Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Síða 10
LAUQAI^Wf ,16,5EPTEMBER -1389.
1(íí
Grínið
er
annars
flokks
- segir Júlíus Brjánsson leikari sem telur ýmislegt
athugavert viö leiklistina í landinu
„Leikhúsiö okkar gengur mjög vel
vegna þess að viö erum ekki meö
neina yfirbyggingu. Mestu skiptir þó
sterk markaðssetning sem er bráö-
nauösynleg," segir Júbus Brjánsson
leikari og einn aöstandenda Gríniöj-
unnar en hún hefur sviðsett gaman-
leiki í Gamla bíói við góöar undir-
tektir. Mikil gagnrýni hefur komið
fram um verk Þjóðleikhússins og þá
htlu aðsókn sem veriö hefur í leik-
húsinu á undanfómum árum. Á
meðan getur litill leikhópur fyllt
Gamla bíó og látið enda ná saman.
„Við höfum haft áhuga á að setja
upp gamanþætti og fundið að þörf
er fyrir slíkar sýningar hér á landi.
Gríniðjan hefur fengið ákveðna þjálf-
un í gamanleikjum og við reynum
aö gera það vel sem við vinnum að
hverju sinni. í staðinn höfum við
fengið þakklæti áhorfenda," segir
Júlíus. „Þessar sýningar sem hafa
verið algjörlega á okkar reikning
hafa borið sig talsvert miklu betur
en sýningar stofnanaleikhúsanna.
Viö teljum ástæðuna vera þá að við
erum með nijög sterka markaðssetn-
ingu og auglýsingar. Þessi leikhópur
gerir sér grein fyrir að samkeppnin
er hörð viö alls kyns aíþreyingu sem
í boði er.
Leikhúsið
er bisness
Fólk hefur áhuga á að sjá margar
af þeim sýningum sem settar eru upp
en oft verður ekkert úr leikhúsferð-
inni. Þegar hins vegar er hringt í
fólkið og því boðinn miöi kemur það
því áhuginn er fyrir hendi. Við náum
í fólk á vinnustöðum og hina ýmsu
hópa og það hefur skilað sér mjög vel.
A þessu sviði tel ég að víða sé pott-
ur brotinn í stofnanaleikhúsunum,
t.d. Þjóðleikhúsinu sem hefur aldrei
sinnt þessum hluta starfseminnar.
Leikhúsið er kaldur bisness,“ segir
Júlíus. „Á því gengur starfsemin.
Samkeppnin er á miklu fleiri stöðum
en áður - hér hefur orðið bylting í
aíþreyingarmálum. Þaö nægir að
nefna meira sjónvarpsefni en áður,
myndabandaleigur og skemmtanir á
danshúsunum. Svo virðist sem leik-
húsin hafi ekki tekið eftir þessari
breytingu í þjóðfélaginu. Hvatann
vantar, t.d. hjá Þjóðleikhúsinu sem
„Það var mikil áhætta fyrir okkur að setja upp Brávallagötuna, dæmi upp
á tugmilljónlr," segir Júlíus Brjánsson.
Július Brjánsson segir að stofnanaleikhúsin hafi ekki áttað sig á þeirri þjóðfélagsbreytingu sem orðið hafi og
hversu mikil aukning hafi orðið á alls kyns afþreyingaefni. DV-mynd Hanna
er á föstum fjárlögum, örvænting er
ekki eins mikil þar og hjá frjálsu
hópunum, t.d. okkur sem fáum enga
styrki.
Fátækt uppeldi
Ef Þjóðleikhúsið hefði kynnt betur
þær sýningar sem í boði eru væri
aðsóknin tvímælalaust miklu betri.
Leikhúsuppeldi íslendinga er alveg
óskaplega fátæklegt. Það er ekki til
neitt tímarit sem fjallar um leikhst
né heldur sjónvarpsþáttur. Eina sem
áhugafólk um leikhús les er gagnrýni
sem birtist í dagblöðum þar sem 90%
er bull og skrifað af misjafnlega
hroðalegri vanþekkingu. Það er eng-
in upplýsingastarfsemi um leikhús
fyrir almenning í gangi. Umfjöllun
um leikhús er á svo lágu plani að hún
gerir meira ógagn en gagn. Það vant-
ar alla faglega umfjöllun," segir Júl-
íus.
