Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Qupperneq 22
22
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989n
Ég ætla að
leysa vanda
- segir Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins
„Vandamál Sambandsins ' voru
miklum mun meiri heldur en ég
átti von á og vissi þó aö þau væru
umtalsverö er ég hóf störf hér. Það
var kannski búin að vera of mikil
tilhneiging hér til að líta fram hjá
þessum vanda. Ég hef talið mér
skylt aö horfa á vandann eins og
hann er og leysa hann eins og ég
get. Ég ætla ekki að hlaupa frá því
verkefni svo lengi sem menn vilja
hafa mig hér. í Sambandinu er eng-
in uppgjöf," sagði Guðjón B. Ólafs-
son, forstjóri Sambandsins, er hann
var spuröur hvort staða hans innan
fyrirtækisins væri ekki völt nú þeg-
ar tap fyrirtækisins ykist ár frá ári
og þá sérstaklega eftir að hann tók
við starfi sínu fyrir réttum þremur
árum. Lúðvík Jósepsson hefur sagt
í íjölmiðlum að skuldastaða Sam-
bandsins við Landsbankann sé 2,6
milljarðar króna. Guðjón er ekki
sammála því.
„Þróunin á fyrstu sex mánuðum
þessa árs er sú að skuldir Sam-
bandsins hafa aukist um fjögur pró-
sent en veltan hefur aukist um 37%.
Dollarinn hefur hækkað um 21% en
talsvert af skuldum SÍS er í erlendri
mynt og verðbólgan á tímabilinu
jókst um 11-12%. Þannig að staöan,
er mun betri í júnílok þessa árs en
hún var í desemberlok. Skuldastaða
fyrirtækisins í heild var betri sem
nemur um þrjátíu milijónum doll-
ara í lok júní en í árslok 87.“
- Staða SiS hefur engu að
síður verið mjög síeem
undanfarin þrjú ár:
„Ég hef aldrei dregiö dul á það að
skuldsetning Sambandsins er mikii.
En að segja aö reksturinn hafí verið
slæmur síðan ég tók við starfi mínu
er algjörlega rangt með farið. Menn
vilja sífellt búa til grýlur f kringum
Sambandið. Allar staðreyndir um
stöðu Sambandsins eru opnari en
hjá nokkru öðru íslensku fyrirtæki.
Menn þurfa því ekki að vera með
neinar ágiskanir eða getgátur. Sam-
bandið á við rekstrarvanda að etja
en ég held því fram að þjóðfélagið í
heild sinni eigi í miklum vanda. Stór
hluti af þeim vanda er heimatilbú-
inn. Flest atvinnufyrirtæki á íslandi
eru þannig sett að þau hafa ekki
haft aðstöðu á allmörgum undan-
fornum árum til að skila nægilegum
hagnaði af rekstri sínum eða til að
mynda sterka sjóöi. Þaö er stór hluti
af vanda ekki bara Sambandsins
heldur flestra fyrirtækja á landinu
í dag. Það er alþekkt að sú stjómar-
stefna hefur verið ríkjandi hjá öllum
flokkum undanfarna þrjá áratugi
að stilla sjávarútvegi við núllmarkið
um áramót. Stundum hefur tekist
að komast yfir núilmarkið, þá aðal-
lega þegar markaöir hafa verið hag-
stæöir, en oftar en ekki hefur niður-
staðan verið undir núlhnu og hefur
verið það samfellt sl. þrjú til flmm
ár. Á sama tíma hefur fjármagns-
kostnaður farið upp úr öllu valdi
hér á landi. Eigið fé fiskvinnslunnar
hefur því verið þurrkað upp á þess-
um tíma.“
- En verða menn þá ekki að
sntða sér stakk eftir vexti?
