Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Page 18
þAUGARDApUR. 16. SEþTEMBRR 1989. orgin og ílamir Reykjavik er aö kafna í bílum. Hún er ekki lengur róleg og þægileg heldur andstyggilega erflö fyrir fót- gangandi jafnt sem akandi. Þá er mengun oröin umtalsverð og eykst hröðum skrefum. Höfuöborgin státar ekki lengur af hreinu og tæru lofti. Flestir ferðamenn, sem hingað koma, eru meira í Reykja- vík en nokkrum öörum stað á landinu. Skitaloftiö er því ekki sér- lega góð landkynning. En ekki er bílamergðin minna lýti frá fegurð- arsjónarmiði. Borgin er orðin svo ljót. Það er blátt áfram hjákátlegt að ganga um miðbæinn. Hann er eitt bílaplan. Útlendingar reka áreiðanlega upp skellihlátur. Hvers konar borg er þetta eigin- lega? Eins og risastór bílasala. Þá er ekkert gaman að ganga um fall- egustu hverfm í gamla bænum. Sunnudagstemmningin, sem var yfir þeim fram á síðustu tíma, er horfin með öllu. Bílaplágan er ein- hver alvarlegasta ógnunin sem nú steðjar að gamalli byggð í borginni eins og Gestur Ólafsson arkitekt hefur bent á í ágætri grein í DV. Hann færði að því rök að sú stefna borgaryfirvalda að f ’ináígja bíla- stæðaþörf í öllum hve. .um borgar- innar muni auka umferð um gömul og viðkvæm hverfi og enn þrengja að byggðinni. Það er ekki fagurt mannlíf sem mestu máli skiptir í henni Reykjavík. Nei. Þar er bíO- inn. Bílasprengjan Þá hlýtur það að segja sig sjálft að aukning bíla veldur íleiri slys- um. Og heilsufari íbúanna er meiri hætta búin af völdum mengunar og hreyfingarleysis. Ekki neita ég þvi að bilar séu nauðsynleg sam- göngutæki. En fyrr má nú rota en dauðrota. Nú er einn bíll á hveria tvo íbúa. Það er spurning hvort það hagræði sem er af bílum vegi ekki léttara en mengunin, fegurðarlýt- in, hættan fyrir gamla byggð, aukn- ing slysa og verri heilsa. Að mínum dómi er þessi bílasprenging eitt- hvert versta slys sem okkur hefur hent seinni árin. Og er þeim er að henni stóðu í nafni „kjarabóta" til vansæmdar. „Góð lífskjör" felast ekki í því að allir eigi bíl, Ham- ingjusamt mannlíf ennþá síður. Bíladella vestrænna þjóða er reyndar tákn um þá bölvun sem tæknihyggja og lífsþægindagræögi hefur ofurselt þær. En jafnvel þótt kostimir við þessa óskaplegu bílamergð séu taldir fleiri en ókostirnir hljóta afiir að geta orðið sammála um tvennt, að gangandi fólk verði að hafa sinn rétt í umferðinni og að umferðar- reglur beri að virða. Bannað er aö leggja bílum upp á gangstéttir. En sú regla er þverbrotin. Bílar eru uppi á stéttum með öll hjól út um allan bæ. Gangandi fólk á erfitt með að komast leiðar sinnar af þessum sökum. Það neyðist iðulega til að fara út á akveginn. Hlýtur það að bjóða hættunni heim. Sér- staklega er þetta háskalegt fyrir fólk með kerru eöa barnavagn. Oft eru það börn .og unglingar. Hvaö eiga þeir að gera þegar leiðin er lokuð? „Geta þeir ekki fariö út á götuna," sagði einn bílstjóri við mig meö feikna hatri. Ög þeir meina þetta. Frjálsir vegfarendur Sumir ökumenn virðast alls ekki Sigurður Þór Guðjónsson. skilja að það sé nokkuð athugavert við að leggja bílum á gangstéttir. Og það virðist lögreglan ekki gera heldur. Þann 14. júlí 1987 sagði Rík- issjónvarpið í fréttum frá hópi er kallar sig Frjálsir vegfarendur. Þeir voru að líma miða á bíla á gangstéttunum. Á miðunum stend- ur „Gangstéttir eru ekki bíla- stæði“. Þá var talað við Arnþór Ingólfsson lögregluvarðstjóra. Hann var ævareiður og hótaöi Frjálsum vegfarendum öllu illu fyrir að taka sér vald til lögregluað- gerða. Hins vegar sagði hann ekki eitt einasta hnjóðsyrði um bílstjór- ana sem brjóta á göngufólki. Hann átti engan skilning hvað þá samúð með málstað þeirra sem gangandi fara. Og hann kann þvi miður ekki aö hugsa rökrétt. Miðarnir hóta ekki neins konar aðgerðum. Þeir eru eingöngu ábending og fara því ekki meira inn á verksvið lögreglu •en vegfarandi sem beindi