Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1989, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1989, Page 15
FIMMTUDAGUR 31. ÁGOST 1989. 15 Er siðleysi stefnan í íslenskum stjórnmálum? „Eg hef ekki heyrt minnst á það upp á síðkastið að Olafur Ragnar Grímsson heimti að ríkisstjórnin segi af sér.“ Þaö er kunnara en frá þurfi aö segja að flestir ef ekki allir íslendingar kannast við aö þegar draga fer að Kosningum fara stiómmálamenn að lofa upp í sína löngu ermi. Þegar svo kosninganóttin er liðin hafa aliir gleynit þessum fögru loforð- um. Er ekki kominn tími til að við snúum við blaðinu og forum að meina það sem við segjum? Þó svo aö virðurkenndar kann- anir, sem gerðar eru af sprenglærð- um prelátum, sýni okkur á prenti að við íslendingar séum ánægðasta og hamingjusamasta þjóð í heimi hljótum við að fara að hugsa okkur tvisvar um hvað við erum að kjósa yfir okkur. Gleymt eða hvað! Varðandi það siðleysi, sem við- gengst í íslenskri pólitík, skulum við rifja upp nokkur gefin og gleymd loforð. Fyrir fáum mánuð- um talaði heimsfriðarpostulinn Ó. Grímsson um að sú ríkisstjórn, sem þá sat við völd, ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér og leyfa öðrum og hæfari mönnum að kom- ast í ráöherrastólana góðu. Þessi ósk var fram borin meðal annars KjaUariim Steindór Karvelsson varaformaður FUJ í Hafnarfirði vegna þess aö það stefndi í tölu- verðan halla á ríkissjóði. Viti menn, drengurinn fékk ósk sína uppfyllta! Þegar þetta er skrifað situr sá hinn sami maður (sem áður óskaði sér) við ríkiskassann og stoppar í götin á honum af miklum móð og dugnaði. Ekki lánast þó viðgerðin betur en svo að aldrei fyrr hefur halhnn á ríkissjóöi verið meiri. Ég hef ekki heyrt minnst á það núna upp á síðkastið að Ólafur Ragnar Grímsson heimti að ríkisstjórnin segi af sér. Tökum annað dæmi: í síðustu kosningabaráttu steig á stokk vaskur frambjóðandi og veif- aði til lýðsins reku einni mikilh og brosti. En hvað skyldi hanh hafa ætlað að gera við reku þessa? Það stóð ekki á svarinu. Hana átti sko að nota th að moka einn stærsta flór sem pilturinn vissi um á landi hér. Flór þennan nefndi drengur- inn „Framsóknarflórinn". En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Nú eru liðnir nokkuð margir mánuðir síðan þetta var, skóflan góða löngu týnd og fjósa- maðurinn sokkinn upp fyrir haus í sístækkandi mykjuhauginn. Ég hef sterkan grun um að það væri betur komið fyrir okkur ís- lendingum ef fjósamaðurinn hefði haft skynsemi til að halda í réttan enda á skóflunni þegar hann hófst handa við moksturinn foröum. Einn er þó sá íslendingur sem slær báða þessa þokkapilta út hvað varðar gleymsku á gefnum loforð- um. En það skiptir hvort eð er ekki máh þótt hans loforð gleymist enda er hann sjálfur búinn að gleyma þeim fyrstur manna og það þykir víst bara eðlhegt. En um leið og þessi sami öðhngur birtist, með bros á vör, í fjölmiðlum landsmanna og biður verkafólk þessa lands áð herða nú sultarólina um eitt gat kemur fram í sömu fjöl- miðlum að Steingrímur Her- mannssonar hafi eytt eins og ein- um árslaunum verkamanns á þrjá- tíu dögum í sumar við laxveiðar. Sveiattan, ef þetta er ekki sið- laust! Mig skal ekki undra þótt fólk sé orðið þreytt og leitt á íslenskum stjórnmálamönnum ef þeir haga sér svona. Hvað ertil ráða? