Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1989, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1989, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989. 15 Svar við hugleiðingum Jóhanns Páls Símonarsonar: Vettvangur kjarasamninga I DV 13. júlí sl. skrifar Jóhann Páll Símonarson grein er hann kallar „hugleiöingar" en þar brjót- ast fram á prenti hans innri hug- leiðingar vegna nýgerðs kjara- samnings farmanna. J.P.S. er með nokkrar fyrirspumir til samninga- nefndar farmanna sem leitast verð- ur við að svara hér en spumingar, sem hann nánast er með til sjálfs sín og segist ekki ætla að svara, veröa að sjálfsögðu að vera hans einkamál. Ný vinnubrögð? J.P.S. skrifar: „Ný vinnubrögð voru viðhöfð af hálfu formanns og samninganefndar SR sem ég er mjög ósáttur við. Það er reynt að koma samningnum í gegn af þeim sjálfum en ekki mönnunum sem kjósa þá.“ Þetta eru svo furðuleg tilskrif að þeim er varla svarandi. Hvemig dettur J.P.S. það í hug að samninganefnd farmanna reyni að hafa áhrif á þá aðila sem eiga að taka kaup og kjör samkvæmt nýgerðum kjarasamningi. Hvað þá heldur sem þú skrifar í greininni: „Þar er reynt að koma samningun- um í gegn af þeim sjálfum" (senni- lega átt við samninganefndina) „en ekki af mönnunum sem kjósa þá.“ Ef farmenn vilja koma samningn- um í gegn þá gera þeir það án nokk- urrar íhlutunar samninganefndar og þó farmenn vilji fella samning- ana á það sama við, það veit J.P.S. vel enda hefur hann tekið þátt í einni samningsgerð fyrir farmenn fyrir mörgum árum. Það er löngu gleymt og önnur saga. J.P.S. talar um trúverðugheit sín sem félags- manns SR. Samninganefnd far- manna dregur það ekki í efa en þegar menn eins og J.P.S. koma á skrifstofu SR með hurðarskellum KjaUarinn Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannafélags Reykjavikur og látum, vilja engar rökræður en ijúka út eftir að atkvæði hefur ver- ið greitt farandi um bryggjur og um borð í skip segjandi það að aldr- ei framar verði stigið fæti inn fyrir dyr á skrifstofu SR. Lái samninga- nefnd farmanna hver sem vill þótt vafi leiki nú á trúverðugheitum J.P.S. sem ætlar að standa utan við dyr félagsins en segir samt á einum stað í grein sinni: „Því ég stend sem vörður í nafni félagsins sem far- maður í 19 ár.“ Pólitísk gröf í tilskrifum J.P.S. er farið nokkr- um orðum um og að því látið hggja aö formaður SR hafi leitt samn- inganefnd félagsins á póhtískar vilhgötur. Það má vera hverjum félagsmanni SR ljóst að í kjaradeil- um umliðinna ára hefur ekki verið horft til átta né stefnu ríkisstjóma þá farmenn hafa staðið í kjaradeil- um. Farmenn einir hafa verið spurðir um hvort verkfallsvopninu skyldi beitt. Ef póhtík hefði átt að ráða ferðinni í þessari kjaradehu hefði að sjálfsögðu átt að halda verkfalli til streitu svo lengi sem nokkur kostur var, án tillits til hagsmuna farmanna. VUdir þú við- hafa slík vinnubrögð, J.P.S.? J.P.S. veit það ábyggilega að það er póli- tík að smyrja brauðið sitt enda lof- ar hann formann BSRB í grein sinni sem ekkert samhengi er þó í við það mál sem lagt er upp með í „hugleiöingum" J.P.S. En að gefnu tUefni þykir þó rétt aö minna J.P.S. á að ekki eru margar vikur liðnar síðan hann var á skrifstofu SR og lýsti því yfir þar sem fjöldi manns hlustaði á, að rétt væri fyrir far- menn að una sínum hag við sams konar kjarasamninga og ASÍ og BSRB gerðu. Eða hefur þú gleymt þessum orðum þínum, Jóhann PáU? I þeim kjarasamningi, sem far- menn greiöa atkvæði um, felast rúm 18% tU 21% hækkun á launum sem að meginhluta verða komin tU framkvæmda 1. sept. á næsta ári. Auk þess eru samningsákvæði sem tryggja launahækkanir gerist svo hjá öðrum tilteknum hópum' laun- þega, þ.e. hækkanir tU viðbótar þeim prósentum sem að framan greinir. Ajltaf sama farið í grein J.P.S. er getið um léleg grunnlaun ár eftir ár og að alltaf sé farið í sama fariö. J.P.S., var svo einnig þegar þú varst í samninga- nefnd farmanna? Frá 1977 til þessa tíma hafa kjarasamningar far- manna komið til atkvæðagreiðslu í 11 skipti en þar af í 3 skipti hafa samningar veriö felldir. