Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1989. Útlönd Boris Jeltsin heimsótti bandarisku geimvísíndastöðina NASA um helg- ina. Símamynd Reuter Sovéski stjómmálamaðurinn Boris Jeltsin hefur pantað bandarískar sprautunálar fyrir andvirði hundrað þúsund dollara. Nálamar ætiar hann að nota í baráttunni við eyðni í Sovétríkjunum. Jeltsin, sem nú hefur lokið vikulangri heimsókn sinni í Bandaríkjun- um, undirritaði kaupsamninginn rétt áður en hann steig upp í flugvél þá er flutti hann heim til Sovétríkjanna. Jeltsin kvaðst fara með góða mynd af Bandaríkjunum í huga sér. Hann vildiþó ekki taka svo sterkt til orða að hann væri oröinn kapítalisti eftir áttadagadvölíBandaríkjunum. Reuter Pólskr kommúnistar þinga Leiötogar pólska kommúnistaflokksins leita nú leiöa tii aö endurvinna traust gamalla flokksmeölíma og vinna nýja stuöningsmenn til að geta borið sigur úr býtum í næstu kosningum. Miðstjóm flokksins kemur saman í dag til aö íhuga til hvaða ráða eigi að gripa eftir ósigurinn í kosningunum fyrir Samstöðu. Reut«r Betur fór en á horfðist Eldur leikur um annað olíuskipanna sem lentu I árekstri úti fyrir austur strönd Bretlands um helgina. Símamynd Reuter Stórtækar hreinsunaraðgerðir og hliðhollir vindguðir virðast hafa kom- ið í veg fyrir að olíubrák vegna árekstrar tveggja ohuskipa úti fyrir strönd Bretlands um helgina mengi austurströnd landsins. Helsta hráohubrákin var í gærkvöldi um tuttugu mílna löng og sjö mílna breið, að sögn breskra strandgæslumanna. Hefur hún þegar byijað að berast suður. Björgunarmenn vom að í allan gærdag og notuöu sex þyrlur tii að úða efni er deifir ohubrák af sjó. Ekki hafa neinar fregnir borist af því aö olia hafi borist á land. Olíuskipin tvö rákust á á sunnudag. Um borð í öðru þeirra voru 56 þúsund tonn af hráolíu, en úr því lak í sjóinn, en í hinu rúmlega 46 þús- und tonn af bensínolíu. Eftir áreksturinn kviknaði eldur um borö f báðum skipum en engan sakaöi. Nú hafa eldarnir verið slökktir. Skyndiárásir á stöðvar ETA á Spáni I þessari tlutningablfreið fann spánska lögreglan tvo grunaða meðlimi ETA, aðskilnaðarhreyfingar Baska. Simamynd Reuter Spánska stjómin vann sigur gegn aðskilnaðarhreyfmgu Baska á Spáni, ETA, um helgina en þá voru rúmlega tuttugu grunaöir meðlimir hennar handteknir í skyndiárás lögreglu. Tveir gmnaöir ETA-mennlétust í árás- inni. Araba-samtök ETA, sem íögregla segir hættulegan hóp ræningja, vom leyst upp um helgina í skyndiárásum lögreglu viðs vegar um Iandið að, sögn talsmanns lögreglunnar. Mikið magn vopna fannst og um 300 kfló af sprengiefhi. Hægri menn» Noregi funda Miðjuflokkurinn, Hægri flokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn í Noregi koma saman tfl fundar í dag um stjómarmyndun, Skiptar skoðan- ir um hin ýmsu málefni em þó taldar verða erfið hindrun. Allir flokkamir hafa neitað að leyfa Carli I. Hagen og flokki hans, Fram- faraílokknum, að taka þátt í viðræðunum þótt þeir þurö á stuðningi hans að halda. Hagen vifl hins vegar ekki heita þeim stuðningi sínum nema þeir taki hann með í stjómarsamstarfið. Hann segist þó líklega munu styðja borg- aralegu flokkana við að fella Brundtland forsætásráðherra þegar þing- störf hefjast í október. NTB Jettsin kaupir nálar Rabin til Kaíró Yitzhak Rabin, vamarmálaráð- herra ísraels, kemur til Kaíró í Egyptalandi í dag tfl viðræðna við egypska leiðtoga um kosningar á herteknu svæðunum. Hosni Mubar- ak Egyptalandsforseti bauð Rabin í heimsókn til þess að reyna að ræða um samkomulagsleið milli ísraela og Palestínumanna varðandi kosning- amar. Mubarak hefur lagt fram tillögur um tíu atriði til viðbótar kosninga- áætlun ísraela sem gerir ráð fyrir að Palestínumenn kjósi fulltrúa til samningaviðræðna um bráðabirgða- sjálfstjórn á vesturbakkanum og Gazasvæðinu. Hægri menn í ríkisstjórn ísraels em andvígir för Rabins til Egypta- lands þar sem þeir eru ekki sáttir við tfllögur Mubaraks. Þær fela í sér að ísraelar láti land af hendi í skiptum fyrir frið og að landnámi ísraela á herteknu svæðunum verði hætt. Verkamannaílokkurinn, flokkur Rabins, styður aftur á móti friðartil- raunir Mubaraks. