Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Page 31
MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1989. 43 Afmæli Geirmundur Guðmundsson Geirmundur Guðmundsson, fyrr- verandi verkamaður, Laugames- vegi 51 í Reykjavík, er sjötíu og frnim áraídag. Geirmundur er fæddur í Norður- Bár í Eyrarsveit við Grundarfjörð og ólst upp þar í sveitinni. Hann hóf snemma sjómennsku og var mörg sumur á síld með bróður sínum, Gísla Guðmundssyni. Með honum sigldi Geirmundur áfallalaust öll stríðsárin. Meðfram sjómennsk- unni stundaði hann almenna verka- mannavinnu í Grundarfirði. , Geirmundur flutti til Reykj avíkur árið 1950 með fjölskyldu sína og hóf hænsnarækt að Bústaðabletti 12 en stundaði verkamannavinnu með. Hann vann hjá Steypustöðinni og við uppskipanir en lengst af hjá Sambandinu. í áratug sá hann um sviðaskúr Sambandsins á Kirkjusandi en varð þáaðhættaafheilsufarsástæðum. - Eftir þaö vann hann almenna verka- mannavinnu hjá Afurðasölu Sam- bandsins þar til hornun var sagt upp störfum fyrir aldurs sakir. Foreldrar Geirmundar voru Guð- mundur Magnússon sjómaður og Sesselja Sigurrós Gísladóttir hús- freyja. Þau voru ættuð af Snæfells- nesi. Þau áttu saman þijá syni. Áður átti Sesselja einn son og einn son af síðara hjónabandi. Albræður Geirmundar voru Mós- es sem drukknaði ungur, og Magn- ús, sem bjó á Snæfellsnesi en er nú látinn. Hálfbræður Geirmundar voru Gísli Guðmundsson, skipstjóri á Súgandafirði. Faðir hans var Guð- mundur Aþaníusson. Kona hans var Þorbjörg Friðbertsdóttír, systir Páls Friðbertssonar, forstjóra á Suð- ureyri, foður Friðherts Pálssonar, framkvæmdastjóra Háskólabíós. Hinn hálfbróöir Geirmundar er Guðmundur Runólfsson, útgerðar- maður í Grundarfirði, sonur Run- ólfs Jónatanssonar. Geirmundur kvæntist 26. janúar 1940 Lilju Torfadóttur verkakonu, fæddri 26. janúar 1920. Foreldrar hennar voru Torfi Hjaltalín Illuga- son og Ingibjörg Finnsdóttir, seinast búenda á Garðsenda í Eyrarsveit. Geirmundur og Lilja eiga átta börn saman og Geirmundur átti eitt barn fyrir hjónaband. Það var Guð- rún, fædd 13. september 1935, dáin 6. febrúar 1985. Hún áttí eina dóttur sem heitir Heiðrún Ásta Guð- mundsdóttir. Hinbömineru: Sesselja Sigurrós, ráðskona á Kvíabryggju, fædd 11. júlí 1940. Maður hennar er Vilhjálmur Pét- ursson, forstöðumaður á Kvía- bryggju. Synir þeirra em Hannes og Geirmundur og bamabömin Þrjú. Móses Guðmundur, verkstjóri og meðeigandi að Sæfangi í Grundar- firði, fæddur 22. mars 1942. Kona hans er Dóra Haraldsdóttir. Dætur þeirra em Lilja, hagfræðingur hjá ASÍ, Hildur Ásta og Dögg. Bama- böminemþijú. Ingibjörg Kristjana hárgreiðslu- meistari, fædd 16. desember 1944. Maður hennar er Sigurpáll Gríms- son hárskerameistari. Börn þeirra em Guðrún og Sigurgeir. Sædís Guðrún skrifstofumaður, fædd 3. nóvember 1946. Maður hennar er Snæþór Aðalsteinsson, yfirbókari Samvinnubankans. Börn þeirra em Guðmundur, Árni Geir, Aðalsteinn og Sólrún. Torfi hársnyrtir, fæddur 19. des- ember 1950. Kona hans er Dóróthea Magnúsdóttír hársnyrtir. Börn Torfa frá fyrra hjónabandi eru Ingvi Reynir, Mikael og Lilja. Fósturson- ur hans er Knútur Rafn. Geirmundur Guðmundsson. Númi kjötiðnaðarmaður, fæddur 2. mars 1952. Kona hans er Björg Jóhannsdóttír. Börn þeirra em Lilja, Jóhannes og Finnur. Rúnar bólstrari, fæddur 19. nóv- ember 1954. Kona hans er Kristín Siguröardóttir. Synir þeirra em Sig- urðurogElís. Ehnborg, verslunarmaður í Ósló, fædd 20. júní 1963. Dóttir hennar er íris Finnbogadóttír. Jón Erlendsson Jón Sigurðsson Erlendsson, for- maður Verkstjórafélagsins Þórs, Dalalandi 12 í Reykjavík, er