Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1989, Side 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháÖ dagblað MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1989. Lögreglan í Reykjavík: Þrekuðum sundmanni bjargað úr sjónum Lögreglan bjargaði manni sem hafði lagst til sunds frá Ánanaustum á laugardagskvöld. Hringt var til lög- reglu á áttunda tímanum. Fjórir lög- reglumenn fóru á eftir manninum á gúmmíbáti. Þegar komið var að hon- um urðu tveir lögreglumenn að stinga sér til sunds og hjálpa mann- inum þar sem mjög var dregið af honum. Þegar komið var með hann til lands var hann fluttur á Landspítalann þar sem hann var orðinn talsvert kaldur og þrekaður. Ekki er vitað hvað maðurinn ætl- aðist fyrir þegar hann stakk sér til sunds. Grunur er um að hann hafi verið ölvaður. -sme Tveir teknir . í Óshlíðinni Lögreglan á ísafirði tók tvo öku- menn fyrir of hraðan akstur í Óshlíð á fóstudagskvöld. Annar mældist á 138 kílómetra hraða og hinn á 114. Ökumennirnir voru báðir sviptir ökuleyfi. Þá tók lögreglan tvo ökumenn grunaða um ölvun við akstur. Annar var tekinn á Flateyri og hinn á ísafirði. Helgin var frekar róleg hjá lögregl- unni á ísafirði. -sme Ölvaður öku- 7 maður lenti í bílveltu Aðfaranótt sunnudagsins vildi það óhapp til í Hrunamannahreppi að ökumaður missti stjóm á bíl sínum og velti honum. Hann var einn í bíln- um og slapp ómeiddur en hann var að sögn lögreglu á Selfossi mjög ölv- aður. Ökumaður var á leið frá Flúðum og var lögreglubíll nálægt er óhappið varð. Bílhnn er töluvert skemmdur. Um helgina var töluverður erill hjá lögreglunni á Selfossi og voru þrír aðrirteknirölvaðirviðaksturífyrri- nótt. Engin slys urðu þó á fólki. -ÓTT Ríkisstjómin gerir borgurum tilboð: Dóms- 09 um- hverfismála- - samstarfsráðherra Norðurlanda fylgir með í kaupunum Rikisstjómin gekk frá tilboði ekki tjá sig um tilboð ríkisstjómar- töluna. í tilboði ríkisstjómarinnar sínu til Borgaraflokksins í gær. innar. Þeir sögðu málefnin skipta er ekki tekið af skarið með það. Samkvæmt heimildum DV em meira máli en embættin. Hins vegar er sagt að stefnt skuli borgurum þar boðin tvö ráðherra- Samkvæmt heimildum DV er fátt að því. embætti. afgerandi í tilboði rikisstjómarinn- Framsóknarmenn munu láta ar. Borgaraflokkurinn hefur lagt Fátt eitt er eftir af upphaflegum dóms- og kirkjumálaráðuneytið, mikla áherslu á afnám matar- kröfum borgara í tilboði ríkis- borgurum er boðiö umhverfis- skattsins. Ríkisstjómin hefur hins stjórnarinnar. Reiknimeistarar málaráðuneytið og kratar munu vegar þegar náð samkomulagi um stjórnarinnarfunduútaðefgengið láta af hendi samstarfsráðherra hvernig staðið skuli að upptöku yrði að þeim öllum myndi það Noðurlanda og forseta neðri deild- virðisaukaskattsins. Einungis kosta ríkissjóö um 10 milljarða. ar. kindakjöt, nýmjólk og fiskur verð- Þeim var því flestum hafiiað. . Þeir þingmenn Borgaraflokksins ur niðurgreitt. Borgarar hafa einn- -gse sem DV ræddi við í morgun vildu ig vifjaö aíhema lánskjaravísi- Mikil veðurblíða hefur leikið við landsmenn undanfarna daga og ungir sem gamlir leikið við hvern sinn fingur. Þótt örlað hafi á næturfrosti á stöku stað hefur fólk brugðið sér í tjaldferð í sumarlok. Heiðrikja og sólskin var þegar þessum tjöldum var slegið upp í helgarbyrjun en þegar vinurinn á myndinni leit út í morgun var heldur aumlegt um að litast, látlaus beljandi. Þeim sem sáu mánaðarveðurspána, sem DV birti í síðustu viku, ætti ekki að vera brugðið eða þeim er heyrðu og sáu spána á skjánum i gærkvöld - þær eiga samleið. DV-mynd KAE íkveikja í Skagafirði Talið er víst að eldurinn, sem braust út á bænum Hróarsdal í Skagafirði í gær, hafi kviknað af mannavöldum. Búið er að útiloka að eldurinn hafi kviknað í heyi og eins er útilokað að hann hafi kviknað út frá rafmagni. Reyk sást leggja frá reykhúsi, sem er undir fjárhúsi, frá klukkan átta um morguninn. Um klukkan tvö gaus upp mikill eldur og urðu fjárhús og hlaða alelda á skömmum tíma. Slökkvistarf tók um fjórar klukku- stundir. Fjárhúsið og hlaðan eru gjörónýt eftir eldinn. Rösklega 800 baggar af heyi voru í hlöðunni. Þeir eru ónýtir. Enginn býr í Hróarsdal en jörðin er nýtt. Þrátt fyrir að reyk legði frá bænum grunaði engan hvað var í vændum. Talið var að reykinn legði frá reykhúsinu. Ekkert bendir til þess að svo hafi verið. Lögreglan á Sauðárkróki vinnur að rannsókn á brunanum. Eins og fyrr sagði leikur grunur á að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum. -sme Hestamaður fyrir bfl Hestamaður varð fyrir bíl á Sauð- árkróksbraut seint í gærkvöld. Öku- maður bíls, sem var ekið norður brautina, sá ekki hestamennina, sem voru tveir, fyrr en of seint. Bíllinn skall aftan á öðru hrossinu. Knapinn kastaðist af baki. Hann slasaðist tals- vert en er ekki í lífshættu. Aflífa varð hrossið. Myrkur var þegar slysið varð. Lög- reglan á Sauðárkróki vill taka fram hversu nauðsynlegt er fyrir hesta- menn að vera með endurskinsmerki þegarriðiðerímyrkri. -sme Nýlegur bíll hafnaði úti í skurði Um kvöldmatarleytið á laugardag vildi það óhapp til á Hagabraut í Holtum að nýlegur japanskur bíll ók út af veginum og hafnaði síðan á hjól- unum úti í skurði. Að sögn lögreglu á Hvolsvelli mun ökumaður hafa misst stjórn á bílnum í lausamöl og var hann, ásamt far- þega sem sat í aftursæti, fluttur á slysadeild Borgarspítalans. Ekki mun vera um alvarleg meiðsl að ræða og mun það vera bílbeltum að þakka að ekki fór verr. Bíllinn er mikið skemmdur eftir óhappið. -ÓTT LOKI Þetta er að verða eins og arabískur prúttmarkaður í pólitíkinni Veðrið á morgun: Rigning eða súld Á morgun er gert ráð fyrir sunnan- og suðaustanátt um mestallt land. Um sunnan- og vestanvert landið verður rigning eða súld þegar líður á daginn. Þurrt verður að mestu á Norður- og Austurlandi. Hiti verður á bil- inu 7-12 stig. Kentucky Fried Chicken Hjallahrauni ij, Haftiarfirði Kjúklingarsem bragð erað. Opið alla daga frá 11—22. UmAmsterdam tíl allra átta ARNARFLUG •JÉSf KLM Lágmúla 7, Austurstræti 22 <g 84477 & 623060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.