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissam- taka Palestínumanna, PLO, sneri aft- ur til Kaíró í gær eftir viðræður í síðustu viku við egypska ráðamenn. Borgarstjóri Betlehem, Elias Freij, kvaðst í gær hafa hitt Arafat nokkr- um sinnum í Túnis og hvatt hann til að samþykkja kosningaáætlunina. ísraelum og Palestínumönnum á herteknu svæðunum er bannað að hafa samskipti við PLO. Hafa ísrael- ar lýst samtökin ólögleg. ísraelski herinn setti á útgöngu- bann í átta flóttamannabúðum á her- teknu svæðunum í gær þar sem Pa- lestínumenn efndu til verkfalla til að mótmæla fjöldamorðum á Palestínu- mönnum árið 1982. Átök urðu í gær milli hermanna og araba og særðust tólf Palestínumenn. Meðal þeirra sem skotið var á var sjö ára drengur og annar tólf ára. Reuter Varnarmálaráðherra ísraels, Yitzhak Rabin. Simamynd Reuter Indverjar heita brottflutningi herja sinna frá Sri Lanka Indversk yfírvöld hétu því í morgun að draga tfl baka herliö sitt frá Sri Lanka fyrir árslok. Alls eru rúmlega fjörutiu þúsund ind- verskir hermenn á eyjunni sem þá verða á brott fyrir 3L desember næstkomandi „Ríkisstjóra Indlands hefúr hett- ið því aö unniö verði aö því aö brottflutningi þeim sem gerö var áætlun um 29. júlí 1989 verði lokiö fyrir 31. desember 1989,“ sagöi i sameiginlegri yfiriýsingu ríkjanna beggja. Frá og með miðvikudegi munu indverskir hermenn hafa í heiðri vopnahlé í baráttu þeirra gegn skæruliðum samkvæmt samningi ríkjanna sem undirritaöur vár á mánudag, segir og i yfirlýsingunni. Stjórnvöld á Sri Lanka hafa heitiö skæruliðum vernd og öryggi ef þeir taki þátt í friöarráðstefnu. Tilboð stjóravalda kemur í kjölfar einnar blóðugustu helgar i sögu eyjarinn- ar. Taliö er að 350 hafi fallið síð- ustu daga og kveikt var 1 tvö hundr- uö bvggineum. Stjórnvöld Vilja fá Friðarhreyf- ingu alþýöunnar tfl viöræðna en hreyfmgin hefur hafnað öllu slíku. Reuter Milljóna dollara gullf undur Starfsmenn björgunarfyrirtækis- ins Columbus-America Discovery Group eru byrjaðir að flytja hluta- farms flaks bandaríska póstskipsins SS Central America frá sjávarbotni upp á yfirborðið. Talið er að í flaki skipsins, sem strandaði úti fyrir suð- austurströnd Bandaríkjanna árið 1857, sé gullfarmur, mflljónir dollara að verðmæti, milijarðar dollara að mati sumra. Björgunarmenn segja þetta verðmætasta fund í sögu Bandaríkjanna. SS Central America fórst í skað- ræðisveðri þann 12. september 1857. Af 578 farþegum og áhöfn létust 425. Um borð í skipinu var mikill gull- farmur, alls þrjú tonn. Miðað við þyngd er verðmæti gullsins um 28 milljónir doflara en að sögn tals- manns björgunarleiöangursins er mikill hluti þess m.a. í formi gullpen- inga. Þannig hefur það mun meira verðgildi fyrir safnara, sagöi tals- maðurinn. Flakið, sem fannst sumarið 1986, liggur á um tveggja og hálfs kíló- metra dýpi úti fyrir suðausturströnd Bandaríkjanna. Það var fyrst í júlí- mánuði að björgunarmönnum tókst að smíða tölvustýrðan kafbát sem gagnast gæti við björgun farmsins. Deilur um eignarrétt og réttinn til björgunar farms skipsins töfðu mjög fyrir björgunaraðgerðum. Dómstóll í Virginíu-fylki felldi þann úrskurð að Columbus-America björgunarfyrir- tækið ætti rétt á að bjarga farmi skipsins þrátt fyrir að menn þar hafi aðeins séð skipið og snert það með aðstoð fjarstýringar. Reuter Þessi gullpeningur var einn þúsunda sem björgunarmenn segjast hafa fund- ið við leit í flaki bandaríska póstskipsins SS Central America sem strand- aöi tvö hundruö sjómílur úti fyrir strönd Karólínu i Bandaríkjunum fyrir rúmri Öld. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.