ínumenn greindu PLO frá viðræðun- um að þeim loknum. Þjóðemissinnar á herteknu svæðunum kváðust hafa beðið eftir samþykki frá aðalstöðv- um PLO í Túnis áður en þeir ræddu um kosningar við ísraelska leiötoga. Talsmaður forsætisráðherrans hélt því til streitu að aðeins yrði rætt við Palestínumenn sem ekki styddu PLO. í gær skutu ísraelskir hermenn til bana tvo araba á herteknu svæöun- um. Starfsmenn sjúkrahúsa til- kynntu að hermenn hefðu sært sex- tíu og tvo mótmælendur, flesta á Gazasvæðinu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.