Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Blaðsíða 18
26
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1989.
Iþróttir
Frétta-
stúfar
Miðarseldir
á 500 kall
Þaö vakti mikla at-
hygli á leik Vals og
KR í gærkvöldi að
miðar á leikinn kost-
uöu 500 krónur. Miðar hafa
verið seldir á 450 krónur í sum-
ar og mörgum brá i brún á Hlíð-
arenda í gærkvöldi. Það er
nokkuð mikið aö borga 500
krónur inn á leik þó aö það sé
stórleikur í hikamum. Þegar
gíaldkeri Vals var spurður að
þessu svaraði hann að þetta
væri gert til að vailarstarfs-
menn þyrftu ekki að gefa til
baka. Þaö væri auðveldast að
fólk borgaði bara 500 kall!
Mo Johnston fær
morðhótanir
Mo Johnston, sem
var eins og kunnugt
er keyptur til Ran-
gers á dögunum, hef-
ur fengiö öryggisveröi til að
gæta sín og fjölskyldu sinnar í
Glasgow. Johnston hefúr feng-
ið morðhótanir eftir að hann
gekk til liðs við félagið. John-
ston, sem áður lék raeð erki-
fjendunum Celtic, er nefnilega
kaþólskur og hingað til hafa
einungis mótmælendur fengið
að spila með Rangers. Celtic er
hins vegar lið kaþólskra og og
því má segja að truin skiptist
raeð þessum tveimur liðum.
Lögreglan telur að hótaniraar
komi bæði frá aðdáendum Ran-
gers og Celtic. Víst er að marg-
ir stuðningsmenn Rangers eru
langt frá því að vera ánægðir
með að fa kaþólskan leikmann
í raðir félagsins. Graeme Sou-
ness, framkvæmdastjóri Ran-
gers, segir það vera fáránlegt
að trúmál skuli skipta sköpum
í knattspyraunni og segjst hafa
keypt Johnston einfaldlega af
þvi að hann sé góður knatt-
spyrnumaöur. Souness hefur
brotið ýmsar gamlar venjur hjá
Rangers þann tíma sem hann
hefur verið við stjómvölinn.
Hann keypti blökkumanninn
Mark Walters til liðsins og er
það fyrsti negrinn sem leikur
fyrir félagið. Þá hefur Souness
einnig verið iðinn við aö kaupa
enska leikmenn og eru þeir í
miklum meirihluta hjá félag-
inu. Árangurinri hefur hins
vegar ekki látiö á sér standa
því Rangers hefur unnið tvo
meistaratitla þau þrjú ár sem
Souness hefúr stjórnað lið-
inu.
Mjólkurbikarinn:
KR
heldur út
í Eyjar
Annarrar deildar liö Eyja-
manna, sem vann frækinn sigur
á ÍA í fjóröungsúrslitum mjólkur-
bikarsins, mætir KR í Vest-
mannaeyjum í undanúrslitum.
KR bar einmitt sigurorð áf bikar-
hafanum í gær, Val.
Leikurinn fer fram 9. ágúst.
Keflavík, sem vann Þrótt
naumlega í fjórðungsúrslitum,
fær íslandsmeistara Fram á Suö-
umesin, einnig 9. ágúst. Fram bar
sigurorð af Vföi í úrslitum 8 hða,
gerði sigurraarkið á elleftu
stundu.
-JÖG
Guðmundur Torfason sést hér felidur af andstæðingi sinum, landsliðsmanni Austurríkis. Guðmundur, sem lék með Rapid Vín í vetur sem lánsmaður frá
Club Genk, mun spila með St. Mirren í Skotlandi næsta vetur.
Guðmundur Torfason hefur gert þriggja ára samning við St. Mirren:
Ánægður með Guðmund
- segir Tony Fitzpatrick, framkvæmdastjóri St. Mirren
Guömundur Torfason, landsliðsmaður í knattspyrnu
og fyrrum leikmaður með Rapid Vín i Austurríki og
Beveren, Winterslag og Club Genk í Belgíu, hefur gert
þriggja ára samning við skoska úrvalsdeildarliðið St.
Mirren frá Glasgow.
„Ég er mjög ánægður með Guðmund Torfason enda er
hann landsliðsmaður. Hann hefur staðið sig vel á æfing-
um og ég tel að hann sé rétti maðurinn fyrir St. Mirren-
liðið,“ sagði Tony Fitzpatrick, framkvæmdastjóri St.
Mirren, i samtali við DV i gær.
Fitzpatrick kvaðst vera bjartsýnn á gengi liðsins á vetri
komanda enda hefði hann styrkt liðið fyrir tímabilið, sem
hefst í ágúst, með nokkrum kaupum.
Að sögn framkvæmdastjórans mun Guðmundur nú
taka þátt í öllum undirbúningi liðsins fram að keppnis-
tímabilinu og fer hann með St. Mirren til eyjunnar Man-
ar á sunnudag. Þar dvelúr liðið viö æfrngar í eina viku
og tekur þátt í stuttu knattspymumóti.
