Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Side 25
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989. ,.c37 Skákogbridge Hálf öld frá ævintýraför skákmanna til Argentínu Skáksamband íslands hélt ný- lega hóf til heiðurs nokkrum skák- meisturum og til að minnast hð- inna afreka. Þar bar hæst ólympíu- skákmótið í Buenos Aires fyrir réttri háifri öld er íslenska skák- sveitin vann frækilegan sigur og hreppti efsta sæti í B-flokki þar sem keppt var um glæsilegan verð- launabikar, „Copa Argentina" eða forsetabikarinn. í hófi SÍ veittu Baldur Möller og Guðmundur Arn- laugsson, einir eftirlifandi sveitar- manna, viðtöku siifurskjöldum, greyptum í argentínskan marm- ara, til minja um keppnina og þessa ævintýrafor. í þá daga hefði ekki þótt mikið til ferðalaga nútímans koma er menn þeysast um loftin á breiðþotum. Siglingin til Suður-Ameríku tók íslendingana marga mánuði og var þeim að vonum afar eftirminnileg og heimkoman þá ekki síður en meðan á mótinu stóð braust seinni heimsstyrjöldin út í öllu sínu veldi. Mótið í Buenos Aires var áttunda mótið í röðinni og í fyrsta skipti sem ólympíumót var haldið utan Evrópu. Margar þjóðir Rómönsku Ameríku sendu skáksveit til keppni í fyrsta sinn og höfðu þátt- tökuþjóðir aldrei verið fleiri - 27 talsins. Kúba var meðal þeirra þjóða sem nú tóku í fyrsta skipti þátt í ólympíumóti. Capablanca tefldi með sveitinni á fyrsta borði og heimsmeistarinn Aljekín leiddi frönsku sveitina. Margt annarra meistara var í Buenos Aires þessa daga og má geta nærri að gaman hefur verið að beija þá augum. Eftir undanrásir, sem voru ný- breytni á ólympíumótunum, var skipt í tvo flokka og tefldu 15 efstu þjóðimar í A-flokki um svonefndan Hamilton-Russel-bikar. Engu minna var þó látiö með Copa Arg- entina-keppnina í B-flokki því að þar var keppt um bikar sem forseti Argentínu gaf. Það er kannski kaldhæðni örlag- anna ,að Þjóðveijar og Pólveijar skyldu kljást um sigurinn í A-flokki því að riðlakeppnin hófst 1. sept- ember, sama dag og Þjóðveijar réð- ust inn í Pólland. I skákinni höfðu Þjóðverjarnir einnig betur og sigr- uðu með 36 vinningum en Pólverj- ar fengu hálfum vinningi minna. Vegna stríðsástandsins tefldu þess- ar þjóðir ekki innbyrðis og fimm önnur töfl í A-flokld vom einnig dæmd jafntefli, stimdum þó eftir mikið japl, jaml og fuður. Með þýsku sveitinni tefldi Elisk- ases á fyrsta borði en Tartakover og Najdorf fóm fyrir pólsku sveit- inni. Eistlendingar, með Keres á fyrsta borði, urðu í 3. sæti með 33,5 v. og Svíar, þar sem Staalberg og Ludin voru' fremstir, komu næstir með 32,5 v. Síðan komu gestgja- fanir, Argentínumenn, þá Tékkar, Lettar, Hollendingar, Palestínu- menn, Frakkar, Kúbumenn, Chilebúar, skáksveit Litháen, Brasilíumenn og lestina ráku Dan- ir. Keppnin í B-flokki var geysilega hörð og jöfn. Á endanum urðu