Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1989, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1989, Síða 4
4 Þ^IÐJUDAGUR 22. .ÁGÚST ^989. Fréttir Píanóbarinn í Keflavík sviptur vinveitingaleyfi: Itrekað ónæði og grunur um að opið sé lengur en má - segir Jón Eysteinsson bæjarfógeti „Vmveitingaleyfíö var tekiö af okkur fyrirvaralaust á föstudag. Það eru engar forsendur fyrir þessari sviptingu. Þetta var gert vegna óljósra sögusagna og ummæla. Viö leituðum skýringa á föstudag en fengum nánast engar. Viö höfum orðiö fyrir gríöarlegu tekjutapi vegna þessa. Lögfræðingar munu fara í þetta mál fyrir okkur,“ sagöi Kristján Ingi Helgason, einn eigenda og framkvæmdastjóri Píanóbarsins í Keflavík. Á föstudag var veitingastaðurinn sviptur vínveitingaleyfi. Allt'frá því að staðurinn var opnaöur hafa verið deilur um hann. Fyrst var heimilt að selja áfengi til klukkan hálfþijú. Vegna óánægju íbúa í nágrenninu var leyfmu breytt og einungis leyft að selja áfengi til klukkan hálfeitt. Það var einnig gert fyrirvaralaust að sögn Kristjáns Inga. Píanóbarinn er í íbúðahverfi. Ná- grannar hafa kvartað vegna óláta frá drukknu fólki við staðinn. Kristján Ingi sagði að ekki hefði verið kvartað yfir staðnum sjálfum - heldur vegna fólks á götunum. Hann sagði ómögu- legt að segja til um hvort þar væri um að ræða gesti staðarins eða ekki. „Þetta var gert vegna ítrekaöra kvartana nábúa staðarins. Eins er grunur um að reglur um afgreiðslu- tíma hafi verið brotnar. Það hefur heyrst tónlist talsvert eftir þann tíma sem á að vera búið að loka. Staðurinn hafði svokallað léttvínsleyfi, þaö er sem matsölustaður. Til að mega hafa opið lengur þarf sérstakt skemmt- analeyfi. Auk þess er vínveitinga- leyfi gefið út á nafn og sá sem hafði leyfið er hættur öllum afskiptum af rekstrinum," sagði Jón Eysteinsson, bæjarfógeti í Keflavík. Jón Eysteinsson segist hafa bent eigendum staðarins á að þeir gætu kært sviptinguna til dómsmálaráðu- neytisins. „Það eru allir skemmtistaðir í Keflavík í íbúðahverfum. Það virðist sem allir aðrir fái að vera í friöi. Það stóð til að við flyttum í haust. Hús- næði er fyrir hendi. Ég veit ekki hveiju sviptingin kemur til með að breyta. Þetta er stórmál fyrir okkur og kann að hafa ýmsar afleiðingar í för með sér,“ sagði Kristján Ingi Helgason. -sme Áhöfnin á Hafrúnu II að landa tæpum fimm tonnum eftir nóttina. DV-mynd Reynir Mokveiði í snurvoð Reyxúr Tiaustason, DV, Flateyii: Mokveiði hefur verið hjá snurvoð- arbátum frá Flateyri að undanfómu. Bátamir hafa verið á veiðum inni á Dýraflrði, Amarfirði og grunnt út af Barða. Hafrún n, 9,9 tonna bátur, er búin að fá 70 tonn af fiski á sex vikum. Guðmundur Helgi Kristjánsson skip- stjóri sagði í viðtali við DV að þeir hefðu ekki sótt stíft heldur skammt- að sér afla. Hann sagði að nóg væri af fiski um allt og fiskurinn væri stærri en undanfarin ár. „Það hefur verið vaxandi fiskirí í snurvoðina ár frá ári þau fimm sum- ur sem ég hef stundað þessar veið- ar,“ sagði Guðmundur. Samkvæmt heimildum DV hafa snurvoðarbátar fengið allt að 20 tonn í einu og veiðin almennt verið mjög góð. Menntaskóiinn á ísafiröi. DV-mynd BB, ísafirði Isaflöröur: Menntaskólinn og Iðn- skólinn sameinaðir Vilborg Davíðsdóttir, DV, fsafirði: í haust verður sameining Iðnskól- ans á ísafirði og Mennaskólans á ísafirði að veruleika. Unniö hefur verið að samkomulagi um skipulag sameinaðs framhaldsskóla í vor og sumar á vegum menntamálaráðu- neytisins, skólanna og bæjaryfir- valda á ísafirði. Væntanlega verður gengið frá því endanlega fyrir lok ágústmánaðar. Ýmis atriði velkjast enn fyrir mönnum og má þar helst nefna hvort mörg sveitarfélög á Vestfjörðum verða aðilar að rekstri skólans og leggi þá fram fé til framkvæmda. Nafn skólans hefur ekki verið end- anlega ákveðið og veriö hálfgert þrætuepli en í bili mun hann heita Menntaskólinn á ísafirði. Skóla- meistari hefur lagt til nöfnin „Skóli Jóns forseta" eða „Skóli Jóns