sjötíu ogfimmáraídag. Jón er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann vann öll almenn verkamannastörf á kreppuárunum I ef vinnu var að fá. Hann réðst sem aðstoðarmaður til Stálsmiðjunnar árið 1938 og vann þar til ársins 1941. Þá réðst hann til Vélsmiðjunnar Hamars hf. og vann þar í 44 ár. Eftir stríðið gerðist hann lærhng- ur, lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík og sveinsprófi í eirsmíði árið 1950. Meistaraprófi í greininni lauk hann 1956 og var ráðinn verk- stjóri hjá Hamri sama ár. Hann gekk í Verkstjórafélagið Þór og var kosinn í stjóm þess árið 1958 og formaður félagsins frá árinu 1960 og gegnir því starfi enn. Hann hætti störfum hjá Hamri vegna aldurs árið 1985 og haföi þá verið verk- stjóriþarí30ár. Jón hefur setið í stjóm Verkstjóra- sambands íslands og ritað nokkrar greinar í „Verkstjórann“, blað Verkstjórasambandsins. Foreldrar Jóns vora Erlendur Þorvaldsson, söðlasmiður í Reykja- vík, fæddur 14. júní 1881, dáinn 21. september 1938, og María Guð- mundsdóttir húsmóðir, fædd 24. september 1883, dáin 14. febrúar 1979. Faðir Erlends Þorvaldssonar var Þorvaldur Þorkelsson frá Litlabæ á Mýram. María Guðmundsdóttir, móðir Jóns, var dóttir Guðmundar Jónssonar, bakara á Sauðárkróki, og Rósu Jóhannsdóttur. Þau fóm til Ameríku í byijun aldarinnar og áttu heima í Mountain í Norður-Dakota. Jón átti átta systkini en af þeim em nú þijú látin. Systkini hans vom: Jón Maris, fæddur 26. nóvember 1904, dáinn 21. maí 1906. Oddfríður, húsmóðir í Reykjavík, fædd 9. maí 1907. Maður hennar er Baldvin Ólafsson húsasmiður. Ástbjörg, húsmóðir í Reykjavík, fædd 11. maí 1909. Maður hennar er Sigurþór Runólfsson verkamaður. Agústa, húsmóðir í Reykjavík, fædd 30. maí 1911. Maður hennar er Jóhann Björnsson sjómaður. Guðmundur Hinrik, fæddur 30. mars 1916, dáinn 14. nóvember 1918. Guðmundur Alfreð, ljósmyndari í Reykjavík, fæddur 11. maí 1921. Kona hans er Auður Guðmunds- dóttir. Rósa María, fædd 15. júh 1922, dáin30.júníl926. Sesselja, húsmóðir í Hafnarfirði, fædd 15. júh 1924. Maður hennar er Eggertísaksson. Jón kvæntist 30. nóvember 1968 Jón Erlendsson. Sigríði Jónasdóttur húsmóður, fæddri 17. október 1924. Þau eru barnlaus. Sigríður er dóttír Jónasar Böðv- arssonar, skipstjóra í Reykjavík, og Huldu Haraldsdóttur. Jónas var sonur Böðvars, bakara í Hafnar- firði, Böðvarssonar, veitingamanns í Hafnarfirði, Böðvarssonar, pró- fasts á Melstað, Þorvaldssonar, sálmaskálds og prests í Holti undir Eyjafjöllum, Böðvarssonar, Högna- sonarprestafoður. Bróöir Sigríðar, konu Jóns, er Haraldur, rafvirkjameistari í Reykjavík. Sonur hans er Jónas Haraldsson, fréttastjóri DV. Kristíaug Kristjánsdóttir, Árgerði, Ólafsfirði. Lovísa Jónsdóttir, Merkigerði 2, Akranesi Jón Stefánsson, Heiðarvegi 50, Vestmannaejjum. Bjamey Bjarnadóttir, Brimnesvegi 2, Ólafsfirði. Katrin Júlíusdóttir, Bólstaðarhlíð 50, Reykjavík. 60 ára Þorgeir Þorsteinsson, Grænási 3, Njarðvík. Lárus Kristjánsson, Brimhólabraut 29, Vestmannaeyjum. Ásta Theódórsdóttir, Fjólugötu 23, Vestmannaeyjum. Sigrún Sigurðardóttir, Kaplaskjólsvegi 29, Reykjavík. Jóhanna Unnarsdóttir, Langagerði 54, Reykjavík. Anna S. Halldórsdóttir, Orrahólum 7, Reykjavík. Kamma Agneta Níelsdóttir, Furulundi 5, Garðabæ. Lúðvik Leósson, Austurbergi 3, Reykjavík. Þuriður K. Guðlaugsdóttir, Hjallavegi 7, Reyðarfiröi. Guðrún Pétursdóttir, Norðurgötu 23, Sandgerði. 