Is- lendingar og Kanadamerin jafnir með 28 vinninga en íslendingum var dæmdur sigurinn á stigum. Norðmenn fengu 27 v., skáksveit Umguay 26 v. og Búlgarar 25,5 v. Síðan komu Ecuador, Guatemala, írland, Perú, Bolivía og Paraguay. Frammistaða Jóns Guðmunds- sonar, sem tefldi á 3. borði, vakti mikla athygli en hann gerði sér lít- ið fyrir og vann allar skákir sínar í úrslitakeppninni, tíu að tölu. Er heim var komið var hann stundum í kunningjahópi nefndur „Jón hundrað prósent" til aðgreiningar frá öðrum Jónum. Jón fékk að sjálf- sögðu verðlaun fyrir bestan árang- ur á sínu borði og Guðmundur Amlaugsson hreppti einnig verð- laun fyrir bestan árangur vara- manna. Guðmundur vann 6 skákir, geröi 3 jafntefli en tapaði einni sem gerir 75% vinningshlutfall. Baldur Möller tefldi á 1. borði og vann 6 skákir, gerði 4 jafntefli en tapaði 5 (53,3%), Ásmundur Ásgeirsson vann 8 skákir, gerði 3 jafntefli en tapaði 4 á 2. borði (63,3%), Jón Guðmundsson vann samtals 11 skákir og gerði 3 jafntefli (78,6%) og Einar Þorvaldsson vann 3 skák- ir, gerði 4 jafntefli en tapaði 3 á 4. borði (50%). Lítum á eina skák frá mótinu. Það er Ásmundur Ásgeirsson sem stýr- ir hvítu mönnunum í keppninni við heimamenn í 2. umferð undanrása. í hófi SÍ veittu Baldur Möller og Guðmundur Arnlaugsson, einir eftirlif- andi sveitarmanna, viðtöku silfurskjöldum, greyptum í argentínskan marmara, til minja um keppnina og þessa ævintýraför. Mótheiji hans er þarna 19 ára gam- all en átti eftir að verða einn kunn- asti skákmeistari Argentínu. Hvítt: Ásmundur Ásgeirsson Svart: Julio Bolbochan Nimzoindversk vörn 1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Db3 c5 5. dxc5 Rc6 6. Rf3 Re4 7. Bd2 Rxc5 Afbrigðið sem hefst með 4. Db3 átti miklum vinsældum að fagna um þetta leyti en er fátítt nú á dög- um. Síðasti leikur svarts viröist engu síðri en 7. - Rxd2 8. Rxd2 0-0, eða 8. - f5 sem einnig er leikið. 8. Dc2 f5 9. a3 Bxc3 10. Bxc3 0-0 11. b4 Re4 12. Bb2 d6 13. e3 a5! Til að tryggja sér c5-reitinn fyrir riddarann. 14. b5 Re7 15. Bd3 Rc5 16. Hdl Dc7 Samkvæmt júgóslavnesku al- fræðibyrjanabókinni hefur svartur nú jafnað taflið og lætur það nærri lagi. „Holan“ á c5 er sannarlega falleg en til mótvægis hefur hvitur sterkan biskup á b2 og möguleika á miðborðinu. 17. 0-0 e5 18. Rd2 Be6 19. f4 Hae8 20. Hf2b6?! Hann vill treysta stöðuna en nú er tilfærslan Re7-c8-b6 úr sögunni og c6-reiturinn er óvarinn. 21. Be2 Rg6 22. Bf3? Rd7? Nýtir sér ekki ónákvæmni hvíts: 22. - exf4 23. exf4 Rxf4 og ef 24. Bc6 þá 24. - Rd3. Hvítur setur fyrir lek- ann. 23. g3 He7 24. Bc6 Rb8 25. Bg2 Rd7 26. Bc6 Rb8 27. Bg2 e4? Eftir þennan slaka leik snúast vopnin í höndum svarts. Hann opn- ar sjálfviljugur homalínuna fyrir svartreita-biskupinn og gefur hvít- um um leið reit á d4 sem gefur c5- reitnum lítið eftir að fegurð. Og nú er riddari svarts langa vegu frá fyrirheitna reitnum. 