Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1989, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1989, Qupperneq 15
ÞRIDJÚDAGUR 22. ÁGÚST 1989. 15 Innflutnlngur á landbúnaðarafurðum: Lagleg stefna það! „Landbúnaður á íslandi er skipulagslaus og þarfnast umönnunar", seg- ir m.a. í greininni. Þrjú þúsund bændur atvinnu- lausir og búa við lágmarks lifskjör með fjölskyldur sínar í viðlaga- sjóðshúsahverfum víðs vegar um borgina. Bóndabæir og önnur mannvirki standa auð um allar sveitir og ekki þykir ástæða til aö halda áfram viðhaldi við hringveg landsins. Nokkur þúsund af verkafólki, sem starfað hafa við sláturhús og kjötvinnslur landsins, eru á at- vinnuleysisbótum. Öll mannvirki, sem áður voru nýtt undir slátrun og fullvinnslu á kjöti, standa auð. Atvinnugreinin kjötiðnaður lögð niður eins og hún leggur sig. Innflutningur í hverra þágu? Ekki þarf annan Nostradamus til þess að gera sér i hugarlund hvað æðstu menn í viðskiptaráðuneyt- inu og virtustu verkalýðsforingjar innan ASÍ og að ónefndum há- skólagengnum reiknimeisturum okkar íslendinga eru að boða með innflutningi á matvælum. Það sem að ofan er skrifað er kannski svartsýnishjal og þröng- sýni að einhverra dómi, en ég er ansi hræddur um að eitthvað hafi gleymst í umræðunni um frjálsan innflutning á matvælum og þann spamað fyrir þjóðina að flytja inn matvæli og leggja niður landbúnað á íslandi hafi vantað útreikninga á því hvað það kostar þjófélagiö að framfleyta þeim þúsundum manna sem stæðu atvinnulausir. Og lítið hefur farið fyrir því að taia um hvað skuli gera við öll mannvirkin KjaUarinn Arnþór Sigurðsson kjötiðnaðarmaður sem myndu tæmast, eða umreikna hvað þau kosta og hver skuli borga þann brúsa. Ekki hef ég enn skilið í hverra þágu innflutningur á matvælum eigi að vera. Úr iðnaöar og við- skiptaráðuneytinu kemur boð- skapur sem erfitt er að skilja. í fyrsta lagi er iðnaðarráðuneytið að brjóta niður matvælaiðnað á ís- landi, með slíkri aðgerö, sem er svolítið undarlegt, því maður skyldi ætla að ráðuneyti, sem fer með iðnað í þessu landi, eigi að byggja upp, en ekki bijóta niður. í öðru lagi er viðskiptaráðuneytið að skapa gífurlegan innflutning sem er hið undarlegasta mál því að í allri umræðu um viðskipti er veriö að tala um viðskiptahalla við útlönd og það er slæmt mál, á með- an íslenska þjóðin eyðir meira en hún aflar. Sem sé viðskiptaráð- herra boðar meiri viðskiptahalla og þar af leiðandi meiri skuldasöfn- un fyrir íslenska ríkið. Og ofan á allt annað sitjum við uppi með ríkisstjórn og ráðherra sem boðar atvinnuleysi. Getuleysi í framhaldi af því enun við, verkalýðurinn, með verkalýðsfor- ystu sem við trúum og treystum fyrir lífskjörum okkar og stöndum á bakvið þegar á reynir. En hvað hefst í staðinn? Einn af æðstu mön- um í herbúðunum við Grensásveg hrópar hástöfum í fjölmiðlum landsins. - Niður með vöruverð á landbúnaðarvörum, og ef það er ekki hægt þá flytjið þær bara inn. - Lagleg stefna það í einu mesta atvinnuleysi í áraraðir. Ég vona, með fullri virðingu fyrir verkalýðsforystunni, að afleiðing- ar lægra vöruverðs hafi gleymst í hita leiksins og verkalýðsforystan fari að snúa sér að því að minnka atvinnuleysi en ekki öfugt eins og henni var treyst fyrir þegar hún var kosin í þau embætti sem hún situr í. Mig undrar svolítið að hafa ekki heyrt neinar raddir né lesið um svör