Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1989. Fréttir Álverið: Þrír dagar í verkfall - lítill árangur af sarrmingaviðræðum Fundur hófst í kjaradeilu starfs- manna álversins 1 Straumsvík og ísal klukkan 10 í morgun í húsi sáttasemjara. Á fundi með deiluað- ilum á laugardag varð mönnum lít- ið ágengt. Einn fundarmanna orð- aði það svo að „mjúku málin“ hefðu verið reifuð svo að þau myndu ekki þvælast fyrir ef ein- hver skriður kæmist á viðræður um launahækkanir. Ef samningar takast ekki mun koma til verkfalls á miðnætti á fimmtudag. Samkvæmt samning- mn mun starfsemi álversins þá verða stöðvuð í áfongum á tveimur vikum. 5. október næstkomandi yrði verinu þá lokað. Starfsmenn álversins byggja kröfur sínar á svokallaðri „Isal- vog“ en í kjarasamningum árið 1986 var hún búin til til að meta launahækkanir hjá viðmiðunar- hópum á almennum vinnumark- aöi. Starfsmenn álversins telja sig hafa orðið útundan þegar launa- skrið varð á vinnumarkaði á árinu 1987 og fram á árið 1988. Til þess að ná „ísal-voginni“ á núllpunkt- inn þurfi þeir um 12 til 14 prósent hækkun. Vinnuveitendasambandið semur fyrir hönd ísal. Það leggur áherslu á að samningar við starfsmenn ál- versins séu í samræmi við aðra samninga sem gerðir hafa verið við launafólk á undanfomum mánuð- um. 12 til 14 prósent launahækkun fellur ekki inn í þann ramma. -gse Schaferhundurinn á dýraspitalanum í gær. Af látbragði hundsins mátti sjá að hann var hræddur og óöruggur enda hafði hann verið lokaður inni í bíl í Breiðholti í að minnsta kosti tvo sólarhringa. DV-mynd S Vítavert kæruleysi af hálfu hundaeiganda: Scháferhundur lokaður inni í bíl í tvo sólarhringa Lögreglan í Reykjavík frelsaði scháferhund úr lokuðum bíl í Fella- hverfi á laugardagskvöld. Við nánari eftirgrennslan um ferðir eigandans telur lögregla nokkuð víst að hund- urinn hafi verið lokaður inni í bíln- um í að minnsta kosti tvo sólar- hringa. Mun eigandinn vera iðnaðar- maður sem vann að viðgerðum í húsi í hverfinu og hefur hann skilið bæði bíl og hund eftir þegar hann lauk vinnu fyrir helgina. Farið var með hundinn rakleiðis á dýraspítalann. Hann var mjög hræddur og æstur við komuna þang- að. Ljósmyndari DV heimsótti dýra- spítalann í gærdag. Þá var hundur- inn í búri en var síðan sleppt í girt útihólf. Þá var hundurinn óöruggur, mjög hræddur og urraði mikið að nærstöddum. í samtali við dýraspít- alann í morgun var DV þó tjáð að hundurinn væri að róast. Að sögn lögreglu er um vítavert kæruleysi af hálfu eiganda hundsins að ræða. Hefur málið verið kært og fær venjulega afgreiðslu. Má búast við ákæru á hendur eigandanum þó það sé ekki víst. Afrit af skýrslu lög- reglu verður sent dýravemdunarfé- lögum. Eigandinn hafði ekki viljað hunds- ins í morgun en fær hann afhentan ef hann æskir þess þar sem um eign hans er að ræða. -hlh Sauðárkrókur: Gangstéttir steyptar Þórhallur Ásmundsson, DV, Saudárkxóki: Nýhafnar eru á Króknum fram- kvæmdir við gerð gangstétta í Hlíða- hverfi. Reiknað er með að verkið, sem er í höndum Knúts Aadnegard byggingameistara, komi til með að kosta um 2 milljónir króna. Gangstéttimar, sem steyptar verða nú, em við tvær stofnbrautir í Hlíða- hverfi, annars vegar norðan stofn- brautar sem liggur upp með Rafta- hlíðinni og hins vegar upp með Sauð- árhlíðinni að sunnanverðu en Sauð- árhlíð liggúr frá Birkihlíð, upp með og að Háuhlíð. