Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Síða 13
MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1989. 13 Fréttir Eskifjörður: Borgarspítalinn Rauði kross íslands Sjúkraflutninganámskeið Rauði kross íslands og Borgarspítalinn efna til 11 daga námskeiðs í sjúkraflutningum 30. október til 10. nóvembr nk. Kennsla fer að mestu leyti fram í Borgarspítalanum í Reykja- vík. Skilyrði fyrir þátttöku er að umsækjandi hafi tekið þátt í skyndihjálparnámskeiðum og starfi að sjúkraflutningum. Umsóknarfestur er til 15. september. Tekið verður á móti umsóknum á skrifstofu Rauða kross íslands, Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík. Staðfestingargjald, kr. 5000, greiðist við innritun. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 91-26722. Emil Thoiarensen, DV, Eskifirði: Fyrir skömmu var nýtt og glæsilegt dvalarheimili aldraðra tekið form- lega í notkun á Eskifirði við hátíðlega athöfn að viðstöddu miklu fjölmenni. Það er við Bleiksárhlíð 65 og ber nafnið Hulduhlíð, kennt við merkis- konuna Huldu Björgólfsdóttur frá Eskifirði. Hulda var ein af þeim mörgu sem báru í hrjósti þá þrá að hér á Eskifirði risi dvalarheimili fyr- ir aldraða og er hún lést á 70. aldurs- ári 1985 arfleiddi hún dvalarheimilið að öllum eigum sínum. Bjarni Stefánsson, bæjarstjóri á Eskifirði, flytur ávarp. DV-mynd Emil A. Auðbjömsson og Guðmundur Svavarsson sáu um málningarvinn- una. Vélaverkstæði Eskiíjarðar hf. sá um lagnir og Vélaverkstæði Bjöms og Kristjáns loftræstikerfi. Hulduhlíð, dvalarheimili aidraðra á Eskifirði Nýtt stór- hýsi fyrir aldraða / Bygging heimilisins, sem er um 1200 m2 á þrem hæðum auk kjallara, hófst vorið 1986. í húsinu er þrjár hjónaíbúðir, ein einstakhngsíbúð og tíu einstakhngsherhergi. Að sögn Árna Helgasonar, framkvæmda- stjóra þess, eru 17 heinúlismenn í húsnæðinu og komust færri að en vildu. Rekstur heinúlisins skapar ný störf í bæjarfélaginu, þannig verða að sögn Árna 5 heilsdagsstörf og þijár hálfar stöður auk næturvakta. Við hátíðlega opnunarathöfn tók Bjarni Stefánsson hæjarstjóri fyrstur til máls og bauð viðstadda velkomna. Hrafnkell A. Jónsson, forseti bæjar- stjómar, afhenti síðan viðurkenn- ingar til þriggja einstakhnga sem unnu í samkeppninni um nafn á dvalarheimilinu. Þá lögðu Andrés EUsson, formaður byggingarnefnd- ar, og Bjarni Kristjánsson vistmaður homstein hússins ásamt byggingar- sögunni og settu þeir félagar upp steinplatta með nafni þess ásamt mynd af Huldu Björgólfsdóttur. Séra Davíð Baldursson flutti bless- unarorð og HrafnkeU A. Jónsson greindi í stuttu máU frá byggingar- sögunni. Síðan tóku gestir tíl máls, Hrafn Pálsson, sem hingað kom fyrir hönd hefibrigðisráðherra, og Jón Kristjánsson alþingismaður. Sú staðreynd að dvalarheimiU skuU risiö á Eskifirði er mikið fram- fararspor og heillavænleg þróun sem gerir það að verkum að aldnir íhúar staðarins eiga þess nú kost að eyða efri áram ævi sinnar á þeim stað sem þeim er hvað kærastur. Byggingarkostnaður hússins er í dag í um 100 miUjónir kr. og áætlað að það sem óunnið er nemi 16 millj- ónum. Tveir aðalverktakar sáu um bygginguna, Tréverk sf., sem sá um 1. áfangann, og Byggðarholt sf. um 2. og 3. áfanga. Byggingarmeistarar voru Jón Kr. Beck og Bjarki Gísla- son. Rafvirkjameistarar Bjarni Garðarsson og Hjalti Sigurðsson. Gísli Stefánsson var múrarameistari og málarameistararnir Guðmundur NYIVHRARLISTINN KOMINN FRANSKI VORULISTINN Smiójuvegi 2 o 642035 3SUISSES SÉRHÆFÐ ÖRYGGISÞJÓNUSTA Sími 91-29399 ALLAN SÓLAHRINGINN Einhell vandaðar vörur ARG0N- SUÐUVÉLAR A G0ÐU VtRÐI Skeljungsbúðin Síðumúla 33 simar 681722 og 38125 Ti L HVERAGERÐi OPNUNARTÍMAR MAÍ-SEPT. ALLA VIRKA DAGA KL. 13-19 ALLAR HELGAR OG FRÍDAGA KL. 12-20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.