Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1989.
11
Útlönd
Ftnnskar friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna:
Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna í suðurhluta Líbanons hafa erfitt starf með höndum. Gæslusveitir stofnun-
arinnar hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 1988. Simamynd Reuter
helming á undanförnu einu og
hátfu ári.
Konur:
Sífellt
erfiðara
að komast
á þing
Það er ekki tekið út með sæld-
inni að vera kona og vilja komast
á þing. Um mitt þetta ár var hlut-
fall kvenna á löggjafarsamkom-
um heimsins komiö niöur 112,7
prósent en var 14,6 prósent 1 árs-
byrjun 1988. Árið 1975, sem var
upphafsár kvennaáratugar Sam-
einuöu þjóöanna, var hlutfall
kvenna 12,5 prósent.
Þetta kemur fram í niðurstöð-
um könnunar sem alþjóðlegu
þingmannasamtökin IPU kynntu
á fimmtudag.
„Stöðnunin er mjög sláandi,“
sagði Michel Barton, talsmaður
IPU sem hefur innan sinna vé-
banda hópa frá 112 af 145 löggjaf-
arsamkundum heimsins. „Okkur
hefur ekkert miðað áfram,“ sagði
hann á fundi með fréttamönnum.
Samtökin sendu spurningalista
til allra löggjafarþinga heimsins
og svöruðu 130 þeirra. í Ijós kom
aö á miðju ári voru 3.937 af 31,055
þingmönnum konur. I ársbytjun
1988 voru 4.167 af 28.544 þing--
mönnum í 133 löndum konur.
Mest varð fækkunin í Sovét-
ríkjunum, úr 34,5 prósentum í
15,3 prósent, Sérfræðingar í mál-
efnum Sovétríkjanna segja það
afleiðingu umbótabylgjunnar i
landinu þar sem karlmönnum
hafi tekist betur að sannfæra
kjósendur um að þeir heföu meiri
reynslu og gætu |>ví staöið uppi í
hárinu á Kommúmstaflokknum.
Svipaða sögu er aö segja frá
Póllandi þar sem konur skipa
aöeins 13,3 prósent þingsæta eftir
kosningarnar í júní en 20,2 pró-
sent áöur.
Þingmannasamtökin stópta fé-
lögum sínum ekki niöur hópa
þeirra sem kosnir eru í frjálsum
kosningum annars vegar og Mns
vegar þeirra sem einráður flokk-
ur stópar að mestu leyti. Tölum-
ar eiga yfirleitt við um neðri
deildir sem gefa alla jafna betri
mynd af vilja almennings.
I október verður haldin ráö-
stefna á vegum IPU i Madríd þar
sem reynt verður aö komast að
því hvað þaö er sem takmarkar
Mut kvenna á löggjafarþingum
og um leið verður reynt að flnna
leiöir til úrbóta,
Þau lönd, þar sem Mutfall
kvenna á þingi er hæst, eru Sví-
þjóö (38,1 prósent), Noregur pg
Rúmenía (34,4 prósent), Kúba
(33,9 prósent), Austur-Þýskaland
(32,2 prósent), Finnland (31,5 pró-
sent) og Danmörk (30,7 prósent).
Á íslandi era konur rótt liðlega
19 prósent þingmanna.
í nokkrum löndum var annaö-
hvort engin kona á þingi eða þær
voru minna en hálft prósent þing-
mannar Meöal þeirra eru Ma-
rokkó, Úrúgay, Lfbanon, Norð-
ur-Jemen, Sameinuöu arabísku
furstadæmin og Mið-Afríkulýð-
veldið. Keutcr
I friðsælum sveitahéruðum Finn-
lands læra hermenn finnsku friðar-
sveita Sameinuðu þjóðanna hvemig
halda á lífi við gæslustörf í stríðs-
hrjáðum löndum, s.s. Líbanon og
Namibíu. „Viö kennum hermönnun-
um aö temja sér viðhorf friðargæslu-
manna, ekki drápsmanna," segir
Ilkka Tihonen, undirofursti og yflr-
maður æfingasvæöis finnsku friöar-
gæslusveita SÞ við miðbik Finn-
lands.
Aðild að öllum
friðargæslusveitum
Mikil eftirspurn er eftir finnskum
friðargæslusveitum. Frá árinu 1956,
þegar Finnar gengu til hðs viö Sam-
einuðu þjóðirnar, hafa þeir átt aðild
að öllum friðargæslusveitum stofn-
unarinnar. Alls hafa tuttugu og sex
þúsund finnskir hermenn tetóö þátt
í friðargæslu á vegum hennar. Nærri
því sjö hundruö og fimmtíu hermenn
friöargæslusveita SÞ hafa látist viö
skyldustörf síöustu ár. Tíu þeirra
voru finnskir.
í dag eru eitt þúsund og rnu hundr-
uö hermenn frá FinMandi í átta frið-
argæslusveitum víös vegar um heim-
inn. Það er mun meiri fjöldi en frá
nokkurri annarri þjóö.
