Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1989, Page 28
36
FJMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1989.
Andlát
Þórður Jóhann Gunnarsson íþrótta-
kennari, andaðist á heimili sínu í
Kaupmannahöfn 30. ágúst.
Jardarfarir
Margrét J. Petersen, Tvöroyri, Fær-
eyjum, lést 21. ágúst. Jarðarfórin
hefur farið fram.
Ingver Petersen, Ostervang 9, 3450
Allerod, lést í Ríkissjúkrahúsinu í
Kaupmannahöfn að morgni 27.
ágúst. Jarðarforin fer fram frá
Bloustrod kirke í Allerod föstudag-
inn 1. september kl. 14.
Guðjón Ingvar Eiríksson, Barónsstíg
3a, sem lést 22. ágúst sl., verður jarð-
'sunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 1. september kl. 10.30.
Magnús Jochumsson rennismiður,
Klettahlíð 12, Hveragerði, andaðist á
heimili sínu mánudaginn 21. ágúst
sl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogs-
kirkju fóstudaginn 1. september kl.
13.30.
Marta Þ. Geirsdóttir, Háteigsvegi 26,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Hallgrímskirkju föstudaginn 1. sept-
ember kl. 15.
Gunnar B. Þórarinsson lést 18. ágúst.
Hann fæddist 20. ágúst 1914 í Reykja-
vík, sonur hjónanna Guðmundínu
Sigurrósar Guðmundsdóttur og Þór-
arins Kr. Ólafssonar. Gunnar stund-
aöi sjómennsku lengst af. Eftirlifandi
.eiginkona hans er Lilja Kristdórs-
dóttir. Þau hjónin eignuðust saman
5 böm og eru 4 á lífi. Einnig eignað-
ist Gunnar son. Útfór Gunnars verð-
ur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl.
15.
Pétur G. Guðmundsson lést 24. ágúst.
Hann fæddist á Fáskrúðsfirði 21. jan-
úar 1910. Hann var sonur hjónanna
Guðmundar Erlendssonar og Bjarg-
ar Pétursdóttur. Pétur stundaði sjó-
mennsku framan af. En árið 1951
fluttist hann til Vestmannaeyja og
sneri sér að netagerð. Hann starfaði
’-^hjá netagerð Reykdals Jónssonar 1
mörg ár, fyrst í Vestmannaeyjum og
síðar í Reykjavík. Þegar netagerð
Reykdals var lögð niður fór hann að
vinna hjá Alfreð Guðmundssyni við
netagerð og vann þar á meðan kraft-
ar entust. Pétur var ókvæntur og
bamlaus. Útför hans verður gerð frá
Aðventukirkjunni í Reykjavík í dag
kl. 15.
Tilkyimingar
Flóamarkaður FEF
Félag einstæðra foreldra heldur flóa-
markað í Skeljanesi 6 laugardagana 2.,
9. og 16. september nk. kl. 14-17. Markað-
urinn verður úti í garði ef veður leyfir,
. annars í kjallaranum. Úrval góðra muna
og fatnaðar. Leið 5 að húsinu.
Flóamarkaður FEF
Félag einstæðra foreldra heldur flóa-
markað í Skeljanesi 6, Skeijafirði, dagana
2., 9. og 16. september nk. milli kl. 14 og
17. Markaðurinn verður úti í garði ef
veður leyfir, annars í kjallaranum. Úrval
góðra muna og fatnaðar. Leið 5 gengur
að húsinu.
G-samtökin,
samtök gjaldþrota einstaklinga, hafa
opnað skrifstofu að Bæjarhrauni 16,
Hafnarfirði, og er síminn þar 652277.
Einnig eru gefnar upplýsingar í síma
92-16960.
Tombóla
Nýlega héldu þessir krakkar fjársöfnun
með perusölu til styrktar Rauða krossi
íslands og söfnuðu þau 1.304 krónum.
