Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Page 6
6 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989. Útlönd Enn barist í Beirút: Friður iál- sýn ein? Harðir bardagar geisuöu í Lí- banon í gær, daginn áöur en búist var við aö fiilltrúar Mðamefhdar á vegum Arababandalagsins til- kynntu aö þeir myndu enn á ný reyna að koma á Mði í land- inu. Heimildarmenn í Beirút sögöu aö hermenn kristinna, undir for- ystu Michels Aoun herforingja, hefðu skipst á skotum við her- menn Sýrlendinga og banda- menn þeirra við hina átta kíló- metra löngu Grænu línu sem skilur að borgarhluta múha- meðstrúarmanna og kristinna. Þá bárust einnig fregnir af bar- dögum 25 kílómetra noröaustur af borginni sem og í nærliggjandi þorpum. Heimildir herma að fiórir hafi látist og þrjátíu og þrír særst í bardögunum. Margir hinna særðu voru óbreyttir borgarar. fbúar borgarinnar höfðu fyllst von um aö friður væri í nánd og því komu bardagar gærdagsins mörgum á óvart. „Svo virðist sem von um Mð sé táisýn ein,“ sagði einn íbúa austurhlutans, þess hluta sem kristnir byggja Fulltrúar Mðarnefndar Araba- bandalagsins, utanríkisráðherr- ar Saudi Arabíu, Morokkó og Alsírs, komu saman til fundar fyrr í vikunni. Umræöuefni þeirra var hvort tilraunum til að koma á Mði í Líbanon skyldi haldið áfram en þær enduðu í sjálfheldu í júli í yfirlýsingu frá Saudi Arabiu var sagt að tilkynnt yrði um niðurstöður viðræðna utanríkisráðherranna í dag, laug- ardag. Borgarastyrjöld hefur nú staðið í Líbanon í fjórtán ár. Keuter Búist við gagn- legum fundi utanríkisráð- herranna Að sögnlalsmanns sovéska ut- anríkisráðuneytisins, Gennadí Gerasimov, mun Eduard She- vardnadze, utanríkisráöherra Sovétríkjanna, ieggja fram tillög- ur varðandi bann á efnavopnum og kjarnorkutilraunum á fundi hans með James Baker, banda- ríska utanríkisráöherranum. „Sovéski ráðherrann mun hafa meðferðis nokkrar nýjar tíllög- ur,“ sagði Gerasimov á fundi með blaðamönnum. „Við vonumst til að Bandaríkjastjórn muni einnig legggja fram nýjar, raunhæfar tillögur." Viðræður utanríkisráðher- ranna, sem fara fram í Wyom- ing-fylki í Bandaríkjunum dag- ana 22.-23. september, „munu koma skriði á tilraunir til lausnar vandanum varöandi efnavopn og bann á notkun þeirra, sem og bann á kjarnorkutilraunir,“ sagði Gerasimov. Þegar ráðherrarnir ræddust viö síöast, í maímánuði, skýrði She- vardnadze frá ákvörðun Sovét- ríkjanna um að draga til baka fimm hundruö skammdrægar kjamorkuílaugar frá Evrópu. Auk afvopnunarmála munu Baker og Shevardnadze ræða hugsaniegan ieiðtogafund Bush Bandaríkjaforseta og Gor- batsjovs Sovétforseta. She- vardnadze hefur gefið í skyn að hann vifji ná samkomulagi um dagsetningu fundarins. Banda- rikjamenn segja aftur á móti að ekkert liggi á. Shevardnadze mun hitta Bush að máli áður en fimdur hans og Bakers hefsL Reuter Nokkrir þingmenn í Azerbaijan: Krefjast yfivráða yf ir Nagorno-Karabakh Þingmenn í sovéska lýöveldinu Azerbaijan fóru fram á í gær að endi yrði bundinn á yfirráð Moskvu yfir héraðinu Nagorno-Karabakh. For- sætisráðherra lýðveldisins, Ayaz Mutalibov, var í forsvari mikillar gagnrýni þingmanna á Arkady Vol- sky, yfirmann Moskvu-skipaðrar nefndar sem farið hefur með völd í héraðinu síðan í janúar. Að sögn heimildarmanna í Azerba- ijan fóru sumir þingmanna fram á að nefndin yrði leyst upp og yfirráð yfir héraðinu fengin Azerbaijönum í hendur á ný. Sýnt var beint frá þinginu í sjón- varpi í Azerbaijan í gær. Hin opin- bera sovéska