Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1989, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989.
Utlönd
Enrique Baron, til vinstri, var í gær kjörinn torseti Evrópuþingsins.
Simamynd Reuter
Spænski sósíalistinn, Enrique Baron, var í gær kiörinn forseti Evrópu-
þingsins í fyrstu uraferö kosninga þingmanna. Baron, sem hlaut ails 301
atkvæöi, var talinn sigurstranglegur fyrir kosningarnar og komu úrslitin
ekki á óvart. Rudiger von Wechmar kom næstur með 93 atkvæði.
Kristilegir demókratar samþykktu að styðja Baron, sem mun sitja í
embætti í tvö og hálft ár, með því skilyrði að þeir fengju stuöning við
frambjóðanda úr sínum röðum áriö 1992. Sósíalistar og kristilegir demó-
kratar, tveir stærstu hópamir á þinginu, hafa samanlagt 301 sæti.
Áður en gengið var til kosninga gekk stór hluti þingmanna af þingi í
mótmælaskyni við ræðu aldursforseta þingsins, hinn hægrisinnaða
Claude Autant-Lara. Sósíalistar gengu ut fyiktu liði en skildu eftir rauöa
rós í sætum sínum. Nær allir þingmenn yfirgáfu þingsalixm að lokum.
Fyrir ráðamönnum í Sovétríkjunum liggur nú að ákveða hvernig skuli greiða þær kjarabætur sem námamönnum
Feliir niður ákærur
voru lofaðar.
Simamynd Reuter
Bandarískur dómari samþykkti í gær beiöni saksóknara í íran-kontra
vopnasölumálinu aö fella niður nokkrar af alvarlegustu ákærunum gegn
John Poindexter, einum sakborninga í málinu og fyrrum þjóðaröryggis-
ráðgjafa Bandaríkjastjórnar. Saksóknarinn fór fram á í síöustu viku að
falliö yrði frá nokkrum af ákærunum til að koma í veg fyrir hugsanlegar
tafir á réttarhöldunum vegna upplýsinga er taldar eru varöa þjóöarör-
yggi Bandaríkjanna.
Sams konar ósk var einnig veitt í réttarhöldunum yfir Oliver North en
hann var nýlega fundinn sekur um þrjú af tólf ákæruatriöum. Búast má
við aö réttarhöldin yfir Poindexter hefjist í haust.
Ákveða mótmæli
Kínverskir námsmenn á Vesturlöndum hafa ákveðið aö efna til mikilla
mótmæla í september næstkomandi til aö minnast þess aö þá eru eitt
hundrað dagar liðnir írá því að hermenn myrtu tugi námsmanna á Torgi
hins himneska friðar i Peking. Stofnuð hafa verið samtök námsmanna
erlendis og segja heimildarmenn aö þau muni stefna að því að sameina
þau öfl sem vilji koraa stjórninni í Kína frá völdum.
Mannfall í flóðum í Suður-Kóreu
Talið er að áttatíu og einn hafi
ýmist látið lifið eöa sé saknað í kjöl-
far mikilla flóöa í Suður-Kóreu síð-
ustu daga. Hermenn hafa tekið þátt
í björgunaraðgerðum og björguöu
í gær fimm hundruð manns sem
voru strönduö í suðuvesturhluta
landsins. Eftir tveggja daga rign-
ingar flæddu ár í héraöinu yfir
bakka sína og varö aö bjarga mörg-
um íbúa þess af þökum húsa sinna.
Embættismenn segja að tuttugu
og þijú þúsund hafi þurft aö yfir-
gefa heimili sín í suðurhluta lands-
ins. Samgöngur voru slæmar
vegna flóðanna og urðu margir
ferðamenn strandaglópar.
Hermenn bjarga Suður-Kóreubú-
um sem strandaðir voru vegna
flóða í Cholla í suðvesturhluta
landsins. Sfmamynd Reuter
Fílabað í London
t»að er kannski að bera í bakkafullan lækinn aö segja frá sól og sumaryl
f Evrópu þegar haft er f huga hvernig veðrið hefur verið á höfuöborgar-
svæðinu. íbúar I öðrum landshlutum kannast e.Lv. betur viö slíkar frétt-
Ir. En i London hefur verið mjög gott veður og í gær gripu þessir fjóru
ungu fífar tækifærið og skelltu sér í bað. Filarnir eru allir í dýragarðinum
ÍLondon. Reuter
Þjóðernisátök halda
áfram i Sovétríkjunum
Þrátt fyrir aö nú virðist sem verk-
fóllum námumanna í Sovétríkjunum
sé að mestu lokið geta ráðamenn í
Moskvu ekki varpað öndinni léttar
strax þar sem þjóðernisátök halda
áfram í suðurhluta landsins. í lýð-
veldinu Georgíu komu tugir þúsunda
mótmælenda saman til fundar í gær-
kvöldi annan daginn í röö til að krefj-
ast sjálfstæöis Georgíu. Og í Eistlandi
kom til átaka milli minnihluta- og
meirihlutahópa vegna meintrar mis-
mununar.
