Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1989. Nýjar plötur x>v E1 Puerco - Ennisrakaðir skötuselir Ekki algalin Bítlunum dugði hálfur sólarhring- ur til að hljóðrita fyrstu stóru plöt- una sína, meistaraverk sem olli straumhvörfum í sögu dægurtónhst- ar. Það eru því ekki alltaf plöturnar sem mestum tímanum er eytt í sem skipta mestu máli. Ekki veit ég hvort E1 Puerco Elías Bjarnhéðinsson hafði þessi sannindi í huga er hann réðst í gerð plötunnar Ennisrakaöir skötu- sehr. Eitt er víst að Elías og hjálpar- kokkar hans voru ekkert að hangsa við gerð plötunnar. Snöruðu henni af á rétt tæpum fimmtíu klukku- stundum. En Dan Quayle er víst ekki Jack Kennedy þótt hann feginn vildi og E1 Puerco er ekki Bítlarnir. Og smeykur er ég um að Ennisrakaðir skötuselir eigi ekki eftir að valda sömu straumhvörfum í íslenskri dægurtónhst og Please Please Me plata Bítlanna. Þar með skal látið lokið eða hér- umbh lokið þessari ósanngjörnu samjöfnun. Bítlarnir höfðu spilað ' saman um árabh er þeir réðust í gerð sinnar fyrstu plötu. Elías Bjarnhéð- insson hafði einungis spilaö hand- bolta þar th hann afréð aö koma tón- hstinni sinni á plast. Því bjóst maður svo sem ekki við miklu er platan kom út. Og kannski vegna þess að maður hafði engar væntingar má hafa lúmskt gaman af Ennisrökuðum skötuselum. Platan er hrá og óhefluð. Og hráast- ur af öllum er E1 Puerco sjálfur. Söngsthl hans minnir helst á það sem hvað hæst var skrifað á pönkárun- um, til dæmis hjá Wreckless Eric og Jilted John, svo aðeins tvær gamlar kempur séu nefndar. Lögin á Ennisrökuðum skötuselum eru misjöfn að gæðum. Skást þykir mér Metoröastiginn. Gæöi textanna sveiflast jafnvel enn frekar. Stundum ber rímið höfundinn ofurliöi og úr verður hnoð. Jafnvel óskhjanlegt hnoð samanber: Nú er gleði, tímans tönn, brosið sanna getur laðað. Dipló getur munað spönn. Einn í búri, hehann baðað. Höfuðprýði Ennisrakaðra skötu- sela eru kvenraddirnar. Þær eru mjög smekklega notaðar í allnokkr- um lögum plötunnar. Og þar hefur E1 Puerco alltént eitt fram yfir frum- burðBítlanna. ÁT Joe Cocker - One Night of Sin Okkar maður Þeir eru eflaust margir sem ávallt muffU setja nafniö Joe Cocker í sam- band við Woodstock hátíðina sem nú á stórafmæli. Og sjálfsagt þekkja margir kappann einungis fyrir að hafa sungið With s Little Help from My Friends þarna á hátíðinni. Joe Cocker hefur þó stöðugt verið að síðan þá. Ferhhnn hefur reyndar gengið dálítið upp og niður svona rétt eins og lífið sjálft. Karhnn á við áfengisvandamál að stríða og virðist stundum eiga ansi bágt. Samkvæmt plötunni One Night of Sin virðist hins vegar allt vera í stakasta lagi um þessar mundir. Toppurinn á þessari nýjustu plötu Cockers er tvímælalaust lagiö I’m Your Man eftir Leonard Cohen. Perl- an sem er titihag nýjustu plötu Kanadamannsins dimmraddaða. Cocker reynir sem betur fer ekki að líkja eftir útgáfu Cohens og útkoman er prýðileg. Þá er titillag skífunnar, One Night of Sin, einnig áheyrhegt. Það er sömuleiðis gamalkunnugt: Presleylagið One Night. Textanum við það hefur verið breytt htihega. Fleira á nýjustu plötu Joes Cocker lætur vel í eyrum. Sá gamh er reynd- ar ekki að eltast við neina tísku. Hann er bara sami gamli Joe Cocker- inn og jafnan dáhtið frískari samt en oft