Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1989, Síða 14
Frjálst.óháð dagblað
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1 >27022 - FAX: (1 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Fjárlög eru grín
Menn hljóta aö komast aö þeirri niðurstöðu, aö íjár-
lög séu grín, eftir framferði síðustu fjármálaráðherra.
Ár eftir ár stritar alþingi við að koma saman og sam-
þykkja fjárlög. Fj ármálaráðherrar bera fram fjárlaga-
frumvörp með lúðrablæstri. Þetta virðist í fyrstu hafa
verið tekið alvarlega. En síðan kemur til meðferð máls-
ins. Ár eftir ár er greiðsluafgangi fjárlaga snúið í mikinn
halla. Þetta virðist vera orðið eins konar lögmál. Menn
taka ekkert mark á fjárlögum.
Mönnum er í fersku minni, hvernig fór í tíð Jóns
Baldvins Hannibalssonar sem Qármálaráðherra. Lengi
fram eftir ári sagði fj ármálaráðuneytið, að halhnn á fjár-
lögum yrði lítill. Allt fram undir haustið. Þá var ríkis-
hallinn orðinn margir mihjarðar. Svona var lengi hægt
að plata fólk. Aðrir íjármálaráðherrar síðustu ára hafa
ekki verið betri. Nú fréttum við af ríkishallanum undir
stjórn Ólafs Ragnars Grímssonar. í fjárlögum var gert
ráð fyrir 636 miUjóna króna rekstrarafgangi. En nú
stefnir í fimm miUjarða króna haUa. Ólafur Ragnar er
því í sama pytti og þeir, sem fóru næstir á undan honum.
Og menn hljóta að sjá, að síðustu ár taka ráðherrar
ekki mark á fjárlögum. Þau eru bara grín. Nú er talað
um fimm milljarða haUa. En ef að Ukum lætur verður
haUinn miklu meiri. Enn er töluvert eftir af árinu, tölu-
verður tími til að gera fjárlög enn marklausari en nú
er. Við getum því búizt við miklu meiri halla.
HalU á fjárlögum er Ulur. Hann veldur aukinni
skuldasöfnun. Hann ýtir mikið undir verðbólgu. Afsak-
anir ráðherra nú eru jafnmarklausar og afsakanir fjár-
málaráðherra hafa verið árum saman.
Ráðherrar bera vitni um ríkishallann. Forsætisráð-
herra vitnar. Forsætisráðherra segir, að við lifum um
efni fram. Við getum ekki haldið uppi því veherðar-
kerfi, sem við höfum komið á. Forsætisráðherra segir
ennfremur, að undanfarið ár hafi verðlagsforsendur
hárlaga brugðizt. Teknar hafi verið ákvarðanir um út-
gjöld án samþykkis alþingis á fjárhagsárinu, sem hafi
leitt tU þess, að meginmarkmið fjárlaga hafi ekki náð
fram að ganga. Vissulega höfum við Ufað um efni fram.
En sökin þar er fyrst og fremst ríkisstjórnar. Ef ríkis-
stjórnir beittu raunverulegu aðhaldi og hættu að sinna
gæluverkefnum og gæðingum stjórnmálamanna sinna,
væri auðvelt að ná jöfnuði á fjárlögum og ríkisreikn-
ingi. En til þess að svo megi verða þyrfti hér að verða
meiri breyting á valdahlutfóUum í kerfmu en menn
geta séð fyrir.
Forsætisráðherra nefnir ýmislegt, sem valdi haUan-
um nú. Nýjar útgjaldaákvarðanir hafi verið teknar, sem
á árinu muni nema 2,5 miUjörðum króna. Gjöld, sem
ekki hafi verið fyrirséð, og sparnaður, sem ekki nái fram
að ganga, nemi 1,8 miUjörðum. Aukin útgjöld vegna
ákvarðana alþingis nemi 500 miUjónum. En hverjir
stóðu fýrir þessum útgjöldum öUum? Auðvitað stjórn-
málamennimir sjáUir, sem ekki taka mark á fjárlögum.
Forsætisráðherra nefnir, að verðbólga verði mun
meiri en reiknað hafi verið með. Gengislækkun krón-
unnar verði og meiri en við hafi verið búizt. En verð-
bólgan mikla hér á landi verður fyrst og fremst að skrif-
ast á reikning ríkisstjómarinnar.
Launahækkanir hafa einnig orðið meiri en fiárlög
reiknuðu með. En sú breyting er óveruleg. Við henni
mátti og búast. Menn Uta bara á fjárlög sem spaug.
Haukur Helgason
ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1989.
„Verðum að ná athygli útlendinga á þvi að óvíða er náttúran og allt umhverfið eins óspillt og hér á landi,“
segir greinarhöf. m.a.
vSeljum
lsland“!
Það sem ísland hefur upp á að
bjóða hvað varðar landkosti er ein-
stakt, því fer hins vegar flarri að
viö höfum hagnýtt okkur þá mögu-
leika sem í því felast.
Útlendingar vita Htið um landið,
gæði þess og hvað það hefur upp á
að bjóða; hreina og ósnortna nátt-
úru, fallegt og jafnframt á köflum
hrikalegt landslag, einstaka menn-
ingu og sögu, ómengað loft, ómeng-
aða fæðu, jarðhita, hveri, eldjöll,
jökla, fallvötn og svo framvegis.
Þetta eru þær auðlindir sem okk-
ur ber að nýta.
Hvers vegna ekki
fleiri ferðamenn?
Það er enginn vafi á því að í ferða-
mannaþjónustu hggur vaxtar-
broddur sem við eigum að nýta
okkur. Við eigum að „selja ísland"
og meðal þess fjölmarga, sem af er
að taka, er það sem ég taldi upp
hér að ofan.
Við eigum að „selja landið“ sem
tilvahnn stað fyrir ráðstefnuhald,
fyrir heilsurækt, útivistarfólk og
náttúruunnendur, svo að dæmi séu
tekin.
En hvar eigum viö aö markaðs-
setja ísland? Ég ætla ekki að reyna
að svara þeirri spurningu en bendi
á að hundruð milljóna manna ferð-
ast um heiminn á hverju ári en
aðeins brot, eða um 135 þúsund
manns, kom til íslands áriö 1988.
Hvers vegna? Vegna þess að við
höfum ekki markaðssett ísland.
Aö ná forustunni
En það er hins vegar hægt. Viö
eigum að hagnast á gæðum lands-
ins án þess að það komi niður á
menningararfleifð okkar eða stefni
framtið okkar í hættu.
Við verðum að ná athygli útlend-
inga á því að óvíða er náttúran og
allt umhverfið eins óspillt og hér á
landi.
Því eigum við aö taka forystu í
náttúruvernd og umhverfismálum,
enda á þaö vel við að land sem ís-
land taki þá forystu.
Umhverfismál eru nú orðið mjög
ofarlega á baugi hjá stjómvöldum
víða um heim. Við eigum mögu-
leika á að láta verulega að okkur
kveða á þessum vettvangi en þá
veröum við líka að fara að vakna,
marka stefnu og gera áætlanir.
Kjallaririn
Ingi Björn Albertsson
alþingismaður
tækifæri sem við megum ekki láta
ganga okkur úr greipum.
Djarfari stefna
Það er hins vegar ljóst að við get-
um ekki sigrað allan heiminn í
einu. Við verðum því að fá til hðs
viö okkur viðurkennda aðha á
þeim mörkuðum sem við ætlum
okkur að sigra í fyrstu atrennu.
Þeir verða að vera viöurkenndir á
sviði sölu, markaðssetningar og
auglýsinga þannig að tryggt sé að
beitt verði faglegum aðferðum við
gerö langtímaáætlunar, bæði hvað
varðar undirbúning og fram-
kvæmdir.
Þetta kostar að sjálfsögðu tals-
vert fé en því er vel varið.
Hitt verða menn að gera sér ljóst
strax í upphafi að slíku markmiði,
„Viö verðum því aö fá til liðs við okkur
viðurkennda aðila á þeim mörkuðum
sem við ætlum okkur að sigra í fyrstu
atrennu.“
Með því að ná forystunni í þess-
um málaflokki, sem allt mannkyn-
ið hefur nú áhyggjur af, kynnum
við land og þjóð betur en nokkur
auglýsingaherferð gæti gert.
Þaö myndi síðan leiða af sér meiri
áhuga á landinu, aukinn fjölda
ferðamanna, aukna ásókn í að
halda hér ráðstefnur, aukinn
áhuga á íslenskum vörum, auknar
gjaldeyristekjur og síðast en ekki
síst; enn frekari virðingu fyrir
landi og þjóö.
Að ná forystu í þessum mála-
flokki er einhver besta vörukynn-
ing sem völ er á, gerir vörur okkar
eftirsóknarverðari og hægara um
vik að fá sem best verð fyrir þær.
Fólk hvarvetna á heimskringlunni
er betur og betur að átta sig á því
hversu dýrmæt góð heilsa er og
leggur í ríkari mæh áherslu á heil-
brigt lífemi.
Hvað fellur þá þessu fólki betur
en einmitt vörur frá hinu ómeng-
aða íslandi, fisk úr ómenguðum sjó
og ómengaðar landbúnaðarvörur?
Ekkert. Enda erum við hér með
sem ég er hér að reyna að koma á
framfæri, verður ekki náð án gríð-
arlegra rannsókna, enda eru þær
forsenda söluáætlana.
Ég er ekki í nokkrum vafa um
þaö að með því aö fara að huga af
alvöru að djarfari stefnu með skýr-
um áherslum, þar sem hið „ómeng-
aða ísland“ er sett á'markað, munu
ekki aðeins aðilar í ferðaþjónustu
njóta góðs af heldur einnig bæði
út- og innflutningsgreinarnar og
þjóðarbúið í heild.
Og þá gefst stjórnvöldum vonandi
tækifæri til að lækka álögur á okk-
ur því að það má öllum vera ljóst
að að minnsta kosti núverandi
ráðamenn kunna ekki að spara.
Enginn vill skera niður hjá sjálfum
sér og ekki mega þeir heyra minnst
á að lækka skatta, heldur þvert á
móti. Þess vegna viröist eina leiðin
í dag til þess að lækka skatta án
spamaðar og/eða niðurskurðar
vera sú að auka tekjurnar. Hér er
bent á eina leið.
Ingi Björn Albertsson