fréttastofa, Tass, skýrði frá þvi að rætt yrði um kröfur sjálf- stæðishreyfingar lýðveldisins um aukiö efnahagslegt sjálfstæði og að Azerbaijanar fengju sérstakan ríkis- borgararétt. Sjálfstæðishreyfing Azerbaijan hefur staðiö fyrir verkfóllum og mót- mælafundum síðustu vikur til að leggja áherslu á kröfur um aukið sjálfstæði og yfirráö yfir Nagomo- Karabakh. Verkfóllin hafa haft gífur- leg áhrif í lýðveldinu sem og nær- Uggjandi lýðveldum, s.s. Armeníu. „Þetta er efnahagslegt stríð sem Az- erbaijanar há gegn Armenum," sagði einn blaðamaður í Jerevan, höfuð- borg Armeníu. Fastlega er búist við að málefni Nagorno-Karabakh, sem og kröfur um aukna sjálfsstjórn Eystrasalts- ríkjanna, veröi meðal þess sem rætt veröur á fundi ráöamanna í Kreml á þriðjudag í næstu viku. Búist er við því að miðstjórn flokksins lýsi yfir stuðningi við áætlun um „róttæka breytingu" í Sovétríkjunum, þar á meöal aukna sjáifsstjórn til héraða eins og Nagorno-Karabakh. Héraöið, sem er í lýðveldinu Azerbaijan, er að mestu byggt Armenum. Talsmaður sovéska utanríkisráðu- neytisins staðfesti í gær fréttir um að Gorbatsjov Sovétforseti hefði hitt að máh leiðtoga Eystrasaltsríkjanna. Telja fréttaskýrendur fundinn til- raun forsetans til að minnka spenn- una sem ríkir í samskiptum stjórn- valda og yfirvalda í ríkjunum þrem- ur. í viðtali viö fréttamenn lýstu leið- togar ríkjanna yfir ánægju sinni með fundinn. Fundurinn stóð í um klukkustund en ekki er ljóst hver niðurstaða hans var. Reuter Vestur-þýski utanríkisráöherrann: Járntjaldið að sundrast Vestur-þýski utanríkisráðherr- ann sagði í gær að jámtjaldiö, sem skiptir Evrópu, væri nú að liðast í sundur. Um þrjú hundmð austur- þýskir flóttamenn komu til V- Þýskalands i fyrrinótt og er tala flóttamannanna nú komin í þrettán þúsund. V-þýska landamæralög- reglan telur að búast megi við 200-500 flóttamönnum daglega næstu daga. Utanríkisráðherrann, Hans- DieMch Genscher, sagöi að um- bætur þær sem nú eiga sér stað í Ungverjalandi og Póllandi myndu án efa hjálpa til aö fjarlægja þær hugmyndafræðilegu tálmanir sem standa í veginum fyrir sáttum aust- urs og vesturs. Genscher sagði að sjaldan hefði verið jafhaugljóst og síðustu vikur aö íbúar Vestur- og Austur-Evrópu sættu sig ekki við skiptingu megin- landsins. Austur-þýska stjómin hefur harðlega gagnrýnt Ungverja fyrir að opna landamæri sín til vesturs og farið fram á að flóttamanna- straumurinn verði stöövaður. Ung- versk stjómvöld hafa hafiiað þeim kröfum. En aö sögn austur-þýsks embætt- ismanns verður ekki tekið fyrir feröir A-þjóðverja til Ungverja- lands. Margir flóttamemi aka sem leið liggur til Vestur-Þýskalands, í gegnum Ungveijalands, strax og ferðaheimild til Ungveijalands er fengin. Um 190 Austur-Þjóðveijar, sem vilja fá ferðaheimÖd til vesturs, hafast við í sendiráðum V-Þýska- lands í Prag. Þá em um sextíu von- góðir flóttamenn f vestur-þýska sendiráöinu í Varsjá. Beuter Þúsundir mótmæla í Jóhannesarborg Winnie Mandela, eiginkona Nelsons Mandela, eins leiðtoga Afriska þjóðar- ráðsins, tók þátt f miklili mótmælagöngu f Jóhannesarborg i Suóur-Afrfku f gær. Að baki hennl má sjá veggspjald af Nelson Mandela en hann hefur nú verlö f fangelsi f rúman aldarfjóröung. Simamynd Reuter Þúsundir andstæöinga kynþátta- aðskilnaðarstefnu suöur-afrískra stjómvalda tóku þátt í mótmæla- göngu í Jóhannesarborg í gær til að mótmæla ofbeldi lögreglu. Mótmæl- endumir, sem sungu og hrópuðu slagorö til stuðnings hinu útlæga Afríska þjóðarráði, tóku