Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Side 29
MÁNtJDAGUR 18. SEPTBMBER 1989.
Stóra-Laxá í Hreppum:
Fjórir stórir í Spegl-
inum og 160 a land
„Það var gaman að veiöa þennan áin var tær og vatnsmagn eðiilegt
19 punda lax á Hólraabreiðunni á þegar hann veiddist,“ sagði Björg-
maðk, annar stórlax beit á bjá mér vin ennfremur.
en fór af eftir stutta viðureign. Við Eftir bestu fréttum sem við höf-
fengum einn flögurra punda iíka um eru komnir um 70 laxar á efsta
þarna,“ sagði Björgvin Björgvins- svæði, 10-15 laxar á svæði þrjú og
son, veiðimaður úr Hafnarfiröi, en svæði eitt og tvö hefúr gefið um 65
hann lenti fyrir fáum dögum 1 laxar. Þetta þýöir að Stóra-Laxá í
skemmtilegri veiði í Stóru-Laxá i Hreppum er með eitthvað í kring-
Hreppum. „Bóndinn í Laxárdal var um 150-160 laxa og veiðimenn hafa
við veiðar í ánni fyrir skömmu og sagt að reytingur sé af laxi í ánni.
sá víöa væna laxa, eins og í Speglin- Kannski kemur gott skot í lokin?
um, þar lágu einir flórir stórlaxar Veiðitiminn er ekki búinn.
en þeir fengust ekki til að taka. En G.Bender
• Björgvln Björgvlnsson úr Hafnarfirði ásamt daatrum sínum með 19
og 4 punda iaxa sem Björgvin landaði með góðri aðstoð Ólafs Guð-
mundssonar. DV-mynd Ölafur
• Þorgeír Danielsson meö 20 punda hænginn við Ármólin nokkrum
mfnútum eftir baráttuna, stærsta laxinn úr Svartá í sumar.
Svartá í Húnavatnssýslu:
Laxamir 118 og sá
stærsti 20 punda
„Viö vorum aö koma heim eftir Torfustaðahyl og Brúnahyl, svo
aö hafa lokað Svartá og laxarnir einn i Síkinu. Ekki eru margir lax-
voru 118. Stærsti laxinn var 20 ar í ánni. Það var Sigurður Gunn-
punda og svo 19 punda,“ sagði steinsson sera veiddi þann næst-
Grettir Gunnlaugsson, formaður stærsta,19pundafiskíSikinu,fyrr
árnefhdar Svartár i Húnvatnssýslu í sumar og svo veiddi Þorgeir Danf •
í gærdag, en veiöi lauk í ánni á elsson fyrir fáum dögura í Ármót-
fóstudaginn. ura 20 punda hæng og hann tók
„Það lágu þrír laxar í lokaferö- Þingeying, túbusagði Grettir i
inni, tvo fengura viö inni á dal, í lokin. -G.Bender
Iþróttir
Marteinn hættur með Fylki
Marteinn Geirsson sflórnaði
Fylkismönnum í síðasta skipti þeg-
ar þeir báru sigurorð af FH-ingum
í lokaumferð 1. deildarinnar á laug-
ardaginn. Hann hefur þjáifaö Ár-
bæjarliðið í flögur ár og undir hans
stjórn fór það úr 3. deildinni í þá
fyrstu og var óheppið að halda ekki
sæti sínu þar. n
„Það er kominn tími til að skipta
um, bæði fyrir mig og Fylkismenn.
Þetta eru búin að vera góð flögur
ár og það er öruggt að ég mun hafa
taugar til Fylkis um ókomna tíð,“
sagði Marteiiyi í samtali við DV
eftir FH-leikinn.
„Fylkismenn eiga framtíðina fyr-
ir sér, starf þeirra í yngri flokkun-
um er til fyrirmyndar og þeir þurfa
engu að kvíða. Ég var með þrjá
stráka á fyrsta ári í 2. flokki í liðinu
í síðustu leikjunum og í 2. flokkn-
um eru 3-4 aðrir sem gefa þeim lít-
ið eftir.“
Rosalegt að falla
eftir svona sigurleik
„Það er rosalegt að vinna svona
leik og falla samt í 2. deild. Það var
kominn fiðringur í mig um að þetta
ætlaði að takast en þegar flautað
var til leiksloka máttum við hengja
haus. Þessi leikur var góður hjá
okkur en við follum á því að hafa
misst af einu til tveimur jafnteflum
fyrr í sumar. Það er ótrúlegt að
fara niður með 17 stig, á óhag-
stæðri markatölu. Þórsarar voru
með slakasta liðið í deildinni í sum-
ar en það lá samt alltaf í loftinu að
þeir gætu sigrað Skagamenn og
bjargað sér,“ sagði Marteinn.
