Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Qupperneq 38
50 / ') LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER ÍÓ89. Afmæli Erlingur Guðmundsson Erlingur Guömundsson vörubO- stjóri, Heiðvangi 4, Hellu, Rangár- völlum, verður fimmtugur á morg- un. Erlingur fæddist að Uxahrygg I í Rangárvallahreppi og ólst þar upp. Hann hóf störf hjá Vegagerð ríkisins árið 1954 og tók þar fljótlega til við stjórnun vinnuvéla. Erlingur keypti vörubíl 1958 og starfaði á honum og öðrum vinnuvélum til 1963. Þá starf- aði hann á jarðýtum við ræktunar- vinnu hjá ræktunarsamböndum í Rangárþingi frá 1961-73, lengst af hjá Ræktunarsambandi Ása-, Holta- og Landhreppa. Hann vann auk þess við vegagerð í umdæminu og víðar um land. Erlingur keypti svo aftur vörubíl 1973 og hefur gert út vöru- bO og aðrar vinnuvélar síðan. Hann er hagur járnsmiður og hef- ur byggt yfir bOa sína og vélar sjálf- ur. Erlingur er áhugamaður um hestamennsku og skógrækt og hef- ur tekið virkan þátt í félagsmálum áþeimvettvangi. Erlingur kynntist eiginkonu sinni, Sigurvinu Samúelsdóttur, árið 1958. Þau stofnuðu heimOi að Hellu 1960 og hafa búið þar síðan. Sigurvina er kaupmaður í Vörufelli á Hellu, f. 1.8.1937, dóttir Samúels Samúels- sonar frá Skjaldbjarnarvík í Árnes- hreppi í Strandasýslu og Önnu Guð- jónsdóttur frá sama bæ. Fóstri Sig- urvinu er Kristinn Jónsson frá Seljanesi í Árneshreppi, b. þar og að Dröngum í Árneshreppi. Erlingur og Sigurvina eiga fimm böm. Þau eru Anna Kristín Kjart- ansdóttir, f. 2.11.1956, bókari á S’el- fossi, gift Hafsteini Hjaltasyni og eiga þau þrjú börn, írisi Erlu, f. 18.6. 1975, Magnýju Rós, f. 18.10.1979, og Kjartan Sigurvin, f. 17.10.1987; Samúel Örn, f. 12.11.1959, íþrótta- fréttamaður í Reykjavík, kvæntur Ástu Breiðfjörð Gunnlaugsdóttur og eiga þau tvö börn, Hólmfríði Ósk, f. 23.4.1984, og Grétu MjöU, f. 5.9. 1987; Hólmfríður, f. 3.2.1961, sjúkra- þjálfari í Reykjavík, gift Ásbirni G. Guðmundssyni og eiga þau einn son, Aron Stein, f. 3.5.1988; Margrét Katrín, f. 4.3.1962, bókari á Selfossi, gift Jónasi Lilliendahl og eiga þau tvö börn, Erling Örn, f. 18.7.1982, og Gústaf, f. 25.6.1987; Ingibjörg, f. 18.1.1967, bankamaður á Selfossi, en hún á tvær dætur, Guðrúnu Freyju, f. 27.4.1986, og Erlu Vinsý, f.31.7.1987. Systkini Erlings eru Ingibjörg, f. 28.6.1932, d. 13.4.1965; Gíslína Margrét, f. 1934, lést ársgömul; Magnús, f. 30.6.1936, b. á Uxahrygg; Dýrfmna, f. 1939, húsmóðir á Hellu; Árný Margrét, f. 15.1.1943, búsett í Stykkishólmi; Ingibjörg, f. 23.1.1946, búsett á Eyrarbakka; Gísli, f. 22.6. 1948, lögreglumaður í Grundarfirði. Uppeldisbróðir og systursonur Erl- ings er Guömundur Hólm Bjarna- son, f. 15.12.1950, sjómaður á Þórs- höfn. Foreldrar Erlings vora Guðmund- iir Hreinn Gíslason, f. 30.8.1903, d. 1987, b. á Uxahrygg, og kona hans Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 31.1. 