Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1989, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1989, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1989. Utlönd Menem útilokar stríð Carlos Menem, forseti Argentínu, lýsti því yíir í gær að hann myndi ekki fara í stríö við Breta út af Falklandseyjum en hann myndi berjast lengi á vettvangi stjórnmála og dómstóla til aö ná þeim aftur á sitt vald. Þetta kom fram í viðtali við for- setann á bresku sjónvarpsstööinni Channel Four. Þegar hann var spurður hvort Argentína vildi enn £á yfirráö yfir eyjunum sagði forsetinn að svo væri. „En við höfum ýtt því máli til hliöar. Þaö hefur verið gert til að koma aftur á eölilegu sambandi milli ríkjanna svo við getum rætt yfirráðin síðar.“ FuHtrúar rikjanna ræddust viö i New York í síðasta mánuði og ann- ar fundur er boöaður í Madríd í október. Menem sagðist vona að sá fundur yrði til þess að stjóramála- sambandi yrði aftur komiö á milli landanna. Menem Argentínuforseti, sem hér sést með hðvöxnum körfubotta- manni, segist ekki fara í stríö vegna Falklandseyja. Simamynd Reuter Gleypti leðurblöku Kanadískur námuverkamaður gleypti lifandi leöurblöku til að vinna fimm þúsund króna veömái en þurfti að borga fyrir fífldirfskuna meö þvi að láta bólusetja sig gegn hundaæði aö því er kanadískur dýralæknir skýrði frá í gær. Dýralæknirinn sagði aö námumaðurinn hefði setiö að sumbli með vinnufélögum sinum þegar þeir heföu manaö hann til að eta leðurblök- una. „Þetta er algjör klikkun. Þessi náungi lætur leðurblökuna ganga gegnum furðulegustu raunir og svo lætur hann skattgreiðendur borga fýrir hundaæðisprautuna," sagði dýralæknirinn. Hann ráölagði heilsugæslu staöarins að sprauta átvaglið og drykkjufé- laga hans þar sem leðurblökur geta boriö hundaæðiveiruna án þess að sýna nokkur einkenni sjúkdómsins. Stríðsglæpamaður framseldur Meintur striösglæpamaður fyrr og nú. Josef Schwammberger verður (ramseldur til Vestur-Þýskalands. Símamynd Reuter Argentínskur dórastóll fyrirskipaöi í gær að Josef Schwaramberger, meintur stríösglæpamaður og nasisti, skyldi framseldur til Vestur-Þýska- lands svo hægt yröi að rétta yfir honura. Schwammberger er ákærður fyrir aö hafa drepið fímm þúsund gyðinga að minnsta kosti i þrælkunar- búðuin nasista á stdösárunum Ðómstóll í Stuttgart kraíðist framsais Schwammbergers 1987 og argent- ínskur dómari félls á beiönina ári síðar. Þegar Schwammberger, sem er fyrrum SS foringi, var handtekinn í desember 1987 var hann á lista yfir tíu hættulegustu stríðsglæpamennina. Hann hefur verið í varðhaldi frá þvi hann var handtekinn. Schwammberger kom til Argentínu 1949, tveim- ur árum eftir að hann strauk úr fangelsi i Austurríki. Vitni ffeilur saman Sjónvarpspresturinn ameriski, Jim Bakker, sem orðið hefúr aö þola háðung og vanviröu, yfírgaf réttarsalinn í tárum í gær þegar vitni gegn hopum féll saman. Bakker er ákærður fýrir fjárplógsstarfsemi. Áður en hann féll saman sagði Steve Nelson, sem er fyrrum hátt settur starfsmaður Bakkers, að Bakker hefði beðið fólk um framlög tíl kristilegr- ar hótelbyggingar þó svo hann vissi að ekki yrði hægt að taka á mótí öllum sem gæfu peninga. En undir harðri yfirheyrslu lögfræðings Bakkers féll Nelson saman og var færður á sjútarahús. Þar var hann tekinn til meöferðar við vessaþurrð. Hóteidrottnins sek ffundin Bandaríska