þessum tilmælum munnlega til ökumanna. Síðan frá þessu var sagt í sjón- varpinu hefur ástandið versnað mikið. Göngugatan og Lækjartorg eru nú að breytast í bílastæði. Öku- þórar þeysa þar um á öllum tímum og þenja flauturnar ef fólk tregðast við að víkja úr vegi. Þá eiga þeir sem bíða eftir strætisvagni við Hlemm, Laugavegsmegiu, fótum íjör að launa þegar bílar kom æö- andi með öll hjól upp á stéttina og loka algerlega leiðinni að vögnun- um. En varðstjórar lögreglunnar á Hverfisgötu breyta ekki skapi yfir þessu. Þeir sjást hvergi. Og ekki heldur á Lækjartorgi eða í göngu- götunni. Það er ekki að furða þó lögreglan vilji ekki að fólkið taki sér hénnar vald. En hvað á það að gera með handónýta lögreglu sem ekki getur einu sinni framfylgt umferðarreglum? Kannski herra Arnþór Ingólfsson geti svarað þvi þegar af honum rennur bræðin. Færri bílar En ökumenn taka þessum lím- ingum yfirleitt vel. Þeir afsaka sig og segja: „Ég var bara rétt aðeins að skreppa.“ En gangandi vegfar- endur eiga bara „rétt aöeins“ leið um í sömu mund og veröa „rétt aðeins" að vikja út á götu þar sem þeir eru keyrðir inn í betri heim á augabragöi. Þannig gerast slysin. Sumir bílstjórar forherðast reynd- ar. Ég límdi eitt sinn á bíl er var hálfur uppi á stétt í Hafnarstræti við Seðlabankann. Og eigandinn varð bandóður. Hann froðufelldi og hvæsti á mig eins og minkur: Fífl ertu! En í bílnum sat Sverrir Hermannsson og skellihló að mér og ökufantinum. Ætli þessi mikli maður, sem missti stjórn á skapi sínu er hann var staðinn að vondu verki, hafi ekki verið einhver bankastjórinn. Því miður veit ég ekkert um hann nema það aö hann telur þá fífl sem voga sé aö kenna honum mannasiði. Og hvað á þá að gera í þessum bílavanda? Menn ætla að byggja mikil umferðarmannvirku. En það er til einskis. Bílarnir eru blátt áfram orðnir alltof margir. Það verður að fækka bílunum áður en þeir ganga af okkur dauðum úr blýeitrun og bensíngufum. Stjórn- völd verða að hækka tollana aftur og leggja ógnarleg gjöld á bíleigend- ur eins og Svíar. Láta það verða sannarlega dýrt spaug að eiga bíl. En jafnframt byggja upp öflugt al- mannavagnakerfi (þó án diskóteks) sem nú er fyrir neðan allar hellur. Þetta yrðu kannski óvinsælar að- gerðir í bili en öllum til heilla þegar til lengri tíma er litið. Hvernig væri nú að þeir stjórnmálamenn, sem að eigin sögn hafa hugrekki til að beita óvinsælum aðferðum með langtímasjónarmið í huga, geri nú þær harkalegu ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að lífið fái þrif- ist fyrir bílum í þessari ágætu borg? Hvað segja kvennalistakonur sem hátt gala um fagurt mannlíí? Eða Alþýðubandalagiö sem galar jafn- vel ennþá hærra? Eöa þá Sjálfstæð- isflokkurinn, Framsóknarflokkur- inn, Borgaraflokkurinn og jafnvel vesalings Alþýðuílokkurinn? Geta ekki þessir flokkar nú einu sinni sameinast um mál málanna: Út- rýma bílum úr borginni! Sigurður Þór Guðjónsson Finnur þú fimm breytingai? 20 jL ©PIB □ 1®42&4 \ \ ^ JL ©Plt COPINNKSIN P 42B4 \ ^ Góðan daginn, frú. Hvar vorum við nú aftur komin þegar þú fórst í gærkvöldi? Nafn:......... Heimilisfang:. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hef- ur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau meö krossi á hægri mynd- inni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimil- isfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sig- urvegara. 1. Elta stereoferðatæki með tvöföldu segulbandi að verð- mæti kr. 8.900,- 1. Elta útvarpsklukka að verðmæti 3.500,- Vinningarnir koma frá Óp- us, Snorrabraut 29, Reykja- vík. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 20 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir átjándu getraun reyndust vera: 1. Halla Gunnlaugsdóttir, Ekrusíðu 9, 602 Akureyri. 2. Bjarni Bjarnason, Heiömörk 4, 810 Hveragerði. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.