Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Side 8
8 MÁNUDAGUR, 28. ÁGÚST,1989. Viðskipti_______________________________________________________________________________dv Sameining fyrirtækja: Eru stór skrifstofuhús nú að verða óseljanleg? Stórhýsi Almennra trygginga. Að svona húsi eru ekki margir kaupendur. Reykjavíkurborg keypti húsið á dögunum fyrir 90 milljónir króna. Reykjavíkurborg keypti veitingahú- sið Broadway um miðjan júlí fyrir um 118 milljónir króna þrátt fyrir að vertinn sjálfur, Ólafur Laufdal, teldi að staðurinn væri um 176 milljóna króna virði. Skömmu síðar fór borg- in aftur af stað í húsakaup. í þetta skiptið var stórt skrifstofuhús Al- mennra trygginga við Síðumúlann keypt fyrir 90 milljónir króna. Báðar þessar sölur vekja upp þá spurningu hvort stór skrifstofuhús í Reykjavík séu að verða óseljanleg. Hver annar heíði til dæmis getað keypt Broadway af Ólafi Laufal og hyer annar en borgin hefði getað keyþt eitt stykki stórhýsi Almennra trygginga við Síðumúlann? Þessu er ekki auðvelt að svara, hvað þá á samdráttartímum eins og nú eru hérlendis. Fleiri spurningar vakna við þessi kaup borgarinnar. Sameining fyrirtækja er í algleym- ingi þessa mánuði. í öllum starfs- greinum ræða stjórnendur fyrir- tækja um sameiningu fyrirtækja. Sameining fyrirtækja gengur út á að spara í tilkostnaði, fækka fólki og nota minna húsnæði. Því fleiri fyrir- tæki sem sameinast því fleiri stór skrifstofuhús koma á markaðinn þar sem kaupendur að svo stórum eign- um eru fáir. íslandsbanki tekur til starfa um áramótin. Sameina á útibú í Reykja- vfk og Akureyri. Nokkur skrifstofu- hús bankanna fjögurra eru að koma á markaðinn. Og í sjálfum kaup- samningnum á Útvegsbankanum fékk ríkið forkaupsrétt á Útvegs- Magnús Oddsson yf rmað- ur Amarflugs í Ewópu Magnús Oddsson, markaðsstjóri Arnarflugs síðasthðin sex ár, hefur verið ráðinn yfirmaður Amarflugs í Evrópu frá og með 15. september næstkomandi. Hann mun hafa yfir- umsjón með allri starfsemi félagsins í Evrópu. Skrifstofa hans verður í Amsterdam. í frétt frá Arnarflugi segir að um- svif félagsins í Evrópu hafi aukist verulega að undanfómu með fjölgun ferða og áætlunarstaða samfara mik- illi aukningu flutninga frá þessu svæði. Því er það þáttur í að styrkja enn frekar stöðu félagsins á megin- landinu að ráða sérstakan yfirmann reksturs félagsins erlendis. -JGH Magnús Oddsson, áður markaðs- stjóri Arnarflugs nú yfirmaður fé- lagsins í Evrópu. j Höfn: Fólk vantar til að vinna aflann Júlia Imsland, DV, Hcfe Á nýlokinni humarvertíð tók Fiskiðja KASK, Kaupfélags A- Skaftfellinga, á móti 85,3 tonnum af sJitnum humri og heili humar var 68,9 tonn. Vinnsla á heilum humri hefur autóst mikið og er hann eingöngu seldur á Evrópu- markað en slitinn humar fer aðal- lega til Ameríku. Af þeim tíu bát- um, sem lagt hafa upp hjá KASK er Æskan SF aflahæst meö 22,2 tonn en næst kemur Lyngey SF með 16,6 tonn. Mikil atvinna er framundan hjá I'iskiðjumú því vel fiskast. Togar- inn Þórhallur Ðanielsson landaði í vikimni 112 tonnum af fiski eftir 5 daga veiðiferð og um mánaðamótin næstu er nýkeypti togarinn Otur væntanlegur. 30-40 smábátar róa þegar gefur en gæftir hafa ekki verið nema dag og dag síðan banndögum lauk en þá daga var besta veður. Stærri bátar fara á troll þar til síldveiðar hefiast Nú þegar skólafólk hættir störf- um vantar tilfinnanlega mannskap til aö vinna aflann sem á land berst en ef eitthvað er aö marka atvinnu- leysistölur landsmanna ætti fljót- lega aö rætast úr þeim málum. Fljótalax 1 sóttkví: Mikið tjón sökum kýlapestar Þórhallur Ásmundsson, DV, Norðurl. vestra; Fljótalax í Fljótum varð fyrir gífur- legu tjóni í vor þegar farga þurfti um 200 þúsund seiðum, sökum kýlapest- ar sem upp kom í stöðinni. Tjónið á seiðunum nemur um 15 milljónum en heildartjónið er miklu meira þar sem stöðin var í kjölfarið sett í sóttkví. Það þýðir að ekki má flytja úr stöðinni seiði fyrr en í fyrsta lagi að 1-2 árum hðnum. Þetta er eitt fyrsta óhappiö sem verður vegna sýkingar í seiðaeldis- stöð hér á landi en óttast hefur verið að slíkt kynni að koma upp. Að sögn Þórhalls Óskarssonar, stöðvarstjóra í Fljótalaxi, fékkst samt leyfi til að selja um 130 þúsund seiði úr