Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1989, Blaðsíða 12
12 Spumingin Hefurðu séð Magnús? Kristjana F. ArndahNei, en ég var aö hugsa um að sjá hana. Ég hef heyrt vel af henni látið Bragi Ólafsson:Nei, en ég hef hitt marga sem eru ánægðir með hana. Mér þykir hún forvitnileg og býst við að skella mér. Salvar Björnsson:Nei, og langar ekk- ert sérstaklega að sjá hana. Mér leið- ist Egill Ólafsson. Harri Hákonarson:Nei, og efa að ég fari. Mér fmnst alltof dýrt inn. Bjarni Pétursson:Nei, en langar til þess. Ég hef heyrt að hún sé bara góð og þess virði að bregða sér í bíó. Lesendur Þingmenn Borgaraflokksins og formaður hans. - „Munu jafnvel sætta sig við eitt ráðherraembætti og kannski forsetastarf neðri deildar í kaupbæti,“ segir bréfritari m.a. Borgaraflokkurinn mun beygja sig Ólafur Ólafsson skrifar: Er það ekki alveg með eindæmum hvemig þetta stjórnmálafyrirbæri, sem kallast Borgaraflokkurinn, get- ur látið sem hann hafi hlutverk í stjómmálum líðandi stundar? Og auðvitað má gefa því það nafn að hann hafi hlutverk á meðan hann er við lýði á þingi. Það má segja að hann Albert, „vin- ur litla mannsins" hafi rótaö upp í stjórnmálunum meðan hans naut við hér á landi. - Að skilja eftir sig, ekki eitt, heldur tvö stjórnmálaöíl á þingi, og það á gagnstæðum meiöi - það gerist ekki oft hér á landi! En hvað sem því líður er það staö- reynd að ríkisstjórnin á líf sitt undir því komið aö Borgaraflokkurinn (eða með stuðningi annarra þingmanna sem er nú ólíklegt) komi inn í ríkis- stjómina með einum eða öðrum hætti. Þótt búið sé að þjarka um innkomu borgara í ríkisstjórn, allt frá því í fyrra, þá er ekki enn útséð hvernig það mál fer. - Og þótt þingmenn Borgaraflokks láti ólíkindalega, sumir a.m.k., er ekkert aö marka slíkt, svo miklir ruglukollar sem þeir em allir. - Orðatiltæki eins og „Ja, við viljum bara sem best samstarf við alla flokka“, eða „Það verður bara að ráðast“ og svo þessi fræga setning „Ja, eins og við höfum marg- sagt...“ hafa ekkert póhtískt gildi, ef ráðherrastóll er í augsýn. Ég spái þvi að Borgaraflokksþing- menn muni beygja sig til þess aö fá fastan sess í sína pólitísku tilveru. Svo „lítillátir" munu þeir einnig verða (eöa ákafir ef menn vilja frekar orða þaö svo) að þeir munu jafnvel kyngja því að verða skaffað eitt ráð- herraembætti - og þá kannski for- setastarf neðri deildar Alþingis í kaupbæti - eða eitthvað þvíumhkt. Það er ekki minnsti vafi á því að Borgaraflokkurinn ætlar sér ekki að missa af vagninum í þessari umferð (kjörtímabili), því þingmenn hans vita sem er að ekki fara þeir aftur inn á þing í almennum kosningum a.m.k. - Þetta er bara spurning um á hvaða átt hann verður þegar „kallið kem- ur“ frá hinum „þurfandi", þ.e. ríkis- stjórninni sem heild. Vandinn er hurðarás Þ. Haraldsson skrifar: „Máhð er afar einfalt, við íslend- ingar höfum reist okkur hurðarás um öxl, það er staðreyndin." - Þetta er haft eftir forsætisráðherra okkar nú fyrir stuttu í sambandi við nýút- komna skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga frá 1. janúar til 30. júni á þessu ári. En þessar niðurstöður koma for- sætisráðherra ekkert á óvart. Hann segir aðeins að tekjur okkar séu of htlar til að standa undir