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt hlutfall enda hafa farmenn sjálfstæðar skoðanir og hafa ekki látið samn- inganefndir né ríkisstjóm hafa áhrif þar á sem betur fer. Það er samninganefndinni hins vegar al- veg ljóst að tímabær er nú upp- stokkun á grundvaUaratriðum kjarasamnings farmanna sem mun taka langan tíma og mikla vinnu. Þ.e. vaktavinnufyrirkomulag sem þekkist í landi með 8 stunda vinnu- skUum innan vaktarammans. Sú aðgerð ein og sér mun breyta veru- lega grunnlaunum farmanna en það er seinnitíma mál. J.P.S. spyr hvers vegna kröfur hafi ekki verið lagðar fram þegar samningurinn var felldur? Kröfur samninga- nefndar á hendur útgerðum kaup- skipa lágu aUtaf fyrir og voru heið- skírar aðUa í miUi. J.P.S. spyr: Hvers vegna var boðuðu yfirvinnu- banni frestað? Svar: í trausti þess aö samningar tækjust. J.P.S. spyr: Hvers vegna var samningstíminn svo langur. Svar: Samninganefndin sá fram á að með fyrmefndum umsömdum hækkunum að við- bættum samningsákvæðum til hækkunar viðmiðunarhópa næð- um við meiri árangri út úr þessum samningum en 1987 og þá eftir 5 vikna verkfall. Að lokum Samninganefnd SR þykir þaö leitt að J.P.S. skuli velja sér vettvang íjölmiðla tU fyrirspurna hvað kjarasamning farmanna áhrærir, svo sjálfsögð og eðlileg hefur sú þjónusta verið fyrir hendi á skrif- stofu félagsins. Og sem betur fer leggja sjómenn leið sína þangað og máhn eru ígrunduð yfir kaffibolla. En J.P.S. hefur lýst því yfir að hann verði ekki meðal þeirra framvegis. Það er hans mál. Að sjálfsögðu höfum við ekkert við það aö athuga þótt J.P.S. skammist út í samninganefnd og stjórn félagsins á vettvangi fjöl- miðla, hvað þá heldur ef hann fær ríkisstjórnina til að skjálfa, sem virðist vera eitt af hans hugðarefn- um í tUskrifum undanfarið. En við nennum ekki að standa í bréfa- skriftum við J.P.S. nema sérstakar ástæður þyki til. í upphafi greinar J.P.S. segir: „Þar greiða farmenn atkvæði, að ég held, eftir bestu samvisku." Samninganefnd SR er ekki í nokkrum vafa um samvisku farmanna hvað atkvæðagreiðsluna áhrærir enda vann nefndin eftir bestu samvisku og taldi að á þess- um tímapunkti væri valið far- manna sjálfra, löng verkfaUsátök eða sátt að svo komnu máh. Það kemur í ljós 28. júh nk. þegar at- kvæöi verða tahn. Guðmundur Hallvarðsson „Samninganefndin sá fram á að með fyrrnefndum umsömdum hækkunum að viðbættum samningsákvæðum til hækkunar viðmiðunarhópa næðum við meiri árangri.. Leiðarahöfundur í loftfimleikum Haukur Helgason, aðstoðarrit- stjóri DV, skrifar undarlegan leið- ara í blað sitt fimmtudaginn 20. júní. Framan af leiðaranum ræðir hann heldur skynsamlega um launahækkanir síðustu mánaöa og hve óheppilegt það er þegar ein- stakir hópar ná að knýja fram launahækkanir umfram flesta aðra og bendir á hættuna á því að slíkt verði öðrum fordæmi. Því sé hætta á stöðugum víxlhækkunum kaup- gjalds og verðlags. Mikið rétt. En svo verður Hauki hált á svell- inu. Hann spyr hvers vegna Flug- leiðir hafi verið svo fúsar að veita kauphækkanir umfram rammann þegar samið var við flugfreyjur. Var fyrirtækið fúst til þess? er spurt á móti. Samningar tókust 3 klukkustundum áður en verkfall skall á. Það hefði raskað ferðum 3500 ferðamanna sem höfðu keypt miða með félaginu þessa tvo boð- uðu verkfahsdaga. Eflaust getur einhver, sem stendur Hauki nær en Flugleiöir, skýrt fyrir honum hvað verkfallsstöðvun á þessum árstíma þýðir fyrir íslensk flugfé- lög. Flugleiðir tapa gífurlegum upphæðum á rekstrinum á hverj- um vetri. Þessa stöðu verður að rétta á fjórum mánuðum. Þar er júlí mikilvægastur. Hærra hlutfall launa Síðan slær Haukur því fram að Flugleiðir telji sig aldrei