Þau heita, frá v.: Bjöm Stefánsson, Aðal-
björg Ársælsdóttir, Sigurborg Sveins-
dóttir, Stefán Már Ársælsson, Hóhnfrið-
ur S. Sveinbjömsdóttir, Kristinn Lýður
Vigfússon og Kristín E. Stefánsdóttir.
Sauðaneskirkja 100 ára
Minnst var 100 ára vígsluafmælis Sauða-
neskirkju við hátíðarguðsþjónustu 20.
ágúst sl. Viðstaddir vora 5 prestár sem
þjónað hafa Sauðanesprestakalli lengri
eða skemmri tíma en þeir em: sr. Marinó
Kristinsson, sr. Sigmar Torfason, sr. Sig-
urvin Eliasson, sr. Kristján Valur Ing-
ólfsson og sr. Ingimar Ingimarsson. Einn-
ig vora viðstaddir sr. Sigurður Guð-
mundsson vigslubiskup, sr. Öm Frið-
riksson prófastur og sr. Gunnar Sigur-
jónsson á Skeggjastöðum. Kirkjan var
þéttsetin og meðal kirkjugesta vora
margir langt að komnir. Mörg ávörp vora
flutt og söfnuði og sóknarpresti ámað
heilla í tilefni dagsins. Hinn 1. sept. fer
sr. Ingimar í eins árs námsleyfi og mun
sr. Sigurvin á Skinnastað annast prest-
verk í september en síðan mun sr. Ragn-
heiður Erla Bjarnadóttir þjóna Sauða-
nesprestakalli í fjarvera séra Ingimars.
Sumarferð Árbæjarsafnaðar
Árbæjarsöfnuður efnir til safnaðarferðar
um Borgarfjörð sunnudaginn 3. septemb-
er nk. Lagt verður af stað ffá Árbæjar-
kirkju kl. 9 árdegis. Ekið verður um Hval-
Qörð að Saurbæ á Hvalfjaröarströnd. í
Hallgrímskirkju i Saurbæ mun héraðs-
prófastur, sr. Jón Einarsson, ávarpa
ferðahópinn og rekja stuttlega sögu stað-
ar og kirkju. Frá Saurbæ verður haldið
til Borgamess og komið við á Borg í
Mýrum. Þaðan hggur síðan leiðin um
uppsveitir Borgarfjarðar. Staldrað verð-
ur við í Húsafellsskógi og Barnafossar
skoðaðir. Messa verður flutt í Reykholti
kl. 15. Áætlaður komutími til Reykjavík-
ur er kl. 19. Far með fólksflutningabifreið
verður þátttakendum að kostnaðarlausu,
en æskilegt er að nesti verði haft með í
ferðinni. Nánari upplýsingar um safnað-
arferðina era veittar hjá kirkjuveröi í
síma 83083 og hjá sóknarpresti í síma
82405 á viðtalstíma.
SÍBS og Samtök gegn
astma og ofnæmi
fara í sína árlegu grillferð sunnudaginn
3. sept. nk. Farið verður frá Suðurgötu
10 kl. 11 og ekið á Þingvelli með viðkomu
í Hveragerði. Grillað verður við orlofshús
samtakanna, Hrafnagjá, og dvalist þar
fram eftir degi. Þátttökugjald er aðeins
500 krónur, frítt fyrir börn 12 ára og
yngri. Vinsamlegast látið skrá ykkur í
ferðina í síma 22150.
Kvikmyndir
Kvikmyndaklúbbur íslands
sýnir á fimmtudagskvöld kl. 21 og 23.15
og á laugardag kl. 15 bandarísku mynd-
ina Koyaanisqatsi frá árinu 1983. Leik-
stjóri er Godfrey Reggio. Tónlist við
myndina samdi framúrstefnuskáldiö
Philip Glass. Myndin fjallar á mjög óhefð-
bundinn hátt um það hvemig maðurinn
og náttúran era ekki lengur i samræmi
við hvort annað. Maðurinn hefur gengið
of langt og getur ef til vill ekki snúið aft-
ur. Aðgöngumiðar fást í miðasölu Regn-
bogans og kosta 200 kr. Félagsskírteini.
fást eirrnig á sama stað og kosta 1000 kr.
