Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Side 17
MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1989. 17 Lesendur „Við júgur heilagra kúa“ Leikmaður skrifar: Undir ofangreindri fyrirsögn birtist lesendabréf í DV 25. apríl sl. Fjallaði höfundur þar um þá áráttu fræði- manna (málfræðinga) að skýla „am- lóðum íslenskrar tungu bak við mis- tök frá glæstri fortíö horfinna meist- ara“ sem væru þeir goð á stalli. Nú verður mér hugsað nokkur ár aftur í tímann. Þá tefldi málfræðing- ur (og auk þess skáld), Hannes Pét- ursson, fram öðrum og nýrri goðum á stalh, frá 19. og 20. öld, gegn gagn- rýni varðandi íslenskt mál. Hér á ég við grein Jóns Oissurarsonar í Morg- unblaðinu 12. febrúar 1975. - Þar fjallar hann á skelleggan hátt um afnotkun og misnotkun viðskeytts greinis í útvarpi og sjónvarpi. Þar hafi menn klesst viðskeyttum greini á orð sem aldrei hafi drattast með slíkan hala frá upphafi íslenskr- ar tungu. Nefnir hann ýmis dæmi, svo sem að „bera í bætifláka“ breikk- að í að „bera í bætiílákana", „í bráð“ lengdist í „í bráðina" og það „að leggja af mörkum" þyngdist í „að leggja af mörkunum". Hneykslast Jón að vonum á svo ókræsilegri uppákomu í einu helsta vígi íslenskr- ar tungu á vorum dögum. Áðumefnd grein Hannesar Péturs- sonar birtist í Morgunblaðinu fjórum dögum á eftir grein Jóns, þ.e. 16. fe- brúar. Því fór fjarri aö Hannes fagn- aði þessari tímabæru grein Jóns, svo sem hefði þó mátt vænta af málfræð- ingi og skáldi. Nær öll grein Hannes- ar snýst gegn henni. Fyrst skákar hann fram Siguröi Nordal (goði númer I). Hannes segir að eitt sinn hafi nemandi Sigurðar spurt hann hvort ekki væri fremur óíslenskulega að orði komist á til- teknum stað í verkum Jónasar Hall- grímssonar (goði númer II). Nordal svaraði: „Það sem Jónas Hallgríms- son hefur ort og Konráð Gíslason (goð númer III) hefur lesið yfir, jah, hljótum við nú að kalla íslensku." Á þann veg afgreiddi Nordal þetta mál - lét spurningunni ósvaraö. Nordal virðist því telja Jónas óskeik- ult goð á stalli. Sömuleiðis Hannes. RíkissQómin rær á sömu mið Anna Kristjánsdóttir hringdi: Ekkert heyrist frá þessari svoköll- uðu ríkisstjóm sem nú hefur belgt sig út með því að gleypa einn flokk til viðbótar. Sennilega Uggur stjórnin og flatmagar á meðan hún er að melta bitann. En eitthvað verða gömlu ráðherrarnir að segja (þeir nýju eru ekki enn búnir að átta sig á nýju heimkynnunum, í maga stjómarinnar) til að róa fólkið, sem bíður í ofvæni eftir úrlausnum á vanda heimfianna gagnvart dýrtíð og skattheimtu. Mér sýnist og heyrist á ráðherrun- um, að þeir séu alveg jafnúrræða- lausir og áður. Helst heyrir maður frá þeim á fundum, vítt og breitt um landið, þar sem þeir slá um sig með slagorðum og bröndurum. í gær- kvöldi (13. sept.) var t.d. forsætisráð- herra á fundi hjá allaböUun og þar sagði hann að þeir ráöherramir væm „aö reyna að leita allra leiða“ til að draga úr hækkunum á land- búnaðarvörum. - Menntamálaráð- herra fór einnig í pontu tU að styðja verkstjóra sinn og veðjaði á að ein- hveija peninga væri enn að finna hjá hinum „ríku“. Þeir em sem sé að „reyna aö leita“. Þetta er nú það aumasta úrræði sem ég hefi heyrt frá stjómmálamönnum lengi. Það er langt gengið á loforða- birgöir stjórnmálamanna sem eiga ekki betri hálmstrá en þetta tU að grípa í. Þegar ríkisstjórnin og talsmenn hennar í ráðherrastólum em orðnir fastir í því fari