28. Hcl Hc8 29. Bfl Rd7 30. Rb3 Rc5 31. Rd4 Bd7 32. Ddl! Hf7 33. Hd2 Hd8 34. Dh5 Re7 35. Hcdl Be8 36. Hcl Hf6 37. Ddl Bf7? 38. Rc6! Rxc6 39. Bxfl6 gxfl6 40. bxc6 Dxc6 Skiptamunsfórn svarts lítur við fyrstu sýn ekki illa út því að hann hefur peð fyrir og menn hans standa vel. En næsti leikur hvíts setur strik í reikninginn. Skákin fór í bið í þessari stöðu og verður ekki betur séð af næstu leikjum en að íslenska sveitin hafi unnið heimavinnuna vel. 41. g4! Opnar línur fyrir hrókana að svarta kónginum. Leikurinn virð- ist hafa komið svörtum á óvart; hann bregst a.m.k. ekki sannfær- andi við honum. 41. - a4 42. Hg2 Rb3? 43. Hc3 Dc5 44. Hg3 fxg4 45. Dxg4 + Kf8 46. Dh4 Ke7 47. Dxh7 d5 48. Be2 Htö 49. Bh5 Ke8 50. Bxf7+ Hxf7 51. Df5 d4 52. Hg8+ Ke7 53. Dxe4+ Kd6 54. exd4 Dxd4+ 55. Dxd4+ Rxd4 56. Hd8+ Kc5 57. Hd5 + Og svartur gafst upp. TR til Búdapest Nú hefur verið dregið í þriðju umferð Evrópubikarkeppni taflfé- laga og mætir sveit Taflfélags Reykjavíkur MTK Búdapest á úti- veÚi. Þetta er sveit Portisch og Skák Jón L. Árnason Polgar-systra. Lajos teflir á fyrsta borði, Zsuzsa á 2. borði og Judit á 3. borði. Á 4. borði er argentínski stórmeistarinn Barbero sem býr með fyrrverandi frú Ribli í Búda- pest. Stórmeistarinn kunni, Forint- os, sem teflt hefur hér á Reykjavík- urskákmótum, er á 5. borði og stór- meistarinn Rajna á 6. borði. í fyrstu umferð keppninnar sló sveit TR skákmenn Anderlecht út í Brussel og annað frægt knatt- spyrnulið, Bayern Munchen, varð fyrir barðinu á Taflfélagsmönnum í 2. umferð. Þriðju umferð skal vera lokið fyrir miðjan desember. Nú eru átta lið eftir í keppninni. -JLÁ Úrsht ráðast um næstu helgi á Hótel Loftleiðum. Úrslitaleikurinn í bikarkeppni Bridgesambands ís- lands fer fram um næstu helgi á Hótel Loftleiðum og það eru sveitir Modern Iceland og Braga Hauksson- ar sem eigast við. Sveit Braga er með höfuðleður tveggja bestu sveita landsins undir beltinu, sveitir Flug- leiða og Pólaris, en hún vann þær báðar með litlum mun. Modern Ice- land hefir hins vegar þurft að hafa minna fyrir hlutunum. Þá sveit skipa bræðurnir Hermann og Ólafur Lár- ussynir, Magnús Ólafsson, Páll Valdimarsson og Jákob Kristinsson, en sveit Braga skipa auk hans Sig- tryggur Sigurðsson, Ásmundur Páls- son, Guðmundur Pétursson, Ásgeir Ásbjömsson og Hrólfur Hjaltason. Allt stefnir í spennandi úrslitaleik og fyrirhugað er að sýna hluta leiks- ins í beinni útsendingu á Stöð 2. Sveit Modem Iceland vann Skrapsveitina nokkuð örugglega í undanúrshtum, meðan sveit Braga marði sveit Flug- leiða með 3 impa mun. Sömu spil vom spiluö í báðum leikjum. Við skulum skoöa eitt þeirra. N/0 ♦ 9876432 V 3 ♦ K 8 + 754 * Á 10 V 5 ♦ G982 + ÁK6 ♦ Á G 6 5 2 V D 10 9 4 ♦ 10 2 + ÁKG63 * K D G V D 10 7 5 4 ♦ 73 + D 9 8 í leik Flugleiða og