Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1989, Blaðsíða 14
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMlÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 11 5 kr.
Skattur á sparifé
Ríkisstjórnin er að því komin að leggja skatt á vexti
af sparifé. Þetta er tillaga Ólafs Ragnars Grímssonar
gármálaráðherra. Hún er til umræðu innan ríkisstjórn-
ar. Gera má ráð fyrir, að þessi skattlagning verði sam-
þykkt. Ríkisstjórnin slær hvert skattametið af öðru. Auk
þess láta talsmenn stjórnarinnar drýgindalega. Þeir
segja, að ríkisstjórnin hafi lýst þessu yfir frá upphafi,
eins og satt er. En lengi vel vonuðu menn, að ekki yrði
af þessari skattlagningu. Með henni er höggvið að gamla
fólkinu, sem hefur nurlað saman einhverju til efri ára.
Ríkisstjórnin svífst einkis. Allt bendur til, að af þessari
skattlagningu verði. Hún er óréttmæt og ranglát.
Hinir öldruðu, sem eiga eitthvert fé í bönkum, hafa
yfirleitt aflað þess með striti. Þetta fólk á rétt á að halda
sparifé sínu óskertu. En það viðurkennir þessi stjórn
ekki. Hún hyggst með skattlagningu sparifjár fá hálfan
annan milljárð í ríkiskassann. Vel að merkja var þetta
fólk búið að greiða sína tekjuskatta, áður en það eignað-
ist fé, yfirleitt eitthvert smáræði, í bönkum. Þeim mun
ranglátara er, að þessi hörmungarstjórn fari nú að taka
stóran skatt-af vextatekjum.
Ekki síður ber að hta á áhrifin á sparnaðinn í heild.
Sparnaður er þjóðfélaginu lífsnauðsyn. En nú skal
höggvið að gamla fólkinu. Stjórnina skortir fé. Hún
svífst einskis til að ná því fé. Útkoman verður auðvitað,
að sparnaðurinn hrynur. Þjóðfélagið á eftir að gjalda
þess. En kannski telja núverandi ráðherrar sig ekki
munu sitja lengi. En þeir munu sitja með skömm. Enn
einu sinni er ætlunin, að hinir öldruðu, sem spara,
greiði fyrir eyðslu hinna yngri. En fyrst og fremst mun
þetta fé renna í ríkiskassann og hverfa þaðan í hvers
konar sukk, sem ríkisstjórnin gengst fyrir. Peningunum
verður yfirleitt sem fyrr eytt á óarðbæra hluti. En sparn-
aðurinn í þjóðfélaginu mun þverra. Hvaða ríkisstjórn
sem verður mun gjalda þess. Það verður skammgóður
vermir fyrir ríkisstjórn að höggva á spariféð. Að vísu
vonast ríkisstjórnin eftir, að þetta muni gera kaup á
ríkisskuldabréfum fýsilegri. Þau verði skattfijáls. Með
því er auðvitað stefnt að grófri mismunum milh sparn-
aðarforma. Ríkisstjórnin þekkir ekkert siðgæði, þegar
um ræðir að hirða fé af skattborgurunum.
Þá er rætt, að eignarskattar verði eitthvað minnkaðir
í staðinn, svo og skattur af arði af hlutafé. Um það er
ráðlegast að segja nú, að tillögur um minni eignarskatt
eru þokukenndar. Eftir því sem við þekkjum verk þess-
arar ríkisstjórnar mun ætlunin að skattur af vaxtatekj-
um skih hálfum öðrum mihjarði, en á móti verði eignar-
skattur lækkaður um brot af því. Þetta er sú staðreynd,
sem við höfum fengið af reynslunni af þessari ríkis-
stjórn. Hinir öldruðu eiga drjúgan hluta sparnaðarins,
fólk sem eignaðist lítilræði með þrotlausri vinnu. Þetta
er meginstofninn. Nú er ætlunin að skattleggja raun-
vexti, sem þetta fólk fær umfram verðbætur. Og stjórn-
arhðið hefur reiknað dæmið og segir: Hálfur annar
mihjarður í auknum ríkistekjum.
