Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1989. Spumingiii Lesendur DV Eru íslenskar vörur betri en erlendar? w Ráðherrar vilja sitja meðan sætt er: Ágúst Bjarnason: Þær eru að minnsta kosti jafngóðar. Margrét Sigmundsdóttir: Já, það held ég. Þær eru alla vega jafngóðar. Ingibjörg Ólafsdóttir: Ég veit ekki. Ég kaupi bara það sem er ódýrast hveiju sinni. Guðrún Karlsdóttir: Já, sumar ís- lenskar vörur. Annars er þetta sjálf- sagt misjafnt. Eiríkur Þorgrimsson: Nei, þær eru ósköp svipaöar. Hlynur Aðalsteinsson: Já, miklu betri. Allt íslenskt er betra en útlent. I óþökk kjósenda Ragnheiður skrifar: Það sem helst er að frétta frá nú- verandi ríkisstjórn er það að hún ætli að sitja og sitja og það sé engan bilbug að fmna á stjórnarsamstarf- inu. Þetta mátti a.m.k. lesa á forsíðu dagblaðsins Tímans sl. miðvikudag. Einstéika stjómarþingmenn, eins og t.d. Guðmundur G. Þórarinsson og Hjörleifur Guttormsson og jafnvel fleiri, hafa lýst áhuga sínum á að ganga til kosninga strax ef ekki næst samkomulag um raunhæfar aðgerðir í ýmsum umdeildum málum. Von- andi tekur stjórnarandstaðan unöir þetta á raunhæfan hátt. En það gerir stjómarandstaðan ekki. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn fremstur í flokki. Sumir innan þing- flokks hans virðast vera á móti því að efna til kosninga og bera við kom- andi bæjar- og sveitarstjómarkosn- ingum á vori komanda. - Það er auð- vitaö eins og hver önnur bábilja að halda því fram nú að alþingiskosn- ingar fyrir eða eftir sveitarstjórnar- kosningar hafi t.d. einhver áhrif á það hvort Sjálfstæðisflokkurinn tap- ar í Reykjavík eða ekki. - Það er langt í land að borgin „tapist" aftur svo minnugir em menn þess hvemig vinstri menn fóm að ráði sínu þetta eina kjörtímabil sem þeir réðu í Reykjavík. - Auk þess sem flestir em ánægðir með stjóm mála í borginni. Það er því bara fyrirsláttur einn þegar verið er að blanda alþingis- og sveitarstjómarkosningum saman. Hitt vita allir að ef til kosninga yrði gengið nú myndu stjómarflokkarnir tapa verulegu fylgi en það er einmitt þar sem hnifurinn stendur í kúnni. Ráðherramir vilja því sitja meðan sætt er þótt allt annað í þjóöfélaginu sé á hverfanda hveli af þeirra völd- um. Það er því einkennilegt í meira lagi að ekki skuli t.d. allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vilja knýja fram kosningar. Formaður flokksins hef- ur lýst því skýrt yfir að hann vilji þingrof og kosningar sem fyrst. - Aðrir í flokki hans em að malda í móinn með öllum hugsanlegum rök: um. Einn segir það vera skyldu Borg- araflokksins að fella ríkisstjórnina! Þetta er nú það bamalegasta af flestu sem sagt hefur verið á stjórnmála- vísu hér í lengri tíma. Er Borgara- flokkurinn nú allt í einu orðinn' sterkasta stjórnmálaaflið? Sannleikurinn er hins vegar sá að því lengur sem Sjálfstæðisflokkur- inn bíður með að knýja alvarlega á um kosningar þeim mun líklegra er að það fylgi sem hann á nú aö fagna samkvæmt skoðanakönnunum reit- ist af honum. Eftir tvö ár verður hér allt komið í strand með sama áfram- haldi. - Er það kannski það sem beð- ið er eftir og þá skírskotað til þess að Sjálfstæðisflokkurinn og aðrir stjómarandstöðuflokkar hafi endi- lega viljaö fá að sjá eyðilegginguna í verki? - Áhrifaríkast við núverandi aðstæður væri að skora á forsætis- ráðherra að segja af sér. Fyrir því eru fordæmi hér og engin ástæða til að óttast að ekki yrði orðið við slíkri áskorun. Guðmundur G. Þórarinsson og Hjörleifur Guttormsson eru meðal stjórnar- þingmanna sem hafa lýst sig fylgjandi alþingiskosningum að óbreyttri stefnu stjórnarinnar. Viða má sjá annað rusl á viðavangi en dósir og flöskur. Endurvlnnsla á umbúðum: Hvers vegna ekki allar? Guðjcín Jónsson skrifar: Nú þegar endurvirmsla er hafin á tómum gosdrykkja- og bjórdósum og einnota flöskum og skilagjald er greitt til þeirra sem þessu safna finnst mér