Hlutleysi í fyrirrúmi
„Friðargæsluhermaður veröur að
temja sér hlutleysisagöi Tihonen í
samtali við Reuter-fréttastofuna.
„Hann verður að koma á góðum
tengslum við alla aðila á átakasvæð-
um, ræöa viö alla hvaö svo sem hans
eigið álit á deiluaðilum er.“
„Þaö getur reynst erfitt fyrir mánn
frá einhverju stórveldanna aö fá
kinnhest. Hann hugsar oft á tíðum
meira um eigin áht á málum og veit-
ir vandamálum annarra ekki eins
mikla eftirtekt."
Friðargæsla í
Suður-Líbanon
Friðargæsluhermenn frá stórþjóð-
um eiga frekar á hættu aö veröa skot-
mörk deiluaðila en hermenn smærri
þjóöa. Rúmlega þrjú hundruö banda-
rístór og franskir hermenn alþjóð-
legra friöargæslusveita létu lffið í
tveimur sprengjuárásum í Libanon
árið 1983.
Sumir segja að hermenn frá sum-
um löndum séu betur fallrnr til friö-
argæslustarfa. Þeir benda á friðar-
gæslu í Suður-Líbanon þar sem her-
menn Sameinuðu þjóðanna reyna af
mætti aö koma á friöi milli Mnna
stríðandi fylkinga. Sumum friöar-
gæslusveitum í Líbanon, þar á meöal
finnskum og sænskum, hefur tekist
starf sitt með ágætum og aö mestu
komist hjá vandkvæðum. Aðrar
sveitir hafa lent í blóðugum átökum
við líbanska hópa.
Þjálfunin stór hluti
velgengninnar
Tihonen sagði aö þjálfun hermann-
anna ætti stóran þátt í hversu vel
fmnskum friðargæslusveitum geng-
ur. Hann sagöi aö skráningu her-
manna í friðargæslusveitirnar sem
og hermönnum sveitanna væri hald-
iö aðskildum frá hinum eigiMega her
landsins.
„Brestór friðargæslumenn við
störf á Kýpur eru hermenn sem ef
til vill hafa veriö við störf á Norður-
írlandi vikuna áður. Það Mýtur að
vera erfiðleikum bundið fyrir þá að
aðlaga sig breyttum aðstæöum," seg-
ir hann.
Aðeins um sjö prósent hermanna
fmnsku friöargæslusveitanna eru
Muti herafla Finnlands. Mikili meiri-
Muti er sjálfboöaliðar. Sex þúsund
Finnar sækja um árlega og eru um
eitt þúsund úr þeim hópi valdir.
Þaö sem sjálfboðaliöarmr sækja
einna helst í að sögn Tihonen eru
laumn. Óbreyttur hermaöur fær um
tuttugu og þrjú þúsund dollara á ári.
Hann fær frítt húsnæöi og fæöi og
getur þar af leiðandi lagt nær alla
upphæðina fyrir. Aðrir bjóöa sig
fram til friðargæslustarfa til aö
kynnast framandi stöðum eða til að
leggja sitt af mörkum til heimsfriðar.
Reuter
MvÁVlti+hXcííiix
Bolholti 6
Símar 68 74 80 og 68 75 80
Fjölbreytt námskeiðahald fyrir alla hefst í næstu viku.
Hvaða hópur hentar þér?
Umboðsmaður á
íslandi
Ungar konur 1 á öllum aldrí. Snyrting Hárgreiðsla Framkoma Borðsiðir Fataval Hrcinlæti Gcstaboð Mannlcg samskipti 2 Ungar stúlkur og piltar, 13-16 ára Snyrting Framkoma Fataval Hreinlæti Borðsiðir Mannleg samskipti Ganga 3 Bjóðum fyrirtækjum námskeið fyrir starfsfólk sitt Framkoma Kurteisi Símaþjónusta Hreinlæti Klæðnaður Snyrting Mannleg samskipti 4 Sérhópar Starfshópar Saumaklúbbar Snyrting Framkoma Borðsiðir Gestaboð Mannleg samskipti
5 Nýtt - Nýtt 1. Föt og förðun Litgreining Litakort 2. Andlitssnyrting Litakassar 6 Stutt snyrtinámskeið Handsnyrting Húðhreinsun Andlitssnyrting 7 Herrar á öllum aldri Framkoma Fataval Hreinlæti Snyrting Hárgreiðsla Borðsiðir Mannleg samskipti Ganga 8 Módclnámskeið fyrir verðandi sýningarfólk 1. Ganga Snúningar o.fl. Sviðsframkoma o.fl. 2. Upprifjun framhald
Innritun alla daga í símum 687480 og 687580 frá kl. 16-19.
Unnur Arngrímsdóttir, sími 36141.
Alþjóðleg umboðsskrifatofa.