Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1989. Fréttir MR fær meira húsnæði: Ríkið kaupir KFUM- húsið við Amtmannsstíg Samningar um kaup ríkisins á KFUM-húsinu aö Amtmannsstig 4c verða undirritaöir í dag eða á morg- un. Húsiö er keypt fyrir Menntaskól- ann í Reykjavík sem átt hefur í mikl- um húsnæðisvandræðum undanfar- in ár. Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í Qármálaráðuneytinu, vildi ekki segja hvert kaupverð hússins verður en taldi það sanngjarnt. Einhverjar breytingar verður að gera á húsinu sem er tvískipt, timburhús og stein- hús. Breytingarnar verða ekki veru- legar þar sem margir salir eru í hús- inu, en það var byggt fyrir starfsemi kristilegra félaga ungra manna og kvenna. Tekið er mið af kostnaði viö breytingarnar í kaupsamningnum. Menntaskólinn fær húsið afhent í vor en hefur eina til tvær stofur á leigu í vetur. Að sögn Guðna Guðmundssonar rektors bjarga þessar leigðu stofur skólanum fyrir horn í húsnæðis- vandræðunum í vetur. Sagði hann MR-inga vera orðna býsna lang- þreytta á þessu húsnæðisharki en starfsemi skólans mun nú fara fram í átta húsum þegar leikfimi og bóka- safn er meðtalið. Húsið að Amt- mannsstíg 4c er nánast á lóð MR en einn steinveggur skilur á milli aðal- byggingarinnar og KFUM-hússins. -hlh Nýjung í orlofsmálum: Orlofsbréf til af- nota og endursölu íslendingar geta nú keypt sér or- . lofsbréf og afnotarétt á mörgum stöð- um í heiminum. Hér á landi eru nú staddir tveir af forráðamönnum fyr- irtækisins Isle of Man Assurance Ltd., Robert Bigland og Nigel Wood, en fyrirtækið gefur orlofsbréfin út. Með þeim í fór er Magnús Magnús- son, fjölmiðlamaður í Skotlandi, en hann og Bigland eru góðir kunningj- ar. Sólarsetur hf., sem er hlutafélag áhugmanna um eignaraðild íslend- inga að fasteignum erlendis, fékk umboðsleyfi orlofssjóðs Holiday Pro- perty Bond til sölu á samnefndum orlofsbréfum í maí. Að sögn Sigríðar Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Sólarseturs, er eðli orlofsbréfanna tviskipt. Annars vegar er orlofsþátt- urinn eða afnotaréttur af fasteignum orlofssjóðsins. Hins vegar er verð- bréfaþátturinn sem tekur mið af verðbréfamarkaði á hverjum tíma. Hver eining kostar eitt pund og er lágmarksfjárfesting eitt þúsund ein- ingar. Eftir það má kaupa eins marg- ar einingar og hver vill. Einingar gefa ákveðinn punktaíjölda sem síð- an gengur upp sem greiðsla fyrir af- notin. Safna má einingum milli ára og leysa má bréfin til sín hvenær sem er. Eigandi bréfanna getur fylgst með verðgildi þeirra í Finencial Times og að sögn Sigríðar hefur verðgildið far- ið hækkandi. Fasteignir orlofssjóðs- ins eru nú í tíu löndum og er sífellt verið að færa út kvíamar. Eigandi bréfanna hefur frjálst val um orlofs- stað og getur breytt frá ári til árs. Tveir íslenskir aðilar fjárfestu í sjóðnum fyrir nokkrum ámm. Hjón- in Linda Metúsalemsdóttir og Sig- urður Örn Sigurðsson keyptu sín bréf fyrir fjórum árum. Linda sagði í samtali við DV að óhætt væri að mæla með þessu. „Ég var mjög rög við þetta fyrst enda í öðm að snúast fyrir ungt fólk. Sig- urður hafði lesið um þetta í bresku golfblaði og vildi endilega prófa. Eftir að hafa aflað upplýsinga slógum við til. Við fómm til Algarve fyrir tveim- ur árum og allt var eins og best varð á kosið. Maður greiðir sitt flugfar sjálfur og lítils háttar þjónustugjald. Tekið var til á hverjum degi og allt umhverfið mjög til fyrirmyndar. Eign okkar hefur tvöfaldast að verð- gildi á þessum tíma miðað við ís- lenskar krónur. Nú eigum við rúm- lega átján hundmð punkta sem dugir fyrir góðu fríi.