áöur. Sjálfsagt þykir yngra fólki ekkert sérstaklega mikið th hans og viskíraddarinnar koma en þeir sem hrifust af honum á Woodstock ættu að hafa gaman af og jafnvel ennþá fleiri. ÁT Jackson Browne - World in Motion Búinn að finna formið aftur Þegar bandaríska sveitarokkiö var upp á sitt besta um miðjan áttunda áratuginn var Jackson Browne einn helsti áhrifavaldur þeirrar stefnu. Hann náði þó ekki viðlíka frægð sjálfur og margir þeir tónhstarmenn sem hann átti samstarf við og hafði áhrif á, en meðal þeirra voru hðs- menn hljómsveitarinnar Eagles. Browne naut þó mikhlar virðingar bæði sem lagasmiður en kannski sérstaklega sem textahöfundur en hann er að mínu mati með allra fremstu textasmiðum poppsögunnar. Á síðari árum hefur heldur hallað undan fæti hjá Browne, tónlist hans ekki verið eins aðgengheg og hún var og hann einhvern veginn ekki fundiö sig. En á þessari nýju plötu sinni fer ekki mhli mála aö gamh góði Jack- son Browne hefur náð áttum á ný og þaö er vægt tekið th oröa að hér fari hann á kostum bæði í lögum og texta. Innihald textanna snýst að miklu leyti í kringum friðarboöskap og frelsi fyrir kúgaða svo sem Nelson Mandela. Tónhstin er að vissu leyti afturhvarf til fyrri ára, ljúf og trega- blandin en fyrst og fremst einstak- lega falleg og melódísk. Lög eins og How Long og Lights and Virtues eru með þeim bestu sem heyrst hafa á árinu. Ég býð Jackson Browne velkominn aftur. -SþS- Góðir hálsar!... Nýjar plötur eru að hellast út þessa dagana og meðal þeirra sem hæst ber er ný plata frá Roliing Stones, Tears For Fears, Janet Jack- son, Mötley Crue og Biliy Joel svo einhverjar séu nefnd- ar. Nýja platanfrá Billy Joel ber nafnir Storm Front og við upptökur hennar naut hann aðstoðar Mick nokkurs Jo- hjálparhönd og þykirvarla tiðindum sæta. Paul McCart- ney er að leggja upp i tón- leikaferð tif ágóða fyrir um- hverfisvemdarsamtökin Vinir jarðarinnar (Friends of the Earth). McCartney var spurður að því á blaða- mannafundi hvort hann værí ekki hræddur um að áheyr- endur væru orðnir leiðir á öllum þessum góðgerðartón- leikum. McCartney svaraði um hæl: „ef við verðum ekki leiðinleg deyjum viðöll"... í sumar hafa verið haldnir fjölmargir rokktónleikar i Sovétríkjunúm þarlendum ungmennum til óblandinnar ánægju. Ein af þeim hljómsveitum sem heillað hafa Sovétmenn sérstaklega er skoska sveít- in Highlander og hefur henni nú verið boðið i sérstaka tónleikaferð austur fyrir tjald... Og áfram með so- vésku tónleikafréttirnar. Fyrir nokkru voru á ferð í Moskvu Edgar Winter, Leon Russell og LaToya Jackson. Var þeim feikna vel tekið en Winter stal þó senunni með því að syngja nýtt smáskifu- lag sitt, Cry Out á rúss- nesku!... Julian Lennon hefur verið á tónieikaferð um Bandaríkin að undanförnu og tróð meðal annars upp i l\lew York. Voru undirtektir áheyrenda góðar en aldreí betri en þegar litii bróðir hans, Sean Lennon, steig á sviðið og söng með Julian i laginu Stand By Me í þeirri útgáfu sem faðir þeirra gaf útásínumtíma... Tom Petty sem þessa dag- ana gerir það gott með sóló- plötu sina, Full Moon, hefur hóað i gömlu félagana sina í The Heartbreakers og sam- an fara þeir nú í tónleikaferð um Bandarikin að kynna plötu Pettys... Góðar stundir... -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.