velferðar- kerfinu sem við höfum verið að basla við að halda gangandi allan þennan áratug. - Svo bætist það ofan á að launahækkanir verði meiri en ráö sé gert fyrir í fjárlögum og útgjöld, einkum tryggingaútgjöld, fari fram úr öllum áætlunum. Nú getum við öll væntanlega verið sammála forsætisráðherra um þetta atriði og að vandinn sé okkar sjálfra, við höfum krafist of mikils. Stjórn- málamenn hafa engir staðið í stykk- inu og ahir gefið eftir þegar á þá hefur verið gengið um „úrbætur" og fyrirgreiðslu - ekki síst í heimakjör- dæmi viðkomandi þingmanna, sem svo hafa þrýst á um aukafjárveiting- ar th að efna loforðin. Mér finnst það vera forsætisráð- herra að ganga fram fyrir skjoldu og krefjast þess af samráðherrum sín- um að þeir skeri niður kostnað í ráðuneytum sínum og á þeim vett- vangi sem ráðuneyti þeirra taka yfir. - Það er þar og hvergi annars staðar sem niðurskurð verður að fram- kvæma fyrst af öllu. Þegar landsmenn sjá að eitthvað raunhæft hefur verið gert á því sviði, þá fyrst er almenningur thbúinn að fylgja ráðamönnum eftir. Viö vitum að hurðarásinn er á baki ahra lands- manna en honum verður aldrei lyft fyrr en stjórnvöld, hver sem þau eru, taka af skarið. Ahar yfirlýsingar ráð- herra eru marklausar ella. - Eg skora á Steingrím forsætisráðherra að láta ummæli sín um hurðarásvandann ekki falla dauð og ómerk. Svar frá Markinu viö lesendabréfi: Ein besta auglýsingin Bragi Jónsson, versluninni Markinu, skrifar: Ég held að lesendabréf sem birtist í DV miðvikud. 16. ágúst sl. undir fyrirsögninni „Öryggisshjálmur eöa hvað?“ hafi verið ein besta auglýsing fyrir reiðhjólahjálma sem ég hef séð hingað th. - Á hjálminum voru djúp- ar rispur, svo að þaö var greinilegt að barnið sem notaði hann hafði fengið talsvert höfuðhögg og sloppið ómeitt, sem betur fer. Hjálmurinn hefur greinilega gefið sig á veikasta stað, þar sm ólarfest- ingin er fest 'við hjálminn. Við högg er algengt að öryggishjálmar skemmast, enda er reiknað með því af framleiöanda. Aðalatriöið er aö hjálmurinn veiti vernd við högg og komi í veg fyrir að notandi slasist, enda er þá thganginum náð. ’ KlirM. tt iKtnuKiiliurj.wt, l‘i lAnti. / Öryggishjálmur eða hvað? JotíSBn Uiiiiar. ki*el T».Vi vxð 1*1« galto »0 iv,; iunfgiþiiníefi'r,, wttUmi viubu. /•**■«. >.*** .‘■•v.'/íííVíívW MJiíiJi i.*i!ii!wuKAyitirt.Tie«,tir Þ/rt töfn e!‘. V«ilo ,w**& íiuntn h laim SM0 V 1-Kg. V« >UiW, .SaM Vi írt'x m&HÍ HríH asttðu: tvi ae tnk» i iiKMu ©**■ MkttnrtM ImV, *<*«•*. Lesendabréf birtist i DV um hjálminn góða. Við framleiðslu á öryggishjálmum fyrir börn er reynt að hafa hjálmana létta og meðfærilega svo að börnin fáist til að nota þá. Jafnframt er reynt að hafa hjálmana ódýra svo aö for- eldrar fáist til að kaupa þá. Ég veit ekki th aö framleiddir séu reiðhjóla- eða mótorhjólahjálmar sem eru með ábyrgð gagnvart höggum, enda þyrftu slíkir hjálmar að vera úr þykku og sterku efni og væntanlega þungir eftir því og dýrir. í verslun okkar er til úrval af ör- yggishjálmum, á verðinu frá kr. 1.350 til kr. 3.600. Einnig væri unnt aö út- vega mun dýrari og vandaðri hjálma en ekki virðist vera markaður fyrir þá hér á landi. Gæöi hjálmanna eru venjulega í réttu hlutfalli við verðið. Blazer hjálmur, eins