40 ára Bjðrk Jónasdóttir, Litlagerði 1A, Hellu. Jóhannes Jóhannsson, Stórateigi 24, Mosfehsbæ. Helga Dóra Ottósdóttir, Bláskógum 12, Reykjavík. Gíslína K. Sigurðardóttir, Háukinn 8, Hafnarfiröi. Þórdís Brynjólfsdóttir, Melasíðu 10F, Akureyri. Hákon ðm Gissurarson, Engimýri 10, Garðabæ. María Björg Gunnarsdottir María Björg Gunnarsdóttir, rann- sóknarmaður á Tilraunastöð Há- skólans á Keldum, Logafold 174 í Reykjavík, er fertug í dag. María Björg er fædd í Reykjavík en ólst upp í Fomahvammi í Norð- urárdal í Borgarfirði. Hún var við nám í Héraðsskólanum í Reykholti og tók gagnfræðapróf frá Lindar- götuskólanum í Reykjavík árið 1967. Hún vann við hótelstörf í Forna- hvammi og víðar. Þá var hún ráðs- kona hjá brúarvinnuflokkum Vega- gerðar ríkisins á ámnum 1975 til 1988. Eftir það hefur hún unnið á Tilraunastöðinni á Keldum. Foreldar Maríu Bjargar em Gunnar Níels Guðmundsson, hótel- stjóri og bóndi í Fornahvammi 1957 til 1970, fæddur 16. júní 1924, ogkona hans, Lilja Guðrún Pálsdóttir, hótel- stýra og matráðskona, fædd 24. sept- ember 1923. Þau búa nú í Reykjavík. Gunnar Níels, faðir Maríu Bjarg- ar, er sonur Guðmundar Sæmunds- sonar frá Nikulásarhúsum í Fljóts- hhð, bónda á Grímsstöðum og Eyði- Sandvík í Flóa, fæddur 14. febrúar 1890, dáinn 1966. Systir hans var Nína Sæmundsson hstakona. Móðir Gunnars var Guðbjörg Sveinsdóttír frá Gijótá í Fljótshlíð. Lilja Guðrún, móðir Maríu Bjarg- ar, er dóttir Maríu Ólafsdóttur, sem fædd var 21. október 1903 en dáin 1975, og Páls Tómassonar sem fædd- ur var 24. ágúst 1887 en dáinn 1962, búenda á Bakka á Skagaströnd. Systkini Maríu Bjargar voru þrjú en einn bróðir hennar er látínn. Þau eru: Hafdís Pálrún, veitingakona í Dalakofanum á Sauðárkróki, fædd 24. ágúst 1947. Árni, lögregluþjónn í Hafnarfiröi, fæddur 25. september 1952. Hann á fiögur börn. Kona hans er Kristín Ástþórsdóttir. Einar, fæddur 25. febrúar 1956. Hann fórst í flugslysi 2. júní 1974. María Björg giftist 24. júní 1978 Sigurgeiri Rúnari Sigurgeirssyni húsasmið, fæddum 6. október 1950. Faðir hans var Sigurgeir Gíslason, sjómaður í Hafnarfirði, fæddur 4. apríl 1919. Hann drukknaði 3. mars 1952. Hann var sonur Gísla Guð- mundssonar, bónda í Hákoti í Njarðvík, og Ingunnar Ólafsdóttur frá Höíöa á Vatnsleysuströnd. Móðir Sigurgeirs Rúnars er Guð- rún Kristjana Karlsdóttir, fædd 24. júh 1923 í Vetleifsholtí í Flóa, hús- freyja í Hafnarfiröi og síðar í Reykjavík. Hún er dóttir Karls Guð- varðar Guðmundssonar, sem María Björg Gunnarsdóttir. drukknaði 1924, og Höllu Sæmunds- dóttur, ættaðri úr Torfastaöasókn. Foreldar Karls Guðvarðar voru Guðvarður T ómasson og Elínborg Einarsdóttir. Þau fluttu til Ameríku en sonur þeirra varð eftir hér. Sonur Maríu Bjargar og Sigur- geirs er Einar Hallur, fæddur 19. september 1978. Ónnur börn Maríu Bjargar eru: Gunnar Austmann Kristinsson, fæddur 18. ágúst 1967. Hann býr með Öldu Tryggvadóttur frá Hrísey og á soninn Andra Geir. Hafdís Sæmundsdóttir, fædd 23. október 1973. Lóa Kristjáns- dóttir Lóa Kristjánsdóttir, Reynimel 47, Reykjavík, verður áttræð á morgun. Lóa ætlar að taka á móti gestum í safnaðarheimili Bústaðakirkju frá kl. 16 til 19 á afmæhsdaginn. Lóa Kristjánsdóttir. Brúðkaups- og starfsafmæli Ákveðið hefur verið að birta á afmælis- og ættfræðisíðu DV grein- ar um einstaklinga sem eiga merkis-, brúðkaups- eða starfsaf- mæli. Greinarnarverða meðáþekku sniði og byggjast á sambærileg- um upplýsingum og fram koma í afmælisgreinum blaðsins en eyðublöð fyrir upplýsingar afmælisbarna liggja frammi á af- greiðslu DV. Upplýsingarvarðandi brúðkaups- eða starfsafmæli verða að berast ættfræðideild DV með minnst þriggja daga fyrirvara. Það er einkar mikilvægt að skýrar, nýlegar andlitsmyndir fylgi upplýsingunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.