Fitzpatrick kvaðst ekki geta látið neitt uppi um kaup-
Tony Fitzpatrick, framkvæmdastjóri
St. Mirren.
verð enn sem komið væri og um launaliði samningsins
vildi hann ekki tjá sig.
Hann sagði hins vegar að St. Mirren hefði aldrei greitt
hærri upphæð en 250 þúsund pund fyrir leikmann.
Var það Roddy Manley sem keyptur var frá Falkirk.
Samkvæmt heimildum DV verður kaupverð Guðmund-
ar nærri þeirri upphæð, ef ekki hærra, þar sem St. Mirr-
en kaupir ekki landsliðsmenn á hverjum degi.
St. Mirren vann ekki til verðlauna á síðasta tímabili
en vorið 1987 varð liðið bikarmeistari í Skotlandi. Liðið
féll veturinn eftir úr Evrópukeppni í 2. umferð. Mætti
þá Mechelen frá Belgíu, gerði jafntefli á útivelli en fékk
skell heima.
Félagið, sem var stofnað árið 1877, hefur aðstöðu í Pais-
ley í útjaðri Glasgow. Völlur liðsins, Ástarstræti eða
Love Street, er lítill en fallegur og tekur ríflega 25 þús-.
und manns.
-JÖG/JKS
Gordon McQueen mun
þjálfa lið St. Mirren
- mikill hugur í herbúðum félagsins
Tony Fitzpatrick, framkvæmda-
stjóri, skoska félagsins St. Mirren,
hefur aðeins verið við stjómvölinn
hjá félaginu í fjórtán mánuði. Eig-
endur og stuðningsmenn félagsins
er mjög ánægðir með störf hans fram
að þessu. Fitzpatrick var leikmaður
St. Mirren áður en hann gerðist
framkvæmdastjóri.
Forráðamenn St. Mirren ætla sér
góða hluti á keppnistímabilinu en
skoska úrvalsdeildin hefst í byrjun
ágúst. Að undanfórnu hafa þrír
þekktir leikmenn liösins verið seldir,
markmaðurinn Campbell, varnar-
maðurinn og fyrirliðinn Cooper og
sóknarmaðurinn Chalmers. Guð-
mundi Torfasyni er ætlað að leysa
Chalmers af hólmi en hann var seld-
ur til Celtic. í stað þessara leikmanna
hafa tveip verið keyptir, auk Guð-
mundar kemur ungur og efnilegur
varnarleikmaður, Roddy Malney, frá
1. deildar liöinu Falkirk. St. Mirren
greiddi fyrir hann 25 milljónir króna.
Fleiri nýir leikmenn verða keyptir
á næstunni ef kostur er til að styrkja
liðið enn frekar fyrir komandi
keppnistímabil. Á síðasta keppnis-
tímabili seldi St. Mirren einn sinn
besta leikmann, Ian Ferguson, til
Rangers fyrir um 90 milljónir króna
og verður þeim peningum varið í
kaup á leikmönnum. St. Mirren hef-
ur ennfremur ráðið til sín nýjan
þjálfara. Sá er enginn annar en Gor-
don McQueen sem gerði garöinn
frægan hér á árum áður með Manc-
hester United. McQueen var á síðasta
keppnistímabili framkvæmdastjóri
Airdrie sem leikur í 1. deild. St. Mirr-
en bindur miklar vonir við störf hans
hjá félaginu.
Staðið í skugga risanna
St. Mirren hefur staðið í skugganum
af risunum, Celtic og Rangers, en
aðeins er um hálftíma akstur frá
höfuðstöðvum St. Mirren til aðal-
stöðva Celtic og Rangers. Heimavöll-
ur St. Mirren hefur hins vegar reynst
liðinu sterkur og þar hafa unnist
mikilvægir sigrar. Stjórn félagsins
hefur á prjónunum að byggja nýjan
leikvang á næstu árum og hafa þegar
veriö gerðar teikningar að nýjum
velli sem rúma á um 25 þúsund
áhorfendur í sæti. Þetta mannvirki
mun kosta félagið um 2 milljarða
króna. -JKS
Sigurður
Chelsea
Sigurður Jónsson mun ræöa
viö forráðamenn enska Lund-
únafélagsins Chelsea í dag. Fund-
urinn mun fara fram í SheíTield,
þar sem Siguröur býr enn um
sinn. Upphaflega áttu viöræðurn-
ar að fara fram í gær en þeim var
frestað um einn dag.
Sigurður sagöi í samtali við DV
í gærkvöldí að enn væri allt opið
en málin myndu sennilega skýr-
ast fljótlega. Eins og fram hefur
komið eru Arsenal, Nottingham
Forest og Celtic öll búin að eiga
viöræður við Sigurö og nú bætist
Chelsea í hópinn. Chelsea vann
sig upp í 1. deild á síðasta keppn-
istímabili og liðið ætlar sér stóra
hluti i deildinni. Það verður fróð-
legt að fylgjast með gangi mála
hjá Sigurði á næstu dögum.
-RR