Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1989.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Velta vandanum
Minnstu munaði, að verkfall flugfreyja stöðvaði ílug-
ið. Loks náðist samkomulag samkvæmt tillögu sátta-
semjara. Flugfreyjur fá 20 prósent launahækkun fram
til 31. marz á næsta ári. Þær fá einar sokkabuxur á
mánuði frá Flugleiðum, en höfðu óskað eftir tvennum.
Rétt er að líta nánar á þennan samning.
í fyrsta lagi fá flugfreyjur mun meiri kauphækkun
en aðrir hafa samið um. Launþegar almennt sömdu
síðstliðinn vetur um kauphækkun, sem ekki fer mikið
fram úr tíu prósentum. Þetta er í samræmi við stöðu
efnahagsmála. Fyrrnefnd kauphækkun reyndist jafnvel
öllu meiri en þjóðfélagið gat risið undir. Meðal annars
þess vegna hefur gengi krónunnar verið að falla. Þótt
hin almenna kauphækkun væri ekki mikil, reyndist hún
ýta undir verðbólgu. Síðan hafa komið aðir hópar, sem
hafa komizt lengra. Bandalag háskólamanna fékk mun
meiri kjarabætur en launþegar almennt. Ríkisvaldið
lofaði þar upp í ermina sína. Erfitt verður að standa við
loforð um launahækkanir á næsta ári handa félögum í
BHMR. Nú, síðan koma enn hópar, sem komast enn
lengra. Dæmi um það eru flugfreyjur. Það verður að
harma, að þetta geti gerzt. Vissulega búa landsmenn
viö erfið kjör. En ekki er heppilegt, að ákveðnir hópar
brjóti rammann, rétt einu sinni. Þjóðfélagið verður að
búa við ákveðna launastefnu. Flugfreyjur sóttu eftir
sinni hækkun meðal annars vegna þess að flugmenn
höfðu fengið miklar hækkanir vegna fækkunar í áhöfn.
Og Flugleiðir létu undan við flugfreyjur. Jafnhættuleg
og stöðvun flugs hefði orðið, svo mjög eru þessir samn-
ingar háskalegir. Síðast stóð deilan um sokkabuxur.
Vissulega var þá farið að deila um sparðatíning, jafn-
mikið og við lá. Þjóðfélagið stendur verr, eftir að svona
hópar hafa ruðzt fram og fengið kauphækkanir umfram
aðra. Ennfremur vitum við, að í næstu samningum
munu launþegar almennt sækjast eftir að brúa það bil,
sem orðið er. Þeir munu ekki sætta sig við, að aðrir
hópar hafi komizt miklu lengra. Því er í gangi þróun,
sem stefnir til vaxandi launahækkana. Og vlð vitum,
hvað það þýðir. Það þýðir einungis meiri verðbólgu, sem
aftur þýðir meiri gengislækkun. Því stefnir allt í þessa
átt.
Vissulega væri gott, ef aðrar stéttir gætu fengið svip-
aða kauphækkun og flugfreyjur. En. því er bara ekki
að heilsa. Samningurinn við flugfreyjur er afleitur
vegna þess fordæmis, sem hann gefur. Aðrir munu
sækja á eftir. En spyrja má: Hvers vegna eru Flugleiðir
svo fúsar til að veitakauphækkanir umfram rammann?
í fyrsta lagi sýnir síðasti samningur okkur, hversu bölv-
að það er, þegar starfsmenn ákveðins fyrirtækis eru í
mörgum hópum.
En í öðru lagi virðist svo, sem Flugleiðir telji sig aldr-
ei þurfa að borga' kauphækkanirnar til flugmanna og
flugfreyja.
Flugleiðir hafa síðustu ár fengið mikla ríkisstyrki.
Sennilega gerir félagið ekki ráð fyrir hagnaði eftir
miklar flárfestingar nú.
Því veröur þrautalendingin, að félagið leiti enn einu
sinni til ríkisins um stuðning. Sem sé, að skattborgarar
borgi brúsann.
Því telur félagið sig geta samið um miklar launahækk-
anir. Félagið semur um 20 prósent kauphækkun til flug-
freyja. En í raun ætlar félagið að senda skattgreiðendum
þann reikning.
Haukur Helgason
Frá fundi Birtingar, félags alþýðubandalagsfólks í Reykjavík. - „Hugmyndafræðileg kreppa félagshyggjuflokk-
anna var til sýnis,“ segir greinarhöf. m.a.