og rætt var um hér að framan, kostar kr. 2.110. ÞRIÐJUDAGUR 22, M)ÚS'|'.1989, Vottorðið í©8cícs'í ekki Einar Ingvi Magnússon skrifar: Nýveriö hafði ég samband við yfirdeildarstjóra fiutningadeildar Pósthússins í Ármúlanum í Reykjavík, til að afla mér vott- orðs um að ég hefði starfað sem póstbifreiðarstjóri fyrir pósthús- ið ogekið tjónlaust í tæplega íjög- ur ár, síðast áriö 1987. Dehdarstjórinn lýsti því yfir að hann gæti ekki gefið þetta vott- orð, þar sem aðrir yfirmenn gætu ekki munaö hvort ég hefði ekið hjá þeim tjónlaust eða ekki. Deildarstjórinn gat ekki „með góðri samvisku" eins og hann oröaði það, vottfest að ég heföi stundað mína keyrslu áfallaiaust. - Þetta finnst mér það alvarlegt að ég má th meö að vekja á því athygli. Yfirmenn og dehdarstjórar þessarar stofnunar höfðu þá ekki betra eftirlit með starfskröftum þessa ríkisrekna fyrirtækis en það, að þeir höföu ekki hugmynd um hverjir stunduðu vinnu sína vel, og af samviskusemi, eða van- ræktu starf sitt og ollu tjóni á eig- um stofiiunarinnar! Mér finnst þetta lýsa einstöku ábyrgðarleysi hjá varðstjórum og deildarstjórum viökomandi deildar Pósthússins. Þegar menn eru að reyna að vinna vel, er sárt að fá slík svör frá yfirmönnum hinnar ríkisreknu stofnunar. - Vonandi endurskoðar æðsti mað- ur Pósthússins, fleiri yfirmenn, og ekki síst ráðamenn mál sem þessi, svo koma megi í veg fyrir óþarfa halla á ríkiskassanum, vegna fjóna á eigum ríkisins og ábyrgðarleysis í líkingu við það sem hér að framan greinir. Burt með hrað- skeytin, Davíð Kona með fasteignagjaídskvitt- un við hjartastað skrifar: Nú finnst okkur, sumum borg- urum Reykjavíkur, að nóg sé komið, borgarstjóri góður, og þú eigir að fara að hugsa th bama, miðaldra fólks og gamalmenna. Þar á ég við skólana, húsin sem við búum í og þjónustuaðgerðir fyrir aldraða. Þú ert búinn að grafa niður 1 'Ijömina, og búinn að rífa þig upp í Öskjuhlíð, en nú ættirðu að stööva framkvæmdir sem meiri- hlutinn vhl ekki. - Það em marg- ir stóránægðir með verk þín og aörir hundóánægöir, svo að þú ættir bara aö fara að slaka á. En einu veröur að linna. Það eru aöferðir í innheimtuaðgerð- um Gjaldheimtunnar, varðandi rukkun á fasteignagjöldum. Það gengur ekki stundinni lengur, að Póstur og sími sé akandi stans- laust um borgina til að afhenda fólki hraöskeyti, þar sem stend- ur, aö viökomandi fasteign verði boðin upp hjá borgarfógeta, ef gjaldfalhð fasteignagjald veröi ekki greitt innan stutts en ákveð- ins timar" Er ekki allt í lagi að fá sér eitt stykki sérfræðing til að kanna á félagslegum, iæknisfræðilegum og mannúðarlegum grunni, hvort ekki væri betra, sálrænt séð, að hnippa öðruvísi i húseigandann en með uppboðshótun i hrað- skeyti? Það er hjartaskerandi að standa í biðröðinni niðri í Tryggvagötu hjá Gjaldheimtunni, við hhðina á m,a. tágrönnum, útþvældum, ungum manni öllum útötuðum úr múrvinnunni, ásamt ungu konunni með dinglandi bíllykl- ana sér viö hlið, og sem hefur lík- lega þurft að hlaupa burt sem dagmamma th að aka múraran- um í biðröðina meö hraöskeytiö, th þess að borga síðustu afborg- unina af fasteignagjaldinu, svo að múrinn fari ekki undir hamar- inn? - Mál er aö hnni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.