Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Side 9
MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER Í989. Vegfarendur í Bogota virða fyrir sér skemmdir eftir sprengjutilræði. Simamynd Reuter Kólumbía: Arás á bandaríska sendiráðið Eldflaug var skotið að bandaríska sendiráðinu í Bogota í gærkvöldi en tilræöiö mistókst, að því er verðir við sendiráðið sögðu. Smávegis hrundi úr húsveggnum en engin sprenging varð. Var þetta fyrsta árásin á stöðvar Bandaríkjamanna í Kólumbíu síðan Bandaríkjamenn lofuðu aðstoð sinni við Kólumbíumenn í stríðinu gegn eiturlyfjasölum. Tvær sprengjur sprungu í við- skiptahverfi í miðborg Bogota í gær- kvöldi og þijár sprungu í Cali þar sem eru bækistöðvar eiturlyfja- hrings. Sprengjumar í Bogota sprungu samtímis og slasaðist einn maður við tilræðin. í Cali eru bækistöðvar samtaka eit- urlyfjasala sem eru keppinautur Medellinhringsins. Að sögn embætt- ismanna framleiða hringir þessir áttatíu prósent alls kókaíns sem neytt er íBandaríkjunum. Við sprengjutilræðin í Bogota urðu miklar skemmdir og brotnuðu rúður í nálægum húsum. Frá því á föstu- daginn hafa sjö sprengjur sprungið við banka í Bogota. Alls hafa fimmtíu sprengjur sprungið, flestar í Medell- in, síðan yfirvöld lýstu yfir stríði á hendur eiturlyfjabarónum. Að flestra áliti eru það eiturlyfja- salar sem standa á bak við sprengju- tilræðin í því skyni að fá yfirvöld til að nema úr gildi lög þau er heimila framsal eiturlyíjabaróna. Em þeir sagðir óttast réttarhöld í Bandaríkj- unum meir en allt annað. Á laugardaginn var blaðamaður skotinn til bana í Buenaventura. Ekki er vitað um tilefni morðsins en eiturlyfjasalar hafa stöðugt hótað blaðamönnumlífláti. Reuter Hundrað þúsund mótmæla í Úkraínu Að minnsta kosti hundrað þúsund manns gengu í gegnum Lvov í Úkra- ínu í gær til að krefjast þess að ka- þólska kirkjan yrði lögleidd. Starf- semi hennar hefur verið bönnuð frá 1946 er Stalin innlimaði hana í rúss- nesku réttrúnaðarkirkjuna. Sovésk- ir fjölmiðlar greindu lítillega frá fjöl- dagöngunni. Göngumenn hvöttu Gorbatsjov til að lögleiða kirkjuna og báðu hann jafnframt fyrir skilaboð til páfa. Búist er við að málið verði á dagskrá þegar Gorbatsjov hittir páfa að máli í nóvember. í gærkvöldi komu einnig þrjátíu þúsund manns saman í miðborg Lvov til að minnast þess þegar so- véskir hermenn gerðu innrás i vest- urhluta Úkraínu fyrir fimmtíu árum. Svæðið, sem var hluti af Póllandi, var innlimað í Sovétríkin samkvæmt samningi sem gerður var við nasista. Samtöki, sem stóðu á bak við mót- mælafundinn í gærkvöldi, hvöttu fólk til að slökkva fjósin hjá sér eftir klukkan 22 og kveikja á kertaljósum í staðinn. í Armeníu samþykkti þingið í gær ályktun þar sem kveðið er á um að- geröir til að aflétta umsátri um lýð- veldið og héraðið Nagomo-Karabakh vegna verkfallsins í Azerbajdzhan. Þingið sendi einnig yfirlýsingu til æðsta ráðs sovéska þingsins. í henni Vesturhluti Úkraínu var áður hluti af Póllandi. sagði að friður kæmist á með sam- komulagi og tilslökunum en ekki með fyrirskipunum. Kommúnista- flokkurinn í Azerbajdzhan hvatti einnig til samkomulags í sjónvarps- viðtali. Síðastliðna átján mánuði hafa hundrað og tuttugu manns látið lífið í átökum í Armeníu og Azerbajdzhan vegna deilna um héraðið Nagomo- Karabakh. 9 Útlönd Fellibylurinn Hugo á leið sinni til Puerto Rico í gær. Símamynd Reuter ' JAMAICA ILAJTI KARtBAHAF DúminíluiRska Pucrto Rico Guadeloupe OVJRJ Gvfurleg eyðilegging Bandaríkin Ftórida NORÐUR- ATLANTSHAF BAHAMAVJAR FcUibylurínn stefnir nú á Puerto Rico Fellibylurinn Hugo skildi eftir slóð eyðileggingar á austurhluta Karíba- hafs í gær. Fimm manns létu lífið og þúsundir urðu heimihslausar á Gaudelope áður en feflibylurinn hélt í átt til Jómfrúreyja og Puerto Rico. Hugo, sem er mesti fellibylur sem gengið hefur yfir norðausturhluta Karíbahafs í áratug, olti mestum skemmdum á eyjunni Guadeloupe en miklar skemmdir urðu einnig Dominica, Antigua, Montserrat, St.Martin og St. Kitts. Hugo æddi yfir Guadeloupe með 225 kílómetra hraða á klukkustund og rifnuðu þök af húsum, flugtimi þaut um koll og um 70 prósent allra vega á eyjunni urðu ófærir í kjölfar veðurofsans. Búist var við að Hugo kæmi til Puerto Rico í dag. í gærkvöldi höfðu að minnsta kosti fimm þúsund íbúar við strendumar flúið heimili sín. Stjómvöld hafa lokaö alþjóðaflug- velflnum þar og flestöll hótefln lok- uðu spilavítum sínum fyrir nóttina. íbúar i San Juan í Puerto Rico birgðu sig upp af drykkjarvatni á flöskum samfimis því sem fellibylurinn Hugo nálgaðist eyjuna. Símamynd Reuter Ekkert símasamband var frá Gu- adelope og nálægum eyjum við um- heiminn og fyrstu fregnimar af eyði- leggingunni bámst frá radíóáhuga- mönnum. Franskir embættismenn segja að íjögur þúsund manns séu heimiflslaus. Reuter eftir fellibyl Veiðimenn - nú er tækifærið Opnum á morgun hina árlegu haustútsölu okkar á veiðifatnaði, þar á meðal jökkum, vestum, kuldafatnaði, regnfatnaði, peysum, íþróttagöllum o.m.fl. 20-50% afsláttur Hausttilboð Bjóðum viðskiptavinum vorum 15% staðgreiðsluafslátt á ölluzn veiðivörum verslunarinnar með> an á útsölunni stendur. Verslunin éiöiv< Langholtsvegi 111 104 Reykjavík 0) 6870*90 Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.