Athygli er vakin á því að miðar fást ekki
án félagsskírteinis. Með félagsskírteininu
fylgir prentuð dagskrá kvikmyndaklúbbs
íslands. Stefna Kvikmyndaklúbbsins er
að sýna vandaðar myndir sem alla jafna
koma ekki til með að verða sýndar í kvik-
myndahúsum hérlendis.
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Helgarferðir 1.-3. sept.
Óvissuferð. Nú liggur leiðin að hluta um
áður ókannaðar slóðir. Gist í svefnpoka-
plássi.
Þórsmörk. Gönguferðir við allra hæfi.
Frábær gistiaðstaða í Skagfjörðs-
skála/Langadal.
Landmannalaugar-Eldgjá. Á laugar-
degi er ekið til Eldgjár og gengið að
Ófærufossi: Gist í sæluhúsi Ferðafélags-
ins í Landmannalaugum.
Dagsferðir sunnudaginn 3. sept.:
Kl. 10 Botnssúlur (1095 m). Gengið frá
Svartagili í Þingvallasveit og komið niður
í Brynjudal. Verð kr. 1.000.
Kl. 13 Brynjudalur. Gengið frá Ingunn-
arstöðum og inn dalinn. Verð kr. 1.000.
Kl. 8 Þórsmörk - dagsferð. Verð 2.000.
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust-
anmegin. Farmiðar við bíl.
Menning_______________dv
Naum er
sú náttúra
- af sýningu Gígju Baldursdóttur 1 Ásmundarsal
Naumhyggja eöa minimalismi hef-
ur verið býsna áberandi í hérlend-
um sýningarsölum síöustu árin.
Raunar hefur minimahsminn veriö
gegnumgangandi í Evrópu, sér í
lagi í Hollandi. Abstrakt geometría
og aörar óhöndlanlegar fyrirmynd-
ir hafa upp á síðkastið leikiö þar
lausum hala, einkum þó í uppstill-
ingum og skúlptúr. Hin íslenska
naumhyggja hefur hins vegar
fremur tekið mið af landslagi eða
fígúratívum uppstillingum. Nína
Tryggvadóttir málaði minimalísk
portrett og götumyndir í upphafi
ferils síns. Jóhann Briem málaði
húsdýr og lagði út af þjóðsögum og
náttúrutrú. Júlíana Sveinsdóttir
tileinkaði sér aftur á móti hrein-
ræktaðan náttúruminimalisma.
Síðustu árin hafa nokkrir yngri
málarar, eins og Georg Guðni, Guð-
björg Lind o.fl., haldið merki nátt-
úruumhyggjunnar á lofti. Aðrir,
eins og Anna Gunnlagusdóttir og
Gígja Baldursdóttir, sem þessa dag-
ana sýnir verk sín í Ásmundarsal,
eru blendnari í náttúrutrúnni og
taka fyrir fjölbreytilegri mótíf.
Af fjölbreytilegum toga
Á sýningu Gígju Baldursdóttur
eru 38 verk af ærið fjölbreytilegum
toga. Þama má sjá landslagsmynd-
ir sem minna um margt á vinnu-
brögð Nínu Tryggvadóttur en einn-
ig karíkatúr, geómtrískar manna-
myndir og gamansamar myndir í
bemskum stíl. Það er því augum
ljóst að Gígja er að leita fyrir sér
og hefur ekki bundið sig við neitt
tiltekið viðfangsefni eða vettvang.