„Aliir eru að reyna að bregðast
við því sem þeir ráða ekki við. Svona
hefur þetta verið gert og það eru
staðreyndirnar í kringum okkur í
dag. Það er einmitt þess vegna sem
Sambandið hefur verið aö selja eign-
ir og minnka skuldir sínar.“
- Það er ekki langt síðan
Sambandið víldi kaupa
Útvegsbankann en nú
getur það ekki haidið
Samvinnubankanum:
„Ef okkur hefði tekist að kaupa
Utvegsbankann hefði það verið
mjög gott mál. Við gengum inn í boð
sem ríkið hafði gert, þeir buðu bréf
á ákveðnu verði og að vel athuguðu
máh vorum við búnir aö gera áætl-
anir um aö sameina Útvegs- og Sam-
vinnubankann. Útkoman úr því
dæmi hefði verið mjög hagstæð. Við
hefðum vitaskuld, ef út í það hefði
farið, getað selt hinn sameinaða
banka í dag. Hins vegar var það
ekki ætlunin þá. Fyrir tveimur
árum var hugsunin ekki sú aö selja
Samvinnubankann. Við vorum ekki
á þeim tíma búnir að lifa við 24ra
mánaða tímabil þar sem vaxta-
kostnaður var á milli 30 og 90%.
- Nú eruð þið að selja þær
einingar sem myndu
helst skíla hagnaði:
„Við erum að selja Samvinnuban-
kann vegna þess að hann er seljan-
legri en margt annað. Salan gerir
okkur kleift að bæta stöðu okkar og
minnka skuldir. Það er ákveðinn
kjarnarekstur sem Sambandiö
stendur í, bankarekstur er ekki
hluti af þeim rekstri. Það er auðvit-
að gott að eiga banka svo lengi sem
menn hafa efni á því en bankaeignin
sem slík skilar ekki arði innan Sam-
bandsins frekar en aðrar eignir."
- Hvað um Regin?
„Það er mat um það annars vegar
hvaöa arð eignin gefur og hins vegar
hvaða hagsbót fengist með því að
selja hana. Við erum tilbúnir að
selja þær eignir sem við getum selt
fyrir viðunandi verð og ekki skaða
rekstur fyrirtækisins. Þar er m.a.
um aö ræða nokkrar húseignir og
eignarhlut Sambandsins í Osta- og
smjörsölunni."
- En Olfufélagið?
„Það hefur aldrei verið rætt um
að selja Oliufélagið og ég tel ekki
að það komi til greina. Fyrir því eru
margar ástæður.“
- Hvenær kom sú hugmynd
upp að selja
Samvinnubankann?
„Ég fékk þessa hugmynd sl. haust
og fékk þá heimild stjómar Sam-
bandsins til að kanna þennan mögu-
leika. Mín skoðun er sú að báðir
aðilar hafi gert góða samninga fyrir
hönd fyrirtækjanna. í þessari stöðu
gerði Sambandið rétt í því að selja
bankann og það var nauðsynlegur
kostur.“
- Þvierhaldiðframað
Lúðvík Jósepsson hafi farið með
rangt mál þegar hann gaf upp
skuldastöðu Sambandsins
í Landsbankanum:
„Bankar eru bundnir þagnar-
skyldu. Lúðvík Jósepsson hefur
haldið fram tölum og veifað plaggi
því til sönnunar. Við höfum sagt að
þar sé rangt með farið og ég gæti
sýnt ykkur plagg því til staðfesting-
ar. Hér er um að ræða misskilning
og ég hef allan vilja á því að upplýsa
það nánar. Ég get það þó hvorki né
vil án samráðs við Landsbankann
og hef ekki haft aðstöðu f dag til að
afla mér heimilda til að gera það.