þurfa að borga kauphækkanir tíl flugfreyja að sem þessu nemur. Félagiö hefur greitt þetta tap. Ein ástæða versnandi afkomu undanfarin ár er launaþróun hér heima. Hlutfall launa í rekstri Flugleiða er nú hærra en hjá flest- um öðrum flugfélögum í sambæri- legum rekstri. Vandi félagsins í Norður-Atlants- hafsflugi undanfarin ár hefur veriö tvíþættur. Annars vegar hafa með- alfargjöld þess á flugleiðinni verið lægri en hér um bil allra annarra flugfélaga í Evrópu. Hins vegar hafa kostnaðarhækkanir hér inn- anlands sett verulegt strik í reikn- inginn. Þær námu meira en 100% í dollurum á tveggja ára tímabih. Og hver galt fyrir það? Vitaskuld félagið sjálft. Það tapaði um 400 milljónum króna af rekstri Norö- „Flugleiðir hafa leitað sjálfar lausna á þeim vanda sem við hefur verið að glíma í rekstrinum síðustu ár.“ KjaUarinn Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða hf. og flugmanna. Hvar hefur maður- inn verið með hugann síðustu ár? í fyrra varð um 43 milljóna króna rekstrartap á Flugleiðum. Árið áð- ur varð tæplega 200 mihjóna króna rekstrartap á félaginu. Þetta þýðir að eigið fé fyrirtækisins hefur rýrn- ur-Atlantshafsflugsins árið 1987. Þetta kom auðvitað niður á eigin- fjárstöðu þess. Án aðstoðar ríkisins Hauk rekur síðan minni til þess að Flugleiðir hafi_fengið mikla rík- isstyrki síðustu ár. Fyrirtækið hef- ur notiö aðstoðar ríkisins en ekki á síðustu árum. Það var annað flug- félag. Flugleiðir nutu aðstoðar rík- isins fyrir 6-9 árum þegar th stóð að leggja niður Norður-Atlants- hafsflugið. Aðstoð ríkisins nam þeim upphæðum sem ríkið hefði þá tapað í sköttum og öðrum álög- um ef flugið hefði verið lagt af. Síð- an ekki söguna meir. Svo má geta þess, höfundinum til upplýsingar, að á hverjum degi eru tekjur opinberra aðha af starfsemi Flugleiða rúmlega 3 mihjónir króna (opinberar álögur á fyrir- tækið og starfsfólk þess). Það jafn- gildir um 1,1 mihjarði króna á árL Flugleiðir hafa nú ráðist í gífur- legar fjárfestingar, hinar mestu sem íslenskt einkafyrirtæki hefur staðið að. Á einu ári kaupir félagið nýjan millilandaflugflota fyrir rúmlega 10 milljaröa króna, án að- stoðar ríkisins, án ríkisábyrgðar. Félagið hefur þegar fengið lán fyrir kaupum tveggja fyrstu flugvélanna sem komu í vor. Fyrir nokkrum dögum var stað- fest tilboð frá bönkum í Bandaríkj- unum og Japan um lán th kaupa á vélunum 3 sem koma næsta vor að jafnvirði um 6,7 milljarðar króna. Þessi lán eru tryggð með veði í vélunum. Stefnt að hagnaði Þetta var afsakanlegt misminni leiðarahöfundar en nú slær alvar- lega út í. Hann staðhæfir nefnilega að sennhega geri fyrirtækið ekki ráð fyrir miklum hagnaði eftir miklar fjárfestingar nú. Því verði þrautalendingin að félagiö leiti „enn einu sinni“ til ríkisins um stuðning eins og hann orðar það. Semsé aö skattborgararnir borgi brúsann. Því telji félagið sig geta samið um miklar launahækkanir. Þetta er ábyrgðarlaust hjal. Flug- leiðir hafa leitað sjálfar lausna á þéim vanda sem viö hefur verið að glíma í rekstrinum síðustu ár. Síð- ast í fyrra var flug yfir Norður- Atlantshaf dregið saman um helm- ing. Það var sársaukafull aðgerð og áfall sem fyrirtækið tók á sig á sama tima og önnur fyrirtæki og jafnvel heilar atvinnugreinar hafa nánast sagt sig th sveitar. Flugleiðir stefna aö því að fyrir- tækið verði rekið með hagnaði. Stefnan er að á næstu árum náist 5-7% hagnaður af veltu sem talið er þurfa til að standa undir áfram- haldandi uppbyggingu og þar með tryggingu fyrir öryggi flugsam- gangna og öryggi í flugi. í þessum umrædda leiðara, þar sem höfundurinn byrjar heldur vel, ráfar hann af leið undir lokin. Það er leitt th að vita því DV leiðar- ar eru oft skemmthega hvassir, markvissir og þar bryddir gjarnan á thraunum th að brjóta nýrri hugsun leið. En svona getur öhum fatast flugið. Einar Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.