Víst er gott, ef eignarskattar lækka á móti. En við
trúum illa, að það verði að ráði. Víst er hagstætt, að
skattur af hlutafé minnki. En hið hörmulega er, að þessi
ríkisstjórn heldur áfram að ráðast á gamla fólkið. Jafn-
framt grefur hún sér þá gröf, að sparnaður í þjóðfélag-
inu mun hrynja. Það mun reynast öhum ríkisstjómum
á næstunni bagalegt, meðan viðhaldið verður þeim
skatti á sparifé, sem ríkisstjórnin stefnir nú að.
Haukur Helgason
FIMMTÍJPAGUR 31. ÁGÚST-1989,
„Lýðræðisþróun i Sovétríkjunum er forsenda árangurs í kjarnaafvopnun sem og hornsteinn efnahagsþróun-
ar,“ segir hér meðal annars. - Frá síðasta fundi þeirra Ronalds Reagan og Míkhaíls Gorbatsjov.
Sveigjanlegt
siðferði
í langdrægum kjamavopnum
eiga Sovétmenn 12.000 kjamaodda
og Bandaríkjamenn 14.000. Skipt-
ing þeirra á vopnagreinar sam-
bærileg: hjá Bandaríkjamönnum
2.300 í þremur geröum flauga á
landi, 6.700 í tveimur gerðum
flauga til sjós og 5.000 í fallsprengj-
um og stýriflaugum í tveimur gerö-
um þotna.
Þessir kjamaoddar Bandaríkja-
manna hafa að minnsta kosti tvö- -
falda, flestir margfalda, sprengi-
orku Hiroshima-sprengjunnar.
Venjulegur kjamaoddur úr lang-
drægri sovéskri flaug hefur
sprengiorku á við hálfa milljón
tonna af TNT. Þrír þessara mynda
samanlagða orku allra sprengna
sem Bandaríkjamenn vörpuðu á—
Þýskaland í heimsstyrjöldinni síð-
ari. Sovétmenn einir gætu því end-
urtekiö þá eyðileggingu ríflega
3.000 sinnum.
Stórveldin hafa hvort um sig nær
2.000 önnrn- kjarnavopn til sjós, s.s.
gagnflugvélaskeyti, gagnkafbáta-
flaugar, djúpsprengjur, stýriflaug-
ar, tundurskeyti og tundurdufl. Því
er leynt hvort ákveðið skip beri
kjarnavopn. Þótt stórveldin geti
greint slíkt er tilgangurinn að
hindra umræður hjá þriðja aðila
sem orsakað gætu hafnbann á skip-
in.
Nokkrar kenningar
Kenningar Bandaríkjamanna um
kjarnavopn em:
- Að verða fyrri til væri vitað að
Sovétmenn hygðu á árás,
minnka þannig eigin skaða. Viss-
an yrði aldrei ömgg og kafbátar
gætu afltaf endurgoldið.
- Gagnárás á hemaðarleg skot-
mörk og að fá Sovétmenn til að
hætta stríði. Greining í hemað-
arleg og borgaraleg skotmörk er
einungis fræðileg - afleiðingarn-
ar yrðu þær sömu.
- Geimvarnaáætlunin átti aö
vemda þjóðfélagið en myndi aö-
eins geta hlíft nokkrum skot-
stöðva kjamavopna á landi. End-
urgjaldshæfni mætti eins bæta
með fjölgun skotstöðva og fækk-
un kjamaodda í hverri flaug.
- Gagnkvæm ömgg eyðing er eina
raunsæja og heiðarlega kenning-
in: árás annars, endurgjald hins
- gereyðing. Langdræg kjarna-
vopn í kafbátum eru best varin
allra og þau sem síðast yrði
fækkað, jafnvel síðast lögð niöur
KjaHarinn
Jón Sveinsson
er sjóliðsforingi að mennt
semdist um útrýmingu kjama-
vopna.
