Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 28. ÁGtJST 1989.
,5
Fréttir
Tillögur flármálaráðherra:
Framlög í sjóði og til
framkvæmda verði fryst
húsnæðismál og vegamál eru þó undanskilin
Með því að frysta framlög ríkis-
ins til framkvæmda og sjóða er
hægt að draga úr ríkisútgjöldum
um sem nemur 1 til 1,5 prósentum.
Á verðlagi þessa árs jafngildir það
um 1 milljarði.
Ein af þeim tillögum, sem Ólafur
Ragnar Grímsson fjármálaráð-
herra lagði fyrir ríkisstjómina í
síðustu viku, var að til ýmissa sjóða
og framkvæmda yrði varið jafn-
hárri krónutölu á næsta ári og gert
verður í ár. Miðað við 20 prósent
verðbólgu myndi þetta leiða til um
20 prósent raunlækkunar á fram-
lögum til þessara hluta.
Samkvæmt tillögum Ólafs eru
tveir þættir undanskildir í þessum
tillögum, húsnæðismál og vegamál.
í tillögunum er gert ráð fyrir að
framlög ríkissjóðs til Bygginga-
sjóðs ríksins haldi raungildi sínum
en framlög verði aukin tU félags-
legra íbúða. Þá er gert ráð fyrir að
vegaáætlun verði haldið áfram
óbreyttri. Framlag til vegamála var
skert í ár. Ef vegaáætlun á að
standast þarf því framlag tíl vega-
mála að halda í við verðbólguna
og ef tU vUl gott betur.
Meðal þeirra mála, sem yrðu fyr-
ir skerðingu samkvæmt tiUögum
Ólafs, má nefna aUar framkvæmdir
á vegum ríkisstofnana, framlög í
Framkvæmdasjóð aldraðra, fram-
lag samkvæmt jarðræktarlögum,
til landgræðsluáætlunar, í Orku-
sjóð, Rannsóknarsjóð, Ríkis-
ábyrgðarsjóð og Vísindasjóð.
-gse
Þarna sérðu Júlíus.
Hannkann nð njóta lífsins.
Júlíus er lánsamur maður og hann
lítur framtíðina björtum augum.
Hann á íbúð og bíl, er í ágætri
vinnu og lætur ýmislegt eftir sér.
Júlíus lætur sig oft dreyma en ólíkt
mörgum öðrum lætur hann
drauma sína rætast. Eitt af því
skemmtilegasta sem hann gerir er
að ferðast til fjarlægra landa enda
gerir hann mikið af því. Júlíus er þó
ekki hátekjumaður en hann er
skynsamur. Hann er í viðskiptum
við Fjárfestingarfélag ísiands hf.
Fað gerir gæfumuninn. *
*Júlíus byrjaði ungur að leggja til hliðar
af launum sínum til þess að safna í vara-
sjóð ef eitthvað færi úrskeiðis. Hann var
að vísu ekki ánægður með vextina til að
byrja með en hélt að það tæki því ekki að
kynna sér betri leiðir af því að upphæðin
var svolítil.
Árið 1985 komst Júlíus hins vegar í
samband við sérfræðinga Fjárfestingar-
félagsins og áttaði sig á því að peningarn-
ir hans gætu margfaldast á stuttum tíma.
Þá átti hann 300.000 kr. í sparifé.
Á rúmum fjórum árum er upphæðin
orðin 1.200.000 kr. og árið 1990 hefur
fjárhæðin líklega tvöfaldast að raun-
gildi. Sannarlega álitlegur varasjóður
það - og hann fer vaxandi! Júlíus heldur
áfram að leggja til hliðar af launum sín-
um og ávaxtar féð hjá Fjárfestingarfé-
laginu. Það gerir hann m.a. til þess að
geta farið i langt sumarleyfi á hverju ári.
Þetta er maður sem kann að lifa lífinu!
Þessar tölur eru raunverulegar en
nafnið ekki.
Hafðu samband, athugaðu hvort við
getum aðstoðað þig.
@7
FIÁRFESÍINGARFÉLAG
ÍSIANDS HF.
HAFNARSTRÆTI • KRINGLUNNI ■ AKUREYRI
28566 689700 25000