Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1989. Frjálst.óháö dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1 >27022 - FAX: (1 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. — Helgarblað 115 kr. Breytt hlutföll Geysilegar breytingar hafa orðið á fylgi flokkanna frá síðustu þingkosningum miðað við skoðanakannanir DV, einkum hina síðustu. Augljóst er, að nýtt þing yrði með allt öðrum hætti en núverandi þing, yrði kosið fljótlega. Núverandi ríkisstjórn yrði auðvitað kolfallin. Athyglis- vert er að líta nánar á þetta. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun DV fengi Sjálf- stæðisflokkurinn 50,5 prósent atkvæða, eða hreinan meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn fengi samkvæmt þessu mjög traustan meirihluta á þingi. Talan 50,5 er hin langhæsta, sem flokkurinn hefur fengið í skoðana- könnunum DV á þessu kjörtímabili. Hann hefur stöðugt verið að auka fylgi sitt að undanförnu. Samkvæmt skoð- anakönnun DV í júní hafði flokkurinn 47,7 prósent. Það er athyglisvert, að Sjálfstæðisflokkurinn hafði mest um 33 prósent fylgis í skoðanakönnunum DV allt fram að janúar síðasthðnum. Flokkurinn fékk aðeins 27,2 pró- sent í síðustu kosningum. En sjálfstæðismenn verða að hugsa til þess, að þeir fá oftast minna fylgi eftir kosning- abaráttu en þeir hafa haft, áður en kosningabarátta hefst. Því er of snemmt fyrir sjálfstæðismenn að telja sig hafa tryggan þingmeirihluta, eftir að kosið verður næst. Framsóknarflokkurinn fékk í könnuninni nú aðeins 13,4 prósent. Þetta er hið langminnsta, sem flokkurinn hefur fengið í skoðanakönnunum DV á kjörtímabilinu. Fram að þessu hafði flokkurinn nokkurn veginn haldið kosningafylgi sínu samkvæmt skoðanakönnununum og jafnvel farið yfir það. Nú dynur tapið yfir. Við getum ekki sagt um, hvort þetta tap Framsóknar endist, en flokkurinn er í hættu. Einhverju tapar Framsókn nú til Alþýðubandalagsins og einhverju til Sjálfstæðisflokks- ins. Alhr þekkja, að mikil óánægja er með ríkisstjórn- ina. Nú fyrst geldur Framsóknarflokkurinn þess að ráði. Einnig er athyghsvert, hversu htið Kvennahstinn fær. Hann er nú með 11,9 prósent, sem er sáralitlu meira en Kvennahstinn fékk í síðustu þingkosningum. Kvennahstinn hefur orðið fyrir miklu fylgistapi að und- anfórnu. Þetta er flokkur, eða samtök, sem um tíma hafði nær 30 prósent fylgis samkvæmt skoðanakönnun- um. Kvennahstakonur verða alvarlega að hugsa sinn gang. Alþýðubandalagið fékk í könnuninni nú 13,1 prósent. Þetta er mesta fylgi, sem flokkurinn hefur fengið í skoð- anakönnunum DV á kjörtímabihnu og næstum jafn- mikið og fylgi flokksins í síðustu kosningum. Enginn veit, hvað þetta endist. En miklu um fylgið mun skipta sú athygli, sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur vakið að undanförnu. Hann hefur í margra augum stohð sen- unni. Alþýðuflokkurinn fær nú 8,8 prósent, sem er svipað fylgi og að undanfomu. Það breytir því ekki, að fylgi flokksins hefur farið þverrandi. Flokkurinn fékk 15,2 prósent í síðustu kosningum. Mikið þyrfti að gerast, til þess að flokkurinn næði sér á strik. Hann ber að miklu flokka helzt óvinsældir ríkisstjórnarinnar. Borgaraflokkurinn virðist nánast úr sögunni, þegar hugsað er til kosninga, nema kraftaverk gerist. Aðrir flokkar eru nánast ekki í myndinni. Vissulega verður að hugsa til skekkna, sem fylgja öhum skoðanakönnunum. En það, sem hér var rakið, er nokkuð ljóst. Haukur Helgason. Viö sjáum þess mörg dæmi úr