að lýsa því yfir, „að vonast sé tU að verðhækkanir verði minni en ráð hafi verið fyrir gert, þegar upp er staðið“ - eða annað í þessum dúr þá er ekki annað fyrir slíka stjóm að gera en að standa upp sjálf og fara frá. - Annars hefði hann ekki vitnað í þessi orð Nordals. Þar sem Hannes skákar hér fram Jónasi og Sigurði kynni einhver að spyija hvort þeir hafi verið slíkir meistarar í meðferð íslensks máls að þeim verði ætíð teflt fram sem óskeikulum á því sviði? Tökum fyrst Sigurð Nordal. í bók hans, íslenskri menningu, bls. 8, stendur: „En hvað getur lesendur varðað um, ef sagt er frá menningu og atburðum löngu lið- inna tíma, sem sögumaður hefur hvergi nærri komið, hvemig bók hans er orðin til og hvað fyrir honum hefur vakað?“ - Lítt mun sá næmur á íslenskt mál sem skynjar ekki að hér hefur stílfákur Nordals hlaupið Ula út undan sér. Eitt og annað fleira torskUið má finna í grein Hannesar þótt eigi verði tíundað hér. í því sambandi minnist ég þess að í Morgunblaðinu 20. mars 1980 vitnar Barði Friðriksson í títt- nefnda grein Jóns Gissurarsonar og segir orðrétt: „Hannes Pétursson skáld snéri ómaklega út úr þessari grein.“ Þeir sem læsu grein Hannesar myndu án efa staðfesta þennan dóm hins ágæta lögspekings. Nú er langt um Uðið síðan Jón reit sína réttmætu og þarflegu grein um þessi mál. Spyija mætti; Hefur dregið úr þessum mistökum síðan? Því fer fiarri, þótt hart sé undir aö búa. Fyr- ir nokkru endurtók t.d. þulur í út- varpi tvisvar sinnum í sama stutta fréttatíma að einhver hefði „klifið Everestinn“. ÖUu lengra verður varla komist í málfarslegum afglapa- hætti og greinisjapU. En við hveiju má búast þegar þeir höggva sem hlífa skyldu, eins og vik- ið var að í upphafi þessarar greinar? Og að lokum: Hvenær megum við hinir - réttir og sléttir leikmenn - vænta þess að málfræðingar (og skáld) taki hér upp önnur og jákvæð- ari vinnubrögð á þessu sviði? Nýtt á Islandi Pústkerfí úr ryöfríu gæðastáli í fíest ókutæki Framleiösla er nú hafin á pústkerfum úr ryöfríu gæöastáli í flestar geröir ökutækja og bifreiöa. Komiö eöa hringiö og kynniö ykkur pústkerfin sem endast og endast. Geriö góöan bíl enn betri setjiö undir hann vandaö pústkerfi úr ryöfríu gæöastáli 5 ára ábyrgó á efni og vinnu. Hljððdeyfikerfi hf. STAPAHRAUNI 3 HAFNARFIRÐI X SIMI 652 777 AGÆTI NAMSMAÐUR! Náma Laitdsbankans er þjónusta sem léttir undir med námsmönnum, ÞÉR LEGGÐUvfFRA jafnvel þótt þeir hafi úr litlu að spila. í Námuna getur þú sótt þjónustu BÓKINA^ANDARTAK, á borð við útreikninga á greiðslubyrði, sveigjanlegri afborganir lána, -HUGSAÐU UM NÁMU. yfirdráttarheimild, VISA-kort og afhendingu skjala vegna LÍN. Fyrstu VEISTU AÐ í LANDS- þrjú tékkheftin færðu endurgjaldslaust og með tímanum eignastu svo BANKANUM ER NÁMA Einkanámu! Með þátttoku í Námunni öðlast þú einnig rétt til að sækja NÁMSFÓLK. um 100.000 króna námsstyrk og námslokalán, allt að 500.000 krónum. Náman er ný fjármálaþjónusta í Landsbankanum, sérstaklega ætl- uð námsfólki frá 18 ára aldri. Því ekki að hefjast handa nú þegar og sækja í námu Landsbankans. Með því að skapa þér gott orð í Landsbankanum - þó í Iitlu sé, leggurðu grunninn að fjárhagslega öruggri framtíð. Allar nánari upplýsing- ar, fúslega veittar í næsta Landsbanka. Við bjóðum námsfólk velkomið. Nýttu þér námuna. LANPSBANKI í S L A N D S N • A • M • A • N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.