Evrópuleikur í Kaplakrika
„Það er reglulega sárt að sjá á
efdr Islandsmeistaratitlinum þegar
við áttum alla möguleika á honum.
Þetta var ekki okkar dagur, við
byrjuðum mjög vel en það var ekki
nóg,“ sagði HaUdór Halldórsson,
markvörður og fyrirliði FH-inga.
„En við verðum að reyna að vera
ánægðir með annað sætið, það er
langbesti árangur sem FH hefur
náð og næsta haust bjóðum við upp
á Evrópuleik í Kaplakrikanum. Við
hljótum að halda áfram ótrauðir
og mæta tvíefldir til leiks næsta
sumar," sagði Halldór.
-VS
Allir gengu óánægðir
af velli í Hafnarfirði
- Fylkismenn gerðu meistaravon FH að engu en féllu sjálfir í 2. deild
Það var lítið um fognuð í Hafnar-
firðinum á laugardaginn. íslands-
meistaratitillinn, sem blasti við FH-
ingum, rann þeim úr greipum þegar
ákveðnir Fylkismenn sigruðu þá
sanngjamt, 1-2. Árbæingar féllust í
faðma um leið og flautað var til leiks-
loka, en í næstu andrá fengu þeir þær
sorgarfregnir að þessi frækni sigur
þeirra hefði ekki dugað til - sigur
Þórsara á ÍA á Akureyri gerði þaö
að verkum að Fylkir féll í 2. deild
eftir eins árs veru í þeirri fyrstu.
Og miðað við leikinn í Kaplakrika
var það óverðskuldað fall. Fylkir var
mun betri aðilinn og FH-ingar hefðu
ekkert getað sagt við því þótt ósigur
þeirra hefði orðið stærri. Samt fengu
Hafnfirðingarnir þá glæsilegustu
byriun sem þeir gátu beðið um - eft-
ir aðeins tvær minútur skoraði Guð-
mundur Valur Sigurðsson beint úr
aukaspymu úr vítateigsboganum,
1-0.
Fylkir tók völdin
En það vom Fylkismenn sem
smám saman tóku öll völd á vellinum
og jöfnuðu sanngjamt á 16. mínútu.
Baldur Bjamason lék upp hægri
vænginn og gaf fallega yfir til vinstri
á Öm Valdimarsson. Hann var þar
með kominn einn gegn Halldóri Hall-
dórssyni markverði og Erni urðu
ekki á nein mistök, hann renndi bolt-
anum af öryggi í markið, 1-1.
Fylkismenn voru oft nálægt því að
ná fbrystunni í leiknum og tókst það
loksins þegar 11 mínútur voru til
leiksloka. Kristinn Tómasson, 17 ára
piltur, hafði ekki verið nema sex
mínútur með í leiknum þegar hann
fékk boltann á vítateigslínu FH-inga.
Á snilldarlegan hátt lyfti hann bolt-
anum yfir vamarmann FH, komst
með þvi einn upp að markinu og
skoraði eins og ekkert væri auðveld-
ara, 1-2.
Þrátt fyrir þunga pressu síðustu 10
mínúturnar varð FH-ingum ekkert
ágengt og Fylkir var rétt búinn að
skora þriðja markið þegar Baldur
Bjarnason komst einn upp að FH-
markinu en Halldór bjargaði vel með
úthlaupi.
Óverðskuldað fall
Fylkismenn léku nflög vel og náðu
fljótt völdum á miðjunni. Þar var
Hilmar Sighvatsson í aðalhlutverki,
og traustum varnarleik liðsins
sflórnaði Gústaf Vífilsson. Þórhallur
Jóhannsson, Valur Ragnarsson og
Pétur Óskarsson komust líka mjög
vel frá leiknum og í heild var Fylkis-
liðið sterkt og verðskuidar engan
veginn fall í 2. deild miðað við þessa
frammistöðu.
FH-ingar misstu af einstöku tæk-
ifæri með þessum ósigri og þeir voru
ekki svipur hjá sjón miðað við flesta
leiki þeirra í sumar. Ailir hafa leikið
betur, Magnús Pálsson komst einna
best frá leiknum og Ólafur Jóhannes-
son var drjúgur í vöminni að vanda.
Dómari var Ólafur Sveinsson og
stóð sig með mikilli prýði. Hann
verðskuldar fyllilega allar 3 sflörn-
umar.
Maður leiksins: Gústaf Vífilsson,
Fylki.
-VS