Slíkt þarf síður en svo að draga úr
gildi sýningar ef listamaðurinn ber
gæfu til að skera afurðir sínar nið-
ur við trog áður en á hólminn er
komið. Því miður virðist Gígja ekki
hafa iðkað þennan trogskurð nægi-
lega til að skapa sterkbyggða sýn-
ingu. Þama er t.a.m. hver smá-
myndin á fætur annarri sem lítur
út fyrir að hafa verið hrist fram
úr erminni í einhverju skeytingar-
leysi og e.t.v. helst til að fylla upp
í salarrýmið. Meðal smámyndanna
má þó sjá vel gerða hluti eins og
t.d. í portrettinu „Reynslunni rík-
ari“ sem er blæbrigðarík mynd
þrátt fyrir einfalda teikningu.
•Myndlist
Ólafur Engilbertsson
Fljótfæmi og klisjur
Sköfuaðferð Gígju hentar misvel
til að undirstrika samspil hinna
ákveðnu forma. Akrýlliturinn
verður stundum of plastkenndur
og stuðlar að því að gera verkin
skrautleg og klisjukennd þegar
ekki er hafður vari á. Myndimar
„Dagdraumar" og „Spáðu í mig“
era þessu marki brenndar auk vel-
flestra smámyndanna. „Blái dreng-
urinn“ og „Gríman" em þó
skemmtilegar undantekningar.
Þar leyfir Gígja hinum hörkulegu
formum að leysast upp í óútskýr-
anleg ævintýri. Galsinn er forminu
líka yfirsterkari í „Óbærilegum
léttleika tilverunnar" þar sem tor-
kennileg skepna situr árennilegan
hjólhest og öll naumhyggja virðist
á bak og burt.
Gígju Baldursdóttur lætur vel að
mála naumt, samanber myndirnar
„Stígðu feti framar" og „I dagsins
önn“ þar sem fyrirmyndirnar njóta
sín vegna skemmtilegs litavals og
dýptar. Veikleiki við þessa sýningu
Gígju hlýtur þó að teljast helst til
mikil fljótfærni, eins og fyrr er tal-
ið, og tilhneiging hennar til að fletja
út myndefnið og gera það að khsju.
Takist Gígju aö vinna sig frá þeim
meinbugum ætti hún að geta stigið
feti framar í sinni sköpun.
Sýning Gígju í Ásmundarsal
stendur til 10. september.
-ÓE
Fjölmiðlar
Trúðarnir
Fulltrúar þríflokksins, sem
þrengja sér inn á sjónvarpsskjáinn
hjá okkur á hvetju kvöldi, þeir
Steingrímur, Jón Baldvin og Ólafur
R., eru auðvitað ekkert annað en
trúðar. Viö erum eins og áhorfendur
í hringleikahúsi og eigum að vera
þakklát fyrir skemmtunina, þótt
ekkiséhúnókeypis.
En eitt er áhyggjuefhi. Þeim kann
að fjölga, sem þora ekki að hlæja.
Því víötækari sem afskipti ríkisins
eru og því meira skömmtunarvald,
sem þessir menn taka sér, því erf-
iðara verður fyrir óbreytta borgara
að bjóða þeim birginn. Verið getur,
aö þú rekir fyrirtæki, þar sem
skattareglur em óskýrar. Kærir þú
þig um, að Ólafur sigi á þig skatta-
lögreglunni? Eftil vill hefur bróðir
þinn sótt um lán úr hinum digm
sjóðum sem stofnaðir hafa verið til
að bjarga illa stöddum fyrirtækjum.
Ætlar þú þá að ráðast á Steingrím
fyrir ógætilega meöferð almanna-
fjái'? Hugsaniega þarf systir þín á
sérstakri undanþágu að halda, sem
Jón Baldvin veitir. Treystir þú þér
þá til að skella upp úr viðaösjá
hann, eins og eðlilegast er?
Menn þurfa að hafa efni á öðrum
skoðunum en valdahöfum em
þóknanlegar. Frelsinu.er hættast,
þegar vilji manna er ekki brotinn,
heldur beygöur, þegar fólk er keypt
til hlýöni, þegar einstaklingamir
hafa glatað hæfileikanum til aö
roðna. Hér sannast hið fomkveðna,
að öllu gamni fylgi nokkur alvara.
Hannes Hólmsteiim Gíssurarson