Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1989, Page 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1989.
Andlát
Gyða Pálsdóttir, Sandabraut 8, Akra-
nesi er láön.
Sæmundur Óskarsson frá Eyri, Hlaö-
brekku 3, Kópavogi, andaöist á Borgar-
spítalanum fóstudaginn 11. ágúst.
Jóhann Stefánsson, Jaöarsbraut 21,
Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness
laugardaginn 12. ágúst.
Jarðarfarir
Hólmfriður Daníelsdóttir, Meðalholti
13, andaðist á Landspítalanum 1. ágúst
sl. Útförin hefur fariö fram.
Jóhann Arnljótur Viglundsson, varð
bráðkvaddur fimmtudaginn 10. ágúst.
Jaröarförin fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 18. ágúst kl. 13.30.
Ólafur Marius Ölafsson, lést í Borg-
arspítalanum 12. þessa mánaðar.
Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni
fóstudaginn 18. ágúst kl. 10.30.
Elias Guðmundsson skipstjóri, Heiðar-
gerði 9, Akranesi, verður jarðsunginn frá
Akraneskirkju fimmtudaginn 17. ágúst
nk. kl. 14.
Níels Jörgen Nielssen, andaðist 10.
ágúst. Bálför hans verður gerð þriðjudag-
inn 15. ágúst.
Þórir Runólfsson, Ásbraut 15, Kópa-
vogi, lést í Borgarspítalanum 4. ágúst.
Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Jóhanna Bjarney Guðjónsdóttir, Sel-
braut 30, Seltjamamesi, verður jarðsett
frá Seltjamameskirkju miðvikudaginn
16. þ.m. kl. 15.
Fanney Oddsdóttir andaðist á Borgar-
spítalanum 2. ágúst sL' Hún fæddist 7.
desember 1917 í Reykjavik. Foreldrar
hennar vom hjónin Oddur Jónsson,
hafnsögumaður í Reykjavík, og Kristín
Ámadóttir. Fanney giftist 28. maí 1938
Gunnari Danielssyni verkamanni sem
lengst af starfaði hjá Eimskipafélagi ís-
lands og Reykjavíkurborg. Hann lést á
síðasta ári. Þau eignuðust 7 böm. Útför
hennar veröur gerð frá Bústaöakirkju í
dag, 15. ágúst, kl. 13.30.
Tímarit
Hár og fegurð
„Vemdum ósonlagið" er slagorð alþjóð-
legu frístæl- og tískulinukeppninnar sem
haldin verður öðm sinni þann 4. mars
1990. í nýútkomnu tölublaði Hárs og feg-
urðar er kynning á þessari keppni, sem
hefur haft talsverð áhrif út á við og verið
getið viða í erlendum blöðum. Einnig er
grein um alþjóðlega ráðstefnu timarita.
Þessa stundina stendur einnig yfir for-
síðukeppni timaritsins sem er ein af vin-
sælustu keppnum timaritsins.
Tilkyimingar
Sauðaneskirkja 100 ára
Þess verður mirrnst við messu í Sauða-
neskirkju sunnudaginn 20. ágúst nk. kl.
14 að um þessar mundir em Uðin 100 ár
frá þvi að kirkjan var vigð. Við messuna
munu aðkomuprestar þjóna fyrir altari
og annast altarisgöngu ásamt sóknar-
prestinum, sr. Ingimar Ingimarssyni.
Séra Sigurður Guðmundsson vígslubisk-
up prédikar og Margrét Bóasdóttir söng-
kona syngur einsöng. Kirkjukór Sauða-
neskirkju syngur. Organisti er Vigdís
Sigurðardóttir. Sóknamefnd væntir þess
að safnaðarfólk, heima og burtflutt, fjöl-
menni til gömlu kirkjunnar þennan dag.
Eftir messu er öUum viðstöddum boðið
til kaffidrykkju í Þórsveri, félagsheimiU
Þórshafnar.
Trúbadorar á Fógetanum
Bergur Þórðar og Ingólfur Steinsson
munu spUa á Fógetanum í kvöld, 15.
ágúst. Þeir munu m.a. kynna efni af
væntanlegri hljómplötu Bergs sem kem-
ur út í haust.
Þakkarávarp
Hjartans þakkir til allra vina og vandamanna, sveitarstjórnar
Vatnsleysustrandarhrepps, björgunarsveitarinnar Skyggnis, Vog-
um, og annarra nær og fjær er sendu mér heillaóskir og gerðu
mér 100 ára afmælisdaginn ógleymanlegan þann 8. ágúst sl. Bið
ég ykkur öllum guðs blessunar.
Erlendsína Helgadóttir
Úti á vegum
verða flest slys
^ í lausamöl í
beygjum
^viðræsi ^
og brýr
við blindhæðir
YFIRLEITT VEGNA 0F MIKILS HRAÐA!
Stillum hraða í hóf
og HUGSUM FRAM mAumferdar
ÁVEGINN! Wrað
Kvöldganga um Hafnarfjarð-
arland
Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands fer
náttúruskoðunar- og söguferð um Hafn-
arfjaröarland í kvöld, 15. ágúst. Gangan
hefst kl. 20 við hesthúsin við Kaldársels-
veg, austan Hafnarfjarðar. Gengið verður
um Lækjarbotna og síðan eftir gömlu
þjóðleiðinni „Selvogsgötu" að KersveUi.
Komið er til baka um kl. 22.
Námskeið
Hiö íslenska náttúrufræði-
félag
Á morgun, miðvikudaginn 16. ágúst, kl.