Hvaö ætlar ríkisstjómin aö gera þegar hún verður stór?
Fuitdur í Birtingu
Þaö var afar fróölegt aö hlusta á
umræður á fundi sem Birting, ný-
stofnað klofningsfélag formanns-
arms Alþýðubandalagsins, hélt
hinn 13. júlí að Hótel Borg. Hvað
ætlar ríkisstjómin að gera þegar
hún er orðin stór? var yfirskrift
fundarins. Ég hélt satt að segja að
ætlunin hefði verið að ræða um
útvíkkaða stjóm núverandi stjóm-
arflokka og Borgaraflokksins en
fundarboðendur voru að hugsa um
aldur en ekki stærð. Fulltrúar Birt-
ingar, Alþýðuflokks og Kvenna-
lista fluttu framsöguræður og fyrir
svörum sátu fulltrúar stjómar-
flokkanna.
Það var athyglisvert að fulltrúa
Kvennalistans var boðið að flytja
framsöguræðu - rétt eins og hann
bæri ábyrgð á ríkisstjóminni og
viðgangi hennar - en hvorki Fram-
sóknarflokksins né gamla Alþýðu-
bandalagsins þótt fulltrúar þeirra
sætu síöan fyrir svörum ásamt ut-
anríkisráðherra. Hann var eini
ráðherrann sem fékkst til að taka
þátt í fundinum. Aðrir ráðherrar
höfðu greinilega engan áhuga á því
að vita hvað ríkisstjórnin ætti að
gera þegar hún yrði stór.
Uppgjöf og vonleysi
Ræðumenn höfðu vægast sagt
ekki mikla trú á ríkisstjóminni.
Einn sagðist óttast stórfellt at-
vinnuleysi næsta haust. Annar
taldi hugmyndaþurrö og valdhroka
einkenna rikisstjómina sem virtist
sigla stefnulaust í strand. Sá þriðji
lýsti vaxandi áhyggjum sínum
enda væra tilraunir stjómarinnar
fálmkenndar og framtíðarsýn eng-
in.
Dómur ræðumanna yfir verkum
ríkisstjómarinnar voru harðir og
lýstu í senn óánægju, uppgjöf og
vonleysi. Það kom samt ekki á
óvart að utanríkisráðherrann
skyldi telja undirtóninn í ræðunum
hlýjan og sýna velvilja í garð ríkis-
stjómarinnar enda hefur hann lýst
því yflr að ríkisstjómin vilji og eigi
að vera óvinsæl. Athygli vakti þó
þegar ráðherrann sagði að ekki
yrði undan því vikist innan nokk-
urra vikna eöa mánaða aö móta
stefnu fyrir ríkisstjórnina. Nokkrir
þátttakenda í umræðunum tóku í
Scuna streng.
Markaðslausnir
Þegar ræðumenn reyndu að
benda á lausnir og koma með tillög-
ur um það hvað ríkisstjórnin ætti
að gera þegar hún yrði stór tók
ekki betra við. Sú hugmyndafræði-
lega uppdráttarsýki, sem vinstri-
menn eiga við að etja, kom þá ber-
lega í ljós.
Óskar Guðmundsson, ræðumað-
ur Birtingar, rakti í nokkrum lið-
um hugmyndir sem ríkisstjómin
gæti gert að sínum. Þessar voru
helstar: Stóriðja í eigu útlendinga
sem fjármögnuðu einnig virkjana-
framkvæmdir. Uppstokkun í land-
búnaðarkerfinu og innflutningur á
landbúnaðarvöram til að auka
kaupmáttinn. Breyting á kjör-
dæmaskipan. Sala og verslun með
fiskveiðikvóta. Fijálsari peninga-
KjaUarinn
Friðrik Sophusson
varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins og 1. þingmaður
Reykvíkinga
samskipti við útlönd og skipuleg
opnun viðskiptalífsins.
Einn fundarmanna hvíslaði í
eyra mér aö líklega hefði Hannes
Hólmsteinn lánað Óskari eina af
fijálshyggjuræðum sínum enda
byggðust tillögumar aðallega á
markaðslausnum. Jón Baldvin
lýsti yfir stuðningi við allar þessar
hugmyndir og taldi þær að sínu
skapi. Reyndar sagði hann síðar á
fundinum að stundum fyndist hon-
um sem hann væri sjálfur að
tala þegar hann hlustaöi á Ólaf
Ragnar, svo væru skoðanir þeirra
líkar. Hvernig hægt er að koma
þessu heim og saman er svo önnur
saga.