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Það verður þó að telj- ast mikhvægt verkefni að koma því svo fyrir að stjómmálamenn á ís- landi standi og falli með sinni sann- færingu en séu ekki í eilífum hrossakaupum og jafnvel seljandi sannfæringu sína hæstbjóðanda fyrir fina stóla. Það á að ghda jafnt um stjómmála- og embættismenn að þeir eiga að standa ábyrgir gerða sinna gagnvart þegnum þessa lands. En th þess að eitthvað sé hægt að gera af viti í þessu landi held ég að viö íslendingar verðum að taka okkur saman í andlitinu og hjálpast að við að moka þennan hla lyktandi Framsóknarflór svo að ekki skjóti upp í honum fleiri gagnslausum gorkúlum. Steindór Karvelsson Hreinn meirihluti - hvað er nú það? Það var engin smáfyrirsögn sem prýddi forsíðu DV 25. ágúst eftir skoðancikönnun um fylgi stjórn- málaflokkanna. Þar stóð svart á hvítu: Sjálfstæðisflokkurinn kom- inn í hreinan meirihluta. Kannski hefðu nú einhverjir hugsað sem svo: Ja, svart er það - ef þeir hefðu tekið þetta bókstaf- lega. En mér skhst að þessi fyrir- sögn hafl sáralítið átt skylt við stað- reyndir, þar sem fjórir af hverjum tíu, sem spurðir vom, svöruðu ekki. Varla trúi ég að Sjálfstæðisflokk- urinn þurfi að hafa fyrir því að telja sér jafnmörg atkvæði þar hlutfahs- lega sem í hinum hópnum. En víst er það svo að undraverðan meðbyr hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið í skoðanakönnunum nær óslitið síðan hann sigldi öllu í strand með nýfrjálshyggjunni og gafst upp á rólunum. Það sýnir reyndar betur en flest annað hvað aumingja þjóð- arsáhn er gleymin og rugluð nú um stimdir. Pólitískir vindgapar Þessi andlega kröm þjóðarsálar- innar hefir hka orsakað ómældan fógnuð ýmissa pólitískra vindgapa. Aumingja Ingi Björn Albertsson, sem varla kemst á blaö í könnun- inni, fagnar ákaft þessu stór- streymi th hægri og hefur ákveðið að lýsa yfir vantrausti á ríkis- stjómina strax í byrjun þings... Góður sonur pabba síns! Og Júlíus Sólnes, sem var með eitthvert óþægðarbrölt og „strögl“ viö vin htla mannsins áður en hann fór th Parísar, er nú „sæh í sínu hjarta" ... ætlar að vera góður strákur, fylgja Inga Bimi og styðja vantraustið þó að hann viti bara hreint ekkert hvað hann gerir nema það að hann er reiðubúinn að tala við hvem sem er... hvar KjaUaiinn Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður sem er... hvenær sem er... nánast um hvað sem er. Þá ætti nú ekki að gleyma bless- uðum kvennalistakonunum tveim- ur: Guðrúnu Agnarsdóttur, sem þótti mjög trúlegt að Kvennalistinn styddi vantrauststillöguna, og Dan- fríði Skarphéðinsdóttur, sem ég má segja að tekið hafi í sama streng og hafi sannfærst um nokkuð stöð- ugt fylgi Kvennalistans sem hafði fengið 30% fylgi í könnunum þegar velgengnin var mest en fékk nú 11,9%. Svona fólk hefur þó við það að gera að vera í póhtík! Og síðast en ekki síst, sjálfur höf- uðpaur stjórnarandstööunnar, Þorsteinn Pálsson. Hann er dauð- hneykslaður á því að ríkisstjómin er ekki þegar búin að ganga mihi bols og höfuðs á „ófreskjunni“ sem hann og félagar hans höfðu fætt af sér í fyrri ríkisstjórn, þó að hann reyndar fagni því jafnframt að slíkt skyldi ekki takast og vhdi skhyrð- islaust kosningar í haust. Allur er varinn góður Að sjálfsögðu er það mjög eðlhegt viðhorf hjá honum að vhja kosn- ingar sem fyrst. Því að þjóðarhagur er eitt og flokkshagsmunir allt ann- að eins og formaður Sjálfstæðis- flokksins veit manna best. Og ahur er varinn góður. Aldrei að