stööinni í vor en engin sýk- ing fannst í nokkrum kerum. Þó stöö- in sé í sóttkvi nú er eldi haldið áfram. Þar er verið að ala laxaseiði upp í gönguseiðastærð og einnig talsvert af bleikju til hafbeitarsleppingar. Þá hefur Fljótalax verið með haf- beitartilraunir og sleppt árlega um 10 þúsund seiðum. í fyrra heimtust milli tvö og þrjú hundruð laxar, en í ár eru heimtur mun verri, einungis hafa skilað sér milh 40 og 50 laxar. Höfuöborgarsvæðið: Einbýlishús hækkað umfram verðbólgu síðustu 5 árin Einbýlishús á höfuðborgarsvæð- inu hafa verið verðtryggð síðastliðin fimm ár. Frá árinu 1984 til og með 1988 hækkaði fermetraverð um 156 prósent en lánskjaravísitalan um 159 prósent. Raunverð einbýlishúsa hef- ur því svo gott sem staðið í stað síð- astliðin fimm ár. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi Fasteignamats rítósins. í fermetraverðinu er miðað við nafnverð á fermetra. Ekki er tekið tillit til greiðslukjara né stærðar og ástands þeirra húsa sem skipta um eigendur. Fermetraverð var í byrjun janúar 1984 um 17 þúsund krónur en var kómið í 45 þúsund krónur í lok síð- asta árs. Söluverð á fermetra í fjölbýlis- húsum er mun hærra en í einbýlis- húsum. Um síðustu áramót var fer- metraverðið 55 þúsund krónur í fjöl- býlishúsum en 45 þúsund krónur í einbýlishúsum. Verð einbýlishúsa hækkaði skarpt frá fyrri hluta ársins 1987 fram á fyrri hluta ársins 1988 eða um 36 prósent. Þessi hækkun var um 12 prósent umfram lánskjaravísitölu og 20 pró- sent aukning umfram byggingarvísi- tölu. Og útborgunarhiutfafliö hækk- aði um 4,4 prósent. -JGH ! Einbýlishús á höfuöborgarsvæðinu hafa verið verðtryggðar eignir síöastlið- in fimm ár. bankahúsinu við Lækjartorg. í sameiningu meta fyrirtæki eignir á svo og svo háu verði. Verð eign- anna er aftur ein af forsendunum fýrir þeirri hagkvæmni sem á að nást út úr sameiningunni. Þess vegna skiptir máli að auðvelt sé að selja eignir eftir sameiningu. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hverjir kaupa stór skrifstofuhús fyrirtækja sem eru að sameinast eða hafa hugsað sér að sameinast á næst- unni. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. Sparireikningar 3jamán. uppsögn 6mán. uppsögn 12mán. uppsögn 18mán.uppsögn Tékkareikningar, alm. Sértékkareikningar Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 6mán.uppsögn Innlán með sérkjörum Innlángengistryggð (%) 10-12 10.5- 15 12-17 11-14 26 2-7 4-13 1.5- 2 2.5- 3,5 17,7-22,7 7.5- 8,5 hæst Úb,lb,- Sb,Ab Vb Vb Úb,Ab Ib Ab Ib.Ab Vb Allir nema Sp Ib Ab Sterlingspund 12,5-13 Sb,Ab Vestur-þýsk mörk 5,25-6 Sb.Ab Danskar krónur 7,75-8,5 Bb,lb,- b,Sp,A- ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 27,5-30 lb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 29-33,5 Ib Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 35,5-39 Lb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7-8,25 Lb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 25-33,5 Úb SDR 9,75-10,25 Lb Bandaríkjadalir 10,5-11 Allirne- Sterlingspund 15,5-15,75 maÚb Allir Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 3,5 nema Úb Úb Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 45,6 MEÐALVEXTIR Överðtr.ágúst89 35.3 Verðtr. ágúst89 7,4 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala ágúst 2557 stig Byggingavísitalaágúst 465 stig Byggingavísitala ágúst 145,3 stig Húsaleiguvisitala 5%hækkun . júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,125 Einingabréf 2 2,280 Einingabréf 3 2,704 Skammtímabréf 1,415 Lífeyrisbréf 2,074 Gengisbréf 1,836 Kjarabréf 4,101 Markbréf 2,183 Tekjubréf 1,777 Skyndibréf 1,240 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 1,976 Sjóðsbréf 2 1,585 Sjóðsbréf 3 1,392 Sjóðsbréf 4 1,165 Vaxtasjóösbréf 1,3960 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 300 kr. Eimskip 375 kr. Flugleiðir 172 kr. Hampiöjan 167 kr. Hlutabréfasjóður 131 kr. Iðnaðarbankinn 162 kr. Skagstrendingur hf. 212 kr. Útvegsbankinn hf. 135 kr. Verslunarbankinn 146 kr. Tollvörugeymslan hf. 109 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt.kaup- gengi, kge. Skammstafanir; Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn. Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.