gegn þessari umræðu sem ógnar atvinnu og landbúnaði í þessu landi. Því verður ekki mót- mælt að verð á landbúnaðarvörum er hátt, en vandinn verður ekki leystur með því að flytja inn land- búnaðarvörur sem kæmu til með aö vera ódýrari. Það er enginn vafi á því að menn verða að taka höndum saman og sporna gegn þessari vá. - Nú í dag er þegar farið að flytja inn smjör og smjörlíki. í hvaöa tilgangi? Jú, fijálst val, lægra verð en afleiðing- in hærra smjöríjall. Og ágætis- byrjun á því að leggja niður ís- lenskan landbúnað og matvæla- framleiðslu í þessu landi. Þessi umræöa markast af getu- leysi þeirra manna sem eiga að fást við vandann. Að mínu mati eiga þeir sem ekki ráða við vandann að vikja til hliðar og láta þá um verk- in sem treysta sér til þess. Landbúnaður á íslandi er skipu- lagslaus og þarfnast umönnunar. Með hagræðingu og skipula'gningu á framleiðslu má laga þennan vanda og eflaust lækka verð á bú- vörum, en það kostar vinnu og hugsun, sem er nú eflaust það vandamál sem enn hrjáir okkar stjórnendur mest í þessum málum. Arnþór Sigurðsson „Og ofan á allt annaö sitjum við uppi með ríkisstjórn og ráðherra sem boðar atvinnuleysi.“ Er Þjóðarflokkurinn eina vonin? Frá Alþingi. - Eru þingmenn ofhlaðnir störfum? I síðustu kosningum fór mikill skjálfti um gömlu flokkana. Það var nefnilega komið fram nýtt stjómmálaafl sem kynnti gjörólíka stefnu og það sem meira var, gjöró- lík vinnubrögð þeim sem tíðkast höfðu hingað til. Efndirnar . Áhrifm létu ekki standa á sér. Gömlu flokkarnir tóku sem óðast upp málflutning Þjóðarflokksins og höfðu eftir nær óbreyttar setningar úr stefnuskrá hans og gerðust allir sem einn hinir áköfustu byggða- sinnar. Með þessu háttalagi hugð- ust þeir drepa á dreif stefnu sem ógnaði veldi þeirra. Óeining í þeirra röðum varð síðan til þess að klofningsframboð urðu til með miklu brambolti. Bæði þessi fram- boð koma úr röðum stærstu stjórn- málaflokkanna, Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins. En þessi flokksbrot hræddust einnig framboð Þjóðarflokksins og tóku í meginatriöum upp stefnuskrá hans. Allt þetta fjaðrafok dró vissu- lega athyglina frá framboði Þjóðar- flokksins þvi hann hafði hvorki fjármagn né vilja til að taka þátt í þeim skrípaleik sem þarna átti sér stað. En hvað sem því leið mátti Þjóð- arflokkurinn sæmilega við una því stefnumál hans voru á vörum flestra frambjóðenda úr öllum flokkum. Allar líkur bentu því til þess að verulegra breytinga mætti vænta í þá átt sem Þjóðarflokkurinn barð- ist fyrir. En hverjar voru efndirnar? Alls öngvar. Strax eftir kosningar blésu menn frá sér hugsjónarandanum og settust niður til að slást um stóla, stjórnir og stöður, allt féll í sama farveg, bjargráð á bjargráð ofan án þess að taka á hinum raun- verulegu vandamálum þessarar þjóðar, sem er gegndarlaus mið- stýring fjármagns út í gerræðisleg KjaUarinn Gunnar Páli Ingólfsson starfar að markaðsmálum ævintýri þar sem ágirnd, fégræðgi og fáfræði ráða að mestu ferðinni. Löggjafinn í þjóðmálaumræðu undanfarin misseri hefur nokkuð verið deilt á flölda þingmanna og í raun hávær- ar raddir um að þeim beri að fækka. í mjög svo athyglisverðum út- varpsþætti nú fyrir skömmu sat fyrir svörum háttvirtur forseti sameinaðs þings, Guðrún Helga- dóttir. Hún reyndi af fremsta megni að verjast þeirri gagnrýni að þing- menn væru of margir, þvert