Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989. 35 f gangandi, síðan hefur þetta fé tap- ast. í langflestum tilfellum var búið að gera ráð fyrir því í reikningum Sambandsins. Það var búið að meta niður þessar eignir þannig að þetta er ekki neitt sem er að skella á Sam- bandinu í dag heldur á sl. tveimur til þremur árum. Stór hluti af þess- um skuldbindingum hefur orðið til á sl. tíu, fimmtán árum og þá fyrir lánsfé því hagnaður af rekstri Sam- bandsins á því tímabili var, eins og annarra fyrirtækja á íslandi, lítill. Ég vil líta á það sem þjóðfélagslegt vandamál að fyrirtæki hér eru of skuldsett og yfirleitt of smá og veik. Þetta er eitt adfvandamálum íslensks efnahagslífs og gerir stöðu okkar í harðnandi samkeppni við erlend fyrirtæki of veika.“ - Er Sambandið þá einhvers konar bjargvættur frysti- húsa landsbyggðarinnar? „Það má kalla það því nafni. Sam- bandið hefur verið það í fiskvinnslu og einnig, kannski í of mörgum til- fellum, stutt við bakið á kaupfélög- unum sem hafa verið á undan- haldi.“ - Hefur Sambandið efni á að standa í góðgerðastarfsemi? „Nei, það er alveg ljóst að sá tími er liðinn. Frá þeim tíma er ég tók við hefur fjármagnskostnaður farið upp úr öllu vaidi. Á síðasta ári komst fjármagnskostnaður af dýr- ustu innlendu lánunum upp í það að verða 100% á ársgrundvelli og á síðustu tveimur mánuðum hefur hann komist upp í 45-48%.“ „Ég hef aldrei dregið dul á það að skuldsetning Sambandsins er mikil. En að segja að reksturinn hafi verið slæmur síðan ég tók við starfi mínu er algjörlega rangt með farið,“ segir Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, meðal annars. DV-myndir Brynjar Gauti - En hafið þið sjálfir ekki beðið um gengisfellingar sem aftur hækka þennan fjármagnskostnað? „Það hefur verið rangtúlkað. Ég hef haldið því fram að gengið verði að skrá sem réttast miðað við af- komu útflutningsatvinnuveganna. Allt annað þýðir ekkert annað en hrun útflutningsatvinnuvega og stöðvun á gjaldeyrisöflun þjóðar- innar. Þegar til lengri tíma er litið fær ekkert annað staðist en rétt gengi miöað við aíkomu helstu út- flutningsatvinnuveganna. Það er hlutur sem ég og flestir kollegar mínir erum sammála um. Hitt er annað mál að á alllöngu árabili byggði Sambandið upp erlendar skuldir, því miður of miklar, og í hvert skipti sem gengið fellur hækka þessar skuldir og við því er ekkert að gera. Þetta fer allt eftir lykilþáttum þjóöfélagsins og fyrst og fremst hvert verðbólgustigiö er. Það verður aldrei hægt að ná tökum á stjóm íslensks efnhagskerfis öðru- vísi en að taka vísitölubindingu úr sambandi og ná verðbólgu niður í fimm prósent með góðu eða illu. Um leið og verðbólga á íslandi er oröin sambærileg við okkar helstu sam- keppnislönd og fjármagnskostnað- urinn um leið, þá hefur Sambandið ekkert að óttast." - En ef þaö næst ekki? „Þá hefur ísland í heild margt að óttast. Við emm búin að búa við þetta verðbólgustig, sem er á bilinu 4-6 stigum hærra en hjá öðmm þjóðum, alltof lengi og það er búið að sýkja út frá sér í efnahagskerfinu meira en góðu hófi gegnir. Þess vegna er það staðreynd að stór hluti vanda okkar er heimatilbúinn þrátt fyrir að ytri skilyrði þjóðarbúsins séu með því hagstæðasta sem við höfum þekkt. Þetta er eitt af fimm til tíu bestu árum sem þjóðin hefur upplifað miðað við ytri skilyrði. Hluti af efnahagsvandanum í dag er fólginn í því að hér hafa átt sér stað mjög umtalsverðar fjárfesting- ar sem ekki bera arð.