hérlendum málum hve rannsókn- arvaldið er viökvæmt í litlu þjóð- félagi fyrir áhrifum fjölmiöla og svonefndra rannsóknarblaða- mennsku. í Hafskipsmáh hafði óhemju dýr rannsókn staðið yfir í fleiri mánuði þegar yfirmanni rannsóknarlög- reglu þótti ástæða til að handtaka alla forystusveit Hafskips kl. 5 að morgni og setja í svartholið og ein- angrun, ef til vill til að undirstrika alvarleika málsins en flestum er það ráðgáta hverjum tilgangi í rannsókn þessi handtaka þjónaði. Áhrif blaða og fjölmiðla eru þó í flestum tilfellum góð til upplýsinga um málsatvik. T.d. hefur einn af forystumönnum Hafskips, Ragnar Kjartansson, komið skoðunum sín- um á framfæri við fjölmiðla og er það vel að þögnin ein tah ekki sínu máh. Fjölmiðlaumfjöllun er sum- um mönnum jafnvel nauðsyn og Sýslumaður í Húnaþingi neitaði að taka áfengi af hópsálum á fjöldasam- komu. - Frá útigleðinni í Húnveri fyrr í mánuðinum. Dómarar og guð- dómlegar verur hefur Ólafur Laufdal nýiega árétt- að í viötali hversu auðvelt það er að verða skotspónn slúðursagna í miskunnarlausu smáborgarakerfi þar sem andleg vanhöa flytur fjöll í sagnalíki. íkveikjumál og dulmálslyklar Einkum er þetta yfirþyrmandi á minni stöðum úti á landi þar sem tortryggnin verður sterkari í ná- býli kunnugleikans. Nýlegt dæmi frá ísafirði í íkveikjumálum segir okkur hvemig rannsóknarvald getur tekið til óþyrmilegra aðgerða finnist sökudólgur ekki vikum og mánuðum saman. Hæpnum að- gerðum, einangrun og grófum yfir- heyrslum, er beitt til að „hremma og hræða fómarlambið". Á sama tíma les maður í blaði að njósnari úti í hinum enskumæl- andi heimi hafi verið staðinn að verki eftir áralanga eftirgrennslan. Ætla mætti að íslenskar lögreglu- aðgerðir af þessu tagi væru ein- stakar og í ætt við yfirheyrslur í einræðis- og stríðshrjáðum ríkjum. Dæmi em um að menn hafi þurft hjá Rannsóknarlögreglu í Kópa- vogi á árum fyrr að sitja í ströngum yflrheyrslum yfir blaösíöuopnu úr skáldverki Laxness og útskýra ein- hverja dulmálslykla að kröfu rann- sóknarlögreglustjóra til að varpa ljósi á afbrotamáll sem átt hafa sér stað úti á landi. Dæmin em mörg og sum hver ekki í nokkm sam- bandi við raunveruleikann. „Hrói höttur“ Póhtíkin er oft miskunnarlaus fugl og margar staðhæfingar í stjómmálum rangar en aðrar frjó- samur grundvöhur gagnlegra um- ræðna. Áhrifamikhr stjómmála- menn ýta þó einstaka máh til dóm- stóla. Samanber mál Ávöxtunar sf., Hagvirkismáhð og áfengis- kaupamáhð. Líklega fremur til að storka ófullkomnu kerfi og seina- gangi mála en aö gera sig að dóm- ara og forsjármanni almennings. Hið gráa gaman fer þó heldur betur að káma þegar mannorð, af- koma og eigur manna em komnar í spihð eða fangelsanir framundan. Þó óskar einhver sér að atburða- rásin hefði verið hægari og að „Hrói höttur“ væri aðeins th í æv- intýrinu eins og honum ber. í lýð- ræðisríki er það lágmarkskrafa að kosnir valdsmenn eða sýslumenn fari ekki offari í embættisverkum, síst þegar eitthvaö er óljóst í lag- anna nafni. Sýslumaður Rangæinga fór sér hægt í Hagvirkismáh. Starfsbróöir hans í Húnaþingi neitaði að taka áfengi af hópsálum á fjöldasam- komu. Áfengi sem nýbúið var að selja? Eiturefni eða skotvopn em yfirleitt ekki tekin af mönnum fyrr KjaUaiinn Sigurður Antonsson framkvæmdastjóri en misnotkun hefur átt sér stað. Sú ábyrgð að selja og kaupa áfengi eðá skotvopn hlýtur að kaUa á þroskaða einstakíinga sem kunna að fara með viðkomandi. Breytinga þörf án byltingar