vita nema þjóðarsál, sem ýmist er í dauðadái eða með óráðsrugl, fari að sjá í gegnum pólitískan loddara- leik þó að fátt virðist reyndar benda th þess nú um stundir. Og skhjanlegt er að formaðurinn vilji tryggja flokki sínum sterka stöðu áður en ef slíkt gerðist. Þá gæti hann líka fengið gullið tæki- færi til að blása nýjum lífsanda í „ófreskjuna" sína, sem núverandi ríkisstjórn hefir því miður ekki tekist að koma fyrir kattamef. En kannski er ekki öh von úti, ef hún fær starfsfrið og lætur sverfa th stáls. - Vissulega hefir fjármála- ráðherra gert heiðarlegar tilraunir í þá átt og heldur því væntanlega áfram. „Stjórnmálamenn þessa lands ættu að gá að því að þeir hafa skyldur við fleiri en bændur og landsbyggðina.“ Framlenging búvörusamnings til aldamóta? - „Ég vil ekki trúa því að stjórnin (ramkvæmi slika óhæfu“, segir m.a. í greininni. Svikamyllur samtímans Vonandi heyrir þaö hér eftir að- eins sögunni th að fyrirtæki geti lýst sig gjaldþrota, hlaupið í burtu frá botnlausum skuldasúpum við ríkið og stofnað ný fyrirtæki undir nýju nafni án þess að þurfa að hafa áhyggjur af misferlinu. Slík fyrirtæki hafa því miður not- ið sérstakrar verndar sumra stjórnmálaflokka. Ýmsir velunnarar fyrirtækjanna hafa reynt að magna seið gegn fjár- málaráðherra fyrir harkalegar innheimtuaðgerðir sem komið hafa í veg fyrir að hægt væri að starf- rækja slíka svikamyhu en hafa væntanlega ekki haft erindi sem erfiði. Það virðist þessi síðasta skoðanakönnun sýna, um aukið fylgi Alþýðubandalagsins. Þjóðarhagur - það er málið Nú bíða væntanlega mörg verk- efni úrlausnar hjá ríkisstjórninni, þar sem hún getur sýnt hvort hún verðskuldar lof eða last. Ef hún framlengir búvörusaming til aldamóta eins og bændur fara fram á má hún sannarlega geispa golunni þó að auðvitaö tæki ekkert annað betra við. En ég vil ekki trúa þvi að stjórnin framkvæmi slíka óhæfu. Stjómmálaflokkar þessa lands ættu að gá að því að þeir hafa skyld- ur við fleiri en bændur og lands- byggðina þó að þetta sé nokkuð sem þeir hafa aldrei virst skhja. Byggðasjónarmið eiga að sjálf- sögðu rétt á sér að vissu marki en þegar þau standa orðið í vegi fyrir velferð stórs hluta þjóðarinnar og stefna efnahagslegu sjálfstæði hennar í vonhtla stöðu er nóg kom- ið. Að svo mæltu vh ég skora á Al- þýðubandalagið og landbúnaðar- ráðherra að láta heilbrigða skyn- semi og þjóðarhag sitja í fyrirrúmi en láta ekki þrýstihópa, hverju nafni sem þeir nefnast, marka stefnuna. Stjórnmálamenn hafa því miöur gert of mikið að því keppa um fylgi slíkra hópa í kosningum, með yfir- 'boðum og öhu mögulegu, þó að þeir hafi að sjálfsögðu gert sér fulla grein fyrir því að stefnan, sem þeh- hafa mótað á þann hátt, hefir bar- ist siðlausri baráttu gegn samfélag- inu, gegn því að hér gæti skapast raunverulegt velferðarþjóðfélag. Það eru ekki svona stjórnmála- menn sem þjóðin þarfnast... gott væri ef kjörnir fuhtrúar hennar vildu átta sig á því. En von mín er sú að ríkisstjórnin geti setið út kjörtímabilið og fram- kvæmt eitthvað af loforðunum sem hún gaf í fyrstu: lækkað vexti, fellt niður lánskjaravísitölu og komið böndum á gráa markaðinn svo eitt- hvað sé nefnt. Varla sýnist ástæða th að afskrifa hana enn sem komið er en að loknu kjörtífnabhinu ætti hún að hafa sýnt hver dugur er í henni og hvem dóm hún verö- skuldar. Aðalheiður Jónsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.