Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1989, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1989, Page 25
ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1989. I>V . 25 LífsstHl Dýrasti matur á íslandi: Kíló af harðfiski tvöfalt dýrara en nautalundir „Þaö er verið aö útrýma þessari atvinnugrein meö ofsköttun," sagði Óskar Friðbjamarson, harðfiskverk- andi í Hnífsdal, í samtali við DV. „Síðan söluskattur var lagður á mat hefur dregið úr harðfisksölu um að minnsta kosti fjórðung." Harðfiskur er einn af þjóöarréttum íslendinga og hefur svo verið um ald- ir. Þessi kostafæða er viðurkennd sem mjög heilsusamleg auk þess að vera sérstaklega góð fyrir tennurnar. Kíló af hertum steinbít, sem er ódýrasti harðfiskur sem fæst, kostar í 100 g pakkningum út úr búð 2200- 2500 krónur. Ýsa er á svipuðu verði en lúða er allajafna dýrust. Harð- fiskur í heilu er nokkru ódýrari. Þannig kostar kílóið af steinbít í versluninni Svalbarða á Framnes- vegi 1990 krónur hvort sem hann er barinn eða óbarinn. Kíló af lúðu kost- ar 2400 krónur í Svalbarða. Dýrasti harðfiskurinn er þó svo- kallaður bitafiskur en kílóverð á bitafiski er á bilinu frá 2200-3300 eft- ir tegundum. Neytendur Harðfiskur er þannig ótvírætt dýr- asti matur sem fáanlegur er á íslandi eða um tvöfalt dýrari en nautalundir og 30% dýrari en fínustu hreindýras- teikur á veitingahúsum. "" > 1 ! Hvað veldur svo háu verði? Til þess að framleiða eitt kíló af hertum steinbít þarf um 14 kíló af steinbít upp úr sjó. Fyrir hvert kíló þarf harðfiskverkandi að borga 32-36 krónur. Hvert harðfiskkíló leggur sig því á um 500 krónur fyrir utan vinnu. Herslan tekur um 8 vikur miðað við að fiskurinn sé aðeins þurrkaður úti. Hægt er að flýta vinnslunni með þurrkklefum en við slíka vinnslu rýmar fiskurinn meira og molnar. Harðfiskverkandi selur síðan heildsala hvert kíló á 800-900 krónur. Heildsalinn pakkar fiskinum, roðríf- ur hann ef til vill og annast sölu, dreifingu og innheimtu. Hann selur -síðan kílóið til kaupmanna á 1400- Óbarinn er harðfiskurinn aðeins ódýrari. Flestum finnst þó þægilegast að fá fiskinn barinn eða valsaðan. 1600 krónur. Harðfiskurinn er síðan seldur út úr versluninni á 2200 til 2500 krónur kílóið. Hlutur ríkisins í verði hvers stein- bítskílós er 25% eða rúmar 600 krón- ur. Það lætur því nærri að ríkið fái jafnmikið í sinn hlut og harðfisk- verkandinn. Gengið í hús Margir kannast við sölumenn sem ganga í hús og selja óbarinn harðfisk í stórum pakkningum. Oft er boðið upp á hagstætt verð eða á bilinu 1000-1400 krónur kílóiö eftir tegund- Köpavogur: Opið á sunnudögum til reynslu Matvöruverslanir í Kópavogi mega vera opnar á sunnudögum frá 1. september. Bæjarráð Kópa- vogs gerði þessa samþykkt um af- greiöslutíma fyrir nokkrum dög- um. Heimildin er veitt til reynslu í fjóra mánuði eða til áramóta. Verslunareigendur verða að sækja sérstaklega um heimild til aö hafa opið á sunnudögum. Þaö hefur lengi staöiö styr um afgreiöslutíma verslana á höfuð- borgarsvæðinu. í Mosfellsbæ, Hafnarfiröi og Seltjamarnesi hafa nokkrar verslanir veriö opnar á sunnudögum. Hingað til hafa nokkrar verslanir í Kópavogi verið opnar til kl. 20 virka daga og til 16 á laugardögum. Jens Ólafsson rekur tvær versl- anir undir nafninu Grundarkjör. Önnur er í Kópavogi en hin 1 Reykjavík. í samtali við DV sagðist Jens ætla að nota sér þessa rýmkmi á afgreiðslutíma í Kópavogi. „Það er visst frjálsræði í þessum máium Kópavogi," sagði Jens, „og ég trúi ekki öðru en Reykjavík fylgi á eftir. Það skýtur skökku við að hafa heimild fyrir sunnudags- afgreiöslu á einum stað en ekki öðrum." Jens hefur haft verslunina í Kópavogi opna til kl. 18 á laugar- dögum í sumar. „Mér sýnist á þeim undirtektum sem það hefur fengiö að hafa opið á laugardögum að grundvöllur sé fyrir að hafa opiö á sunnudögum. Síðasti laugardagur kom ágætlega út hjá mér." Jens bætti þvf við að ef rýmkun yrði á afgreiðslutíma í Reykjavík myndi hann einnig hafa búðina við Stakkahlíð opna á sunnudögum. -JJ um. Hallur kaupmaður í Svalbarða sagði í samtah við DV að þar á bæ hefði ekki orðið vart við neinn sam- drátt í sölu á harðfiski þrátt fyrir matarskatt. Þvert á móti sagði hann að salan þar hefði aukist um um það bil 20% á undanfomum ármn. Þeim fer fækkandi sem kunna að verka góðan harðfisk og sífellt þarf að borga hærra verð fyrir gott hrá- efni til harðfiskvinnslu því sjómenn vilja frekar selja fiskinn í gáma. Það er því ljóst að harðfiskur heldur áfram að vera rándýr munaðarvara því ekkert bendir til þess að verðið muni lækka frá því sem nú er. -Pá Harðfiskur í bitum er dýrastur at þeim tegundum sem tramleiddar eru. Kilóverðið getur farið upp i 3300 krónur. Að öllum líkindum er þetta dýrasta sælgætið á markaðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.