Sig- urðssonar" en ráðuneytið var and- vígt þeim tillögum. Stungið hefur verið upp á heitunum Bjölbrauta- skóli eða Framhaldsskóli Vestfjarða en skoðanir eru skiptar um þau einn- ig- Samkomulag hefur náðst um að stofna embætti aðstoðarskólameist- ara og sjö manna skólanefnd. Ýmsar fleiri breytingar verða gerðar og sagði skólameistari í samtali við DV að skólanum yrði líklega falið að annast farskóla fyrir atvinnugreinar á Vestfjöröum með námskeiðahaldi á þéttbýlisstöðum. í dag mælir Dagfaii Fella gengið um 10-12 prósent, seg- ir bjargvætturinn frá Flateyri í DV í gær. Fiskvinnslan enn eina ferð- ina á hausnum og útgerðin líka. Raungengi krónunnar er rangt skráð. í sömu frétt upplýsir Stein- grímur aö gengið hafi í raun fallið um 16% á árinu og því sé krafa fisk- vinnslunnar orðin of gömul. Öðru- vísi mér áður brá þegar Tómas Árnason, þáverandi íjármálaráð- herra, gekkst fyrir „gengjsaðlög- un“ á sínum tíma og lét þá gengiö falla í stórum stökkum. Það var á þeim tíma sem útgerðin krafðist gengisfellingar en ekki fiskvinnsl- an og gengisfellingar voru taldar allra meina bót í efnahagslífmu. Síðan var það uppgötvað af hag- spekingum síðari tíma að gengis- felling ein sér gæti ekki leyst allan vanda og þá aðallega vegna þess hversu mikið skuldir þjóðarinnar í erlendum gjaldeyri hækkuðu í takt við hveija gengisfellingu. Ef rétt er munað var Steingrímur Hermannsson talsmaður gengisað- lögunar þar til að Guöjón B. Ólafs- son SÍS-stjóri komst það langt ofan í Sambandsbókhaldið að hann gerðist fráhverfur gengisfellingum. Genqið fellur Var þó búinn að boða þörf á réttri skráningu krónunnar mánuðum saman. En hver er sjálfum sér næstur eins og þar stendur og því eðlilegt að Guðjón hætti við gengis- fellingarkröfuna eftir því sem fleiri kaupfélög fóru á hausinn. Enda nokkum veginn sýnt aö kaupfélög lenda undir hamrinum hvað sem allri gengisskráningu líður. Efnahagsstefna núverandi ríkis- stjómar hefur verið flestum hulin ráðgáta. Stafar það einkum af þvi að ekki fara saman orð og efndir í ríkari mæli en gerst hefur með fyrri stjómir. Gott dæmi um það em þau um- mæli Steingríms í DV í gær að búið sé að fella gengið um 16% en samt haldi fiskvinnslan áfram að heimta 10% gengislækkun. Forsætisráð- herra skilur hvorki upp né niður í þessum ósköpum og það væri kannski til of mikils mælst að hann væri gerður ábyrgur orða sinna. Langvarandi minnisbrestur ríður ekki við einteyming ef út í þaö er farið. Fastgengisstefna ríkisstjóm- ar Þorsteins Pálssonar sætti gagn- rýni á sínum tíma en einn harðasti stuðningsmaður þeirrar stefnu var einmitt Steingrímur Hermanns- son, þá sjaldan hann kom úr fíla- beinstuminum í Hverfisgötu sem nú hýsir Jón Baldvin. Nú bregður svo við að Steingrím- hans mati. Sem fyrri daginn er Steingrímur á móti gengisfellingu með vinstri hendinni um leið og hann fyrirskipar hana með þeirri hægri. Ef í dag er krafist gengis- fellingar sýnir forsætisráðherra fram á að gengið hafi þegar verið fellt um 16%. Ef aðrir koma fram á síðum blaða og heimta að genginu sé haldið stöðugu kemur sami mað- ur fram og segir að það. sé víðs fjarri að gengi erlendra gjaldmiðla hafi verið breytt. Reki hann upp á sker í sjónvarpsviðtölum hvað þetta varðar er alltaf til sú lausn að skjóta sér bak við Nordal eða Bjama Braga. Niðurstaðan verður sú að gengið hafi hvorki verið fellt né haldið stöðugu, svona allt eftir því hvemig vindurinn blæs hveiju sinni. Þegar Einar Oddur heimtar tiu prósent er hægt að benda á að gengið hafi þegar verið lækkað um sextán prósent en þegar aðrir segja að ekki megi lækka gengið kemur í ljós að það hefur verið nokkurn veginn óbreytt síðasta ár. Þarna er gert út á það aö minnisleysi sé smitandi sjúkdómur sem birtist síðan í vinsældakönnunum Há- skólans eða doktors Braga. Dagfari og rís ur fellir gengið ótt og títt án þess að nokkum tímann sé um raun- verulega gengisfellingu að ræða að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.