1910, d. 1983. Systir Guðmundar var Guðný, amma Grétars Þorsteinssonar, for- manns Trésmíðafélags Reykjavík- ur, fóður Jóns Gunnars, útvarps- og sjónvarpsmanns. Guðmundur var sonur Gísla, b. í Húnakoti í Þykkvabæ, bróður VO- hjálms, b. í Dísukoti, íöður Ingvars, útgerðarmanns og forstjóra ísbjarn- arins, fóður Jóns, stjórnarformanns Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Gísli var sonur Hildibrands, b. í Vetleifsholti, Gíslasonar, b. í Odds- parti í Þykkvabæ, Gíslasonar. Móðir Gísla var Sigríður Einarsdóttir, b. á Búðarhóli í Þykkvabæ, Ólafssonar, b. á Seli í Holtum, Jónssonar. Móðir Ólafs var Guðrún Brandsdóttir, b. á Felli í Mýrdal, Bjarnasonar, b. á Víkingslæk, Halldórssonar, ætt- föður Víkingslækjarættarinnar. Móðir Guðmundar var Margrét Hreinsdóttir, b. á Sperðli í Landeyj- um, Guðlaugssonar, b. í Hemlu í Landeyjum, Bergþórssonar. Bróðir Hólmfríðar var Andrés, b. í Vatnsdal í Fljótshlíö, afi Guðmund- ar Vals Sigurðssonar, knattspymu- manns í FH sem hefur verið í sviðs- ljósinu að undanförnu. Hólmfríður er dóttir Magnúsar, b. í Hvítanesi í Vestur-Landeyjum, bróður Andrés- ar, klæðskera og kaupmanns í Reykjavík, ogÁgústs, b. í Hemlu, afa Ágústs Inga Ólafssonar, kaup- félagsstjóra á Hvolsvelli, en systir Magnúsar var Guðrún, amma Halldóru FOippusdóttur, konu Árna Johnsens. Magnús var sonur Andr- ésar, b. og formanns í Hemlu í Land- eyjum, Andréssonar, b. í Hemlu, Andréssonar. Móðir Andrésar for- manns var Guðrún Guðlaugsdóttir, systir Hreins. Móðir Magnúsar Andréssonar var Hólmfríður Magn- úsdóttir, b. á Ásólfsskála, Ólafsson- ar, b. á Götum í Mýrdal, Ólafssonar. Móðir Hólmfríðar á Uxahrygg var Erlingur Guðmundsson. Dýrfinna Gísladóttir, b. á Seljavöll- um undir Eyjatjöllum, Guðmunds- sonar, b. á Seljavöllum Gíslasonar, frumbúa á SeljavöUum. Móðir Dýrfmnu var Margrét Sig- urðardóttir, b. í Hvammi undir Eyjaijöllum, Sigurðssonar, b. í Efstakoti undir Eyjafjöllum, Sig- hvatssonar í Nýjabæ. Móðir Margr- étar var Dýrfinna Kolbeinsdóttir frá Suðurkoti í Krýsuvík. Dýrfinna Gísladóttir og hinn þjóðhagi Sigur- jón Magnússon í Hvammi undir EyjafjöUum voru systkinabörn. Erhngur tekur á móti gestum á heimOi sínu, Heiðvangi 4 á HeUu, í dag, laugardaginn 16.9. Ingibjörg Þorsteinsdóttir Ingibjörg Þorsteinsdóttir hús- móðir, Álfheimum 28, Reykjavík, er áttræðídag. Ingibjörg fæddist í Langholti í Flóa og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún flutti til Reykjavíkur ung kona og giftist þar 13.10.1932 Hróbjarti Árnasyni, f. á ÁshóU á Rangárvöll- um 12.6.1897, d. 11.2.1953, syni Árna Runólfssonar, b. að ÁshóU, og konu hans, Margrétar Hróbjartsdóttur. Hróbjartur var þá verslunarmaður hjá Guðjóni Jónssyni, kaupmanni á Hverfisgötu 50. Hróbjartur lærði burstagerð og stofnaði Burstagerð- ina í Reykjavík 1930 sem hann rak tO dauðadags. Ingibjörg og Hróbjartur eignuðust sex böm. Þau eru: Margrét, f. 18.2. 1934, kristniboði og hjúkrunarkona í Reykjavík, gift Benedikt Jasonar- syni kristniboða; Helga Steinunn, f. 30.9.1936, kennari í Reykjavík, gift KarU Sævari Benediktssyni kenn- ara; Helgi, f. 26.8.1937, kristniboði og fyrrv. prestur í Hrísey; Ámi, f. 1.12.1938, markaðsfræðingur og for- stjóri í Reykjavík, kvæntur Krist- rúnu Ólafsdóttur; Friðrik, f. 5.6. 