“ -JJ f Tólf tonn af eiturefninu PCB voru flutt til Reykjavikur frá Sigöldu á laugardag í lögreglufylgd. DV-mynd Hanna PCB-eitrið í lögreglufylgd Lögreglan fylgdi dráttarbíl, sem flutti 12 tonn af eiturefninu PCB og spennum sem höfðu innihaldið það, frá Sigöldu til Reykjavíkur á laugar- dag. Hér er um að ræða hluta af stærri sendingu, alls 32 tonnum, sem fara með skipi til Bretlands um miðja viku til eyðingar í Wales. Mestur hluti sendingarinnar kemur frá Kröfluvirkjun og verður það flutt með skipi til Reykjavíkur. Eitrið var geymt í bækistöðvum Landsvirkjunar á Ártúnshöfða þar til í morgun að það var flutt í vörslu Eimskips í Sundahöfn. Það voru sérfræðingar frá breska fyrirtækinu Rechem sem önnuðust losun og frágang eitursins og á PCB nú hvergi að finnast í spennum Landsvirkjunar. -Pá Alviöræðurnar: Miðar vel áfram „Viðræðunum miðar vel áfram en ftmdurinn í Svíþjóð var fyrst og frémst vinnufundur. Þess vegna voru engar ákvarðanir teknar,“ segir Garðar Ingvarsson, ritari ráð- gjafarnefndar um áliðju, um fund nefndarinnar í Svíþjóð og Atlanta- hópsins fyrir helgi. Sænska verkfræði- og verktaka- fyrirtækið SIAB lýkur við gerö hagkvæmniathugunar í lok sept- ember og segir Garðar að engar ákvarðanir verði teknar í viðræð- um íslendinga og Atlanta-hópsins fyrr en niðurstöður hagkvæmni- athugunarinnar liggja fyrir. -JGH Eskifiöröur: Brunatjónið allt að 100 milljónir Barist við eldinn á föstudagskvöldið. Emil Thorarensen, DV, Eskifiröl: Tugmilljóna tjón, jafnvel hátt í 100 milljónir, varð á Eskifirði, þegar stórbruni varð í fiskverkunarhús- næði Útgerðarfélagsins Þórs á fóstu- dagskvöld. Menn frá rannsóknarlög- reglu ríkisins og rafmagnseftirlitinu luku rannsókn á laugardag og leiddi hún í ljós að kviknað hefði í út frá rafmagnsofni í forstofu sem notaður var til að þurrka vettlinga. Geysimikill eldur var og gekk erf- iðlega að ráða niðurlögum eldsins. Leitað var aðstoðar slökkviliðsins á Reyðarfirði. Að sögn Magnúsar Guðnasonar, verkstjóra hjá Þór, er nánast allt ónýtt sem inni var og skemmurnar sjálfar að verulegu leyti. Magnús sagði að 10-12 manns hefðu að undanfórnu unnið hjá fyrir- tækinu og hófu þeir endurreisnar- starf strax í morgun. Reynt verður að koma fyrirtækinu í gagnið í haust en þess má geta að hjá Þór hafa ver- ið saltaöar þetta 3-7 þúsund tunnur af síld undanfarin ár. Um helgina réöust úrslit á ís- landsmóti i siglingum á kjölbát- um. Áhöfnin á Skýjaborg sigraði - og er þetta í annað sinn í röð sem áhöfnin hampar bikarnum. Á myndinni er áhöfnin að lokinni keppni. I fremri röð eru þeir ísleifur Friðriksson og Óttar Hrafnkelsson og í aftari röð eru Bjarki Amorsson, Baldvin Björg- vinsson og Hinrik Laxdal. DV-mynd S Einar Jónsson: Lísl vel á Kari Gústaf sem veiðimann „Veiðiferðin gekk mjög vel og allt var eins og best varð á kosið. Veðrið var mjög hagstætt og við þurftum ekki aö leita mjog lengi að dýrum. Karl Gústaf felldi sjálf- ur tvö dýr og mér líst bara vel á hann sem veiðimann. Svíarnir náðu alls sex dýrum af þeim níu sem voru felld,“ sagði Einar Jóns- son á Brú í samtali við DV. Þeir Einar og Skarphéðinn Þór- isson voru í fór með Svíakonungi og fylgdarmönnum hans á hrein- dýraveiðum við Snæfell á Vest- ur-öræfum um helgina. Á föstu- daginn komu Karl Gústaf og fylgdarmenn hans til Egilsstaða og var þá haldið beint til ijalla. •Gist var í Snæfeilsskála Feröafé- lags Fijótsdalshéraðs, norðan Vatnajökuls. Hákon Aðalsteinsson, sem keyrði hópinn á traustum Weap- on jeppa, sagði að menn heföu haldið vel út hvíldir á veíðar á laugardagsmorgun. „Þetta voru átján menn með skyttum og var hópnum skipt niður. Síðan var haldið tfl Skriðu- klausturs um kvöldiö. Þeir voru aliir mjög ánægðir með útkom- una enda gekk ferðin vonum framar,“ sagði Hákon. -ÓTT Innbrot í Kringlunni Brotist var inn í verslun í Kringlunni 4 um helgina. Þaðan var stolið fatnaði, peningum og greiðslukortanótum. Talið er að verömæti þess sem stolið var sé á bilinu 60 tfl 100 þúsund krónur. Rannsóknarlögreglan fer með rannsókn innbrotsins. -sme Júllabúð var opin allan sunnudaginn „Það var fín sala hjá mér í gær og ég er staðráöinn í að halda þessu áfrarn," sagði Júlíus Júl- íusson, kaupmaður í Júllabúð í Áliheimum, í samtali við DV. í búöinni var boðið upp á gosdrykk og tertu sem viðskiptavinir kunnu vel að meta. Júlíus hefur lýst yfir andstöðu sinni gegn regl- um um afgreiðslutíma sölubúða í Reykjavík og hafði opiö í gær, sunnudag, í trássi við gildandi reglur. Lögreglan haíöi auga með versluninni en hafðist ekki að. -PÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.