Skyldi þeim fækkað yrði jafnframt
að fækka eftirlitsstöðvum beggja
(Keflavík er nefnd) þannig aö jafn-
erfitt yrði að granda bátunum, sem
eftir yrðu, og kjamahótunin yrði
söm. En færri bátar þýddu minni
hættu á mengunarslysum.
Sveigjanleg viðbrögð er kenning
sem í einni útgáfu gerir ráð fyrir
að Bandaríkjamenn geri kjama-
árás á Sovétmenn sem þá hætti við
stríð í Evrópu. Raunhæfari við-
brögð þeirra væru þó kjarnaárás á
Bandaríkin. í annarri útgáfu skyldi
kjamaárás gerð á Varsjárbanda-
lagið utan Sovétríkjanna sem þá
er ætlað að hlifa Bandaríkjunum.
Takmarkað kjarnastríð skyldi háð
í Evrópu.
Starfsmaður öryggismálanefnd-
ar(!) Alþingis hefur sagt að í stríði
verði íslendingar, sem aðrir
NATO-aðilar, að vera reiðubúnir
að biðja kjamaveldi NATO að hefja
kjamaárás á Varsjárbandalagið.
I kennslubók í varnarviðbúnaði
fyrir pólska gmnnskóla eru
NATO-lönd tahn og íslandi ekki
gleymt. Skýrt er frá kenningunni
um sveigjanleg viðbrögð, ítarlega
íjallað um kjarnavopn, áhrif þeirra
og einstaklings- og almannavamir
gegn þeim.
Takmarkað kjamastríð er ósk-
hyggja og stuðningur við þá hug-
mynd siðblinda sem lækkar þrösk-
uld ákvörðunar um beitingu
kjarnavopna yfirleitt en sú ákvörð-
un er ekki hernaðarlegs eðhs í eig-
inlegum skilningi. Kenningin er að
grafa undan NATO og hefur rýrt
áht horgaranna á hervömum al-
mennt, sem er miður.
Óraunhæf tillaga
Lýðræðisþróun í Sovétríkjunum
er forsenda árangurs í kjarnaaf-
vopnun sem og homsteinn efna-
hagsþróunar. Árleg útgjöld til her-
mála í Bandaríkjunum hafa verið
fryst í tæpum 300 milljörðum dala
frá 1986.
Framleiðslukerfi kjarnavopna í
Bandaríkjunum er orðið óvirkt
vegna vanrækslu við öryggisstaðla
og mengunarvarnir og mun kosta
150 milljarða dala að koma því í
gagnið. Efnahagslegar orsakir
knýja þess vegna stórveldin til
samninga.
Sem sjálfstæðu, fullvalda ríki og
aðila að hemaðarbandalagi er ís-
landi fært og skylt að taka þátt í
afvopnunarviðræðum með mótaða
og heiðarlega afstöðu. Tillaga utan-
ríkisráðherra um afvopnun á höf-
unum er það óljós að vart er hægt
aö taka afstöðu til hennar og svo
óraunhæf að vopnuðum þjóðum
virðist ekki ætlað að taka hana al-
varlega.
Ástæður tillögugerðarinnar eru
einstakhngsbundin fjölmiölafikn
og tilraun til að bjarga andhti Al-
þýðubandalagsins fyrir augum
þeirra sem enn trúa að það eitt fjór-
flokkanna skoði í raun erlent her-
hð í landinu sem annað en ómiss-
andi efnahagslega auðlind.
Jón Sveinsson
„Sem sjálfstæðu, fullvalda ríki og aðila
að hernaðarbandalagi er Islandi fært
og skylt að taka þátt 1 afvopnunarvið-
ræöum með mótaða og heiðarlega af-
stöðu.“