Sambandið hefur ekkert að fela í
þessum efnum og það er með full-
nægjandi tryggingar fyrir öllu
sínu.“
- Af einhverri ástæðu sér
Citibank ástasðu til að
segja upp láni Sambandsins:
„Sambandið hefur átt viðskipti við
Citibank frá 1917, nokkuð samfellt
fyrir vestan en einungis fimmtán
ár hjá útibúi hans í London. Iceland
Seafood Corp. er ennþá með megin-
hluta af sínum lánum í Citibank í
Bandaríkjunum. Citibank í London
hefur gengið í gegnum talsverðar
breytingar á sinni starfsemi meö til-
komu nýs bankastjóra. Stefnan hef-
ur rambað hjá þeim samfara þess-
um breytingum og þeir hafa liðið
fyrir það. Citibank var meðal
stærstu banka í heimi en kemst ekki
á blað núna yfir tíu stærstu. Sam-
bandið hefur haft lánsheimild hjá
Citibank í London, hæst 3 milljónir
dollara. Þetta hafa veriö skamm-
tímalán sem hafa verið uppsegjan-
leg nánast hvenær sem er. I bankan-
um hafa undanfarið verið meiri
háttar mannabreytingar, meðal
annars í þeirri deild sem sér um
okkar mál. Ég tel að uppsögnin á
þessu tiltekna láni sé tilkomin
vegna stefnubreytinga bankans og
vegna þessara mannabreytinga
fremur en ótta við stöðu Sambands-
ins. Þetta lán veröur uppgreitt á
fyrri hluta næsta árs. Stærstu bank-
ar, sem við eigum viðskipti við, fá
að fylgjast mjög náið meö þeim að-
gerðum sem eru í gangi og þær hafa
notið bæði skilnings og stuðnings
þeirra."
Er Landsbankinn
þar meðtalinn?
„Við höfum að sjálfsögðu haft
hann upplýstan um efnahags- og
rekstrarstöðu okkar. í tengslum við
samningana núna hefur Lands-
bankinn óskað eftir að fá áætlanir
okkar. Við munum láta hann fá all-
ar þær upplýsingar þegar endanlega
verður gengið frá samningnum."
- Er Sambandið ekki að
breytast hægt og sígandi
frá upphaflegri mynd sinni?
„Ég held það. Sambandið er að
breytast núna í það að vera magrara
og virkara fyrirtæki en það hefur
verið. Þegar þær breytingar, sem
við höfum verið að gera, fara að
skila sér verður Sambandið mun
nýtískulegra og virkara fyrirtæki."
- Nú fækkar eignum
Sambandsins - er það ekki um
leið að missa umsvifin?
„Það getur vel verið að Sambandið
minnki því þaö er ekkert annað en
samnefnari fyrir kaupfélögin og þá
aðra sem vilja skipta viö það. í dag
eru það fyrst og fremst kaupfélögin
og fiskvinnslustöðvar. Kjarninn í
rekstri Sambandsins er afurðasal-
an, innflutningur og skiparekstur.
Ég vil halda því fram að þessi
kjarnarekstur sé í betra horfi í dag
en nokkum tíma áður. Það er búið
að framkvæma hér meiri háttar
aðgerðir á undanförnum tveimur
árum til að bæta reksturinn. Skipa-
deildin hefur aldrei verið sterkari
og sjávarafurðadeildin er með mjög
góða afkomu þannig að rekstur
deildanna er með allra besta móti.“
- Á það einnig við um
versiunardeildina?
„Nei, hún er vandamál en ekki
mitt vandamál. Það er vandamál
sem hefur verið viðloðandi í mörg
ár. Þar hafa þó orðið umtalsverðar
umbætur og sérstaklega á þessu
ári.“
- Hvað er tap verslunar-
deildarinnar mikið á fyrstu
sex mánuðum ársins?
„Það var rúmlega hundrað millj-
ónir króna. Það er búið að fækka
mikiö fólki þar og leggja niður ta-
peiningar, loka eða selja.“
- Nú hefur Sambandið tapað
miklu fé á fiskvinnslunni:
„Sambandið hefur orðiö í gegnum
árin meirihlutaeigandi að nokkrum
fiskvinnslufyrirtækjum í kringum
landið: á Patreksfirði, í Þorlákshöfn
og víðar. Þaö hefur oröið í öllum
tilfellum vegna þess að Sambandið
hefur smám saman lagt fé í þessi
fyrirtæki til að halda rekstri þeirra