ekki úr vegi að spyrja hvers vegna umbúöir úr pappa utan af mjólk og smærri einnota gos- drykkjaumbúðum em ekki þarna með. Ég er sannfærður um og hef reynd- ar séð árangur vegna endurvinnsl- unnar á dósunum aö mun minna er af þessu á víðavangi, t.d. á götunum. Varla sést lengur tóm dós í götunni þar sem ég bý en þar var ástandið áður mjög slæmt hvað þetta snertir. - Hins vegar er ekki það sama aö Ég kemst ekki hjá því að óska eftir leiðréttingu sem fyrst á mein- legum mistökum sem urðu í prent- vinnslu á skrifum mínum í DV fyr- ir nokkm vegna skrifa dr. Hannes- ar H. Gissurarsonar. Eftirfarandi er sá kafli sem brenglaðist og það feitletrað sem segja um pappaumbúðimar, sérstak- lega litlu femumar undan svala- drykkjunum. Ég hefði haldið að hægt væri að endurvinna allan þennan pappa því pappír er í þessum einnota umbúð- um þótt hann sé plasthúöaður aö ein- hverju leyti. Mig langar til að fá upplýsingar um hvort það sé borin von að tómar pappaumbúðir sé hægt að endur- vinna og þá hvort hægt sé að skila þeim inn þangað sem endurvinnsla fer fram eða hægt að taka á móti þessu yfrrfljótandi msli sem víða liggur enn á víðavangi þótt dósir og flöskur séu á brott. Lesendasíða DV hafði samband við niður féll. Þaö er varla hægt þegjandi og hljóðalaust að horfa upp á þau ósköp, að þessi maður átölulaust geti svívirt opinberlega annars veg- ar aldurhniginn rithöfund, sem nú situr á friðarstóh, eftir að hafa m.a. varpað ljóma á nafn íslands með því að hljóta æðstu bókmennta- Endurvinnsluna (svona rétt til mála- mynda því vitaö er að þar er einung- is tekið á móti flöskum og dósum til frekari vinnslu) og staðfestist hér með að þar á bæ er ekki tekiö við þeim pappaumbúðum sem að ofan eru nefndar. Einnig var haft samband við Iðnað- arráðuneytiö þar sem fmmkvæðið að endurvinnslunni er uppmnniö. Þar fengust þær upplýsingar að það væri einmitt stefna iðnaðárráðherra í ljósi reynslunnar og þeirrar viðtöku sem endurvinnslan hefur fengið að halda áfram á sömu braut og bæta viö öðrum einnota umbúðum til end- urvinnslu. - Hugsanlegt er að byrjað verði á þeim þætti strax næsta vetur. verðlaun heimsins, hins vegar skáld, sem búið er að liggja í gröf sinni nær tvo áratugi, skáld sem allir tala af virðingu um sem þekktu, skáld sem m.a. var verð- launað í tvígang fyrir framúrskar- andi ættjarðarljóö, ort í tilefni há- tíðarstunda í sögu íslensku þjóðar- innar. Stefán Sigurðsson hringdi: Ég vil taka undir þau skrif og umræðu sem hér hefur verið um að afnotagjald Ríkisútvarps sé óþolandi. Einkum og sér í lagi að þurfa að greiða afhotagjald Sjón- varpsins. Ég held að nú sé koraið aö því aö ekki verði lengur hægt að standa á móti þvi að fella niður þetta opinbera aftiotagjald því þaö er einfaldlega ekki í takt viö tímann að leyfa fólki ekki aö velja eða hafna þessari þjónustu eins og hverri annarri. Ríkisútvarpinu hefur verið illa stjómað eins og reyndar hefur komið fram í ailri umræöu um það, nú síðast hjá menntamála- ráðherra. Dagskrá sjónvarps hef- ur farið síhrakandi ár frá ári og allir tilburöir til að gera íslenskt fræðslu- eða skemmtiefhi hafa mistekist, en auk þess hefúr kostnaður verið alltof mikill og þaö er kannski helsta ástæða þess að þá tilburði á aö leggja af sem fyrst. Erlendir þættir eru mun ódýrari og kvikmyndir eru besta afþreyingarefnið þegar öllu er á botninn hvolft. Sjónvarpið er ekkert öryggis- tæki svo ekki er hægt aö flokka skylduafhotagjald undir neina nauðsyn. Það er því meira en tímabært aö leggja niöur sérstakt aftrotagjald fyrir alla sem eiga sjónvarp. Ríkisútvarpið getur hreinlega komið sér upp mynd- lyklakerfi á borð við Stöð 2 og selt þeim áskrift sem hana kjósa. Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16 eða skrifið ■’? ATH.: Nafii og sími verður að fylgja bréfum. Athugasemd frá Einari Laxness

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.