Alvarlegt er hins vegar hversu dómskerfið fær lélega einkunn í skoðanakönnunum. Astæða hlýtur að vera tíl þess að gera uppskurð á kerfinu. Þótt gömlum vinnu- brögðum verði ekki kastað fyrir róða má mörgu breyta. Hægfara breytingar em bestar en stöðnun eða gjörbylting yfir í eitthvað nýtt, sem ekki er vitað hvemig reynist, er fokastanlegt. Of fáir löglærðir hafa orðið th að gagnrýna núverandi störf, skipan dómsmála og dómara. En athyghs- vert er þegar menn sjá störf sín úr nýjum hæðum. TUtölulega lítið heyrist frá Háskólanum, nema ef vera skyldi frá prófessor og fyrr- verandi hæstaréttarritara sem ávaUt hefur veriö ötuU við að út- skýra mál og lög. Jafnvel leikþættir í sjónvarpi frá nemendum em aflagðir. Rithöf- undar em aðeins með sakamál for- tíðar og sjónvarpið heldur tilþrifa- htið um lög, rétt og lögfræði. Upp- lýsingaskrif era nú vikulega um lögfræði í stærsta dagblaðinu en annars fátt bitastætt um lagatúlk- anir og mál fyrir dómstólum. Þátt- taka almennings í dómarastörfum og aukin fræðsla um lög og rétt verður eflaust til aö lyfta upp rétt- arkerfinu. Hlutlaus gagnasöfnun Athyghsvert er að lesa um hvem- ig dómarar taka á nýlegu áfengis- kaupamáh hæstaréttardómara. Telja þeir að siðferðisvitund al- mennings hafi verið misboðið með magnkaupum sem fari langt fram úr góðu hófi. Ekki að leggja skuh forréttindi valdsmanna niður eins og stjórnarskráin leggur áherslu á. Nei, með öðmm orðum, drykk- fehdur dómari er síst tíl þess fallinn að auka orðstír dómstóla, frekar en drukknir guðsorðaprestar fyrr- um. Þótt ekki sé neytt í vinnutíma breytir óhófleg notkun vímuefna á borð við áfengi fljótt skynjun, sjálfstrausti, sjálfsímynd og dóm- greind. Fyrir dómara er slæmt ástand eða eftirköst af uotkun áfengis neikvætt. Auk þess þurfa dómarar starfsins vegna aö dæma í málum tengdum drykkju og ofnotkun áfengis. Þvi skyldu ekki dómarar í dómum sínum vitna í stjómar- skrána og mannréttindayfirlýsing- ar sem við höfum skrifað undir? Em ekki mannréttindi að fá að versla í frítíma? Safna hlutum og geyma ef mönnum sýnist svo ef ekki gUda aðrar reglur um forrétt- indi? Eiga ekki hæstaréttardómar- ar rétt á sömu hlutlausri gagna- söfnun og aðrir áður en mál þeirra em lögð fyrir dómstóla? Veikleiki réttarkerflsins birtist frekar í rannsóknar- og gagnasöfn- un. TU skamms tíma var rannsókn sakamála hér á landi undir sama hatti og þess er dæma átti. Ekki er nokkur vafi á að dómstólar hða fyrir þetta bágboma kerfi sem hér hefur verið. Söfnun gagna og fram- setning fyrir dómstóla er vafalaust eitt ábyrgðarmesta starf í lýðræðis- ríki. Óvönduð vinnubrögð við gagnasöfnun, fhpp með orðrómi eða óljósar skoðanir óábyrgs al- mannaróms, samúö með fórnar- lambi eða þjáningarbróður má aldrei verða tíl þess að spjótin ber- ist að saklausum eða þeim sem minna mega sín. Þeim sem em í tímabundnum erfiðleikum vegna misnotkunar efna eða sakir fötlun- ar. Einangraðir dómarar eða rann- sóknarmenn em síst tU þess fallnir að styrkja kerflð eða fá traust al- mennings. Einungis með upplýs- ingum, menntun og eflingu réttar- vitundar styrkjast leikreglur lýð- ræðisins. Og eins og páfl oröaði það: Maðurinn er af Guöi gerður og því á einstakhngurinn rétt á að vera meöhöndlaður sem guödóm- lega vera. Sigurður Antonsson „Alvarlegt er hins vegar hversu dóms- kerfið færlélúga einkunn í skoðana- könnunum. Astæða hlýtur að vera til þess að gera uppskurð á kerfinu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.