Braga voru spil- uð þijú grönd á báðum borðum, sem unnust þegar spaðamir skiptust 73. Reyndar unnust fjögur grönd á báð- um borðum því suður lendir í óveij- andi kastþröng í hjarta og laufi. í hinum leiknum milli Modern Iceland og Skrapsveitarinnar var allt annað upp á teningnum. Þar sátu í opna salnum ns Páll Valdimarsson og Magnús Ólafsson, en va Jacci McCreal og Hjördís Eyþórsdóttir. Þar gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suður Vestur pass 1+ pass IV 2V 4 V pass pass pass Ekki verri samningur en þijú grönd, þótt legan sé engan veginn eins hagstæð. Páh taldi spilið nokkuð sterkt og því þyrfti að grípa til ör- þrifaráða. Hann spilaði þvi út tígul- kóng. Varla gat sagnhafi vænst betra útspils og þess vegna var sorglegt að hún skyldi tapa spihnu. Hún drap Bridge Stefán Guðjohnsen útspihð með ás, tók tvo hæstu í trompi og fékk vondu fréttirnar. Síð- an spilaði hún spaðaás og trompaði spaða. Einfalt er nú að vinna spilið með því að taka tvo hæstu í laufi, trompa lauf, spha tígh á drottningu og meira laufi. Tíundi slagurinn kemur þá með framhjáhlaupi á trompgosann. Með spaðalegunni gengur sú leið líka að spila tígli og gefa þar með aðeins þijá slagi á tromp. Jacci fór hins vegar aðra leið og fór einn niður. Á hinu borðinu sátu ns Kristján Már og Rúnar, en av Hermann og Ólafur: Bræðurnir komust fljótt og örugglega 1 slemm- una: Norður Austur Suður Vestur pass 1 + 1 ♦ 2 3^ 4grönd pass 5 V pass 5 grönd pass 6 + pass 6 pass pass pass Norður spilaði út hjartaþristi og Ólafur drap með kóng og svínaði trompinu. Norður drapá kónginn og spilaði meira trompi. Ólafur tók nú tvo hæstu í laufi og trompaði lauf. Þegar drottningin kom var slemman upplögð og reyndar vinnst slemman líka þótt drottningin komi önnur. Ágæt slemma og aukabónus af hinu -borðinu, þegar geimið tapaðist. Stefán Guðjohnsen Fréttabréf Kjördæmismót n-vestra í tvímenn- ingi var haldið á Siglufirði 9. sept. sl. Spilaður var barometer með þátt- töku 19 para. Kjördæmismeistarar 1989 urðu Ásgrímur og Jón Sigur- bjömssynir frá Siglufirði. Röð efstu para varð þessi: 1. Ásgrímur Sigurbjörnsson - Jón Sigurbjörnsson, Sigluf....120 2. Jóhannes Hjálmarsson - Jónas Stefánsson, Sigluf........46 3. Bjarni Brynjólfsson - Unnar A. Guðmunds- son, Hvammst....................44 4. Reynir Pálsson - Stefán Benediktsson, Fljótum....36 5. Baldvin Valtýsson - Valtýr Jónasson, Sigluf.........32 6. Sigfús Steingrímsson - Sigurður Hafhðason, Sigluf......30 7. Sigríður Gestsdóttir - Súsanna Þórhahsd., Skagstr......15 8. Bergþór Gunnarsson - Eðvarð Hahgrímsson, Skagastr....l2 9. Anton Sigurbjörnsson - Bogi Sigurbjörnsson, Sigluf......6 10. Einar Jónsson - Rúnar Einarsson, Hvammst.........4 Norðurlandsmót í tvímenningi verð- ur haldið á Hvammstanga 14. okt. nk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.