Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1989, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR'31. ÁGUST 1989. Spumingin Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Pétur Sverrisson: Ekkert sérstakt. Ég ferðaðist norður í land og fékk gott veður þar. Hilmar Pétur Hilmarsson: Ég var nú mest í fótbolta. Svo fór ég í Galtalæk um verslunarmannahelgina. Laufey Kristjánsdóttir: Ég fór vestur um land og hringinn, tók Vestfirðina með. Maríanna Hallgrimsdóttir: Ég var bara að vinna á róló og fór ekki i neitt ferðalag. Hulda Árnadóttir: Ég var að vinna á bamaheimili í Danmörku í tvo mán- uöi. Síðan fór ég til Svíþjóðar og Finnlands. Lesendur Bjargið Hótel Borg! Magnús Jósepsson: Eg fór á Hvera- velli. Annars er ég bóndi og tek því sumarfrí síst af öllu. Elín hringdi: Ég hringi til að leggja orð i belg varðandi umræðuna sem spunnist hefur um hugsanleg kaup alþingis á Hótel Borg. Sem innfæddur Reykvík- ingur og verðandi kjósandi hér (er rétt ókomin á kosningaaldur) mót- mæli ég eindregið að alþingi gangi til samninga um kaup á þessari þekktu og vinsælu fasteign. - Ég held að þetta sé einnig skoðun allflestra Reykvíkinga. Ég held líka að enginn sé að and- mæla því aö eigendur Hótel Borgar selji þessa eign sína ef þeir á annað borð kjósa að losa sig við hana. Það sem hins vegar margir eiga bágt með að kyngja er aö alþingi kaupi Hótel Borg og geri hótelið að vinnustaö og mötuneyti fyrir hið opinbera um ókomin ár. Ég tel fyllilega tímabært aö Reykja- víkurborg athugi sinn gang og borg- arstjóri gangi fram fyrir skjöldu, eins og einhvers staðar hefur komið fram hugmynd um áður, og láti kanna hvort borgin sjálf geti ekki keypt hótelið með það fyrir augum að reka það áfram sem hótel og veitingastað. Það myndi verða mikið óhappa- verk ef svo færi að alþingi fengi öll yfirráð yfir einu vinsælasta og íjöl- farnasta svæði borgarinnar því þar með legðist dauð hönd yfir mun stærri hluta nágrennisins en bara hótelið og svæði þess. Þarna yrði engin gangandi umferð lengur og enginn myndi leggja leið sína inn á staðinn til að eiga þar skemmtilega stund, hvorki að degi til né að kvöldi. Ungt fólk í borginni er stór hluti kjósenda í næstu kosningum, bæði tÓ borgar- og sveitarstjómar og í næstu alþingiskosningum. Sá breiði hópur er áreiðanlega tilbúinn að gera hugsanleg kaup alþingis á Hótel Borg að kosningamáli og það gæti orðið heitt kosningamál ef rétt er að mál- um staöið. Ur veitingasal Hótel Borgar. - Verðandi mötuneyti fyrir alþingismenn? „Það er ekki neinum til framdráttar að slaka á eftirliti með umferðarreglun- um,“ segir hér m.a. Of ung fyrir ökuleyfi E.K. hringdi: Ég er felmtri slegin út af því að krakkar sem nýlega eru orðnir 17 ára gamlir skuli fá ökuleyfi eftir svo sem 8 tíma kennslu, eins og ég hefi heyrt að geti skeð. - Ef þetta er rétt þá er það hræðileg staðreynd. Að fara með þann undirbúning út í umferðina er ekki síöur slæmt fyrir þá sem það gera en hina sem þar eru fyrir. Það er áreiðanlega ekki til framdráttar neinum að slaka á eftir- liti með. umferðarreglunum hér og þá á ég ekki síst við undirbúnings- fræðslu fyrir hina nýju ökumenn. Æskilegt er að fylgjast mun betur með umferðinni hvarvetna á landinu Enska eða esperanio? Þorsteinn skrifar: Það hefur mikið veriö rætt um að nú sé íslenskt mál í hættu og að óvin- ir sæki að því úr öllum áttum, eink- um úr enska heiminum. Sjónvarp, útvarp og blöö séu uppfull af ensku- slettum, jafnvel heilu setningarnar teknar upp í texta ritaðs eða talaðs máls og látið gott heita. Ég er einn þeirra sem tel aö það sé enginn skaði skeður þótt fólk hér noti enskuslettur í töluðu máli. Þetta hefur ávailt tíðkast og víðar en hér án þess að skaði verði af. Á meðan Danir réðu hér ríkjum þótti jafnvel flnt að hafa annað hvert orð danskt. Svo kom sá tími aö þetta þótti ekki fínt lengur og tími málhreinsunar fór í hönd. Dönskuslettur eru nú „svo gott sem“ horfnar úr íslensku máli. Þá kemur enskan til sögunnar og fer að ergja málvöndunarmenn og aöra þá sem sjá draug í hveiju horni þegar slagarar eru sungnir á ensku eða létthjalarar nýju útvarpsstöðv- anna „æpa ekki eftir nóturn". Þetta er ástæöulaus ótti. Enskan er að vísu mikið og víðfeðmt tungumál og af- skaplega auðveld viðureignar í dag- legu tali. Hún er hins vegar mjög strembin þegar kemur að orðaforða, sem tekur til fræði- og vísindagreina, þótt hún eigi orð yfir flest það sem fyrir kemur á þeim vettvangi. Allir íslendingar læra ensku í skóla, einnig dönsku (bæði máhn eru skyldugreinar), sumir læra auk þess þýsku og frönsku en þó í minna mæli. Hvað skyldi þá svo sem vera athugavert við það að horfa á sjón- varpsefni sem ekki er textað á ís- lensku? Er það ekki bara af hinu góða að fólk fylgist með töluðu er- lendu máli í takt við leik og starf? Það eru einkennileg fræði ef skylda á ungmenni að læra erlend mál en leyfa þeim svo ekki notfæra sér þá kunnáttu með því að hlusta á texta á viökomandi máli! Hér í eina tíð þótti mörgum þeim, er mest amast nú við enskunni, það sjálfsagt að troða inn á okkur ókenni- legu tungumáli sem kallasf esper- anto, alþjóðlegu hjálparmáli sem Pólveijinn Zamenhof bjó til. Kennsla var hafin í Ríkisútvarpinu og átti að koma til góða, jafnvel að taka við sem alheimstungumál síðar, að sögn. - Nú dettur engum í hug að esperanto verði nokkru sinni notað sem al- þjóðatungumál. Sama er meö enskuna, hún veröur aldrei alheimstungumál. Það er því ástæðulaust að óttast að enskan taki við af íslenskunni í náinni framtíð þótt hún henti vel ungum og öldnum Islendingum sem eins konar „bragö- bætir“ um nokkurt skeið í fremur leiðigjömum og langsóttum texta- flutningi við graðhestatónlist. Dýrmætur minja> gripur tapaðist Helga hringdi: Stór, kringlótt víravirkisbijóst- næla með laufblaðamynstri ofan á tapaðist á kvöldgöngu í mars eða aprílmánuði sl. Gengið var um Bergstaðastræti, Mímisveg, fram- hjá Hallgrímskirkju og niður Skólavörðustíg. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn aö hringja í síma Í2379 eftir kl. 19 og gefa upplýsingar um fund- inn. og gefa hvergi eftir í þeim viðurlög- um sem sett hafa verið við brotum ogþá ekki síst endurteknum brotum. Eg var að koma í bæinn utan af landi fyrir nokkru. Ekið var á eftir bíl með tjaldvagn tengdan aftan í. Tjaldvagninn var alveg ómerktur og ljóslaus. í einu orði sagt ólöglegur. - Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um hvemig menn bijóta umferðar- reglur og nota ökutæki sín sem eins konar ögrun við aöra vegfarendur. Dæmi sem sýnir að mikið verk er enn óunnið til aö koma í veg fyrir hugs- anleg og óþarfa slys og harmleiki í umferöinni. Úr dýrasafni Byggða- og listasafns Árnesinga á Selfossi. Dýrasafnið á Selfossi Safnvörður Byggða- og listasafns Árnesinga á Selfossi skrifar. Fyrir rúmum tveimur vikum var í lesendadálki DV nánast auglýst eftir þeim hluta íslenska dýrasafnsins, sem seldur var til Ámessýslu og sett- ur upp í tengslum vi Byggða- og lista- safniö á Selfossi. - Hér var um að ræða allstóran hluta upprunalega safnsins og var dýmnum komiö fyrir aö nýju af hinum fjölhæfa listamanni Eyvindi Erlendssyni. Söfnin á Selfossi eru opin daglega á sumrin en á vetuma eftir umtali. Þá eru þar tíöar heimsóknir hópa og skólabama, jafnt úr Ámessýslu, Reykjavík og öðram landshlutum. Heimsóknir bamanna byija ævin- lega í Dýrasafninu og opnar það huga þeirra fyrir flóknari viðfangsefnum, eins og samgöngum og vinnubrögð- um fortíðarinnar, sem þau kynnast í Byggðasafninu. - Einnig fjöllum við um dýr í trúarbrögðum, þjóðtrú og siðfræði svo eitthvað sé nefnt. Þessar heimsóknir era ætíð mjög ánægju- legar. Safnið er einnig notað við mynd- listarkennslu og þykir mörgum teiknaranum happasælt að komast í slíkt návígi við dýr, sem ekki hreyfir sig. - Dýrasafnið á Selfossi hefur þannig þróast sem hluti af heild minja, lista og heíða, fremur en sem sjálfstætt náttúrugripasafn, og fer vel á því á þessum stað. Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16, eöa skrifið. ATH. Nafn og sími verður að fylgja bréfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 197. tölublað (31.08.1989)
https://timarit.is/issue/192416

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

197. tölublað (31.08.1989)

Aðgerðir: