Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Side 15
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989. 15 ■ : Skuggahliðar borgar Flest erum viö stolt af höfuö- borginni okkar og þeim möguleik- um sem hún býöur upp á. Varla verður um það deilt aö í Reykjavík er ílest þaö er nútímasamfélag býð- ur upp á. Sveitarfélögin í nágrenni borgarinnar njóta nágrennisins þótt einstaka sinnum skerist í odda eins og dæmin sanná. Landsmenn vita vel af þessum yfirburöum höf- uðborgarsvæðisins enda fiölgar fólki þar örar en annars staðar á landinu. Meö þessu er því þó ekki haldið fram aö mannljf sem slíkt þurfi aö vera betra eða fegurra á þessu svæöi en annars staöar á landinu. Tækifærin eru hins vegar fleiri og mannlíf um margt öðruvísi en í strjálbýli. Hvort tveggja hefur sína kosti og galla. Öngþveiti á götunum Vexti borgarinnar fylgja óhjá- kvæmilega skuggahliðar. Það vita þeir sem aka um göturnar. Umferö þar er gífurleg, bílamergðin meö ólíkindum og götur bera ekki þung- ann þegar mest gengur á. Þá geta myndast langar bílaraöir svo gang- andi menn fara hraðar en bílarnir. Verst er ástandið síðdegis á fostu- dögum. Þá er lítið betra aö vera á ferð í bíl á götum Reykjavíkur en í ýmsum evrópskum stórborgum sem frægar eru fyrir umferðaröng- þveiti. Sumir íslendingar, sem ferð- ast á bfl í útlöndum, sneiða hjá akstri inni í borgum. Þeir treysta sér hreinlega ekki inn í þá rúllettu. Hið sama er aö gerast hér á landi. Mörg dæmi heyrast um lands- byggðarmenn sem erindi eiga til höfuðborgarinnar á bílum sínum. Þeir geyma bílana í úthverfum borgarinnar þar sem þeir treysta sér ekki tfl að aka í borgaröng- þveitinu. Rúlletta til vinstri Yfirvöld gatnamála í Reykjavík vita að sjálfsögðu af þessum vanda gatnakerfisins. Það var ekki gert fyrir þá bílamergð sem nú er á ferð í borginni. Gatnamót eru erfið, göt- ur þröngar og lífshættulegar vinstri beygjur leytðar hér og þar. Umferðarljós leysa mikinn vanda en víða eru engin beygjuljós, jafn- vel ekki á mestu umferðarhomum. Þar stunda menn þvi háskaleik daginn út og inn á rauðu ljósi. Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru dæmi um slíkt. Okumenn, sem aka norð- ur Kringlumýrarbraut og hyggjast beygja vestur Miklubraut, taka þátt í þessari rússnesku rúllettu umferöarinnar í hverri ferð. Þar er stíf og samfelld umferð bíla suð- ur Kringlumýrarbrautina, aö minnsta kosti þegar menn fara í og úr vinnu. Þeir sem á móti koma verða því að fikra sig út á gatna- mótin og skjótast síðan yfir á rauðu, allir sem einn. Stundum reyna þaö fleiri en geta. Græn, gul og rauð ljós eru þó til muna öruggari en þegar það gula bhkkar eitt og sér á götuvitanum. Slíkt er sjálfsagt í lagi að næturlagi en stundum kemur það þó fyrir að umferðarljós á erfiðum gatnamót- um blikka þegar umferð er hvað þyngst, t.d. rétt fyrir klukkan átta á morgnana. Slíkt ástand skapar mikla hættu. Æskflegast er auðvit- að að svo sé gengið frá erfiðum umferðarhornum að bflar þurfi ekki að mætast. Slíkar lausnir byggjast á brúargerð og slaufum. Slíkt þekkja menn í Reykjavík og er til ótrúlegra bóta. Þannig er með brúna við Elliðavog, Bústaðavegar- brúna yfir Kringlumýrarbraut og raunar brýmar sem tengja austur- og vesturbæ Kópavogs. Þá er nú í byggingu ný brú þar sem áður var hringtorgið á mótum Snorrabraut- ar og Hringbrautar. En þetta er dýrt og gengur því hægar en menn óska sér. Slík lagskipting akbrauta er nauðsynleg, til dæmis þar sem Kringlumýrarbraut sker Miklu- braut, Háaleitisbraut og Suður- landsbraut. Börn í umferðinni Fórnarlömb umferðarinnar eru allt of mörg hér á landi. Þetta verða menn að hafa í huga nú í septemb- er þegar skólar eru byrjaðir. Börn- in streyma að.skólunum allt frá sex ára aldri. Ökumenn bfla verða því að halda vöku sinni. Börnin geta verið óútreiknanleg í umferðinni og því betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. Það gera menn aðeins með því að aka varlega og þá sér- staklega í nágrenni skólanna. For- eldrar ungra skólabarna ættu að velja með þeim bestu leiðina að heiman og kenna þeim að fara yfir göturnar og nota gangbrautir eða undirgöng þar sem þau er að finna. Daglegar líkamsárásir En borgarlífinu fylgja fleiri skuggahhðar en umferðaröng- þveiti. DV greindi frá nýrri skýrslu Laugardagspistill Jónas Haraldsson lögreglunnar í Reykjavík nú í vik- unni. Þar kemur fram að tæplega 200 líkamsárásir hafa veriö kærðar í borginni á fyrstu sex mánuðum ársins/ Kærð innbrot á sama tima voru yfir 600. Þetta eru skuggalegar tölur. Þetta sannar svo ekki verður um vihst að vandamálin, sem fylgja þéttbýlinu, hehast yfir borgarbúa. I skýrslu lögreglunnar kemur fram í hvaða hverfum borgarinnar af- brotin eru framin. Miðbær Reykja- víkur er verstur hvað þetta snertir og Þingholtin koma næst. Efra Breiðholt er í þriðja sæti á þessum vafasama lista og gamli vesturbær- inn í því fjórða. I fimmta sæti er neðra Breiðholt og Múlahverfið þar á eftir. Verst í miðbænum Samkvæmt þessari samantekt eru langflest brot kærð í því hverfi Reykjavíkur sem markast af Kvos- inni, Laugavegi og Hverfisgötu. Rúmlega 2200 aíbrot voru kærð í borginni fyrri hluta þessa árs. Þar af voru kærurnar 452 í miðbænum. Líkamsárásir í þessum borgar- hluta i þessa sex mánuði voru 71. Skýringin á þessum ósköpum er varla sú að þarna búi árásargjarn- ara fólk en annars staðar. í þessu hverfi er hins vegar fjöldi skemmti- staða. Þangað sækir fólk víðs vegar að, drekkur frá sér vit og rænu og veldur margs konar óskunda. í áð- umefndri skýrslu lögreglunnar kemur fram að 353 hkamsárásir voru kærðar í Reykjavík á síðasta ári. Af þeim voru 148 kærur vegna atburða á eða við skemmtistaði. Úr Austurstræti einu voru 45 kær- ur og annars staðar úr miðbænum voru 22 kærur. Tilefnislausar meiöingar í þessari samantekt lögreglunnar segir: „Tilefni líkamsárása hefur breyst síðustu ár. Hér áður var meira um að menn fundu þörf á að slást og reyna með sér þegar þeir höfðu drukkið í sig kjark en í seinni tíð er mun meira um tilefnis- lausar líkamsmeiðingar og það eitt er umhugsunarefni út af fyrir sig. Ekki er óalgengt að einhver gangi að einhverjum og slái til hans eða jafnvel sparki án þess að sá hafi gefið nokkurt tilefni til slíks. Þó tengjast líkamsmeiðingar enn áfengi eða vímuefnum á einn eða annan hátt í langflestum tilvikum. Þá hefur lögreglunni verið svarað með ofbeldi í auknum mæh. Stuðn- ingur fólks, áhugahópa, alþingis- manna, dómstóla og annarra opin- berra aðila til fordæmingar hkams- meiðingum og ráðstafanir tfl þess að draga úr líkum á jafntilgangs- lausum verknuðum er nauösynleg- ur til þess að almenningur geti búið við það öryggi sem eðhlegt getur tahst í okkar annars frið- samlega samfélagi.“ Öflugar sprengingar Tvær sprengingar i Reykjavík í vikunni urðu til þess að menn hrukku upp við vondan draum. Þær voru svo öflugar að tugir rúðna brotnuðu pg mildi ein að enginn slasaðist. í kjölfar spreng- inganna fylgdi síöan sprengjuhót- un við sendiráð Bandaríkjanna viö Laufásveg. Þar var um gabb að ræða. Við lesum daglega um sprengingar í borgum annarra landa en höfum talið okkur að mestu laus við þennan ófögnuð. Það er liðin tíð. Krafa um úrbætur íslendingar hafa stært sig af því aö hér á landi geti menn gengið óhultir um stræti og torg að degi jafnt sem nóttu. Svo er þó ekki lengur, að minnsta kosti virðast sum hverfi Reykjavíkur hreint ekki fýsileg að næturlagi þegar drukkinn lýðurinn vafrar út af skemmtistöðunurn. Það hlýtur að vera krafa manna, og þá sérstak- lega íbúa þeirra hverfa sem verst koma út í skýrslu lögreglunnar, að þeir geti kvíðahtið gengið um hverfið sitt og átt eigur sínar í sæmilegum friði fyrir ribböldunr. Lögreglan er auralítil eftir fréttum að dæma og því fámenni við gæslu- störfin. Ekki skal það lastað að vel sé farið með peninga skattborgara en þó má sparnaðurinn ekki ganga svo langt að friðsömum borgurum sé hætta búin. Það verður að minnsta kosti að hagræða störfum lögreglunnar svo að gæslan á göt- unum sé viðunandi. Það verður ekki við það unað að þjófnaðir skipti hundruðum á stuttu tíma- bili, að eignaspjöll séu kærð tvisvpr á dag, bílum stohð annan hvern dag og allra síst má líta á það sem sjálf- sagðan og óumbreytanlegan hlut að líkamsárásir séu daglegur við- burður. Jónas Haraldsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.