Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1989, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Ás krift - Dreifing: Simi 27022 Frjálst, óháð dagblað FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1989. Myndavél og linsum stolið Brotist var inn í bíl sem stóð við 9 Kennaraháskólann og myndavél og linsum stolið úr honum. Myndavélin er af gerðinni Hazelblad. Linsurnar eru 50, 80 og 150 millímetra. Innbrotið var framið aðfaranótt 26. ágúst. Þeir sem geta geíið upplýsing- ar um málið eru beðnir að láta Rann- sóknarlögreglunavita. -sme Samherjamenn kaupa Arinbjörn Útgerðarfélagið Samherji hf. á Ak- ureyri hefur keypt togarann Arin- björn RE frá Reykjavík. „Ég get stað- ^ fest að þetta er rétt. Meiri vil ég ekki segja um málið,“ sagði Þorsteinn Vilhelmsson, einn eigenda Samherja, við DV í morgun. Arinbjörn hefur ekki verið afhent- ur Samherja ennþá. Um kaupverð Arinbjarnar vildi Þorsteinn ekkert segja. Rætt hefur verið um 350 millj- ónir króna en DV hefur ekki fengið það staðfest. Samherjamenn eru ótrúlegir. Fyrsti togarinn þeirra var metskipið Akureyrin. Síðan hafa fleiri skip heldur betur bæst í flota þeirra. Þeir ••keyptu til dæmis í vor togarann Álftafell frá Stöðvarflrði. Floti þeirra er nú þessi: Akureyrin, Margrét, Oddeyrin, Hjalteyrin og Arinbjörn. Auk þess eiga þeir tvö skip bundin við bryggju á Akureyri, togarann Þorstein og svo 100 tonna bát, Þorlák Helga, sem þeir keyptu raunar eingöngu vegna kvótans. -JGH Patreksfjörður: Byggðastofnun er skylt að koma inn „Alþingi setti Byggðastofnun á stofn. Hún hefur ótvíræðar laga- skyldur að koma inn undir þessum kringumstæðum. Að sjálfsögðu mun hún verða við þeim lagaskyldum. Um annað er ekki að ræða,“ sagði Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Framsóknar á Vestfjörðum, um ástandið á Patreksfirði. „Ég hef ekki verið hlynntur því að kvóti væri bundinn við skip. Hins vegar gerist það á nauðungarupp- boðum að skip eru seld og þar með fara veiðimöguleikar með skipinu. Menn mega ekki gleyma því. Það er gjaldþrotið sem veldur því að skipin eru seld og á nauðungaruppboði eru skip seld þeim sem bjóða hæst. Þeir sem töldu nauðungaruppboð betri lausn en aö ná hlutunum saman meö öðru móti verða náttúrlega að hugsa sigumídag. “ sagði Ólafur. -gse LOKI Mér sýnist stofnun íslenskrar Samstöðu vera í burðarliðnum. Fulltmar ASÍ hitta ríkisstjómina: Hækkanir nú lausnar og átaka „Þessar hækkanir nú eru auðvit- að langt frá því sem menn höfðu búist við og margfalt meiri. Lausn- irnar eru greinilega þær sömu aft- ur og aftur og byggjast á því að ganga meira á lífskjörin," sagði Orn Friðriksson, varaforseti ASÍ, en fulltrúar verkalýðshreyfmgar- innar ganga á fund ríkisstjómar- innar í dag til að ræða verðhækk- anir. Er það að beiðni ríkisstjómar- innar. Ásamt Erni ganga þau Ragna Bergmann, fyrsti varafor- seti ASÍ, Ari Skúiason hagfræðing- ur og Lára Júlíusdóttir, lögfræð- ingur ASÍ, á fund stjórnarinnar. „Þeir þjóðfélagshópar sem þurfa að afla nauðþurfta með hreinni launavinnu eru nú í miklum vand- ræðum. Að mínu mati keraur þetta til með að leiða til hreinnar upp- lausnar og átaka og þá með öðrum hætti en við höfum þekkt hingað til og stundum hefur mátt heyra í fréttum ffá öðrum löndum,“ sagði Örn. Hann sagði að forsendur fyrir þeim krónutöluhækkunum sem samþykktar hefðu verið í vor væm brostnar. Full ástæða væri til að taka upp samninga en þar væri við vinnuveitendur að fást. „Við höfum engar hugmyndir nú um lausn til áramóta en spurningin núna er einfaldlega sú hvort ríkis- stjórnin tekur sér eitthvert tak í verðlagsmálum og þá er ég að tala um verðlag á nauðsynjavörum. Ríkisstjómin hefur ekki gert það hingað til og hleypt viðstöðulaust í gegn þeim verðhækkunmn sem nú eru framundan. Það hefur ekki verið sett sú bremsa á sem um var talað og þegar bösúórinn er ekki tilbúinn að gera það verða aðrir að grípa inn í,“ sagði Örn. -SMJ Fulltrúar íbúa í Mosfellsbæ afhenda bæjaryfirvöldum undirskriftalista í morgun gegn uróun sorps í Álfsnesi. Á myndinni eru Páll Guðjónsson, Ævar Sigdórsson, Helga Einarsdóttir og Sigurjón Eiríksson. - Sjá nánar bls. 2 DV-mynd Hanna Rútuslys við jökulrætur Júlía Irasland, DV, Höfn: Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu til Reykjavíkur í gær eftir óhapp við rætur Skálafells- jökuls í Vatnajökli, bandarísk kona sem fótbrotnaði og meiddist í baki og enskur maður sem einnig meidd- ist í baki. Bílstjórinn slasaðist einnig og var fluttur til Hafnar en aðrir sluppu með skrámur. Það var laust eftir kl. 14 að rúta frá Austurleið lenti út af vegarslóða á leið niður bratta og holótta brekku við rætur jökulsins. Virðist sem þá hafi orðið bilun í gírkassa eða drifi og hemlar héldu ekki. Hópur inn- lendra og erlendra ferðamanna var í rútunni, tíu manns sem voru að koma úr útsýnisferð á jöklinum. Fólkið slasaðist þegcir það hentist til í bílnum á leiðinni niður brekkuna og þegar hann stansaði utan vegar, þó án þess að velta. Björgunarsveitin á Höfn var kölluð út og fór hún á slysstað ásamt hjúkrunarliði. Um kl. 16 kom þyrla Landhelgisgæslunnar og sótti farþegana tvo sem mest slös- uðust. Ökumaður rútunnar var flutt- ur á heilsugæslustöðina á Höfn þar sem gert var að meiðslum hans. Aðr- ir farþegar sluppu meö skrámur og mar. Rútan er mikið skemmd og óökufær. Ók á staur og stakk af Lögreglunni í Reykjavík var til- kynnt um klukkan fjögur í nótt um bíl sem ekið hafði verið á ljósastaur á Hringbraut nærri Njarðargötu. Þegar lögreglan kom á vettvang var ökumaðurinn á brott. Bílhnn, sem er Skoda, var talsvert skemmdur og var hann fluttur á brott með krana- bíl. Lögreglan hefur áhuga á að ná tah af ökumanninum. Eins þeim sem geta gefið upplýsingar um ákeyrsl- una. -sme Ræðuhöld á ríkisstjórn- arfundi Ríkisstjórnin kom til sérstaks aukafundar í morgun að ósk Stein- gríms J. Sigfússonar landbúnaðar- ráðherra. Á fundinum las Steingrím- ur ræðu sína, sem hann heldur á fundi Stéttarsambands bænda í dag, fyrir hina ráðherrana. -gse Veörið á morgun: Víða létt- skýjað Á morgun er gert ráð fyrir að það verði norövestanátt um mest- allt land, víðast gola eða kaldi. Dáhtil súld eða smáskúrir við norðausturströndina en annars staðar þurrt og víða léttskýjað. Hitinn verður 6-13 stig. Kgntucky Fried Chicken Hjallahrauni ij, Haftiarfirði Kjúklingar sem bragó eraó. Opið alla daga frá 11—22. UmAmsterdam til allra átta ARNARFLUG •JtSÍ KLM Lágmúla 7, Austurstrseti 22 <S> 84477 & 623060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.