Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Blaðsíða 32
m Andlát Svava Þórarinsdóttir Schiöth, Póst- hússtræti 13, andaðist 24. ágúst. Jarðarfarir Útfór Guðrúnar Jóhannsdóttur kennara, Hamrahlíð 7, sem lést 21. ágúst sl., verður gerð frá Áskirkju miðvikudaginn 30. ágúst kl. 13.30. Hördur Tulinius, Eikarlundi 10, Ak- ureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 21. ágúst. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, mánudaginn 28. ágúst, kl. 13.30. Magnús Jochumsson rennismiöur, Klettahlíð 12, Hveragerði, andaðist að heimili sínu mánudaginn 21. ágúst sl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 1. september kl. 13.30. Oddný Ingvarsdóctir frá Laugardals- hólum, Laugavegi 98, Reykjavík. lést fimmtudaginn 17. ágúst í Landspítal- anum. Útförin verður frá Dómkirkj- unni þriðjudaginn 29. ágúst kl. 10.30. Ingimar Worm Kristjánsson frá Mið- sitju, Kleppsvegi 58, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. ágúst kl. 15. Elísabet Sveinsdóttír, Goðatúni 30. Garöabæ, verður jarðsungin frá Garöakirkju miðvikudaginn 30. ágúst kl. 13.30. ’Páll Snæfeld lést 19. ágúst. Hann fæddist á Sævarenda í Loðmundar- firði 12. janúar 1893. Foreldrar hans voru Jóhann Benónýsson og Jó- hanna Pálsdóttir. Jóhann stundaði sjómennsku í 27 ár eöa til ársins 1935 er hann hóf störf hjá Sambandinu og starfaöi hann þar fram á áttræðis- aldur. Páll var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Elísabet Thorarenss- en en hún lést langt um aldur fram. Þau eignuðust saman þrjú börn. Eft- irlifandi eiginkona Páls er Guðlaug Bjarnadóttir. Þau eignuðust flögur börn. Útfór Páls verður gerö frá Foss- vogskirkju í dag kl. 13.30. Námskeið Námskeið í skyndihjálp Reykjavíkurdeild RKI heldur námskeiö í skyndihjálp. Þaö hefst þriöjudaginn 29. ágúst kl. 20 og stendur í 5 kvöld. Nám- skeiöiö verður haldiö aö Ármúla 34 (Múlabæ). Öllum 15 ára og eldri er heim- il þátttaka. Þeir sem hafa áhuga á aö komast á námskeiöið geta haft samband við skrifstofu deildarinnar. Fjöldi þátt- takenda er takmarkaöur. Leiðbeinandi veröur Guðlaugur Leósson. Meðal þess sem kennt verður er endurlífgun og margt fleira sem getur skipt máli er slys ber að höndum. Það hefur oft sannast aö sú hjálp sem nærstaddir veita getur haft afgerandi áhrif þegar mikiö liggur viö. Tilkyimingar Leiðsöguskólinn tekur til starfa Leiösöguskóli Feröamálaráös tekur til starfa 25. september nk. Kennsla fer fram á mánudags- og miövikudagskvöldum í vetur og stendur fram til vors (maí). Þeir sem standast öll próf skólans fá löggild- ingu Feröamálaráös sem leiðsögumenn feröafólks. Leitaö er eftir fólki sem hefur reynslu af ferðalögum hér innanlands, þekkir ísland og íslenskt þjóðfélag, hefur góöa kunnáttu í erlendum tungumálum (sérstaklega þýsku eða frönsku auk ensku) og hefur áhuga á leiösögustarfi. Umsóknareyöublöð og allar upplýsingar fást á skrifstofu Feröamálaráös Islands, Laugavegi 3, Reykjavík. Innritun lýkur 29. ágúst nk. Bílanaustsrall Dagana 1.-3. september veröur haldið Bílanaust-rally 1989. Keppnin hefst viö Bílanaust. Borgartúni 26. Reykjavík, fóstudaginn 1. september kl. 11.30 og lýk- ur á sama staö kl. 13 þann 3. sept. og þar verða einnig næturstopp bæði kvöldin. Keppnin er alþjóöleg og er 1.275 km á lengd og þar af 465 km á sérleiðum. Fjór- ar erlendar og nokkrar innlendar áhafnir hafa þegar skráð sig til keppni og er búist við mikilli baráttu um öll sætin í keppn- inni því hún gefur stig til íslandsmeist- aratitils öku- og aöstoðarmanna og einnig til bikarmeistarakeppni Bílgreinasam- bandsins. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 73234 á kvöldin. Tónleikar Styrktartónleikar í íslensku óperunni Fimmtudaginn 31. ágúst heldur Edda Erlendsdóttir styrktartónleika í íslensku óperunni kl. 20.30. Edda er íslendingum að góöu kunn, hún hefur haldiö hér fiölda tónleika en auk þess hefur hún haldiö tónleika í Skandinavíu, Belgíu, Spáni, Þýskalandi, Rússlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi. Þá hefur hún víða leikið í útvarpi og komið fram í sjónvarpi. Hún hefur einnig leikið meö Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Tónleikamir á fimmtudag eru til styrktar kaupum á flygli í félags- heimiliö Kirkjuhvol á Kirkjubæjar- klaustri en Edda á ættir sínar að rekja þangaö austur. Á tónleikunum verða verk eftir: C. Ph. E. Bach, Schubert, Chopin, Grieg og Schumann. MÁKllbÁGÚR '281 ÁGÚST DV Menning Ósjálfráðar íslandsmyndir - um sýningu Michaels Kunert í FÍM-sal íslandsvinurinn austur-þýski Mic- hael Kunert sýnir um þessar mundir verk sín í FÍM-sal viö Garðastræti, akrýlmálverk og graf- ík. Kunert nam list viö Listaháskól- ann í Leipzig, mestmegnis undir handleiöslu Hartwigs Ebersbach, en kennsla hans mun hafa verið mjög óhefðbundin og beinst aö því að innleiða ný viðhorf til náms. M.a. mun þar hafa verið lögð áhersla á tengsl ólíkra listgreina, gjörninga og nýexpressjónisma í málverki. Flæði Kunert kveðst hafa hrifist svo af íslenskri náttúru þegar hann kom hér fyrir tveimur árum að hann hefur tileinkað íslandi mörg verka sinna síðan þá. Þessa sér stað á sýningunni í FÍM-sal, í verkum á borð við „Mein Herz kotzt uber Achterdeck", sem þýða mætti: „Hjarta mitt ælir yfir áttundu brú“. Svo upplifun Kunerts á ís- landi er í það minnsta ekki rós- rauð. Sýning hans er býsna litrík, stundum um of. Flæðistíll teikning- anna flæðir á stundum yfir bakka sína. En stundum ekki, og þá er oftast nær um gullkorn að ræða. Ósjálfrátt Akrýlmyndin „Die Flut“ („Flóð- ið“) er kraftmikil og einföld aö upp- byggingu en býr yfir leyndardóms- fullum smáatriðum eins og Kunert virðist í lófa lagið að töfra fram „ósjálfrátt". Þessi ósjálfráði blær teikninganna virðist oft á tíðum eins og bein tilvísun í liststefnu Frakklands Jean Dubuífet sem hann kallaði „L’art brut“. Dubuffet var skólaður í myndlistarakademí- um en gerðist fráhverfur öllum listaelítum og datt í hug að listar- innar væri fremur að leita hjá börnum og geðsjúkum. Hann lagði ofuráherslu á automatisma eða ósjálfráða teikningu sem dadaistar og súrrealistar höfðu gert tilraunir með tveimur til þremur áratugum áður. Þar áöur höfðu hinir ýmsu dulspekiáhugamenn iðkað ósjálf- ráða teikningu því þannig töldu þeir sig geta komist í tæri viö anda- heiminn. Michael Kunert ákallar hina ýmsu vætti í verkum sínum en þó virðist hann fyrst og fremst „Rödd borgarinnar" eftir Michael Kunert. Myndlist Ólafur Engilberts í könnun síns innra lands. Vítis- myndin „Hölle" er til vitnis um það og sömuleiðis „Verwandlung". Myndirnar „Schwimmer auf Lawagrund" og „Befragung des Gletscher" eru í opnari stíl og greinilega íslenskættaðar. Ofhlaöið Grafíkin í neðri sal ásamt bók- verkunum er sér kafli á sýningu Kunerts. Hvorugur kaflinn þykir mér hinum yfirsterkari eða betri. Kunert hættir líka til að ofhlaða grafíkverkin, samanber „Licht" og „Einfach uber wasser gehen“. Silkiþrykk er greinilega ekki held- ur sterkasta hlið Kunerts. Best þykir mér parið undir nýja tungl- inu og hausamyndirnar og „Rödd borgarinnar". Meðal annarra orða: FÍM hefði gjarna mátt þýða heiti verkanna mörlöndum til hagræðingar. Eiga „íslandsmyndir" ekki heimtingu á slíkri viðleitni? Lýsingu hefði einn- ig að ósekju mátt vanda betur. Sýn- ing Michael Kunert stendur til þriðjudagsins 5. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.