hóteldrottningin Leona Helmsley, sem eitt sinn sagðist halda að aðeins litla fólkið borgaði skatta, komst að því í gær að svo er ekki. Dómstóll fann hana seka um að hata svikist um að borga rúmlega eina milljón dollara í skatta. Búist er viö að hún þurfi að borga milljónir dollara í sektir og jafhvei föra í fangelsi. Leona og eiginmaður hennar, Harry, eiga fjölmörg hótel í New York, auk þess sem þau eiga hlut í Empire State byggingunni. Ekki eitt einasta vitni í réttarhöldunum gat hóteldrottningarinnar að góðu. Leona Helmsley yfírgefur réttar- sallnn eftir úrskuröinn. Sfmamynd Reuter Lögreglan í Höfðaborg handtók í gær nær tvö hundruð konur sem ætluðu að ganga til breska sendiráðsins og leggja áherslu á mótmæli sin gegn lífláti barna og fangelsun án réttarhalda. Símamynd Reuter Eiginkona Tutu handtekin Andstæðingar kynþáttaaðskilnað- arstefnunnar í Suður-Afríku hafa hvatt til fjöldagangna um allt land í dag til aö mótmæla þingkosningun- um í næstu viku. Hvatning þessi kom í kjölfar handtöku á hundrað sjötíu og fjórum konum í gær, þar á meðal eiginkonu Desmonds Tutu erkibisk- ups, vegna mótmælagöngu þeirra í Höfðaborg. í úthverfum, þar sem kynblending- ar búa, var skotið á þrjá skólanema í átökum milli þeirra og lögreglu. Einnig var beitt táragasi gegn ungl- ingum sem brennt höfðu hjólbarða. Búist er við að mótmælin gegn kosningunum eflist um allt land eftir því sem nær dregur kosningunum sem blökkumenn fá ekki að taka þátt í. Þær eru einungis fyrir hvíta, Indveija og kynblendinga. Er jafnvel gert ráð fyrir allsheijar- verkfalli í þrjá daga og ólöglegum fjöldafundum í Jóhannesarborg og Höfðaborg. í Jóhannesarborg er ráð- gerður mótmælafundur í dag á lóð háskóla þar sem námsmenn eru flestir hvítir. Tutu kvaðst í gær vera hreykinn af mótmælendum á meðan hann stóð Desmond Tutu erkibiskup og kona hans, Leah, á leið frá dómshúsi i Höföa- borg. Hún hafði verið handtekin í gær ásamt nær tvö hundruð öðrum kon- um sem efnt höfðu til mótmælagöngu. Símamynd Reuter fyrir utan dómshús og beið eftir að kona hans yrði látin laus. Benti hann á að handtakan á konunum í gær væri ekki i samræmi við loforö de Klerks forseta um að reyna að binda enda á aðskilnaðarstefnuna og semja við blökkumenn um full pólitísk rétt- indi. Reuter Kúlnaregn í Beirút Beirút stundi í morgun undan fall- byssuskotum og eldflaugaárásum er stríöandi aðilar höfðu að engu til- raunir Frakka til að binda enda á margra mánaða stórskotaliðsárásir. Þær hafa nú orðið að minnsta kosti sjö hundruð og sjötíu manns aö bana. Ekkert hafði frést í morgun hvort einhverjir hefðu fallið í bardögunum sem hófust í dögun. í gærkvöldi biðu hins vegar fjórir bana og fjörutíu og einn særðist. Þrátt fyrir kúlnaregn fór sendi- maður Frakka, Francois Scheer, til fundar við múhameðstrúarmenn í vesturhluta Beirút í gær til að ræða við þá um friðaráætlun Frakka. Það hefur vakið athygli að á meðan á heimsókn sovésks sendimanns stóð þar í síðustu viku þögöu byssumar. Moskva sér Sýrlendingum fyrir megninu af þeim vopnum sem Sýr- lendingar nota. Ráðgert er að Scheer, sem dvaldi í húsi franska sendiherrans í austur- hluta Beirút í nótt, fari til Saudi- Arabíu í dag. Reuter Þegar hlé varð á bardögum í Beirút í gær fór þessi sýrlenski hermaður á markað til að kaupa föt á sig og fjölskyldu sína. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.