20, verður haldið stutt námskeið um ís-
lenska matsveppi. Leiðbeinandi verður
Eirikur Jensson. Hægt er að skrá sig á
námskeiöið í dag og á morgun á skrif-
stofú Hins íslenska náttúrufræðifélags í
síma 624757 miUi kl. 14 og 17. í framhaldi
af námskeiðinu verður farið í sveppa-
tínsluferð sunnudaginn 20. ágúst. Farar-
stjóri verður Eiríkur Jensson.
Tapað fundið
Köttur týndist
Hann Snúður okkar er týndur. Hann
hvarf fýrir u.þ.b. mánuði en þá var hann
í pössun í Fossvoginum. Hann á heima í
Laugameshverfinu. Snúður er svartur
og hvítur, rangeygður og kviðslitinn.
Þegar hann týndist var hann með
ómerkta rauöa hálsól. Ef einhver hefur
orðiö var við Snúö er hann vinsamlegst
beöinn að hafa samband við Lisu í síma
84709 eða 33941.
Köttur í óskilum
Mjög gæfur, bröndóttur fressköttur er
villtur í sumarbústaðalandi í Gnúpverja-
hreppi, Ámessýslu. Ef einhver saknar
hans er hann vinsamlegast beðinn að
hringja í síma 27557.
Köttur týndur
Gulbröndóttur ungur fressköttur tapað-
ist frá Vesturbæ í Kópavogi fyrir fimm
dögum. Hann er hvítur á bringunni, hvít-
sokkaður og spengilega vaxinn. Hann
heitir Gulli og gegnir nafninu sinu. Hann
er merktur með gulri ól. Sá sem getur
gefið upplýsingar vinsamlegast hafi sam-
band í síma 42615.
Þessir krakkar eru að vinna fyrir ÍA sem er einn þeirra aðila sem fengu aukafjárveitingu, í þeim tilgangi að efla
atvinnu fyrir unglinga. DV-mynd Garðar
Rfldð bjargar
unglingavinnunni
Garðar Guöjón^son, DV, Akranesi;
„Þessar aukaíjárveitingar ríkisins
bjarga alveg sumrinu hjá okkur. Þ^ð
eru um 30 krakkar, á aldrinum 16
ára og eldri, í vinnu hjá þeim sem
fengu aukafj árveitingar frá félags-
málaráðuneytinu,“ sagði Elís Þór
Sigurðsson, æskulýðsfulltrúi á Akra-
nesi, í samtali viö DV. Lítið hefur
verið um atvinnu fyrir unglinga í
sumar og hefur talsverður hópur
nema verið á atvinnuleysisskrá.
En auk þess sem Vinnuskólinn
hefur ráðið íleiri til starfa nú en í
fyrra hafa fjórir aðilar fengið fjár-
veitingar frá ríkinu til sérstakra
verkefna og hafa unglingar 16 ára og
eldri verið ráðnir til þessara starfa.
Fjölbrautaskólinn, Skógræktarfé-
lag Akraness og íþróttabandalag
Akraness hafa öll fengið slíka fjár-
veitingu en auk þess fengu 8 krakkar
frá Akranesi vinnu uppi á Hvanneyri
vegna fjárveitingar frá ríki.
Það lýsir ástandinu vel að ásókn
16 ára unglinga í Vinnuskólann var
margföld í sumar miðað við í fyrra
en starfsemi skólans lauk að mestu
í síðustu viku. Aö sögn EUss Þórs
voru aðeins 20 krakkar á þessum
aldri í Vinnuskólanum í fyrra en nú
í sumar fór talan í 100. Þegar á heUd-
ina er Utið jókst fjöldi starfsmanna
skólans einnig verulega. í fyrra inn-
rituðust 140 en í sumar komu 174 til
starfa. ■
Fjölmiðlar
Hvað eru fimm millj-
arðar á milli vina?
í bók sinni Lögmál Parkinsons
lýsir C. Northcote Parkinson þvi
hvernig stjómarfundur í stofnun
afgreiðir smíði mikUvægs orkuvers
á örskammri stund enda heiur eng-
inn viöstaddur sérþekkingu á mál-
inu en talar síöan um kaffistofu
starfsfólksins tímunum saman af
þvíaðáþví hafaallirvit.
Mér datt þetta í hug þegar ég
heyrði í kvöldfréttum í Ríkissjón-
varpinu 24. júlí að ráöstafanir ríkis-
stjómarinnar í vaxtamálum heföu
flutt um fimm miUjarða króna frá
lánardrottnum til skuldunauta. Var
dr. GísU Blöndal borinn fyrir þessu.
Nú eru lánardröttnamir flestir
venjulegir launþegar en skuldu-
nautamir opinberar stofnanir og
einkafyrirtæki. Þetta er því vald-
boöin miUifærsia frá fólkinu til for-
stjóranna - tU Steingríms Her-
mannssonar og þeirra manna, sem
bjóöahonum í laxveiðiferðir. Þetta
virðist ekki hafa vakið mikia at-
hygh.
AUt ætlaði hins vegar um koU að
keyra í lok síöasta árs, þegar Magn-
úsThoroddsen, forsetiHæstaréttar,
keypti áfengi á sérkjörum fyrir tekj-
ur sínar af því að vera einn af hand-
höfum forsetavalds, rúmlega 300
þúsund krónur. Magnús missti æm
og starf þótt hann heföi engum gert
mein með hinum fáránlegu áfengis-
kaupum sínum. En þeir, sem hafa
haft fimm mifljaröa af gömlu fólki
og öðmm sparifjáreigendum, veifa
tíl okkar brosandi á sjónvarpsskján-
um, um leiö og þeir stíga inn í bflana
og þeysa í næstu laxveiöiferð.
Hannes Hóimsteinn Gissurarson