á móti taldi hún þingmenn ofurhlaðna störfum og færði fyrir því þau rök að þótt þjóðin væri lítil þá væru málaflokkar álíka margir og hjá öðrum mun stærri þjóðum. Við sem erum á þeirri skoðun að þingmenn séu of margir getum ekki fallist á þessi rök. Þjóöarflokk- urinn er einfaldlega á þeirri skoðun aö meðan löggjafarþingið er með ónothæfa stjórnarskrá og lög sem að mestu eru byggð á danskri for- skrift hafi það allt öðru að sinna en að vera að snatta í kringum ein- hveija málaflokka eða hagsmuna- hópa úti í þjóöfélaginu. Löggjafarþingið á fyrst og fremst að búa þjóðinni réttlát lög sem varða þjóðarheill, en ekki að rugla svo málum að ráðuneyti séu nánast óstarfhæf vegna afskipta þingsins af hinum ýmsu málaflokkum sem ættu fyrst og fremst heima úti í sveitarfélögum. Skapa ringulreið Staðreyndin er sú að vandi hinna ýmsu byggðarlaga er af svo marg- breytilegum toga7 að alhæfðar lausnir eins og nú hafa tíðkast eru til þess eins að skapa ringulreið og misnotkun valds og fjármagns eins og dæmin sanna nú nýverið. Má þar ýmislegt til taka eins og hús- næðismál, loðdýrarækt, geymslu á lambakjöti, niðurgreiðslur og margt fleira þar sem aðilar neyta réttar síns eftir lagaboði hvort sem það er hagkvæmt fyrir þjóðarheild- ina eða ekki. Þessu vill Þjóðarflokkurinn breyta: Hann vill leggja niður hið fjölskrúðuga sjóðakerfi þar sem misbeiting valds hefur kostað þjóð- ina milljarða króna, hann vill koma á valddreifmgu þar sem dag- leg stjórnun þjóöfélagsins er í höndum þeirra sem til hlutanna þekkja. Hann vill jafnframt gera þá ábyrgari fyrir þeirri stjórnun. Hann vill koma á fót öflugum dssjóði sem heföi það megin- verkefni að leiðrétta stjórnarfars- leg mistök svo að stórir hópar manna þurfi ekki að líða fyrir mis- tök örfárra manna og er þar nær- tækast dæmið í loðdýraræktinni. Umfram allt vill Þjóðarflokkurinn skapa hvata til aukinnar verð- mætasköpunar í þeim greinum sem þjóðin byggir líf sitt á. Við þjóðarflokksmenn höfum orðið varir við að sá misskilningur er viðloðandi hjá mörgum að Þjóð- arflokkurinn sé fyrst og fremst dreifbýlisflokkur. Þaö er alrangt. Þjóðarflokkurinn er fyrir alla þjóö- ina, en gerir sér fyllilega grein fyr- ir þvi að ef atvinnulíf úti á landinu heldur áfram að dragast saman mun skapast mjög alvarlegur sam- dráttur á höfuðborgarsvæðinu í fjölmörgum greinuiíi, ekki sist í ýmsum þjónustugreinum. Þjóðarflokkurinn vill brjóta upp pólitíska hagsmunagæslu og þá samanþjöppun auðs sem á sér stað í þjóðfélaginu í dag. Um leið vill Þjóðarflokkurinn vekja upp pólit- íska ábyrgð einstaklingsins, skapa þjóðareiningu um hag íjöldans, sterkt almenningsálit og koma í veg fyrir að hugsunarháttur póker- spilarans geti látið greipar sópa um nægtaborð þjóðfélagsins. Það er oft sagt aö engin þjóð eigi betri stjórn skilið en hún kýs yfir sig sjálf. í þessu felst heilmikill sannleikur. En ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Því beinum við þeim orðum til þín, ágæti þjóðfélags- þegn, að þú kynnir þér stefnu Þjóð- arflokksins. Sú stefna siglir ekki í mollukenndri loforðaþoku. Hún er hrein og bein og ræðst að rótum vandans. Hún er því eina von þessa þjóöfélags. Gunnar Páll Ingólfsson „Undanfarin misseri hefur nokkuð verið deilt á Qölda þingmanna og 1 raun háværar raddir um að þeim beri að fækka.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.