Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1989, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1989, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1989. 5 e Fréttir London-New York á gúmbáti: Ævintýramenn í metaleit Júlía Imaland, DV, Höfru Þrír breskir ævintýramenn á leið frá London til New York á gúmbáti komu siglandi til Hafnar á fostudags- morguninn var. Tilgangin- ferðar þeirra er aö setja hraöamet á leiðinni yfir hafið. Farkosturinn er slöngu- bátur með Ixefiaplastbotni, svipaðrar gerðar qg þeir björgunarbátar sem Islendingar hafa verið að kaupa und- anfarið, búinn tveimur 140 hestafla utanborösmótorum. Tii Hafnar komu kappamir frá Færeyjum en þeir heitá Vaughan Purvis, Rupert Hadow og Kevin Doran. Áætlaður siglingatími þá leið var 6 klukku- sfimdir en veður var ekki sem best og þeir voru 17 klukkustundir á leið- inni. Upp úr hádegi á laugardag voru Bretamir ferðbúnir í fyrirhugaða siglingu til Vestmannaeyja og lögðu af staö þrátt fyrir viðvaranir sjó- manna hér því slæmt var í sjóinn. Fjöldi fólks fylgdist með þegar bátur- inn geystist af stað stystu leið í átt að Homafiarðarósi. Þegar út í ósinn kom varð Bretunum ljóst að sjólag og veður var ekki árennilegt. Þeir snéru við og sigldu á mikiili ferð til baka, framhjá innsiglingunni inn á höfnina og austur í Skarðsfiörð. Ekki sást til ferða þeirra þar vegna eyja sem ber í miili en í þann mxmd sem fara átti að huga að þeim komu þeir til baka á bátnum. Þeir höfðu strandað í grunnum firðinum og skemmt lítíllega annan mótorinn. Þó það lítið að það tefur ekki ferð þeirra. Akranes: Steypa í allar götur Garöar Guðjónasan, DV, Akranesú Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa val- ið að nota aðeins steypu til gatna- gerðar í ár. Tilboð um lagningu steypu og þurrsteypu bámst frá nokkrum aðilum í vor en ákveðið var að hafna þeim öllum og fela áhalda- húsi og tæknideild bæjarins mnsjón með framkvæmdum. Að sögn Guðbjarts Hannessonar, forseta bæjarsfiórnar, var ákveðiö að nota steypu þar sem hún væri endingarbetri og þarfnaðist minna viðhalds en önnur efni. 27 milljónir króna fara til gatnagerðar á Ákra- nesi í ár. Eitt stærsta verkefnið er lagning steypu á Dalbraut en auk þess verður gengið frá aðkeyrslu að fiölbýlis- húsum við Garðabraut og ráðgert er að hefia framkvæmdir við lagningu á Esjuvelli. Unnið við steypuna á Akranesi. DV-mynd Garðar Þurrsteypa var lögð á ailar götur á Akranesi í fyrra en þar sem verð á þurrsteypu og veifiulegri steypu er svipað var sú blauta valin. Frá innsetningu séra Ágústar Sigurðssonar að Prestbakka i Hrútafirði. Hann er lengst til hægri. Guðni Þór Ólafsson prófastur er í miðið og þá Kristján Björnsson. DV-mynd Guðrún Helga Bjarnadóttir Vel mannaö í prestembættum Húnvetninga: Þrír nýir prestar settir inn í embætti Þrír nýir prestar hafa verið settir inn í embætti í Húnavatnsprófasts- dæmi. Þar með er prestur í hveiju prestakalli frá Árnesi í vestri að Ból- stað í austri, alls átta prestaköllum. Hefur ekki verið jafnvel mannað í embætti sóknarpresta í Húnavatns- prófastsdæmi í allmörg ár. 23. júlí var séra Krisfián Bjömsson settur í embætti sóknarprests í Breiðabólstaðarprestakaili. Hann þjónar kirkjusóknum í Víðidal, Vest- urhópi og á Vatnsnesi. Prestssetur verður til bráðabirgða að Brún í Víðidal. 6. ágúst var séra Ágúst Sigurðsson settur inn í embætti sóknarprests í Prestbakkaprestakalli. Hann þjónar kirkjusóknum beggja vegna Hrúta- fiarðar og í Bitru. Séra Agúst hefur verið sendiráðsprestur í Kaup- mannahöfn síðastliðin sex ár og þar áður prestur á Mælifelli í Skagafirði og víðar. 27. ágúst næstkomandi mun pró- fasturinn, séra Guðni Þór Ólafsson á Melstað, sefia þriðja prestinn inn í embætti. Þá verður séra Stína Gísla- dóttir sett inn í embætti sóknarprests í Bólstaðarhlíðarprestakalli. Hún mun þjóna kirkjusóknum í Langa- dal, Svartadal, Blöndudal og við Svínavatn. Séra Stína var áður far- prestur og þjónaði á Blönduósi og á Siglufirði. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.