stefnuna á höfuðstöövar lögreglunnar í borg- inni. Lögregluyfirvöld höföu sig ekki í frammi og leyfðu um tíu þúsund mótmælendum, bæði hvítum mönn- um og blökkumönnum, undir for- ystu leiötoga kirkjunnar og verka- lýðsfélaga, að taka þátt í hinni tveggja kílómetra íöngu göngu. Við höfuðstöðvamar aíhentu göngu- menn skrifleg mótmæh og kröfugerð til ráðherra laga og reglu, Adriaan Vlok. í kröfugerðinni var farið fram á að allir íbúar Suður-Afríku fengju að taka þátt í kosningum í landinu. Nú em nýafstaðnar þingkosningar þar sem meirihluti landsmanna, rúm- lega tuttugu milljónir blökkumanna, fékk ekki að taka þátt. Þá fóm göngumenn einnig fram á að neyðarlögum yröi aflétt, pólitískir fangar látnir lausir og að dómskerfið liæfi rannsókn á aðgerðum lögreglu gegn mótmælendum nýverið. Þegar búið var að afhenda kröfugeröina leystist gangan Mðsamlega upp. Gangan í Jóhannesarborg kemur í kjölfar mikillar mótmælagöngu í Höfðaborg á miðvikudag. Þar, líkt og í Jóhannesarborg í gær, leyfðu yfir- völd mótmælin þrátt fyrir aö fjölda- samkomur og mótmælagöngur séu bannaðar samkvæmt gildandi neyð- arlögum. Gangan á miövikudag var haldin til að mótmæla því að lögregla skaut blökkumenn á kosningadag. Yfirvöld í Jóhannesarborg ákváöu á seinustu stundu aö leyfa mótmælin í gær. Lögreglumenn borgarinnar héldu sig í hæfilegri fjarlægö í sam- ræmi viö afstöðubreytingu þá sem de Klerk forseti hefur látiö í Ijósi. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 6-9 Úb.Sp Sparireikningar 3jamán. uppsögn 6,6-11 Ub 6 mán. uppsögn 9-12 Vb 12mán.uppsögn 7-11 Ob 18mán. uppsögn 23 Ib Tékkareikningar, alm. 1-3 Sb Sértékkareikningar 3-9 Ob.Sp Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 0,75-2 Vb 6mán.uppsögn Innlánmeosérkjörum 2.25-3,5 Ib 13-16 Bb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 7,5-8 Ab.Sb Sterlingspund 12,5-13 Sb.Ab Vestur-þýskmörk 5,25-6 Sb.Ab Danskarkrónur 8-8,5 Vb.Sb,- Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 24-26 Úb.Ab Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 27-29 Sb.Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 28-32 ' Lb Utlán verðtryggö Skuldabréf 7-8,25 Lb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 25-30 Ob SDR 9.75-10,25 Lb Bandarikjadalir 10,5-11 Allir Sterlingspund 15,5-15,75 nema Ob Allir Vestur-þýsk mork 8,25-8,5 nema Ob Ob Húsnæöislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 40,8 MEÐALVEXTIR óverötr. sept 89 30.9 Verðtr. sept. 89 7,4 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala sept. 2584 stig Byggingavisitala sept. 471 stig Byggingavisitala sept. 147,3stig Húsaleiguvísitala 5% hækkaöi 1. júlí VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4.181 Einingabréf 2 2,307 Einingabréf 3 2,742 Skammtimabréf 1,435 Lifeyrisbréf 2,102 Gengisbréf 1,857 Kjarabréf 4.154 Markbréf 2,204 Tekjubréf 1,796 Skyndibréf 1,254 Fjölþjóðabréf 1.268 Sjóösbréf 1 1,999 Sjóðsbréf 2 1,565 Sjóðsbréf 3 1,409 Sjóðsbréf 4 1,182 Vaxtasjððsbréf 1,4140 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv • Sjóvá-Almennar hf. 302 kr. Eimskip 388 kr. Flugleiöir 172 kr. Hampiðjan 167 kr. Hlutabréfasjóöur 132 kr. Iðnaöarbankinn 166 kr. Skagstrendingur hf. 212 kr. Útvegsbankinn hf. 142 kr. Verslunarbankinn 148 kr. Tollvörugeymslan hf. 110 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýöubankinn, Bb= Búnaöarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn blrtast I DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.