“ - Eru einhverjar fjárfestingar Sambandsins þar meðtaldar? „Ég ætla ekkert að undanskilja Sambandið eða önnur félög sam- vinnumanna frá því að hafa fjárfest utan getu. Það hafa þau vissulega gert en fjárfestingar Sambandsins hafa kannski meira verið tengdar atvinnufyrirtækjum utan við kjarna reksturs Sambandsins. Bygging Sambandsins á Kirkjus- andi var t.d. hagkvæm fjárfesting vegna þess að við fengum þessa byggingu fullgerða fyrir minni kostnað á fermetra heldur en við seldum fyrri byggingar á.“ - Gæti Sambandið þolað annaö ár eins og það sföasta var? „Það vona ég nú að við sjáum ekki en það yrði mjög erfltt." - Ólafur Ragnar spáöi því fyrirtæpu ári aö Sambandið ætti fjórtán mánuði eftir og nú eru fjórir mánuðir eftir af þvítímabili. Lifir Sambandið þá af? „Ég ætla nú að veðja á að Sam- bandið verði til fimmta og sjötta mánuðinn. Gamanlaust tel ég að flestar ef ekki allar deildir Sam- bandsins séu í sókn og ég er því ekkert kvíöinn á framtíðina, sér- staklega ekki ef við fáum viðunandi stöðugleika og eðlileg rekstrarskil- yrði í okkar blessaða þjóðfélagi." - Þarf Sambandið ekki að bæta stööu sina gagnvart almenningsálitinu? „Við höfum átt undir högg að sækja og það er út af fyrir sig ágæt þolraun. Við þurfum að sækja á brattann og sanna okkur." - Hvað teiur þú vaida þessari neikvæöu afstöðu fólks I garð Sambandsins? „Það er samverkandi. Vafalaust höfum við gert eitthvað öðruvísi en fólk vildi sjá, neikvæð umfjöllun í fjölmiðlum og að einhverju leyti er þetta tengt pólitík." - Mörg stór mál hafa komið upp á undanförnum árum sem tengjast Sambandinu, svo sem kaffibauna- málið, gjaldþrotið á Svalbarðseyri, launamál þln, Patreksfjarðarmálið og nú kaup Landsbankans á hluta Sambandsins I Samvinnubankanum. Eru þaö þá ekki þessi mál semhafarýrtálitfólks á fyrirtækinu? „Það byrjaði mjög neikvæö um- fjöllun um Sambandið með kaffi- baunamálinu sem var í fréttum um það leyti sem ég kom hingað. Ég ætla ekki að reyna að gerast dómari yfir Hæstarétti en það var mjög slæmt að það mál skyldi koma upp á þann hátt sem þaö gerði. Um SvÉd- barðseyrarmálið vil ég segja að Sambandið hafi fengið neikvæða umfiöllun algjörlega að ósekju. Sambandið hafði varað við þeirri þróun sem var að eiga sér stað á Svalbarðseyri og reyndi að koma í veg fyrir suma þá hluti sem þar gerðust og urðu til þess að það félag féll. Sambandiö hefur tekið á sig umtalsverðan skaða út af þessu máli, Samvinnubankinn líka og þakkimar fyrir það eru allar með öfugum formerkjum. Áróðurinn í þessu máli var mjög ósanngjarn. Umfiöllun um launamál mín, sem kom upp á síðasta ári, var Samband- inu og mér lítið gleðiefni og ég tel það afskaplega ógæfulegt hvernig því máli var þyrlað upp. Samviska mín í því máh er algjörlega hrein.“ - Þú hefur aftur verið sakaður um að þiggja óeðlilega há laun: „Laun min gef ég ekki upp en ég var sá klaufi í vetur þegar skila átti framtali að skila því ekki á réttum tíma vegna tímaleysis þannig að á mig var lagt samkvæmt áætlun sem var mjög rausnarlega umfram raunveruleika. Ég er búinn að telja fram síðan og kæra þessa álagningu þannig að sannleikurinn kemur í |jós þar,“ sagði Guðjón B. Ólafsson. -ELA/gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.