1940, forstjóri Burstagerðarinnar, kvæntur Bám Böðvarsdóttur, og Jón Dalbú, f. 29.5.1947, prestur í LaugamesprestakalU í Reykjavík, kvæntur Ingu Þóm Geirlaugsdóttur kennara. Ingibjörg átti tíu alsystkini og em þrjú þeirra látin. Alsystkini Ingi- bjargar: Margrét, f. 20.8.1896, hús- móðir í Hallanda í Flóa, en hún er látin; Ingólfur, f. 14.2.1899, Flóa- áveitustjóri, en hann er einnig lát- inn; Sigurður, f. 28.8.1901, skipstjóri í Englandi; Hermann, f. 16.6.1903, b. að Langholti í Flóa; Guðmundur, f. 25.6.1904, bifvélavirkjameistari í Reykjavík; Emar, f. 27.12.1907, framkvæmdastjóri í Reykjavik, fað- ir Markúsar veðurfræðings, en Ein- ar er látinn; Jóna, f. 21.6.1911, hús- móðir í Reykjavík; Rósa, f. 15.9.1912, húsmóðir í Reykjavík; Ólöf, f. 11.3. 1916, húsmóðir í Reykjavík, og Helga, f. 3.11.1918, húsmóðir í Þor- lákshöfn. Hálíbróðir Ingbjargar, samfeðra, er Ólafur, framkvæmdastjóri í Reykjavík. Foreldrar Ingibjargar vom Þor- steinn Sigurðsson, b. aö Langholti í Flóa, og kona hans, Helga Einars- dóttir, b. á Litlu-Reykjum, Eiríks- sonar. Bróöir Þorsteins var Sigurður, afi Eggerts Haukdals alþingismanns. Systir Þorsteins var Ingibjörg, móð- ir Stefaníu, konu Sigurðar Pálsson- ar vígslubiskups og móður Sigurð- ar, prests á Selfossi. Þorsteinn var sonur Sigurðar, b. í Langholti, Sig- urðssonar. Móöir Sigurðar var Ing- veldur Þorsteinsdóttir, systir Guð- rúnar, ömmu Ingólfs Jónssonar ráð- herra og langömmu Jóns Ragnars- sonar, prests í Bolungarvík. Bróðir Ingveldar var Ámundi, langafi Guð- rúnar Helgadóttur alþingisforseta. Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Móðir Þorsteins var Margrét Þor- steinsdóttir, b. í Langholtsparti, bróður Páls, langafa Markúsar Arn- ar útvarpsstjóra og Þórðar, föður prestanna Döllu og Yrsu. Þorsteinn í Langholtsparti var sonur Stefáns, b. í Neðra-Dal, Þorsteinssonar. Móð- ir Stefáns var Guðríður Guðmunds- dóttir, b. á Kópsvatni, Þorsteinsson- ar, ættföður Kópsvatnsættarinnar, langafaMagnúsar, langafa Sigríðar, móður Ólafs Skúlasonar vígslubisk- ups. Móðir Þorsteins í Langholts- parti var Vigdís, dóttir Diðriks Jóns- sonar og Guðrúnar Högnadóttur „prestaföður", prests á Breiðaból- stað í Fljótshlíð, Sigurðssonar. Til hamingju með afmælið 17. september 85 ára 60 ára Magdalena Zakaríasdóttir, Heiðargeröi 18, Akranesi. Hilmar Helgason, Állhóli 10, Húsavík. Anna Sveinsdóttir, Huldulandi 2, Reykjavik. Ragnar Gunnarsson, Einisgrund 7, Akranesi. Anita S. Björnsson, Goöabyggö 4, Akureyri. 40 ára 75 ára Sigríður Gisladóttir, Grenilundi 11, AkureyrL Kolbrún Leifsdóttir, Bjarmalandi 15, Sandgerði. Björn R. Ragnarsson, Heiöarási 22, Reykjavík. Soffia Guðmundsdóttir, Neðstabergi 18, Reykjavík. Gunnar Gunnarsson, Þemunesi 4, Garðabæ. Þorsteinn M. Ámason, Gyða H. Helgadóttir, Melshúsum, Hafnarfiröi. Hún tekur á móti gestum í sal Kænunnar við smábátahöfnina i Hafnarflrði frá kl. 15 til 18. Guðbjartur Guðjónsson, Strandgötu 4, Skagaströnd. 70 ára Hraunflöt, Garðabæ. Hallur Björnsson, Þórðargötu 20, Borgamesi. Ómar Garðarsson, Hilmisgötu 1, Vestmannaeyjum. Sigurður Jóhannsson, Dalatanga 18, Mosfellsbæ. Benedikt Jónsson, Tjamargötu 29, Keflavík. Jóhann Þ. Eiríksson, Aöalbraut 63, Raufarhöfn. Já... en ég nota nú yfirleitt beltið! || UMFERÐAR RÁÐ Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælis börn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dög- um fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.