Kristín Ástgeirsdóttir lagði ekki
mikið til framtíðaráforma ríkis-
stjórnarinnar. Hún benti á aö ríkis-
stjórnin ætti um tvennt að velja:
Annaðhvort að fá nýja aðila til
samstarfs viö sig eða segja af sér.
Kristín taldi síðari kostinn væn-
legri. Kom það nokkuð á óvart í
ljósi þess að Kvennalistinn hefur
nýlega samið við ríkisstjómina um
aðgerðir á næsta ári og hefur efnt
sinn hluta samningsins með stuðn-
ingi viö eitt af stjómarfrumvörp-
unum sl. vor.
Guðmundur Árni Stefánsson
taldi lítið fara fyrir félagshyggjunni
hjá ríkisstjórninni. Hann spurði.
• Hvar er þjóðareign á landi og hvar
er atvinnulýðræðið?
Bullandi ágreiningur
í pallborðsumræðunum kom í
ljós að ágreiningur var um flest
mál milli fulltrúa stjómarflokk-
anna. Þó virtust þeir sammála um
aö eðlilegt hefði verið að skera
lambakjötiö niður með nýjum
hætti og setja á útsölu á kostnað
ríkissjóös. Áf sérstöku tilefni tók
utandkisráðherra þó fram að ríkis-
sjóður væri ekki aflögufær enda
vantaði litla 5 milljarða á að fjárlög t
stæðust. Ennfremur fannst honum
ástæða til að taka fram að núver-
andi ríkisstjóm notaði ekki rýtinga
í störfum sínum og gaf þannig í
skyn að samstarfið væri svo gott
að hnífurinn kæmist ekki á milli
ráðherranna.
Þeir sem hlustuðu á umræðumar
urðu þess skjótt vísari að varla
verður bræddur saman einn flokk-
ur úr fundarmönnum sem þarna
vora og þeim hugmyndum sem
þeir viðraðu. Veldur það vissulega
vonbrigðum þeim sem telja æski-
legt að fækka flokkum, auka
ábyrgö þeirra og skýra þannig lín-
umar í íslenskum stjómmálum.
Borgaraflokkurinn: „Deyj-
andi lík“
Á fundinum var nokkuö rætt um
afstöðuna til Borgaraflokksins.
Höíðu fundarmenn ólíkar skoðanir
á stjórnarþátttöku hans. Guð-
mundur G. Þórarinsson taldi að
fyrst ætti stjómin að móta sér
stefnu og átta sig á því hvort hún
ætlaði sér framtíðarhlutverk. Fyrr
á fundinum hafði hann reyndar
sagt aö hann styddi ekki stjómina
nema gengið yrði rétt skráð en það
hefur hann reyndar sagt oft áður.
Jón Baldvin taldi rétt að reyna við
Borgaraflokkinn því að stjórnin
heföi ekki meirihluta í báðum
deildum þingsins. Flokksbróðir
hans, Guðmundur Árni Stefáns-
son, sagðist hins vegar ekki vilja
„deyjandi klofningsbrot úr Sjálf-
stæðisflokknum" inn í stjómina og
líkti Borgaraflokknum við „deyj-
andi lík“ - hvernig sem það gengur
upp. Stuðningsmenn stjórnarinnar
vora þvi ekki einu sinni sammála
um þetta atriði fremur en önn-
ur.
Þessi fundur í Birtingu var jafn-
athyglisverður og hann var fá-
mennur. Það sem hann skilur eftir
er að fundarmenn höfðu enga trú
á ríkisstjórninni. Óánægja og
ágreiningur voru allsráðandi. Upp-
gjöf og vonleysi svifu yfir vötnun-
um. Hugmyndafræðileg kreppa fé-
lagshyggjuflokkanna var til sýnis.
Einu tilburðimir til að benda á
nýtilegar hugmyndir komu frá
Óskari Guðmundssyni en Margrét
Frímannsdóttir tók að sér að
vísa þeim flestum á bug jafnóð-
um.
' Eftir stendur svo spumingin:
Hvað ætlar ríkisstjómin að gera
þegar hún verður stór - ef hún
verður einhvern tíma stór? Eng-
inn er nær um það að fundi lokn-
um.
Friðrik Sophusson.
„Þessi fundur í Birtingu var jafnathygl-
isverður og hann var fámennur. Það
sem hann skilur eftir er að fundarmenn
höfðu enga trú á ríkisstjórninni.“
'jiujati't,