„Grín í leikhúsum er tahð annars
flokks og það er okkar stóra baráttu-
mál. Það viðurkenna alhr leikarar
að gamanleikur er kannski erfiöasta
formið á leikhst en engu að síður
áhta margir skrílslegt að hlæja. Ef
menn eru ekki organdi í gólfinu og
fara með Shakespeare fram og til
baka þá er það annars flokks.“
Brávallagatan áhætta
Júhus segir að Brávahagatan á
Amamesi, sem Gríniðjan er að fara
af stað með aftur nú í Gamla bíói,
hafi náö til fólksins með gagngerri
markaðssetningu. „Við tókum
áhættu þvi þetta er tugmilljóna upp-
setning. Dæmið var reiknaö þannig
að ef við yrðum dugleg í markaðs-
setningu ætti þetta að ganga upp og
það er um það bil aö gera það. Við
höfum ekki náð endum saman en
emm bjartsýn á áframhaldandi að-
sókn. Það var út af fyrir sig mikil
áhætta að setja á svið útvarpsþætti.
Hver einstakhngur var búinn að búa
sér til sínar eigin hugmyndir um
Brávahagötufólkið og við vitum að
sýningm hefur ekki komið heim og
saman viö þær ahar. Þaö hefur þó
engin áhrif haft,“ segir Júhus.
Brávallagatan verður sýnd í Gamla
bíói áfram í vetur með tilheyrandi
breytingum samfara þeim breyting-
um sem orðið hafa á stjómmálum í
landinu. Útvarpsþættimir hafa veriö
í sumar en munu leggjast af nú þegar
sýningamar fara í gang. „Bibba og
Hahdór eru að koma úr heims-
reisu,“ segir Júhus. Auk þessara
sýninga er Gríniðjan í vinnu hjá út-
varps- og sjónvarpsstöðvunum hvert
fyrir sig. Þar sem Gríniðjan er á
leigusamningi við íslensku ópemna
verður hún að aðlaga sig að þörf
hennar. „Viö verðum að sæta öllum
þeim kostum sem óperan setur okk-
ur og fáum því ekki aha þá daga sem
við hefðum kosið.“
Draumurinn
er gamanleikhús
Gríniöjan greiðir háa leigu th óper-
unnar fyrir hvert kvöld og þarf um
fjögur hundmð áhorfendur á kvöldi
til að sýningin borgi sig. Júhus segir
að það sé draumur Gríniðjunnar að
setja upp gamanleikhús en hann er
fjarlægur vegna skorts á fjármagni.
„Það þyrfti ekki að vera leikhús
byggt á opinbemm sjóðum því einka-
aðhar ættu aö geta séð hag í því að
vera hluthafar. Alvöru gamanleik-
hús sem byggt yrði upp með vel gerö-
um gamanleikjum.“
Júlíus Brjánsson er landsmönnum
að góðu kunnur úr hinum ýmsu út-
varps- og sjónvarpshlutverkum en
þeir sjá minna af honum á sviði stóru
leikhúsanna. Júlíus segir að leik-
stjórar hafi ekki séð ástæðu til að
bjóða honum hlutverk og hann verði
að hta svp á að hann sé ekki gjald-
gengur. „Ég vh að minnsta kosti trúa
því að það sé skoðun stofnanaleik-
húsanna, sem hafa ekki legið í mér,
að ég sé ekki frambærhegur. Ef það
væri ekki þá væru einhver önnur
sjónarmið í gangi sem ég vh ekki
gera mönnum upp. Ég loka ekki dyr-
unum á neitt að minnsta kosti."
Of margar
fastar stöður
Júhus segir að Þjóðleikhúsið sé að
veröa nokkurs konar nátttröll í
þessu markaðsþjóðfélagi okkar.
„Þetta er að hluta til vemdaður
vinnustaður. Þama em leikarar á
fóstum samningi, sumir fá hlutverk
ár eftir ár, aðrir hafa ekkert að gera.
Mín skoðun er sú að fækka eigi föst-
um stöðum, bæta við lausastöðum
og velja síðan leikara í hlutverkin
eftir því sem við á hverju sinni. Það
þarf að nýta leikara betur. Leikari á
ekki að eiga heimtingu á öryggi -
öryggið felst í honum sjálfum og
hvaö hann hefur fram að færa.“
-ELA