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra tók á móti Frank B. Kelso, yfirmanni Atlantshafsflota Atlantshafsbandalagsins, í morgun en Kelso er hér i boöi Jóns. Kelso skoðaði Höfða í morgun og í hádeginu mun hann snæða málsverð í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. DV-mynd BG Mj ólkurfræöingar: Ekki áslæða til bjartsýni „Það er töluverð stífni í mönnum. Viðræðumar stranda á sérkröfum okkar sem em kröfur um stjómun- arálag og aldursflokka. Kröfumar hafa ekki verið ræddar þar sem vinnuveitendur hafa ekki ljáð máls á að ræða þær. Það er því ekki ástæða til bjartsýni," sagði Kristján Larsen, formaður Mjólkurfræðingafélagsins, við DV. Viðræður mjólkurfræðinga og vinnuveitenda strönduðu á fundi aðfaranótt fimmtudags. VerkfaU mjólkurfræðinga í Mjólkurbúi Flóa- manna hefst því á miðnætti í kvöld verði ekki samið fyrir þann tíma og mun standa í tvo daga. Á fimmtudag og fostudag verður síðan verkfall hjá Mjólkursamlaginu í Reykjavík og á Akureyri. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um verkfall í öðram mjólkursamlögum. Boðað hefm- verið til fundar með deiluaðilum klukkan fjögur í dag. -hlh Bankaeftirlitið sendir bankaráði Landsbankans bréf: Menn brosa góðlát- lega að bréfinu - segir Lúðvík Jósefsson „Ég hef fengið bréf en ég hef ekki séð neina áminningu," sagði Lúðvik Jósefsson, bankaráðsmaður í Lands- bankanum. Bankaeftirlit Seðlabankans hefur sent öllum bankastjórum og banka- ráðsmönnum bréf í tilefni af umræð- um um brot Lúðvíks á bankaleynd í yfirlýsingum hans í kjölfar kaupa Landsbankans á hlut Sambandsins í Samvinnubankanum. Lúðvík greindi þar frá aö heildarfyrir- greiðsla Sambandsins hjá Lands- bankanum næmi um 2,6 milljörðum króna. „Þeir benda á hvað stendur í lögum og það vissi ég fyrir. Hér er ekki um neina áminningu að ræða og hvergi bent á neitt sem saknæmt hefur ver- ið. Svo menn brosa góðlátlega að bréfinu. Ég hef einnig fengið þá frétt í út- varpinu að bankaeftirht Seðlabank- ans hafi áminnt menn í sambandi við Olísmálið. Þær áminningar hljóta að hafa verið til einhverra bankastjóra eða einhverra bankaráðsmanna ann- arra en mín því að ég hef aldrei feng- ið neitt um það að vita,“ sagði Lúð- víkJósefsson. -gse Viðskiptaráðherra: „Ég lít á þetta sem alvarlega að- mrun,“ segir Jón Sigurðsson við- ikiptaráðherra um bréf Seölabank- ms til aUra bankaráðsmanna og (ankasfióra Landsbankans þar ;em þeir em minntir á þagnar- kyldu í starfi. Segir f bréfinu að íripið verði til „viðeigandl ráðsfaf- ana“ verði þessi regla brotin hér eftir. ,JÞað er afarslæmt ef menn sem starfa í bönkum tjá sig á opinberum vettvangi um viðskipti einstakra viöskiptavina við bankana," segir viöskiptaráðherra ennfremur. -JGH Samið um sölu á saltsfld Samningar hafa nú tekist við helstu saltsíldarinnflytjendur í Sví- þjóð og Finniandi inn söluverð á salt- sfld og aðra söluskiimála. Sam- kvæmt þeim hækkar söluveröið á hefðbundnum tegundum mn 6-7% frá fyrra ári. Það er eins og áður í sænskum krónum og finnskum mörkum. Eins og á undanfómum árum hafa kaupendur í ofangreindum löndum nokkum frest til að staðfesta endan- legt samningsmagn en búist er við að það verði svipað og selt var með fyrirframsamningum á síðasta ári eða samtals um 60-70 þúsund tunnur miðað við hausskoma og slógdregna síld. Þá era þegar hafnar samningaum- leitanir um fyrirframsölu á saltaðri síld til Sovétríkjanna. Formlegar samningaviðræður hafa enn ekki hafist og ekki liggur ijóst fyrir hve- nær Sovétmenn verða tilbúnir til viðræðma. -JSS Skákþing íslands: Karl efstur Karl Þorsteinsson hefur nú öragga í 2.-3. sæti era þeir Björgvin Jónsson forystu á Skákþingi íslands en hann og Þröstur Þórhallsson með 3,5 vixm- er með 4,5 vinninga eftir 5 umferðir. inga. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.