Nokkrir starfsmenn við skipa-
smíðastöðvar og fleira í Eistlandi,
flestir í minnihlutahóp Rússa, lögöu
niður vinnu í gær til aö mótmæla því
er þeir segja vera mismunun af hendi
meirihlutans. Ekki ber öllum frétt-
um saman um hversu víðtæk þessi
verkfóll eru en samkvæmt einum
heimildarmanni í lýðveldinu lögöu
sextíu þúsund verkamenn viö tólf
verksmiðjur niður vinnu. Segir hann
þá vera að mótmæla lagasetningu
sem þeir segja halla undir meirihlu-
tann. Hugmyndafræðingur komm-
únistaflokksins í Eistlandi sagði aft-
ur á móti aö verkfóllunum væri lok-
ið.
Tass-fréttastofan sagði að verkfóll
hefðu haflst í skipasmíðastöðinni í
Tallin, höfuðborginni, á mánudag og
að fleiri hefðu lagt niður vinnu í
gær. Ekki kom fram hversu margir
tóku þátt í verkfóllunum.
Nú virðist sem verkfóllum námu-
manna sé að mestu lokið en verka-
menn sneru til vinnu á ný eftir að
ákveðið var að láta að mestu eftir
kröfum þeirra. En nú á eftir að
ákveða hvernig skuli greiða fyrir
kostnaðinn við það. Æðsta ráðið
hvatti fólk í gær til að sýna samstöðu
í að vinna að umbótum og lýðræði.
Reuter
Tíu stærstu
bankamir japanskir
Tíu stærstu bankar heimsins eru
nú í fyrsta skipti allir japanskir en
bandarískur banki og franskur hafa
fallið út af listanum yflr tíu stærstu
bankana.
Stærsti banki Japans, og þar með
heimsins, er Dai-Ichi Kangyo banki
og námu eignir hans 387 miiljörðum
tdollara í lok marsmánaðar. Citicorp,
sem er stærsti banki Bandaríkjanna,
hefur hrapað úr 10. sæti niður í það
12 en eignir hans í lok síðasta árs
voru 203,8 milljarðar dala.
Stærsti bankinn utan Japans er
franski bankinn Crédit Agricole
Mutuel. Hann er nú í 11. sæti en var
í því 8. á síðasta ári með eignir upp
á 208 milljarða dala í árslok 1988.
Listi yfir stærstu banka heims er
tekinn saman á hverju ári af Americ-
an Banker, dagblaði í New York.
Listinn segir ekkert til um hagnað
bankanna en þar hafa þeir banda-
rísku vmninginn. Japanskir bankar
hafa aldrei verið í hópi þeirra banka
sem mest græöa en nýjustu tölur
sýna að hagnaður þeirra hefur farið
vaxandi.
Ástæður fyrir stærð japanskra
banka um þessar mundir má m.a.
rekja til hækkandi gengis yensins að
undanförnu og meiri sparnaðar í
Japan. Þá segja bankasérfræðingar
að stærö banka hafi sitt að segja þar
sem þeir stærstu fái sjálikrafa hag-
stæðustu samningana. Reuter
Viðurkenna fund með Shamir
Leiðtogi Palestínumanna á Vestur-
bakkanum skýrði frá því í gær að
hann hefði hitt Yitzhak Shamir, for-
sætisráðherra ísraels, til að ræða
áform ísraelsmanna um kosningar á
hernumdu svæðunum. Lögfræöing-
urinn Jamfl Tarifi frá Ramallah, sem
lýsir sér sem stuðningsmanni Frels-
issamtaka Palestínu, kvaddi blaða-
menn á sinn fund og sagöist hafa
rætt við Shamir í 45 mínútur á skrif-
stofu ráðherrans fyrr í þessum mán-
uði.
Hann sagðist skýra frá fundinum
tfl aö svara fullyrðingum ísraels-
manna um að Palestínumenn, sem
tóku þátt í viðræðunum, hefðu farið
fram á að þeim yrði haldið leyndum
vegna ótta við hefndaraðgerðir her-
skárra Palestínumanna.
Blaðafulltrúi Shamirs hafði áður
neitaö að greina frá nöfnum fjögurra
Palestínumanna sem hafa rætt viö
forsætisráðherrann á undangengn-
um tveimur vikum. Hann sagöi að
þaö hefði veriö gert vegna öryggis
Palestínumannanna og þeirri stefnu
yröi fylgt. Blaðafulltrúinn ítrekaöi
það í gær aö þótt Shamir heföi hitt
yfirlýstan stuðningsmann Fatah
hreyfingarinnar, sem Yasser Arafat
veitir forsæti, þýddi það ekki aö ísra-
elsmenn ættu í óbeinum viöræöum
viö PLO.
Fjórmenningarnir fengu allir sam-
þykki PLO fyrir fundinn með Shamir
en þrír þeirra neita þó enn að fundur-
innhafiáttsérstað. Reuter
Jamil Tarifi, lögfræðingur á Vestur-
bakkanum, viðurkenndi í gær að
hann hefði hitt Shamir, forsætisráö-
herra ísraels, ásamt þremur öðrum
Palestinumönnum. Símamynd Reuter