Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Side 15
MÁNUDAGUR 28; ÁGÚST 1989. 15 Hvernig rýra menn álit sitt siðferðilega? Fyrir skömmu vék Borgardómur Magnúsi Thoroddsen hæstaréttar- dómara frá með skírskotun til laga- greinar um héraðsdómara, þar sem heimiluð var frávikning dómara, hefðu þeir rýrt álit sitt siðferðilega. Hafði Magnús keypt feiknin öll af áfengi á sérkjörum, á meðan hann var handhafi forsetavalds. Ég hef áður vikið að þessu athyglisverða máli. Fyrst er almenningsáht myndað gegn Magnúsi með staðhæflngum fjármálaráðherra um, að hann hafi brotið reglur, síðan er honum vikið frá með tilvísun til þess, að almenn- ingsálitið sé andsnúið honum! Jafnframt er verjanda Magnúsar neitað um upplýsingar um, hvernig áfengiskaup annarra ráðamanna hafi verið, svo að unnt sé að kom- ast að því, hvaða reglur hafa í raun og veru gilt á þessu sviði. - Alit er þetta ískyggilegt, en hér langar mig til að ræða um annan þátt málsins: hvað það geti merkt að rýra álit sitt siðferðilega. Stjórnarskráin verndar dómara Ég er sammála Borgardómi um það, að gera ber jafnstrangar eða strangari kröfur til dómara í , hæstarétti en héraði. Þess vegna virðist fljótt á htið sem lagagreinin um héraðsdómara, sem Borgar- dómur reisir úrskurð sinn á, hljóti hka að ná til hæstaréttardómara. En að mörgu er að hyggja. Um leið KjaHariim Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, lektor í stjórnmálafræði og gera ber strangar kröfur til hæstaréttardómara, verða þeir að njóta ríkrar verndar gegn fram- kvæmdarvaldinu. Sérstök ákvæði eru einmitt um það í sjálfri stjórnarskránni, að ekki megi víkja þeim frá nema með dómi. (Þess vegna var sú athöfn dómsmálaráðherra að víkja Magn- úsi sjálfur frá, en láta dóminn ekki gera það, stjómarskrárbrot, eins og Borgardómur benti á, og furðu- legt, að enginn fjölmiðill skuh hafa tekið það stóralvarlega mál upp.) Hefði ég skipað sess dómaranna í Borgardómi, hefði ég gefið því sérstakan gaum, hvort fram- kvæmdarvaldið hefði ekki brotið af sér í máhnu. Engir almanna- hagsmunir kröfðust þess, að mál- inu væri laumað í fiölmiðla eins og einhver þeirra Ólafs R. Gríms- sonar, Guðrúnar Helgadóttur og nokkurra embættismanna hlýtur að hafa gert. Þrennt kann að hafa vakað fyrir þeim, sem kom fréttinni á fram- færi: að versla við fréttamanninn („ég geri þér nú greiða, ef þú gerir mér greiða síðar“), koma höggi á Magnús Thoroddsen („láta fína fólkið hafa það“) eða leiða athyg- hna frá öðrum málum á sama tíma, svo sem stórfehdum skattahækk- unum. Meginsök Magnúsar Thor- oddsen var sú, að hann hafði verið stórtækari í að nota sér viðurkennd fríðindi en þeir menn, sem sviptu hann æru og starfi. Afglöp og afbrot Ekki er um það deht, að Magnús gekk miklu lengra en góðu hófu gegnir í áfengiskaupum á sérkjör- um. Dómurinn stóð hins vegar frammi fyrir því úrlausnarefni, hvort brot hans væri svo siðferði- lega ámæhsvert, að rétt væri að víkja honum frá. Ég svara hiklaust neitandi. Auk þess sem aðdrag'andi málsins var með þeim hætti, að ekki var unnt að verða við kröfu framkvæmdarvaldsins um frá- vikningu, ber að gera strangan greinarmun á timabundnu al- menningsáhti annars vegar og al- mennum siðferðisviðhorfum hins vegar. Enginn vafi er á því, að al- menningsáhtið krafðist frávikn- ingar Magnúsar. Hneykslunaralda reis um allt land vegna framferðis hans. Almenn siðferðisviðhorf kröfðust á hinn bóginn ekki frávikningar dómárans. Menn komast stundum að annarri niðurstöðu, þegar þeir íhuga mál í ró og næði, en á meðan þeir eru á valdi reiði eða hneyksl- unar. Eðhsmunur var á afglöpum Magnúsar og venjulegum afbrot- um. Hann var sá, að Magnús gerði engum mein með framferði sínu. Hann hnuplaði ekki íjármunum frá neinum, og því síður beitti hann fólk ofbeldi. Afglöp hans beindust ekki að neinum thteknum einstakl- ingi. Öðru máh gegnir, þegar einn maður ræðst á annan með ofbeldi eða jafnvel þegar húseigandi og iðnaðarmaður semja um það sín á mhh að gefa greiðslur ekki upp th skatts. Það eru sannanleg afbrot, sem bitna á einhveijum öðrum. (Máhð hefði hins vegar breytt um eðli, hefði tekist að sanna, að Magn- ús hefði keypt áfengi á sérkjörum í því skyni að auðgast á braski með það.) Hæstiréttur neiti kröfunni Það er líklega miður fallið th vin- sælda að skrifa grein sem þessa til vamar manni, sem enginn hefur samúð með. En tvennt varðar hér mestu. Annað er, að skipta ber valdinu og tryggja sjálfstæði hinna einstöku valdhafa hvers gegn öðr- um, svo að þeir geti myndað mót- vægi hver gegn öðrum. Þess vegna verður að veija dómsvaldið gegn framkvæmdarvaldinu. Hitt er, að gera verði strangan greinarmun á afbrotum, sem bein- ast að thteknum einstakhngum, og afglöpum, þar sem menn falla í freistingu, gera eitthvað ósmekk- legt eða óviðeigandi, án þess að þeir valdi öðru fólki beinu tjóni. Magnús Thoroddsen hneykslaði fólk, en hann gerði engum mein. Þess vegna ber Hæstarétti að neita kröfu framkvæmdarvaldsins um að víkja honum frá, en síðan ætti Magnús sjálfur að óska þess að verða fluttur í annað embætti. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Magnús Thoroddsen hneykslaði fólk, en hann gerði engum mein.“ Hvers vegna lög og regla? Sannast sagna eru þeir oft ekki öfundsverðir af sínu hlutskipti, segir greinarhöfundur. Það hefur verið mikh tíska að gagnrýna störf lögreglumanna að undanfömu og fréttahungur gúrkutímabhanna hefur leitt af sér margt málið á þessu sviði sem eha hefði ekki fengið mikið rúm á prenti. Nú nýverið birtist t.d. í einu fréttatímaritanna ítarleg umfiöhun um stúlku nokkra sem taldi sig hafa fengið harkalega og ósann- gjarna meðferð lögreglunnar. Allsherjar barnfóstrur? Við lestur kemur þó í Ijós að þarna er áreiðanlega margt málum blandið og hefði verið ástæða til fyrir blaðamanninn að fara betur ofan í saumana á máh þessu í stað þess að taka það einungis frá ann- arri hhðinni. Það er nefnilega svo að sívaxandi fiöldi fólks í þjóðfélaginu álítur það rétt sinn að geta vaðið uppi með nánast hvað sem er og troðið ná- unganum um tær að vhd. - Oft og tíðum þarf ekki áfengi til, kannske þó óbeint, því langvarandi neysla þess og annarra vímuefna leiðir oft th brenglunar á hegðun og sið- ferðismati sem kemur fram á öðr- um tímum en þeim þegar þeirra er beinhnis neytt. Einmitt þetta fólk gerir hvað mestar kröfur til lögreglumanna um að þeir séu ævinlega th staðar th að leysa alla þeirra hnúta og vandræði. Þrífa upp eftir það og þurrka af þeim skælumar þegar það á við. Eins konar allsherjar barnfóstrur fyrir fuhorðna. Vandasöm umfjöllun Umfiöllun um störf lögreglunnar er vandasöm og erfið og miklar kröfur verða þeir blaða- og frétta- menn að gera til sjálfra sín og sinna vinnubragða þegar þeir fara um þau orðum og höndum. Við ætl- KjaUariim Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson skrifstofumaður umst til þess að hafa sem mest frelsi til allra athafna en sam- kvæmt gömlu reglunni að mitt frelsi endar þar sem nefið á þér byrjar setjum við okkur lög og regl- ur th að fara eftir um ýmis mann- leg samskipti. Þörfin á slíkum sam- skiptareglum er því brýnni sem þéttbýh er meira og dagleg um- gengni við náungann óhjákvæmi- legri. Við íslendingar erum svo ný- komnir úr dreifbýhnu í þéttbýhð að við höfum engan veginn aðlagaö okkur að eða sætt okkur við nábýl- ið við aðra. Af þessu leiðir ýmis samskiptavandamál og þá reynir á lögregluna að leysa úr ýmsum þeim hnútum sem við bindum og greiða úr flækjum sem skapast. Sannast sagna eru hún oft ekki öfundsverð af sínu hlutskipti og með óhkindum að menn skuh yfir- leitt fást th að gegna þessum störf- um. Óvíða er aðbúnaður þeirra á vinnustað slíkur að eftirsóknarvert sé. Starfið er í eðh sínu þannig að lögreglumaðurinn þarf líka að vinna, og þá ekki hvað minnst þeg- ar allir aðrir eiga frí. Þess utan þarf lögreglan að fást við ahar skuggalegustu og ömurlegustu hhðar mannlegs lífs og má aldrei undan líta. Það hlýtur að reyna á sálarstyrk þess fólks sem þarf að horfast í augu við og fást við verstu slys, glæpi og eiturlyf, aö ógleymdum uppleystum heimhum og svívirt- um börnum. Hver er sá sem telur andvökunætur og martraðir lög- reglumannsins sem endurlifir í draumi og vöku ógeðfelldustu til- vik sem hann hefur þurft að fást við? Frá báðum hliðum Að sjálfsögðu er hér ekki verið að halda því fram að störf lögregl- unnar megi ekki gagnrýna, fiarri því. En ef okkur er annt um að halda uppi sæmhega siðuðu þjóö- félagi þurfum við líka að virða störf þeirra sem við ráðum th að fylgjast með því að almennar samskipta- reglur séu í heiðri hafðar og eigur okkar, líf og hmir séu varðar fyrir uppivöðslumönnum og glæpalýð. Mikhl vandi er því lagður á herð- ar þlaðamanna sem fialla um störf lögreglunnar. Það er a.m.k. lág- markskrafa th þeirra að þeir kynni sér málavexti frá báðum hliðum áður en þeir geysast út á ritvöllinn. Hvað sem öllu fréttahungri hður verða menn að sjást fyrir í ákafa sínum í því að selja blaðið. Að endingu þykir rétt að taka fram að sá sem þetta ritar er ekki lögreglumaður og er ekki í neinum beinum tengslum við lögreglu- menn. Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson „Þetta fólk gerir hvaö mestar kröfur til lögreglumanna um aö þeir séu ævin- lega til staðar til að leysa alla þess hnúta og vandræði.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.